Morgunblaðið - 27.11.1959, Blaðsíða 17
Föstudagur 27. nðv. 1959
MORCTlNnT 4 fílf)
17
$r. ffenjamín Krisljánsson:
Kirkjan og
skýjakljúfurinn
Predikanir eftir séra Ján
Auðuns dómprófast
ÉIM
MIG mlnnlr að það væri Sig.
Nordal, se«i í bók sinni, Líf og
dauði, taldi að prestarnir væru
að steindrepa kristindóminn með
andlegu volæði sínu. „Neisti heil
ags anda er að kafna í ösku út-
brunninna kenninga og siða. Eng
inn leiðtogi hefur haft djörfung
til að koma öskunni burt og
þrek“,
Fleiri merkir menn hafa látið
líka skoðun í ljós. Illa gekk Step-
hani G. Stephanssyni skáldi, að
renna niður lútherskunni fyrir
hálfri öld, er hann kvað:
Mér hnykkti við Kristi
og kristni að mæta,
um kristindóm voru þeir ákaft
að þræta.
Enginn neitar þvi, að svo frá-
bærir fulltrúar safnaðarins eru
þessir menn að vitsmunum og
andlegu atgervi, að orð þeirra
eru athyglisverðari en sofandi
samþykki eða vanabundið af-
skiptaleysi annarra.
Ekki eru þeir heldur neinir
óvinir Krists eða afneitendur
þeirrar lífsskoðunar, er hann boð
aði. „Ég er ekki eins fullviss um
nokkurn hlut og það, að lifandi
trúarlíf, í hreinasta skilningi þess
orðs, er hið æðsta hnoss, sem
nokkur maður getur öðlast.. Og
við höfum ekkert betra fengið í
stað kristninnar, sem nái til al-
mennings.... Trúarþörfin er
jafnmikil og áður,“ segir Nordal.
í*etta er ekki af neinni óvild
mælt, heldur varnaðarorð. Hon-
um virðist kristnin vera að
kulna út meðal almennings, og
þetta vera mest boðuninni að
kenna.
Auðvitað gæti ég reynt að
berja eitthvað í brestina hjá okk
ur prestunum og sagt sem svo:
Hvenær hefur sá hópur verið
stór, sem leitaði umfram allt
guðsríkis og hans réttlætis? Hróp
aði jafnvel ekki hin útvalda þjóð
á kjötkatlana frá Egyptalandi og
hóf dans kring um gullkálfinn,
meðan spámaðurinn gekk til
fundar við Drottin á fjallinu?
Fannst ekki sjálfum Kristi þeir
vera fáir, sem kæmu auga á hið
þrönga hlið, sem til lífsins ligg-
ur? En ef þessi er reynsla stærri
spámanna, hver þarf þá að undr-
ast lítinn árangur hjá hinum
smærri?
Leifar af efnishyggju fyrri ald
ar, þegar það var talið með vís-
indum, að trúa ekki á Guð, hefur
sjálfsagt nokkur áhrif enn, og
kemur þannig margt til greina.
En þrátt fyrir þetta erum við
prestar sjálfsagt ónýtir þjónar,
og predikunin hjá okkur einatt
sáradauf og andríkislaus, þegar
bæði skortir áhuga og andlegan
skilning, þekkingu og manndóm
til að brjóta viðfangsefnin til
mergjar og flytja þeirri kynslóð,
sem nú lifir, boðskap er henni
kemur að gagni.
Hér standa þó Islenzkir prest-
ar naumast erlendum að baki.
Mörg erlend ræðusöfn hef ég les-
Ið svo andlega flatjárnuð, að
varla dytti íslenzkum presti í
hug að fara með slikt upp í stól,
enda kirkjusókn hreint ekki
betri þar en hér er víðast hvar.
Spurningin er þessi: Eru menn
yfirleitt orðnir svo gáfaðir, að
þeir þurfi ekki leiðsagnar við?
Gott væri að mega trúa þessu.
En margt fer þó enn svo óskipu-
lega í lífi einstaklinga og þjóða,
að það gefur grun um, að ýmis-
legt gætum vér af Kristi lært.
Og einmitt það á að vera starf
kirkjunnar, að veita andlegum
áhrifum hans inn í sálir ungra og
gamalla, jafnframt því að gaum-
gæfa rök lífsins.
Lífsgátan bíður við hvers
manns dyr og krefst svars. Öll
hin andlega reynsla kynslóðanna,
eilífðarþrá og hamingjuvonir
manna, er ærið umhugsunarefni.
