Morgunblaðið - 27.11.1959, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 27.11.1959, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐ19 Fðstudagur 27. nóv. 1959 CTtg.: H.l. Arvakur. Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. UTAN UR HEIMI Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Lesbók: Arni Óla, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargald kr 35,00 á mánuði innamands. 1 lausasölu kr. 2.00 eintakið. FJÁRMÁLAÓSTJÖRN FRAMSÓKNARFLOKKSINS Í^NGINN maður hefur verið | lengur fjármálaráðherra á ■2 íslandi en Eysteinn Jóns- son. Síðan hann tók fyrst þátt í ríkisstjórn, eru nú liðin 25 ár. Rúmlega helming þess tíma hef- ur hann gegnt embætti fjármála- ráðherra. Af þessu er auðsætt, að eng- inn íslendingur hefur haft eins gott tækifæri til þess og ein- mitt þessi leiðtogi Framsókn- arflokksins að hafa áhrif á fjármálastjóm hins íslenzka ríkis, og stefnuna í efnahags- málum landsmanna. „Afrek“ Eysteins Jónssonar í hinu vandasama embætti fjár- málaráðherra, skulu ekki rakin hér. En ástæða er til þess að benda á nokkur atriði, sem snerta fjármálaastefnu hans. Fyrsta fjármálaráðherratima- bil Eysteins Jónssonar var árin 1934—39. Höfuðeinkenni þess var stórfelld kreppa, stöðugt vaxandi erfiðleikar íslenzkra atvinnu- vega og verulegt atvinnuleysi meðal almennings. íslenzk fram- leiðslutæki gengu saman, togara- flotinn grotnaði niður, viðskipta- höft voru tekin upp í ríkara mæli en nokkru sinni fyrr, skatt- ar og tollar hækkuðu gífurlega, erlendar skuldir hrúguðust upp og lánstraust ríkissjóðs þvarr. Niðurstaðan af fyrstu fjármála stjórn Eysteins Jónssonar varð sú, að efnahagslegt hallæri skap- aðist í landinu, gengi íslenzkrar krónu féll og vdð ríkisgjald- þroti lá. Þegar þannig var komið sneru Framsóknarmenn sér til Sjálf- stæðisflokksins og beiddust að- stoðar hans tii þess að bjarga því sem bjargað yrði. Sjálfstæðis- flokkurinn mat meira þjóðarhag en flokkshagsmuni og gekk þess vegna í ríkisstjórn með Fram- sóknarflokknum, tók að sér stjórn fjármálanna og forystuna um efnahagslega viðreisn. V iðreisnartímabil Á árunum 1939—1950 fóru Sjálfstæðismenn með stjórn fjár- málanna. Fjármálaráðherrar voru þeir Jakob Möller, Björn Ólafs- son, Pétur Magnússon og Jóhann Þ. Jósefsson. Á þessu tímabili voru erlendar skuldir rikissjóðs borgaðar upp og stórfeld upp- bygging atvinnuveganna hafin. Eini skugginn ,sem á hana ber, er hinn mikli vöxtur verðbólgunnar sem í dag ógnar ísl. efnahags- lffi. En það er athyglisvert, að allt frá árinu 1950 til ársloka 1958 hefur Eysteinn Jónsson ver- ið fjármálaráðherra. Á þessu tíma bili hefur stöðugt hallað meira undan fæti og verðbólgan orðið þjóðinni þyngri fjötur um fót. Virðingarverð tilraun var gerð undir forystu Sjálfstæðismanna á árinu 1950 til þess að skapa jafn- vægi í efnahagsmálunum. Náðist af henni verulegur árangur. En á árinu 1955 brutu kommúnistar hana niður með aðstoð Framsókn armanna. Eysteinn Jónsson lýsti því yfir skömmu síðar, að ekki væri hægt að ráða vandamálum efnahagslífsins til lykta nema í samvinnu við kommúnista. Á grundvelli þeirrar yfirlýsingar var vinstri stjórnin mynduð með Eysteini Jónssyni sem fjármála- ráðherra. Allir vita, hvernig þessi til- raun tókst. Ný verðbólgualda reis, erlendar skuldir hrúguð- ust upp, skattar og tollar hækkuðu gifurlega og fram- kvæmd var dulbúin gengis- lækkun. Þannig er frægðarferill fjár málastjórnar Eysteins. Fj ármálaspekingur Framsóknar Þrátt fyrir þessar staðreyndir líta Framsóknarmenn stöðugt á Eystein Jónsson sem mesta fjár- málaspeking sinn og mikinn og giftudrjúgan leiðtoga íslenzku þjóðarinnar í efnahagsmálum. Það versta er, að Eysteinn Jóns- son trúir þessu sjálfur. Þrátt fyr- ir alla hrakfallasögu hans sem fjármálaráðherra telur haun sig þess einan umkominn að