Morgunblaðið - 27.11.1959, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ
Föstudagur 27. nóv. 1959
Afgreiðslustúlka
Óskum eftir stúlku til afgreiðslustarfa til jóla.
Ckólastúlka kemur til greina. Uppl. í dag kl. 4—6.
Lækjarbúðin
Laugarnesvegi 50.
Húseign og byggingalóð
við aðal umferðagötu í austurbænum er til sölu hús_
eign og byggingalóð. Lóðin er 400 ferm. að stærð
á lóðinni er einbýlishús, 4 herb. og eldhús og 60 ferm.
iðnaðarpláss ásamt 50 ferm. verzlunarhúsi. Sam-
kvæmt skipulagi má byggja á lóðinni iðnaðar- og
verzlunarhús. íbúðarhúsið verður ekki fyrir væntan-
legum byggingum á, lóðinni. Nánari upplýsingar
veitir
Fasteignasala ÁKA JAKOBSSONAB
Laugavegi 27.
(uppl. ekki veittar í síma).
Eftir kröfu tollstjórans í Reykjavík og að undangengn-
um úrskurði verða lögtök látin fram fara án frekari
fyrirvara, á kostnað gjaldenda en ábyrgð ríkissjóðs, að
átta dögum liðnum frá birtingu þessarar auglýsingar,
fyrir eftirtöldum gjöldum:
Söluskatti og útflutningssjóðsgjaldi fyrir 3. ársfjórð-
ung 1959 og viðbótargjöldum eldri ára, skemmtanaskatti
og miðagjaldi, skipulagsgjaldi af nýbyggingum, gjöldum
af innlendum tollvörutegundum og matvælaeftirlits-
gjaldi, skipaskoðunargjöldum, svo og lögskráningar-
gjöldum og tryggingariðgjöldum aí lögskráðum sjómönn-
um.
Borgarfógetinn í Reykjavík, 25. nóv. 1959.
Kr. Kristjánsson.
Umsóknir um námsstyrki:
Tilkynning
frá Menntamálaráði íslands.
Umsóknir um styrki eða lán af fé þvi, sem væntanlega
verður veitt á fjárlögum 1960 til íslenzkra námsmanna
erlendis eiga að vera komnar til skrifstofu Menntamála-
ráðs að Hverfisgötu 21 eða í pósthólf 1398, Reykjavík,
fyrir 1. janúar n.k.
Til leiðbeiningar umsækjendum vill Menntcunálaráð
taka þetta fram:
1. Námsstyrkir og ruápnslán verða eingöngu veitt íslenzk-
um ríkisborgurum til náms erlendis.
2. Styrkir eða lán verða ekki veitt til þess náms, sem
auðveldlega má stunda hér á landi.
3. Umsóknir frá þeim, sem lokið hafa kandídatsprófi,
verða ekki teknar til greina.
4. Framhaldsstyrkir eða lán verða ekki veitt, nema um-
sókn fylgi vottorð frá menntastofnun þeirri, sem um-
sækjendur stunda nám við. Vottorðin eiga að vera frá
því í nóvember eða desember þ.á.
5. Umsóknir skulu vera á sérstökum eyðublöðum, sem
fást í skrifstofu Menntamálaráðs og hjá, sendiráðum
íslands erlendis. Prófskírteini og önnur fylgiskjöl með
umsóknum þurfa að vera staðfest eftirrit, þar eð þau
verða geymd í skjalasafni Menntamálaráðs, en ekki
endursend.
Athygli skal vakin á því, að Bókabúð Menningarsjóðs,
Hverfisgötu 21, hefur til sölu bækling um námsstyrki og
námslán, gefinn út af menntamálaráðuneytinu, þar sem
m.a. eru birtar reglur þær, sem gilt hafa um úthlutun
námsstyrkja, yfirfærslu námsmannagjaldeyris o.fl. Bækl-
ingurinn kostar 10 kr.
Þórunn Sigurðardóttir
— Minning
VORIÐ 1906 hóf ung norðlenzk
stúlka langferð mikla, sem átti að
Ijúka vestur í Ameríku, þar sem
systir hennar hafði þá tekið sér
búsetu. Hún var vel að heiman
búin, ágætlega menntuð, glæsi-
leg og gáfuð og bar öll beztu
einkenni þeirra Flatartungu- og
Vindhælisætta. er að henni stóðu.
