Morgunblaðið - 28.11.1959, Qupperneq 3
Laugardagur 28. nóv. 1959
\ton arnvTíTAniÐ
3
UM hádegi í gær, er blaðið
hafði samband við Helga Sig-
urðsson, hitaveitustjóra, var
búið að veita heita vatninu úr
Sigtúnsborholunni í 9 hús í
Laugarneshverfi. — Dælan
hefur verið í gangi frá því á
mánudag, fyrst til að skola út
leiðslurnar, en á þriðjudag
tr fyrsta húsið sett í sam-
band. Þá voru ekki fleiri til.
Má gera ráð fyrir að húseig-
endur bregði nú skjótt við, er
sumir nágrannar þeirra eru
búnir að fá heita vatnið — en
þeir þurfa að láta gera ýmsar
smábreytingar á miðstöðvar-
kerfi húsa sinna, áður en hægt
er að tengja það við hitavatns-
lögnina úr borholunni.
Ljósmyndari Morgunblaðs-
ins tók í gær mynd af ungri
konu í Laugarneshverfi, sem
var að skola bleiur í heita
; vatninu.
| Konan var hin ánægðasta
I og kvaðst aðspurð • hlakka
| mest til að geta farið í heitt
/ bað, þegar hana lysti, án þess
I að þurfa að bíða eilífðartíma
Klámritin ■
BLAÐIÐ hefur verið beðið að
geta þess vegna frásagnarinnar
i blaðinu í gær af innflutningi
klámrita, að enginn bóksali hér
í Reykjavik hafi átt umrædda
sendingu.
eftir því að vatnið hitnaði.
Tímasparnaður hlyti að verða
mikill og hagræði, ekki sizt
þar sem smábarnaþvottur
væri stöðugt á dagskrá, auk
þess sem gera mætti ráð fyrir
lægra upphitunarverði. Allt
þetta þekkja húsmæður, sem
eru búnar að njóta hitaveit-
unnar í mörg ár, ef þær eru
þá ekki búnar að gleyma því,
hvernig er að hafa ekki hita-
veitu, þar sem hún er orðin
þeim svo sjálfsögð.
Heitavatnið í Laugarneshverfi
Tók sér sæti
ráðhenastól
• ÞAÐ bar til á fundi neðri ■
i deildar Alþingis i gær meðan ;
s Gísli Guðmundsson flutti1
• ræðu um lántökur til hafnar- '
; framkvæmda og velflestir;
I þingmenn svo og ráðherrar \
• höfðu gengið úr sálnum, að •
; einn þingmanna tók sér óvart;
S sæti í ráðherrastóli. Var það S
■ Eysteinn Jónsson, 1. þm Aust- i
; urlands. s
S Kom Eysteinn gangandi yfir S
• gólf þingdeildarinnar og var •
; niðursokkinn í að lesa skjöl,;
S er hann var með í höndunum. s
• Hann þurfti að ganga aftur- ^
; fyrir ráðherrastólana vinstra;
S megin við forsetastól til að S
• komast til sætis síns. Er hann •
; kom að yzta stólnum, sem ;
S hann sat í um langt skeið, vék s
í hann honum til hliðar og fékk ■
; sér þar sæti. Eysteinn hafði bó;
; ekki lengi setið, er hann átt- S
• aði sig, spratt á fætur og gekk ■
; til sætis síns. ;
s '
Iíeppt um sýslu-
bikar í Keflavik
KEFLA VÍKURFLU G VELLI, 25.
nóv. — Á síðastliðnu ári gaf Ól-
afur Thors, forsætisráðherra, veg
legan silfurbikar til. sveitakeppni
í skák milli byggðalaga innan
Gullbringu- og Kjósarsýslu.
