Morgunblaðið - 28.11.1959, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 28.11.1959, Qupperneq 4
4 MORniJNRLAÐlÐ Laurarrlaenjr 28. nóv. 1959 f dag er 331 dagur ársins. Laugardagur 28. nóvember. Árdegisflæði kl. 03:23. Síðdegisflæði kl. 15:42. Siysavarðstofan er opin allan sólarhringinn. — Læknavórður L.R. (fyrir vitjanir), er á sama stað frá kl. 18—8. — Sími 15030 Holtsapótek og Garðsapótek eru opin alla virka daga frá kl. 9—7, laugardaga 9—4 og sunnud. NæOurvarzla vikuna 28. nóv. til 4. des. er í Reykjavíkur Apó- teki. Sími 11760. Hafnarfjarðarapótek er opið alla virka daga kl. 9—12. Laugar- daga kl. 9—16 og 19—21. Heigi- daga kl. 13—16 og kl. 19—21. Næturlæknir í Hafnarfirði er Kristján Jóhannesson. Sími 50056. Kópavogsapótek, Álfhólsvegi 9 er opið daglega kl. 9—20, nema laugardaga kl. 9—16 og helgidaga kl. 9—16. Helgidaga kl. 13—16. Keflavikurapótek er opið alla virka daga kl. 9—19, laugardaga kl. 13—16. — Sími 23100. Messur A MORGUN: Dómkirkjan: — Messa kl. 11 f.h. Séra Jóns Auðuns. Altarins- ganga. — Engin síðdegismessa en jólaleikir verða haldnir í kirkj- unni kl. 8,30 s.d. Barnasamkoma í Tjaroarbíói kl. 11 f.h. Séra Ósk- ar J. Þorláksson. Hallgrímskirkja. — Messa kl. 11 f.h. Séra Lárus Halldórsson. Barnaguðsþjónusta kl. 1,30 e. h. Séra Lárus Halldórsson. Langholtsprestakall: — Stutt guðsþjónusta kl. 2 í safnaðar- heimilinu við Sólheima. Minnzt 7 ára starfsafmælis safnaðarins. Séra Árelíus Níelsson. Neskirkja: — Barnamessa kl. 10,30 og messa kl. 2. — Almenn altarisganga. — Séra Ingólfur Ástmarsson prédikar. — Séra Jón Thorarensen. Laugarneskirkja: — Messa kl. 11 f.h. (Ath.: breyttan messu- tíma). Séra Þorsteinn L. Jóns- son frá Söðulsholti prédikar. — Altarisganga. Séra Garðar Svav arsson. Barnaguðsþjónusta feilur niður. — Bústaðaprestakall: — Messa í Háagerðisskóla kl. 5. — Barna- guðsþjónusta kl. 10,30 árdegis, sama stað. Kirkja Óháða safnaðarins: — Messa kl. 2 e.h. — Barnasam- koma kl. 10,30 árdegis. Safnaðar presturinn. Háteigsprestakall: — Messa í hátíðasal Sjómannaskólans kl. 2. Barnasamkoma á sama stað kl. 10,30 f.h. Séra Jón Þorvarðsson. Elliheimilið: — Guðsþjónusta með altarisgöngu kl. 10 árdegis. Heimilispresturinn. Fríkirkjan: — Messa kl. 2. — Séra Þorsteinn Björnsson. Fíladelfía: — Guðsþjónusta kl. 8,30. — Ásm. Eiríksson. Hafnarfjarðarkirkja: — Messa kl. 2. Minnzt verður 45 ára af- mælis kirkjunnar.—■ Séra Gafðar Þorsteinsson. Útskálaprestakall: — Messa að Útskálum kl. 2 e.h. — Safnaðar- fundur eftir messu. — Sóknar- prestur. Fíladelfía, Keflavík: — Guðs- þjónusta kl. 4 e.h. — Gestir taka þátt í guðsþjónustunni. Harald- ur Guðjónsson. Hafnir: — Messað kl. 2. — Barnaguðsþjónusta kl. 4. Sóknar- prestur. Mosfellsprestakall: — Messa að Lágafelli kl. c e.h. — Safnaðar- fundur, að lokinni messu. Séra Bjarni Sigurðsson. Messa á Reynivöllum kl. 2. — Safnaðarfundur. Sóknarprestur- Ig^Brúökaup f dag verða gefin saman í hjónaband í Dómkirkjunni af séra Jóni Auðuns, ungfrú Sig- ríður Eggertsdóttir, skrifstofu- mær, Lindargötu 20 og Þorsteinn Guðlaugsson, skrifstofustj., Hring braut 