Það var engin hætta á, að hún
Þórunn Sigurðardóttir frá Skeggs
stöðum kæmist ekki áfram í
Ameríku. En íslandi var það
mikið tjón, að svo ágæt kona
skyldi hafa ákveðið að hverfa
héðan.
Þessari langferð lýkur nú í dag,
að vísu ekki á bökkum Michigan-
vatns, þar sem hin systirin býr,
heldur þar í sveit, sem Ljósufjöll
standa í norðri og strönd blá í
suðri, en þar skráði Þórunn hús-
freyja að Gröf með lífi sínu þá
sögu, sem lengi mun varðveitast
í annálum Snæfellinga.
Þegar skipið, sem norðlenzka
heimasætan ætlaði að fara með
fyrsta áfangann til Ameríku var
komið suður fyrir Jökul þá var
hún orðin svo þjökuð af sjóveiki,
að skipstjórinn lagði lykkju á leið
sína og skaut léttbáti sínum inn
til Búða, en þaðan fór Þórunn til
vinafólks síns, prestshjónanna að
Staðarstað, þar sem hún ætlaði
að safna kröftum í næsta áfang-
ann, vestur yfir hafið .En ferðin
varð aldrei lengri. Þórunn ílent-
ist á Snæfellsnesi.
Það er nú ef til vill orðið svo
af Bárði dregið frá því er hann
sótti Ingjald þann, er staddur var
í nauðum gerninga suður þar,
sem skip Þórunnar sveigði af leið
sinni, að honum verður varla
þakkað hve giftusamlega hér
tókst til, en áreiðanlega hefir
Snjófellsáss þó brosað hýrlega í
kamp, þegar hann sá álagaham
Ameríkudraumsins renna af
hinni fögru norðlenzku heima-
sætu, er hún afréð að láta staðar
numið í ríki hans á Snæfellsnesi.
Árið 1912 stendur bóndinn að
Gröf í Miklaholtshreppi, Halldór
Bjarnason, einn uppi með börn
sín fjögur, flest innan fermingar-
aldurs. Hver var sú kona, sem
gengið gæti þeim í móðurstað?
Auðvitað Þórunn, sauma- og
hannyrðakonan norðlenzka, sem
enn hafði ekki gert sína reisu út
til Ameríku. Og þannig atvikað-
ist það, að Þórunn Sigurðardótt-
ir gerðist húsfreyja að Gröf,
fóstra fjögurra barna Halldórs,
móðir Sigurðar, er fluttist þangað
með henni frá Stakkhamri á
fimmta ári og Unnar, er hún eign
aðist síðar með Halldóri.
Þarna í Gröf verður. svo til
sagan um Þórunni, eins og við
nágrannar hennar og allir aðrir
muna, er gistu hana að Gröf.
Mörgum, sem einungis sáu hana
broshýra og ljúfa gestum sínum,
hefir eflaust ekki verið Ijóst 1
hvert stórvirki hún hafði ráðizt.
Hún tók sér fyrir hendur að
leysa þá þyngstu þraut, sem nokk
urri konu er fengin til úrlausn-
ar, að ganga í móður stað börn-
um annarar konu. Hún veitti við
fremur lítil efni fyrstu árin for-
stöðu stóru heimili, sem bæði var
Erlent fréttayfirlit
Framh. al bls. 13.
rita rangar yfirlýsingar um at-
burðina í Ladak.
Fyrirliði hinna indversku landa
mæravarða heitir Karam Singh.
Hann var m.a. beittur miklu harð
ræði til þess að viðurkenna, að
indversku landamæraverðirnir
ættu sök á árekstrinum við Kín-
verja.
Vildu Kínverjar fá hann til að
viðurkenna, að Indverjarnir
hefðu ráðizt inn á kínverskt land
og hafið skothríð á kínverska
herliðið að fyrra bragði. Hann
streittist á móti og varð að þola
stanzlausar yfirheyrslur og pynd-
ingar. Aðbúð fanganna var mjög
slæm og urðu þeir að þola klæð-
leysi og hungur. Er þess getið að
fyrirliðinn þjáist af kali.