Nýlega hefur verið samin
reglugerð fyrir b'ikar þenna og
hefur hann hlotið nafnið Sýslu-
bikar Gullbringu- og Kjósar-
sýslu. Keppa skal í 10 manna
sveitum og rétt til þátttöku hafa
taflfélög eða skákdeildir innan
ungmenna- eða íþróttafélaga. Þó
er aðeins heimilt að senda eina
sveit til keppni frá hverju
byggðarlagi.
Bikarinn vinnst til eignar
þrisvar í röð eða fimm sinnum
alls.
Skákfélagi Keflavíkur hefur
verið falið að sjá um fyrstu
keppnina um sýslubikarinn og
hefur skákfélagið nú sent út
boðsbréf til allra skák- og
íþróttafélaga í héraðinu Og boðið
þeim þátttöku í keppninni. Ætlað
er að keppnin fari fram i Kefla-
vík og hefjist sunnudaginn 13.
des. nk. Þátttökutilkynningar
skulu hafa borizt til Brynleifs
Jónssonar, formanns Skákfélags
Keflavíkur fyrir 7. des. — B. Þ.
STAKSTtlMAR
S^S sakað um áhugaleysi gagnvart Grænlandi
Flugfélagið hefur tryggt sér
góða aðstöðu í Grænlandsfl.
Flying Enterprise" hefur enga Græn-
landsferð fengið enn
KAUPMANNAHÖFN. — Við hugsum ekki alvarlega um Græn-
landsflug nema að tryggt verði að slík starfsemi beri sig fjárhags-
lega. En við erum fúsir til þess að taka að okkur leiguflug á sama
hátt og Flugfélag íslands gerir, sagði Erik Jörgensen, annar tveggja
yfirmanna söludeildar skandinavíska flugfélagsins SAS, er frétta-
maður Mbl. ræddi við hann.
Grænlandsflugið ber æ meira
á góma í Danmörku. Menn eru
hálfhræddir við Grænlandssigl-
ingar síðan sjóslysið mikla varð
í vetur og flugvélar annast nú
flutningana til Grænlands í vax-
andi mæli. En SAS á þar lítinn
hlut að máli og mikillar gremju
gætir bæði í Grænlandi og Dan-
mörku vegna þess hve félagið
sýnlr Grænlandi lítinn áhuga.
Að undanförnu hafa flugvélar
þess þó haft viðkomu í Syðri
Straumfirði á Grænlandi tvisvar
í viku á leið milli Kaupmanna-
hafnar og Los Angeles. En þessar
ferðir hafa ekki leyst nein sam-
gönguvandamál við Grænland,
því oftast eru SAS-vélarnar þétt-
settar af farþegum milli enda-
stöðva og sæti eru ekki laus milli
Danmerkur og Grænlands nema
með höppum og glöppum.
— I sumar ætlum við að fjölga
lendingum á Syðri-Straumfirði.
Eftir að við setjum DC-8 þoturn-
ar á leiðina milli Kaupmanna-
hafnar* og Los Angeles, sagði
Jörgensen, ætlum við að lenda
daglega á Straumfirði. Vonandi
bætir það eitthvað úr samgöng-
unum, en eftir sem áður látum
við farþega milli endastöðva
ganga fyrir farmiðum. — Engar
áætlanir eru á prjónunum um að
fljúga til fleiri staða á Græn-
landi, sagði Jörgensen, en við
erum að reyna að gera okkur
grein fyrir flutningaþörfinni, sem
fer vaxandi ár frá ári.
Vörpuðu marxismánura
fyrir borð
Alþýðublaðið birtir í gær frétt
um það, að floikkur jafnaðar-
manna í Þýzkalandi hafi ,,varp-
að hinni marxistisku kjölfestu
fyrir borð og í staðinn lagt fram
stefnuskrá, sem leggur áherzlu á
lýðræði í stað sósíalisma“.