54. — Heimili ungu hjón- anna verður að Fífuhvammsvegi 27, Kópavogi. Bræðrabrúðkaup. — f dag verða gefin saman í hjónaband í Dómkirkjunni í Reykjavík af séra Óskari J. Þorlákssyni, ung- frú Ingunn Stefánsdóttir, Árna- sonar á Syðri-Reykjum í Bisk- upstungum og Einar Geir Þor- steinsson, Sigurðssonar bónda á Vatnsleysu í Biskupstungum. Heimili þeirra verður á Brekku- læk 1, Reykjavík. — Ennfremur ungfrú Halla Bjarnadóttir, Jóns- sonar kaupmanns í Drápuhlíð 40 og Bragi Þorsteinsson, Sigurðs- sonar bónda í Vatnsleysu. Heim- ili þeirra verður í Drápuhlíð 40, Reykjavík, Gefin verða saman í hjónaband í dag af sr. Jóni Auðuns í Dóm- kirkjunni ungfrú Kristjána öss- urardóttir og Bárður Ragnarsson. í dag verða gefin saman í hjóna band Sigríður Helgadóttir (Skúla sonar augnlæknis á Akureyri) og Páll Sigurðsson, starfsmaður að Keldum. Heimili ungu hjónanna verður að Hrefnugötu 1. í dag verða gefin saman í hjóna band af séra Þorsteini Björnssyni, ungfrú Hjördis Hjörleifsdóttir, Lindargötu 11 og Kristinn Antons son, sama stað. Heimili þeirra verður að Lindargötu 11. 22. þessa mánaðar voru gefin saman í hjónaband, af séra Braga Friðrikssyni, Bryndís Stefánsdótt ir, Haugi og Helgi Valdimarsson, Kollafossi. F3I Hjónaefni Þann 26. þ.m. opinberuðu trú- lofun sína Jóhanna Haraldsdótt- ir, skrifstofustúlka, Gunnars- braut 36 og Gunnar V. Magnús- son, skriftvélavirki, Drápuhl. 42. Skipin Eimskipafélag íslands h.f.: — Dettifoss fór frá Avonmouth í gær til Boulogne. — Fjallfoss er í Antwerpen. — Goðafoss fór frá Rvík í gærkvöldi til Stykkis- nwrgiÁfuiffimc GP Eg sagði þér alltaf að þú myndir ekki hafa þetta ferðalag af. Vinirnir hittust og tóku tal saman. Þegar þeir höfðu rætt um landsins gagn og nauðsynjar nokkra stund, spurði annar var- færnislega: — Segðu mér, hvernig líður konunni þinni? — O, minnstu ekki á það. Þetta er hræðilegt. Hún er sann- kallaður píslarvottur trúar sinn- ar. — Trúar sinnar. Hvað áttu við? — Jú, hún trúir nefnilega, að hún geti gengið í skóm nr. 37, þó að hennar rétta númer sé 39. — Hvað mikið whisky getur einn Skoti drukkið? — Eins mikið og honum er gefið. Hann: — Strax og ég vakna á morgnana, fer ég að hugsa um þig, ástin mín. Hún: — Já, en Bjarni segir þetta líka. Hann: — Hvað gerir það til, ég vakna löngu á undan honum. Milljónamæringur kom í heim sókn til vinar síns og hafði þriggja ára gamlan son sinn með sér. — Kann drengurinn að telja? spurði vinurinn. — Já, auðvitað. Teldu, Kalli. Og Kalli byrjaði að telja: — Ein milljón, tvær milljónir, þrjár milljónir..... hólms. — Gullfoss fór frá Rvík í gær til Hamborgar. — Lagar- foss fór frá Skagaströnd í gær til Sauðárkróks. — Reykjafoss er í Reykjavík. — Selfoss fór frá Siglufirði í gær til Akureyrar. — Tröllafoss er í New York. — Tungufoss fór frá Rvík í gær til ísafjarðar. — Langjökull er á leið til Rvíkur. — Ketty Danielsen er í Helsingfors. Skipadeild SÍS: — Hvassafell er í Stettin. — Arnarfell er á Akureyri. — Jökulfell er í Rvík. — Dísarfell fer í dag frá Hangö til Aabo. — Litlafell er í olíuflutn ingum i Faxaflóa. — Helgafell er á Húsavík. — Hamrafell