stýra fjármálum íslendinga af viti og festu. Þessum boðskap lætur hann Tímann hamra á í tima og ótíma. Málgagn Framsóknar- flokksins heldur því blákalt fram, að hann beri enga ábyrgð á því sem miður fer í íslenzkum efnahagsmálum. Það sé allt sök „andstæðinganna". Síðast í gær heldur Tíminn því fram. að ailir erfiðleikar í þessum málum hafi skapazt á því eina ári sem liðið er, síðan vinstri stjórnin fór frá og Eysteinn Jónsson lét af em- bætti fjármálaráðherra Það þarf vissulega mikla oftrú á dómgreindarleysi íslenzks al- mennings til þess að geta haldið slíku fram. Sú staðreynd stendur óhögguð að Eysteinn Jónsson, einn af aðalleiðtogum Framsókn- arflokksins í 25 ár, hefur verið lengur fjármálaráðherra en nokk ur annar íslendingur og haft meiri áhrif á efnahagsmálaþró- unina en allir aðrir. Samt sem áður taka Framsóknarmenn hann í dýrlingatölu og vegsama snilli hans og frábæra hæfileika á fjár málasviðinu, jafnhliða því sem þeir útmála það hörmulega á- stand, sem nú ríkir í efnahags- málum þjóðarinnar!! Framtíðin skiptir meginmáli Segja má, að það sé ekki aðal- atriðið nú, að útmála fjármála- óstjórn Framsóknarflokksins og Eysteins Jónssonar á liðnum ár- um. Hitt er miklu þýðingarmeira að nú verði tekið á þessum mál- um af ábyrgðartilfinningu og raunsæi. Það er vissulega hlut- verk hinnar nýju ríkisstjórnar að sigrast á þeim fjölmörgu erfið- leikum, sem nú blasa við í efna hagsmálum landsmanna. Þjóðin sjálf verður að taka þátt í því viðreisnarstarfi með öflugum staiðningi við þær ráðstafanir, sem gerðar munu verða til þess að koma bjarg- ræðisvegum hennar á réttan kjöl og heilbrigðan rekstrar- grundvöll. í því starfi verða allir góðviljaðir og ábyrgir menn að sameinast. Bandarískir karlmenn tízkuþrœlar — af Jbv/ að konurnar krefjast Jbess GÓÐAR heimildir telja, að karlmenn muni á þessu ári verja sem svarar tugum milljóna króna til kaupa á ýmsu, sem til þess er fallið að fegra útlitið — og eru þá ekki taldar með greiðslur til klæð- skera, hárskera o. s. frv. — Karlmennirnir eru sem sé komnir vel á veg með að ná konunum, hvað það snertir að kosta upp á útlitið. — ★ — Þessar upplýsingar gefur bandaríski blaðamaðurinn Rich- ard Gehman í grein, sem hann ritaði fyrir skömmu í blaðið „American Weekly". Hér er sem sagt fyrst og fremst um banda- ríska karlmenn rætt, en „fegrun- arsjónarmiðið", ef svo mætti segja, mun vafalaust vera farið að segja til sín víðar. Ýmsar upplýsingar blaða- mannsins munu vekja undrun, að minnsta kosti hér „norður við heimskaut“. — Meðal annars full- yrðir hann, að það sé orðið mjög algengt í Bandaríkjunum, að karl menn gangi með hárkollur. Hann tekur sem dæmi, að eitt stórt fyrirtæki þar vestra hafi selt hár- kollur fyrir 15 milljónir dala á tímabilinu frá marz til septem- ber í ár — og er þar um gífur- lega aukningu að ræða frá því í fyrra. — Karlmenn kaupa nú einnig lífstykki í æ stærri stíl — þ.e.a.s. þeir, sem hafa gildnað dálítið um mittið með árunurn og eru ekki ánægðir með það. — Því má skjóta hér inn, að verzl- un nokkur í Englandi, sem selur karlmönnum ýmislegt, er verða má til þess að hressa upp á út- litið, hefir undanfarið selt að jafnaði 300 lífstykki fyrir karl- menn á viku. — ★ — Ekki eru þó allir, sem láta sér nægja að reyna að leyna holdunum — vilja heldur losa sig við „yfirviktina", ef unnt er. Og því er það, að seljendur hvers konar megrunarlyfja og bóka, sem visa veginn í því efni, eru hinir ánægðustu nú um stundir. Þeir karlmenn, sem vilja tolla í tízkunni, verða líka að verja drjúgum skilding til fatakaupa. Herratizkan hefir hins vegar ver- Verja stórum tjár- túlgum til kaupa á hárkollum, lífstykkj- um og ilmvötnum — og eru að glata trelsi sínu, segir banda- rískur blaðamaður ið æði íhaldssöm um langt skeið, sem kunnugt er, en blaðamaður- inn hefur