Morgunblaðið - 28.11.1959, Qupperneq 16
16
MORCLISBLJÐIÐ
Laugardagur 28. nóv. 1959
omm
I>að byrjaði með smávægilegri
óheppni af minni hálfu, mein-
lausum klaufaskap, „gaffe“, eins
og Frakkar kalla það. Þvínæst
kom tilraun til að bæta úr þess-
arri heimsku minni, en ef mað-
ur reynir að gera við úr, í of
miklum flýti, getur alveg eins
farið svo, að sigurverkið raskist
allt. Jafnvel nú, eftir öll þessi
ár, get ég ekki sagt neitt ákveðið
um það, hvar klaufaskapur minn
endaði og sök mín byrjáði. Lík-
lega fæ ég aldrei að vita það.
Ég var þá tuttugu og fimm
ára og foringi í sveit hinna keis-
aralegu kesjuriddara. Ég get
ekki haldið því íram, að ég hafi
nokkurn tíma verið sérlega
áhugasamur hermaður eða litið
á hermennskuna sem köllun
mína. En í austurrískri embættis
mannafjölskyldu, með fjórum,
síhungruðum strákum og tveim
ur telpum, þar sem maturinn er
þar að auki af mjög skornum
skammti, er ekki mikið spurt um
langanir þeirra og hneigðir, held
ur er þeim komið sem fyrst í ein
hverja vinnu, svo að þau verði
ekki heimilinu til þyngsla alltof
lengi.
Ulrich bróðir minn, sem þegar
í barnaskóla skemmdi í sér aug j
un með of miklum lestri, var
6ettur i prestaskóla, en sjálfur
var ég innritaður í herskóla,
sökum hraustlegrar líkamsbygg-
ingar minnar. Bftir það spinnst
lífsþráðurinn alveg ósjálfrátt
áfram og þá er ekki þörf fyrir
neina frekari smurningu.. Ríkið
sér fyrir öllu. Á aðeins fáum ár-
um breytir það fölum, uppvax
andi unglingi, kostnaðarlaust og
samkvæmt lögboðinni hernaðar-
legri fyrirmynd, í merkisbera,
með mjúkan skegghýjung á
kjálkunum og sendir hann albú-
inn til notkunar í herinn.
Svo var það einn góðan veður-
dag, eða nánar tiltekið á afmælis
degi keisarans, þegar ég var enn
ekki orðinn átján ára, að ég var
útskrifaður úr skólanum og
stuttu síðar glampaði fyrsta
stjarnan á kraganum mínum.
Þar með var fyrsta áfanganum
náð og nú gat hringrás embættis
framans haldið áfram, stig af
stigi, unz henni lauk með gigt-
veiki og eftirlaunum.
Það var engan vcginn sam-
kvæmt mínum persónulegum ósk
um, að ég var settur í riddaralið
ið, þessa dýrustu og virðingar-
mestu sveit hersins, heldur var
það sérvizka Daisy frænku, sem
þar réði mestu, en hún var seinni
kona elzta föðurbróður míns og
hafði gifzt honum, þegar hann
hætti störfum sínum í fjármála-
ráðuneytinu og settist í arðsam-
ara embætti, sem bankastjóri.
Og þar sem hún var hvorttveggja
í senn, rík og hégómagjörn, gat
hún ekki sætt sig við þá tilhugs-
un, að nokkur henni vandabund-
inn, sem auk þess bar nafnið
Hofmiller, gerði fjölskyldunni
þá „smán“ að gegna herþjónustu
sem fótgönguliði. Og þar sem
hún lét mig fá hundrað krónur
á mánuði fyrir að láta undan þess
ari sérvizku hennar, varð ég að
sýna henni auðmjúkt þakklæti
Rafmagnsperur
smáar og stórar
Framleiðsla okkar byggist á
margra ára reynslu og hag-
nýtri þekkingu.
Framleiðsla okkar mun geta
gert yður ánægðan.
(VrrrrnTrinEr fiIyH Ln mpe n • ui i r k
Berlin O 17, Warschauer Platz 9/10, Telegramm:
Glúhlampen-Werk, Berlin.
Deutsche Demokratische Republik.
Einkaumboðsmenn: EDDA H.F. — Pósthólf 906, Reykjavik.
við öll möguleg tækifæri. Aldrei
hafði neinn hugsað um það,
hvort það væri raunverulega
vilji minn að ganga í riddaralið-
ið, eða í herinn yfirleitt og allra
sízt ég sjálfur. Þegar ég var kom-
inn í hnakkinn, leið mér vel og
hugsanir minar náðu ekki langt
út fyrir makkann á reiðskjótan-
um.