Síðan heldur Alþýðublaðið
áfram frásögn sinni af hinni nýju
stefnuskrá jafnaðarmanna:
„Þessi nýja stefnuskrá var
samþykkt á þingi flokksins eftir
harðar umræður, með 324 atkvæð
um gegn aðeins 16. Þetta er fyrsta
meiriháttar endurskoðunin á
stefnu þýzkra jafnaðarmanna í
34 ár og þar eð sá flokkur er
eiginlega fósturfaðir allra ann-
arra sósíalista —. og kommúnista-
flokka, hlýtur ákvörðun hans að
hafa mikil áhrif.
f hinni nýju stefnuskrá af-i
neita þýzkir jafnaðarmenn tveim
ur helztu kenningum Marx, þ. e.
a. s. kenningunni um stéttabar-
áttuna og ríkiseign framleiðslu-
tækjanna. Flokkurinn lýsir yfir,
að báðar kenningarnar feli í sér
hættu fyrir réttlæti og frelsi, sem
jafnaðarmenn vinna að. Þeir
benda á, hvað gerzt hafi í komm-
únistaríkjunum vegna þessarar
efnahagslegu þrælkunar og saka
kommúnista um að hafa svikið
sósíalismann.“
Vilja verða allra stétta
flokkur
f lok þessarar frásagnar Al-
þýðublaðsins er síðan komizt að
orði á þessa leið:
„Tvær ástæður eru fyrir þess-
arri stefnubreytingu þýzkra jafn-
aðarmanna. í fyrsta lagi hinn frá-
bæri árangur, sem Erhard efna-
hagsmálaráðherra hefur náð í
uppbyggingu efnahagslífsins. Hef
ur hann valið að fara leið, er
sameinar frjálst framtak og yf-
irstjórn ríkisstjórnarinnar á þeim
málum. í öðru lagi hafa jafnað-
armenn séð, að þeir geta aldrei
gert sér vonir um að ná stjórnar-
taumunum úr höndum kristilegra
demókrata nema því aðeins að
þeir skipuleggi flokk sinn sem
flokk allra stétta.“
Oll er þessi frásögn málgagns
jafnaðarmanna á íslandi hin at-
hyglisverðasta. Móðurflokkur
allra sósíalistaflokka í veröld-
inni, þýzki jafnaðarmannaflokk-
urinn, sem frá upphafi hefur að
sjálfsögðu byggt stefnu sína á
kenningum Karls Marx hefur
varpað tveimur grundvallarkenn.
ingum sósíalisma og kommún-
isma fyrir borð, þ.e.a.s. kenning-
unum um stéttarbaráttu og ríkis
eign framleiðslutækjanna.
Tvær stoðir hrynja
Tvær meginstoðir sósíalismans
hafa þannig hrunið. En þar með
riðar allt hagkerfi hans. Um það
getur engum hugsandi manni
blandazt hugur. Hvað er eftir af
kjarna sósíalismans, þegar þjóð-
nýtingunni og stéttabaráttunni
hefur verið varpað fyrir borð?
Það er einnig mjög eftirtektar-
vert, að þýzkir jafnaðarmenn
hafa gert sér ljóst, að þeir eru
vonlausir um að vinna meiri-
hluta í landi sínu, nema því að-
eins að þeir skipuleggi flokk sinn
sem flokk allra stétta, segir Al-
þýðublaðið.
Hér á íslandi hafa hinir sósial-
isku flokkar og raunar allir
andstæðingar Sjálfstæðisflokks-
ins einmitt haldið uppi harðri
hríð gegn honum fyrir það., að
að vera
Af þessu er ljóst, að SAS1 leggja megin áherzlu á
hyggst ekki bæta samgöngur við j flokkur allra stétta.
Grænland vegna þess, að slíkt er I Það sem að gerzt hefur með
ekki talið arðvænlegt. Og á með- fráhvarfi jafnaðarmannaflokk-
an svo er má telja ólíklegt, að anna fra þjóðnýtingarstefnunni,
— i ------ og veru að þejr
reglubundnir farþegaflutningar
Framh. á bls 18.
veru að
j hafa gert sér ljóst, að sósíalismi
I og lýðræði samrýmast ekki.