Þessi frásögn þarf ekki mikilla
umsagna við. Hún skýrir sig
sjálfa og þá villimennsku sem
viðgengst í þessum heimi. En það
má rifja upp, að bandarískir og
kóreskir fangar, sem Kínverjar
tóku í Kóreu-stríðinu urðu að
þola hina herfilegustu meðferð.
Oft varð þvingunin svo mikil að
fangarnir gáfust upp og undir-
rituðu játningar á hinum furðu-
legustu brotum. Meðal þess sem
bandarískir fangar voru látnir
játa á sig var sagan um sýkla-
hernað og eitruð skordýr.
Það má vera að einhverjir
menn í hinu hlutlausa Indlandi
hafi trúað furðusögum kínversku
kommúnistanna á þeim tíma,
ekki sízt þar sem vinátta við
Kína hefur verið svo að segja
í tízku í Indlandi.
Nú finna Indverjar sjálfir
smjörþefinn af hinum kínverska
sannleika.
Flokksþing
jafnaðarmanna
Nýlega var haldið flokksþing
þýzkra Jafnaðarmanna í bænum
Godesberg á Rínarbökkum. Sá
merkilegi atburður gerðist á þing
inu, að grundvallarstefnuskrá
flokksins sem staðið hefur ó-
breytt síðan 1925, var nú breytt
í veigamiklu atriði.
Það var sem sé samþykkt að
fella niður úr stefnuskránni að
markmið flokksins væri þjóðnýt-
ing. I stað þess lýsir flokkur-
inn því yfir, að hann viðurkenni
að einkaframtakið sé réttur
grundvöllur efnahagsskipunar.
Ályktun um þetta var sam-
þykkt með yfirgnæfandi meiri-
hluta atkvæða eða 324 atkv.
gegn 16.
Jafnaðarmannaflokkur Þýzka-
lands hefur jafnan verið vagga
Jafnaðarstefnunnar. Nöfn Þjóð-
verjanna Karls Marx, Wilhelm
Liebkneckt, August Bebels og
Eduard Bernsteins sýna forustu
Þjóðverja í Jafnaðarstefnunni.
En staðreyndir nútímans hafa
afsannað kenningar um ríkiseign
og stéttahatur. Auðvitað er langt
síðan gamlir fylgismenn stefn-
unnar fóru að efast um gildi
kenninga sósialismans, en þeir
hafa haldið í þær dauðahaldi eins
og af gamalli tryggð .
Á allra siðustu árum hafa þær
skoðanir svo farið að breiðast æ
meira út meðal Jafnaðarmanna,
að kenningarnar stæðust ekki
dóm reynslunnar. Tilraunir til
þjóðnýtingar sem gerðar voru
í ýmsum löndum gáfu ekki góða
raun og svo fór að stefna einka-
framtaksins varð ráðandi i víð-
reisn Evrópu eftir styrjöldina og
leysti vandamálin með svo frá-
bærum nætti, að líkt hefur verið
við kraftaverk.
Með aukinni velmegun fóru
verkalýðsstéttirnar og að deyf-
ast í stéttahatrinu, sem er undir-
staða sósíalismans. Því fylgdi
þeim mun meira fylgistap. sem
þeir hengdu sig meira á kláf
sosíalismans.
Síðasta árið hefur verið ör-
lagaríkt fyrir Jafnaðarsteínuna.
því að nú hefur fyrst byrjað að
gæta verulegs fylgistaps þeirra,
einkum þó í þingkosningunum í
Þýzkalandi í fyrrahaust og í Bret
landi í haust.
Úrslit þessara kosninga sýndu
að sósíalísk stefna á ekki lengur
við í nútíma þjóðfélagi.
Tveimur dögum eftir þýzka
flokksþingið komu hollenskir
Jafnaðarmenn saman á flokks-
þing og framkvæmdu sömu breyt
inguna. Svissneskir Jafnaðar-
menn höfðu þegar gert breyting-
una.