það eftir einum eftir- sóttasta skraddara New York- Hárkollur fyrir karlmenn em al verða mikil söluvara í Banda- rikjunum. borgar, að framvegis muni herra- tízkunni verða breytt árlega — til þess að lífga dálítið fatasöl- una, sem er þó þegar farin að glæðast talsvert. — Það á sem sé að róa að því öllum árura að gera karlmennina að tízku- þrælum líka — og er víst komið vel á veg — í Bandaríkjunum a. m. k. . . . Og af hverju stafar þetta svo allt saman — hvers vegna eru karlmenn skyndilega famir að leggja svo mjög aukna alúð við útlit sitt? Hvers vegna allar hár- kollurnar, lífstykkin, ilmvötnio o. s. frv.? Richard Gehman gefur þá skýr ingu — sem ekki er beinlínis upphefð að fyrir hið „sterka kyn" — að heimurinn, sem við lifum í, sé fyrst og fremst heimur kon- unnar. — Karlmennirnir eru I þann veginn að glata frelsi sínu, segir bandaríski blaðamaðurinn. Það eru í rauninni ekki kari- mennirnir sjálfir, sem eru svo ákafir í að fegra útlit sitt — en konurnar krefjast þess. — Ef til vill talar maðurinn af reynslu íbúatala Sovétríkjanna um 209 milljónir Krúsjeff — fleiri böm . . . NIÐURSTÖBUR allsherjar- manntals þess, sem hófst í Sovétríkjunum í janúar sl. liggja nú fyrir í stórum dráttum. Sam- kvæmt þeim var heildaríbúatala Sovétsamveldisins 208.826,000 þ. 15. janúar. — Konur eru allmiklu fleiri en karlar; af hverjum 100 íbúum eru 55 konur. Sú skýring er gefin af opin- berri hálfu á þessa hlutfalli, að styrjaldir, og þá fyrst og fremst heimsstyrjöldin síðari, hafi kraf- izt slíkra mannfórna á vígstöðv- unum, að karlmönnum hafi fækk að verulega að tiltölu í Ráð- stjórnarríkjunum síðustu áratug- ina. — ★ — f sambandi við manntalið hefur verið reiknað út dánarhlutfalhð í Sovétríkjunum. Segir svo í op- inberum skýrslum, að það hafi reynzt vera 7,5 af þúsundi— en ef sú tala er í samræmi við raun- ræða lægstu dánartölu í heimi. Aðeins Holland kemst þar í sam- jöfnuð, en dánarhlutfallið þar er 7,6 af þúsundi. — Þó að ýmsir van treysti sanngildi þessara upplýs- inga, er eitt, sem styður það, að þær geti verið á rökum reist- ar: í Sovétríkjunum eru nú 16,6 almennir læknar og tannlæknar á hverja 10,000 íbúa, en það er mjög hátt hlutfall. — Þannig eru t. d. í Sviss, þar sem ástandið í heilbrigðismálum þykir mjög gott, „aðeins“ 13,3 læknar á hverja 10.000 íbúa. — ★ — Rússarnir hafa hins vegar ekki hátt um fjölda fæðinga, en margt bendir til, að fæðingatalan fari stöðugt lækkandi í Sovétríkjun- um. — Fyrir októberbyltinguna var fæðingarhlutfallið um það bil 47 af þúsundi, en nú er talið, eftir þeim heimildum, sem fáan- legar eru, að hlutfallið sé aðeins 25 af þúsundi. Krúsjeff virðist uggandi vegna þróunarinnar á þessu sviði, því að nýlega lét hann svo um mælt, að einhleypt fólk og bamlausar fjölskyldur, ættu í raun og veru að bera verulega aukaskatta. — Hver hjón ættu að eiga a. m. k. þrjú börn, sagði hann í ræðu, sem hann hélt í Síberíu eigi alls fyrir löngu. Hlut- laust land WASHINGTON, 25. nóv. NTB- AFP. — Áætlað hafði verið, að samningurinn um suðurheim- skautssvæðið yrði undirritaður á föstudaginn kemur, en athöfn- ruleikann, þá er þarna um aðinni hefur verið frestað fram á mánudag, samkvæmt góðum heimildum í Washington. Sömu heimildir hermdu, að á fundinum í dag hefðu menn ekki orðið á eitt sáttir um endanlegt orðalag samningsins, og stafaði það fyrst og fremst af því. að margar sendinefndanna höfðu ekki fengið nógu ítarleg fyrir- mæli frá ríkisstjórnum sínum. Búizt er við, að á mánudag verði búið að greiða úr öllum vandamálum, þannig að hægt verði að undirrita samninginn. Sennilega verður Eisenhower forseti viðstaddur hina hátíðlegu athöfn, þegar samningurinn um að gera suðurskautssvæðið að hlutlausu og vopnlausu land- svæði verður undirritaður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.