Morgunblaðið - 27.11.1959, Blaðsíða 13
Föstudagur 27. nóv. 1959
MORGUNBLAÐIÐ
13
FRIVER2IUNAR-
SVÆÐIÐ FisUveiW
Siqlmga
‘RaírMqÉF^
<Y\
TrjaYidu.
NOREGUR (§)
Æt j^burW
BRETLANDsk,pa*T35
"V^fnaJat-
‘,vorur
OjSemont
OANMORK
Erlendir viðburðir
vikuyfirlit
EFTA stofnað
„90 milljónir íbúa í sjö ríkjum
hafa sameinazt“.
Þannig hljóðuðu fyrirsagnir í
Norðurlandablöðunum um síð-
ustu helgi.
Auðvitað er of mikið að segja,
að íbúar sjö-ríkjanna hafi „sam-
einazt“. Engu að síður var stofn-
un Fríverzlunarsvæðis Evrópu
eða EFTA, eins og það er skamm-
stafað, sögulegur atburður. Á
föstudaginn staðfestu ráðherra
sjö-ríkjanna með undirskrift
sinni í Stokkhólmi þá endanlegu
ákvörðun að tengja ríki sín í
eina viðskiptalega heild.
Lokaundirskriftir urðu að bíða
þess, að samningurinn yrði þýdd-
ur á tungur allra þjóðanna, en
fara fram um mánaðamótin. Og
þjóðþing landanna sjö eiga að
staðfesta samninginn fyrir marz-
lok.
I Fríverzlunarsvæðinu eru
þessi ríki og íbúatala þeirra sem
hér segir:
Noregur
Danmörk ... 4,5 —
Svíþjóð
Bretland
Sviss ... 5,2 —
Austurríki ... ... 7,0 —
Portúgal ... 9,0 —
88,2 millj.
Þótt Grænland og Færeyjar til-
heyri Danmörku hafa þau verið
undanskilin þátttöku, en líklegt
er að þau, eða að minnsta kosti
Færeyjar gangi í EFTA.
Finnland með 4,3 millj. íbúa
hefur ekki séð sér fært að gerast
beinn aðili að EFTA, en leitar fyr
ir sér um óbeina aðild. Er þess
vænzt að ákvörðun verði tekin í
því máli fyrir miðjan desember.
Aðrir líklegir þátttakendur í
Fríverzlunarsvæðinu eru Kanada
með 17,3 millj. íbúa, írland með
2,8 millj. íbúa og Gibraltar og
Malta. Því er lýst yfir í stofn-
skránni að Fríverziunarsvæðið
sé opið öllum, þó ekki virðist
að sinni líkur fyrir að neinar
fleiri þjóðir gangi 1 það, neina
ef vera skyldu íslendingar.
Til samanburðar skal þess get-
ið að í hinum svonefnda Evrópu-
markaði eru þessi lönd:
V-Þýzkaland .... 51,4 millj.
Frakkland ..
ítalia
Holland ,..,
Belgía
Luxemborg .... 0,3 —
166,7 millj.
Þar að auki virðist nú sýnt að
Grikkland með 8,1 millj. íbúa og
Tyrkland með 25,5 millj. gangi í
Evrópumarkaðinn.
Af þessu má sjá, að samanlögð
fbúatala Fríverzlunarsvæðisins er
aðeins liðlegur helmingur af íbúa
tölu Evrópumarkaðsins. En þjóð-
artekjur EFTA-landanna eru hlut
fallslega meiri eða % af þjóðar-
tekjum Evrópumarkaðslandanna
og utanríkisverzlun þeirra um %
af verzlun þeirra síðarnefndu.
Afnám tolla á 10 árum
Nú má engin ætla að stofnun
Fríverzlunarsvæðisins þýði neina
snögga byltingu. Skynugir hag-
fræðingar reyna þvert á móti að
forðast mikið umrót. Samningur-
inn felur það í sér að innflutn-
ingstollar innbyrðis milli þessara
sjö landa eiga að falla niður á
næstu 10 árum á nær því öllum
vörutegundum nema matvælum.
Fyrsta tollalækkunin verður 1.
júní 1960, þegar tollarnir eiga að
lækka um 20%. Næsta tollalækk-
im verður svo 1. janúar 1962 um
10% og síðan 10% tollalækkanir
ýmist með 18 mánaða eða eins
árs fresti unz allir tollar skulu
af lagðir þann 1. janúar 1970.
Það er athyglisvert að tolla-
lækkanirnar eru að öllu sniðnar
eftir tollalækkunum innan Evr-
ópumarkaðarins og tímaákvarðan
ir allar þær sömu, að því undan-
skyldu, að fyrsta tollalækkun
Evrópumarkaðarins varð 1. janú-
ar sl. og til að jafna þau met
nemur fyrsta tollalækkun EFTA
á miðju næsta ári 20%. Fríverzl-
unarsvæðið vill ekki dragast aft-
ur úr nágrannalöndum sínum.