Ljómandi dæmi snillinganna,
leiðsögn spámanna, sem í anda
hafa skynjað hið fyrirheitna
land friðar og fagnaðar, geymir
óþrjótandi lærdóma fyrir þá, er
til jarðarinnar koma stutta stund
sem gestir og framandi. Hvað
skiptir þá meira máli fyrir oss
en að skyggnast um við gömlu
göturnar, hver sé hamingjuleið-
in. Margur hefur villzt af því,
að hann gaf sér ekki tíma til að
byggja til vegar.
Án efa er það rétt, að trúar-
þörf almennings er engu minni
nú en áður. En hvernig stendur
þá á hinu minnkandi trúarlífi
innan kirkjunnar?
Ein ástæðan er efalaust sú,
að þjónum kirkjunnar — sum-
um hverjum — tekst að gera allt
leiðinlegt og óskiljanlegt, sem
þessu máli við kemur. Fagnaðar-
erindi Krists er myrkvað mið-
aldakenningum. Og þegar allt
þetta er útskýrt með mörg hundr
uð ára gömlum hugmyndum og
orðatiltækjum, verður erfitt að
fá menn til að líta á það öðru
vísi en sem gamlar þjóðsögur.
Meginhugmyndirnar kunna að
vera réttar, en það þarf að
klæða þær í nýjan búning.
Sama er að segja um miðalda-
sönglið í kirkjunum, sem sumir
vilja nú auka fremur en minnka,
til þess að hressa upp á kristin-
dóminn. Ég held að þjóðráð væri
að leggja það niður og taka upp
lífmeiri hljómlist.
Hið sama er að segja um margt
annað. Þegar formið er ekki leng
ur í stil við hugsunarvenjur sam-
tímans, verkar það afkáralega,
og málefnið geldur þess.
Ekki stoðar heldur að ætla
kristindóminum að lifa á fornu
hefðarvaldi, eins og sumir vilja.
Menn eru hættir að trúa á það.
Kristindómurinn verður að
standa á sínum eigin rökum og
predikast þannig. Einungis það,
að Kristur flutti fegurri og vit-
urlegri boðskap en aðrir, gefur
kirkju hans tilverurétt. Jafnvel
hin vantrúa kynslóð í Nazaret
undraðist þau yndislegu orð, er
fram gengu af munni hans.
Hvers vegna er deyfð í kirkju,
sem flytur boðskap hans? Dauf
predikun kemur af of lítilli sann-
leiksást, of mikilli vanafestu og
of miðaldalegri guðfræði, utan
að lærðri jn ekki hugsaðri.
því, að bókin verður mikið lesin,
líkt og ræðusafn Haralds Níels-
sonar, Árin og eilífðin, hlaut á
sínum tíma eindæma vinsældir.
Enda þótt lífstíð manna sé á
fleygiferð, hvarflar þó að flest-
um öðru hverju spurningin um,
hvert ferðinni sé heitið.
Þá er gott að hafa bók eins og
þessa við hendina til að lesa,
þegar hlé verður á önninni.
Mikið lesmál flæðir nú frá
prentsmiðjum landsins og mis-
jafnlega gott. Það er of mikið
lesið af sorpritum og pólitískri
illmælgi og blekkingum, og mið-
ar þetta að því einu að spilia
hugarfarinu og gera menn
heimskari. En ungum og gömlum
flytur sú bók, sem hér er gerð
að umtalsefni, mörg og góð um-
hugsunarefni, — og hún þolir
1 það að verða lesin aftur og aft-
ur.
Slíkar bækur ber að þakka.
Benjatnín Kristjánsson.
Sr. Jón Auðuns.
en þaðan berast helzt raddir út
um landið gegn um útvarpið.
Sérstaklega er það gleðiefni
að eiga svo snjallan predikara í
ræðustóli Dómkirkjunnar, sem
síra Jón Auðuns er. Þaðan er
oftast útvarpað guðsþjónustum
og öðrum helgiathöfnum, og má
þvi segja, að síra Jón sé jafn-
framt prestur alls landisins. Er
mér það kunnugt, að ræður hans
eru yfirleitt mjög dáðar af út-
varpshlustendum.