En nú er aðeins eftir spurn-
ingin, — hvað er eftir af Jafn-
aðarstefnunni þegar sósíalisminn
hefur verið þurrkaður út úr
henni? Eiga Jafnaðarmannaflokk
ar þá nokkurn rétt á sér?
við þjóðbraut og gestkvæmt
mjög vegna starfa manns henn-
ar, sem var póstur, forystumaður
sveitunga sinna, oddviti, og síðar
hreppstjóri. Hún átti að verða
góð og réttlát öllum börnum sín
um, syni, dóttur og fósturbörn-
um, stoð eiginmanni, veitul en þó
ráðdeildarsöm húsmóðir. Allt
þetta tekst henni. Hún mun verða
míkil og góð húsínóðir í minn-
ingúm allra þeirra mörgu, er
sóttu Grafarhjónin heim, ljúf
móðir öllum börnum sínum og
Halldóri góð kona, en síðast og
áreiðanlega ekki sízt, mikill vin-
ur vinum sínum. Eigum við, ná-
grannar hennar fornir, um það
marga ljúfa minningu hvert
tryggðatröll hún var þeim, er
hún vildi einkum blanda við
geði.
Á yfirborðinu var Þórunn létt-
mál og félagslynd, en undir niðri
einfari og djúphyggin. Eðlis-
greind hennar og góðgirni réðu
miklu oftar atkvæði hennar en
annað, sem ýmsum hefði þótt
nærtækara. Ég vissi aldrei til
þess að hún legði öðrum mál-
stað lið en þeim, sem hún hafði
af öruggri yfirvegan talið rétt-
astan, en þá fylgdi hún honum
líka eftir af mikilli festu.
Halldór Bjarnason dó fýrir
rúmum þrem áratugum. Ekkju
hans hefði þá verið auðveldast
að selja eignarjörðina og flytja
til Reykjavíkur, en hún kaus að
taka þar upp merkið, sem það
hafði fallið. Næstu árin var hún
bæði bóndinn og húsfreyjan að
Gröf og fór hvort tveggja vel úr
hendi. Eftir að dóttir hennar,
Unnur, giftist ágætum Snæfell-
ingi, Helga Péturssyni frá Borg,
tóku þau við búsforráðum, en
Þórunn hvarf smám saman til.
sæmdar hins háa aldurs og þess
ástríkis, sem henni var veitt.
Ég veit ekki betur en að ellin
hafi verið Þórunni eins mild og
bezt mátti verða. Hún naut þess
barnaláns, sem lífið hafði gefið
henni og þeirrar vináttu, sem
hún hafði stofnað til. Hún las hin
ar mörgu bækur sínar gleraugna-
laust og gráu hárin í höfði henn-
ar urðu aldrei mörg. Fyrir tveim
árum fékk hún áfall, sem olli
því, að þjáningalaus gleymsku-
hjúpur breiddi fljótlega blæju
yfir flest það, er gerðist á líðandi
stund. Vegna þess hefir hún
varla munað það, er hún kom
hér við fyrir nokkrum vikum á
leiðinni að Sólvangi í Hafnar-
firði, að fyrir um sjö áratugum
kom ung og falleg heimasæta frá
Skeggsstöðum hingað til Reykja-
víkur, þar sem hún tók að nema
hljóðfæraleik og hannyrðir og
hin undarlegu örlög, er forðum
báru hana að landi í ríki Snæ-
fellsássins voru henni gömul saga
og gleymd.
Þórunn var fædd 20. apríl 1872
og dó á 88. aldursári hinn 17. þ.m.
Ferðinni að norðan er lokið.
Þórimn Sigurðardóttir fer aldrei
til fundar við systur sína á hin-
um miklu sléttum Bandaríkj-
anna. Hún mun ljúka sinni för
hjá þeim vinum, sem hún eignað-
ist í ríki Bárðar Snæfellsáss. Og
þeir munu í dag standa yfir mold-
um hennar að Miklaholti á Snæ-
fellsnesi, þar sem Ljósufjöll rísa
í norðri en strönd blá við hafs-
brún í suðri. Og þar mun minn-
ingin um Þórunni Sigurðardóttur
lengi lifa.
i J. Magnússon.