fór í gær SMÆDROTTIMIMGliM — Ævintýri eftir H. C. Andersen frá Palermo áleiðis til Batum, Eimskipafélag Reykjavíkur h.f. — Katla lestar síld á Austfjarða- höfnum. — Askja fer væntanlega í dag frá Cardenas áleiðis til Reykjavíkur. SkipaútgerS ríkisins. — Hekla er í Reykjavík. — Esja er vænt- anleg tii Reykjavíkur í dag að austan. — Herðubreið er í Rvík. — Skjaldbreið er'í Rvík. — ÞyriU fór frá Laugarnesi í morgun til Norðurlandshafna. — Skaftfell- ingur fór frá Reykjavík í gær til Vestmannaeyja. Ymislegt Orð lífsins: — Guð stendur gegn dramblátum, en auðmjúk- um véitir hann náð. Gefið yður því Guði á vald, standið gegn djöflinum, og þá mun hann flýja frá yður. Nálægið yður Guði, og þá mun hann nálgast yður. Hreinsið yður, þér syndarar, og gjörið flekklaus hjörtun, þér tvílyndu. (Jakobsbr. 4). Templaraklúbburinn, stræti 8 opinh í kvöld. Garða- Hreindýrið sagði nú fyrst sína sögu — og síðan sögu Grétu litlu. Finnakonan kipr- aði augun, en sagði ekki neitt. „í»ú ert svo fjölkunnug," sagði hreindýrið. „Ég veit, að þú getur bundið alla heims- ins vinda í einn þráðarspotta. Þegar skipstjórinn leysir einn hnútinn, fær hann óskabyr. Leysi hann annan, tekur aö hvessa — og ef hann leysir þriðja og fjórða hnútinn, rýk- ur upp með slíkt fárviðri, að tré skógarins rifna upp með rótum. — Viltu nú ekki gefa litlu stúlkunni drykk, svo að hún öðlist afl á við tólf karl- menn og geti sigrazt á Snæ- drottningunni ?“ „Tólf manna afl,“ sagði Finnakonan hugsaði — „jú, það ætti að nægja.“ — Svo gekk hún að hillu einni og tók þar samanbrotið skinn og breiddi úr því. Á skinnið voru dregnir undarlegir stafir — og Finnakonan las og las, þar til svitinn bogaði af enni hennar. En hreindýrið bað enn af hjartans einlægni fyrir Grétu litlu, og hún mændi tárvotum bænaraugum til Finnakon- unnar. Hún fór þá aftur að verða píreyg, tók hreindýrið með sér út í horn, lagði enn ís á höfuð þess og hvíslaði: FERDIIMAND Cóð sonnun Frá Dómkirkjunni: — Kirkju- nefndin gengst fyrir hinum vin- sælu jólatónleikum í Dómkirkj- unni sunnudagskvöld kl. 8,30. — Mjög fjölbreytt efnisskrá að venju. Sunnudagaskóli Hallgrímssókn ar er í Tómstundaheimilinu, Lind argötp 50 kl. 10,30. — Myndasýn ing. öll börn velkomin. FriSrik Ólafsson teflir fjöltefli í Tjarnarkaffi uppi kl. 2, sunnu- dag. — Fólk er beðið að hafa með sér töfl. Kvenfélag Neskirkju minnir fé- lagskonur á bazarinn, sem hald- inn verður laugardaginn 5. des. Tekið verður á móti munum í Félagsheimilinu fimmtudag og föstudag frá kl. 3—6. BLÖÐ OG TÍMARIT Dagbókinni hefur borizt tíma- ritið Veðrið 2. hefti 1959. í tíma- ritinu er fjöldi greina og upp- drátta, m.a. eftir Jónas Jakobs- son, Farfuglasveimur á villigöt- um, Bergþór H. Jónsson, Vetnis- sprengjur og veðrátta, Þórð Krist leifsson, Lauslegt rabb um veð- urfar, Pál Bergþórsson, Veður- athuganir í Hallormsstaðarskógi, Jónas Jakobsson, Hitastig yfir Keflavík og fl. P§flAheit&samskot Flóttafólkið: — N N kr. 50,00; G A S kr. 500,00. Sjóslysin á Hofsósi: — K H kr. 500,00; F Ó kr. 100,00.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.