Það er því kjarni hinna tveggja
viðskiptabandalaga Evrópu, að
lækka tollana. Bein afleiðing af
því virðist almenn lækkun vöru-
verðs. En ríkin, sem hafa haft
tekjur af tollunum verða að inn-
heimta þær með einhverju öðru
móti, t.d. söluskatti sem leggst
jafnt á innlenda og erlenda
vöru, eða með beinum sköttum.
Tollalækkunin hefur því ekki
rakleitt þá þýðingu að lækka
vöruverð. En það er ætlunin að
hún hafi það eftir óbeinum leið-
um.
Braut f jöldaframleiðslu
Fyrir nokkrum áratugum hófu
Bandaríkjamenn verulega stór-
iðju í landi sínu með fjöldafram-
leiðslu, sem aldrei hafði þekkzt
áður. Mesta athygli vakti þetta í
bílaiðnaðinum, þó þess hafi gætt
víðar í framleiðslunni. Bílarnir
voru í fyrstu mjög dýr tæki, sem
engir nema mestu auðmenn gátu
eignazt. Með f jöldaframleiðslunni
var framleiðslukostnaðurinn skor
inn svo niður, að jafnvel hinir
lægstlaunuðu gátu eignazt sinn
eiginn bíl.
Það er enginn vafi á því, að
Bandaríkin höfðu forystu í fjölda
framleiðslu vegna þess, að inn-
anlendsmarkaður þeirra var mjög
stór, eða á þessu tímabili frá 120
milljón íbúar upp 1 180 millj.
sem hann er í dag. Það er ein-
faldlega þess vegna, sem lífskjör
manna í Bandaríkjunum eru nú
betri en í nokkru öðru landi.
Stóriðja og fjöldaframleiðsla
hófst líka í Evrópu, en bæði
seinna og í smærri stíl en í Ame-
ríku. Evrópa hefur verið bútuð
niður með verndartollum og sér-
stökum aðstæðum í hverju landi,
þar sem mest hefur borið á vinnu
aflsfrekum og dýrum smáiðnaði.
Með stofnun stærri viðskipta-
heilda, eða stærri „markaða“
eins og það er kallað, stefna
Evrópuþjóðir fyrst og fremst til
hagkvæmari framleiðsluhátta og
það er enginn vafi á því að slíkt
leiðir á endanum til bættra lífs-
kjara fyrir heildina.
Er einnig athyglisvert, að Rúss
ar hafa verið að framkvæma
þetta sama þegjandi og hljóða-
laust í allri Austur-Evrópu.
★
Ef fylgja ætti algeru hag-
kvæmnissjónarmiði í framleiðsl-
unni, ætti að afnema alla tolla og
sameina efnahagskerfi landanna,
jafna laun og skatta og heimila
tilfærslu fjármagns. Með öðrum
orðum mynda eina ríkisheild.
Þannig væri bezt séð fyrir því,
að hver framleiðsluvara yrði að-
eins framleidd þar sem aðstæður
allar eru hagstæðastar.
Ríkin sex, sem mynduðu Evr-
-ópumarkaðinn gengu mjög langt
í þessa átt, enda er það opinbert
leyndarmál, að þau stefna í áttina
til ríkjabandalags.
En svo voru önnur ríki í Evr-
ópu, sem treystu sér ekki til að
ganga svo langt. Þau reyndu með
Bretland í broddi fylkingar að ná
vissum tengslum við Evrópumark
aðinn. En sérgæði Breta komu í
veg fyrir þetta. Þeir vildu haga
því svo til, að þeir fengju sömu
samkeppnis aðstöðu á meginland-
inu eins og Frakkland og Þýzka-
land, en mættu hins vegar hafa
miklum mun betri framleiðsluað-
stöðu með tengslum sínum við
Samveldislöndin. Að því var ekki
hægt að ganga og slitnaði upp úr
samkomulagsumleitunum.
Nú hafa sjö þeirra ríkja, sem
urðu utan við Evrópumarkaðinn
myndað F^verzlunarsvæðið.
Harka Breta
Bretland er án alls samjafn-
aðar langsamlega sterkasti aðil-
inn í Fríverzlunarsvæðinu. Það
hefur yfir 50 milljónir íbúa með-
an ekkert hinna ríkjanna hefur
yfir 9 milljónir. Þar af leiðandi
hefur það nú þegar stærstan
stofn að öflugri fjöldaframleiðslu
og mest fjármagn. Bak við standa
hin miklu og auðugu Samveldis-
lönd og nýlendur. Það er helzt
þetta ofurefli Breta, sem er í-
skyggilegt fyrir smáríkin í EFTA
og eru þau því mjög fýsandi þess,
að samkomulag náist um tengsli
við Evrópumarkaðinn.