Og ástæðan fyrir því, hversu
góðar ræður hans eru, er auðsæ:
Það er ekki aðeins, að síra Jón
Auðuns er víðsýnn og gáfaður
maður, sem hefur margt að segja
og segir það á fagran hátt. Hann
hefur einnig haft menningu og
nenningu til þess að kanna á
sjálfstæðan hátt það mál, sem
hann þjónar. Einnig hefur hann
um tugi ára unnið að sálarrann-
sóknum, fylgzt með því, sem á
því sviði hefur gerzt um víða
veröld, og gefið út vinsælt tima-
rit, sem hefur veitt ýmislega
fræðslu um það mál.
Nú mætti spyrja: hvað ætti
prestum, sem margt ræða um
eilífðarmálin, að standa nær en
að rannsaka þetta efni af lífi og
sál og grafast eftir þeim rökum,
sem ódauðleikakenningin bygg-
ist á- Ef það var upprisa Krists,
sem hratt stofnun kirkjunnar af
stað og gaf henni lífmagn um
aldir, hvílík trúarvakning mæji
þá ekki verða af því, ef unnt
væri að sanna, að sálir manna lifa 1
eftir líkamsdauðann.
Þó eru til þeir menn, sem am-
ast við því að prestar rannsaki
þetta mál. Þeir eru einkum
hræddir við að slíkt veki
hneyksli í öðrum löndum, þar
sem hjátrú er meiri en hér, og
guðfræðin er einkum miðuð við
trúboð meðal Skrælingja.
Síra Jón Auðuns hefir aldrei
látið slíkar röksemdir á sig fá.
Hann hefur ótrauður leitað sann
leikans um manninn, Guð og hið
eilífa líf, eins og vitsmunir hans
og samvizka hafa boðið honum.
Og einmitt þess vegna er hann
mikill kennimaður.
Enginn verður það heldur öðru
vísi. Sá sem færi að spyrja Pét-
u og Pál leyfis um það, hvernig
mætti hugsa, yrði aldrei annað
en páfagaukur eða skoppara-
kringla.
Ég hef lesið ræður dómpróf-
astsins mér til mikillar ánægju
og uppbyggingar. Þetta eru hug-
vekjur, sem flytja áríðandi boð-
skap, samdar af lifandi trúar-
áhuga, þannig að skiljanlegt er
hverri leitandi mannssál. Og
síðast en ekki sízt: Þær eru rit-
aðar á fögru máli, og fjallað um
efnið á listrænan hátt.
Þessir meginkostir stuðla að
Þetta er orðinn fulllangur for-
máli að stuttri grein um ræðu-
safn síra Jóns Auðuns dóm-
prófasts: Kirkjan og skýjakljúf-
urinn. En bók þessi er svo
skemmtileg undantekning frá
hinni allt of algengu reglu um
leiðinlegheit predikana, að ég
fæ ekki arða bundizt.
Já, þegar ég las þessa bók, gat
ég jafnvel farið að efast um, að
íslenzkir prestar séu eins slæmir
og af er látið. Að minnsta kosti
eru þeir það ekki í Reykjavík,
Okkur vantar
Góða stúlku til að annast símaþjónustu og ýms
aðstoðarstörf á skrifstofu.
Upplýsingar á skrifstofu vorri Skipholti 3.
Vikan hf.
Okkur vantar
góðan prentara
Uppl. gefur framkvæmdastjórinn í kvöld og næstu
kvöld kl. 5—7 I skrifstofu vorri Skipholti 33.
HILMIR H F.
Innheimtumaður
Innheimtumaður óskast nú þegar. Umsóknir er
greini aldur og fyrri störf sendist afgreiðslu blaðsins
fyrir mánudagskvöld merkt: „Innheimta — 8626".
Geymsluhúsriæði
Óskum að taka á leigu ca. 30 ferm. geymsluhúsnæði,
helzt í eða nájægt miðbænum. Upplýsingar í síma
10695 í dag og næstu daga.
TIL LEIGU 2 samliggjandi
Skr if stof u her bergi
í Austurstræti 12. Upplýsingar í síma
13851.
Opel Caravan 1960
Nýr og óekinn, til sýnis og sölu í Stangarholti 8.
Uppl. ekki veittar í síma.
íbúð
tbúð óskast tveggja herbergja, sem allra fyrst.
Tvennt í heimili. Fyrirframgreiðsla ef óskað er. Til-
boð sendist til afgreiðslu Morgunblaðsins fyrir 29.
þ.m. merkt: „8622".
ftiýkomið
Ódýrir
Rússkinns
Karlmannaskór
SKÓSALAN
Laugaveg 1
IMýkomið