Það skýtur því nokkuð skökku
við, að Bretar hafa verið allrm
þjóðanna harðskeyttastir í sama-
ingum og reynt að tryggja ým»-
ar smáatvinnugreinar hjá sér,
sem hagkvæmissjónarmið mæl*
þó með að öðrum þjóðum verðt
fremur falið að leggja stund á.
Bretar snerust öndverðir gegn
Norðurlandabandalagi, innan Frl
verzlunarsvæðisins, sem þó hefði
ekki orðið nærri eins voldugt og
þeir. Neitun þeirra kostaði úti-
lokun Finnlands.
Einnig kom þetta fram í flesk-
samningunum við Dani. Jafn-
skjótt og þeir voru gerðir juku
Bretar styrki til síns landbún-
aðar, svo að hann yrði ekki verr
settur en áður í samkeppninni.
Enn var sama að segja um fisk-
verzlunina, sem þeir deildu lengi
um við Norðmenn.
Þó varð framkoma Breta Þ*
fyrst með öllu ósæmileg, þegar
þeir reyndu stöðugt að blanda
landhelgismálunum saman við
fiskverzlunarmálin.
Það er stefna Fríverzlunarland
anna allra, að viðhalda þjóðlegu
sjálfstæði sínu og hlýtur land-
helgin eins mikil og alþjóðalög
heimila að verða hluti þess sjálf-
stæðis.
En Bretar kröfðust þess, að
sjávarútvegi þeirra yrði tryggð
jöfn aðstaða á við sjávarútveg
Norðmanna með eftirgjöf Norð-
manna í landhelgismálinu. En ég
hugsa, að flestum fslendingum
finnist, að Bretar hefðu eins get-
að krafizt aðgangs að norskum
skógum til þess að tryggja sam-
keppnisaðstöðu pappírsiðnaðar
síns.
Fríverzlunarsamningur og land
helgismál hafa einnig fléttast san),
an í samningum Breta við Dani.
Það er að vísu ekki hægt bein-
línis að saka Dani um hrossakaup
á landhelgi Færeyja og f’.esk-
samningum við Breta. En Danir
munu þó hafa gert sér ijóst, að
þeir hefðu enga flesksamninga
fengið við Breta og stofnun Fri-
verzlunarsvæðisins hefði verið ó-
vís, ef þeir hefðu lýst yfir í sum-
ar óskoraðri 12-mílna landhelgi
við Færeyjar.
Meðan Norðurlandaþjóðirnar
opna lönd sín fyrir brezkum iðn-
varningi, féllust Bretar loks á
það eftir langt þref að heimila
toilalækkanir á freðfiski frá Norð
urlöndum, þó ekki yfir 24 þús.
tonn á ári. Er þessi kvóti rúmur
eins og nú á stendur, því að freð-
fiskútflutningur þessarar landa
til Bretlands er nú 6500 tonn.
Brezki fiskmarkaðurinn er þó
miklu stærri.
Bretar höfðu ekki fram kröfu
sína um að Norðmenn og Danir
festu landhelgi sína við 6 míl-
ur, En allt til loka héldu þeir fast
við þann fyrirvara, að ef breyt-
ingar yrðu á landhelginni, þá
áskildu þeir sér rétt til að endur-
skoða og fella niður tollalækkan-
ir á freðfiski frá Norðurlöndum.
Mér virðist að þetta eigi að vera
eins konar beita eða hótun til
Norðmanna, því að þeir myndu
telja það missi, að tapa þessum
nýja og ágæta markaði sem þeim
er heitið.
Hins vegar hefur mér skilizt
að Norðmenn séu ekki hræddir
við þennan fyrirvara, vegna þess
að ef 12-mílna landhelgi verður
viðurkennd á Genfar-ráðstefn-
unni, fást þeir ekki til að trúa
því að Bretar geti verið þekktir
fyrir að reyna með þvingunum
að brjóta á bak aftur alþjóða-
lög.
Hinn kínverski
sannleikur
Kínverjar skiluðu Indverjum
í síðustu viku 9 líkum og 10 föng-
um, sem þeir höfðu tekið í við-
ureign við indverska landamæra-
verði í fjallahéraðinu Ladak.
Fregnir af heimkomu fanganna
eru enn fáorðar og óljósar, því að
' samgöngur á þessu svæði eru
mjög erfiðar. Þó vekur það ekki
litla athygli, að það er ljóst, a8
Kínverjar hafa reynt með pynd-
ingum að fá fangana til að undip.
Framh. á bls. 14.