í nóvember 1913, árið sem saga
mín byrjar, hljóta einhver fyrir-
mæli að hafa borizt frá einni
stjórnardeildinni til annarrar,
vegna þess að allt í einu og fyr-
irvaralaust var riddaradeild okk-
ar flutt frá Jaroslau til annarrar,
lítillar setuliðsborgar á ung-
versku landamærunum. Það
skiptir ekki máli, hvort ég kalla
þessa litlu 'oorg sínu rétta nafni,
eða ekki, vegna þess að tveir
silfurhnappar á sama einkennis-
jakkanum, gátu ekki verið líkari
hvor öðrum en þessar litlu austur
rísku setuliðsborgir. Sömu hern-
aðarlegu atriðin einkenna þær
allar, hermannaskálar, reiðskóli,
æfingarsvæði, liðsforingjaklúbb-
ur og þar að auki þrjú hótel, tvö
kaffi hús, brauðbúð, drykkjukrá
og lélegt fjölleikahús. Alls stað-
ar einkennist hermennskan af
sama tilbreytingarleysinu. —
Klukkustundunum er skipt nið-
ur eftir ósveigjanlegum, alda-
gömlum reglum og jafnvel tóm-
stundirnar virðast ekki hafa upp
á mikla tilbreytingu að bjóða. í
liðsforingjaklúbbnum: sömu and
litin, sömu samræðurnar. í
kaffihúsinu: sömu spilin, sömu
knattborðsleikirnir.
Einn kost hafði þó þessi nýja
setuliðsborg fram yfir hina
fyrri. Hún var viðkomustaður
hraðlestanna, annars vegar
skammt frá Wien og hins vegar
ekki mjög fjarri Budapest. Ilver
sá maður, sem átti peninga — og
það var mikið af efnuðum
strákum í riddaraliðinu, að mað
ur netfni nú ekki sjálfboðaliðana,
sem annað hvort eru aðalsættar
eða synir forríkra verksmiðju-
eigenda — gat farið með lestinni
klukkan fimm til Wien og kom-
ið aftur klukkan tvö um nóttina
með nætur-hraðlestinni. Þetta
var nægur tími, þ. e. til að fara
í leikhús, slæpast um á Ring-
strasse, leika heldri menn og
leita ástarævintýra. Nokkrir
hinna öfundsverðustu gátu jafn-
vel haft þar fasta íbúð eða eins-
konar pied-a-terre. Því miður
bannaði fjárhagur minn mér all-
an slíkan munað. Eina skemmt-
unin sem mér stóð til boða var
kaffihúsið eða brauð- og sælgæt
isbúðin, þar sem spilaféð var mik
ils til of hátt fyrir mig, svo að
ég varð að láta mér nægja knatt-
borðsleik ok skák.
Svo var það eitt kvöld — það
hlýtur að hafa verið um miðjan
maí 1914 — að ég sat inni í brauð
búðinni með lyfsala staðarins,
sem jafnframt var vara-borgar
stjóri setuliðsborgarinnar, en
hann tefldi stundum skák við
mig. Við höfðum löngu lokið við
þessar venjulegu, þrjár skákir
okkar og röbbuðum nú saman,
þar sem ekkert annað var hægt
að taka sér fyrir hendur. Hvað
var hægt að hafast að í þessarri
leiðinlegu holu? En samræður
okkar voru líka að lognast út af,
eins og eldur í útbrunnum vindl-
ingsenda.
Þá opnuðust dyrnar skyndilega
og hreinn, hressandi vindblær
streymdi inn í stofuna, um leið
og ung og óvenjulega falleg
stúlka birtist í dyrunum. Hún
hafði dökkjarpt hár, möndlulaga
augu, dökkan hörundslit og hún
var snyrtilega klædd og ekki hið
minnsta sveitaleg. En það sem
meira var, þetta var nýtt andlit
í þessu óbærilega tilbreytinga-
leysi.
En, æ, þessi fagra þokkadís
virti okkur ekki einu sinni við-
lits. Hún gekk hratt og hvatlega,
með stæltum hreyfingum fram-
hjá litlu borðunum níu með
marmaraplötunum, og beint inn
hún pantaði heilar tylftir af kök
um, tertum og víni.
Það vakti strax athygli mína
hversu auðmjúklega eigandinn
hneigði sig fyrir henni. Aldrei
hafði ég séð baksaumana á
svölustélunum hans stríkka jafn
mikið. Jafnvel hin þriflega eig-
inkona hans, sem vön var að taka
daðri allra liðsforingjanrta með
fullkomnu hirðuleysi, reis úr
, sæti sínu við gjaldkeraborðið og
ætlaði alveg að bráðna af hun-
angssætri kurteisi.
Meðan hinn ágæti eigandi var
að bóka pöntun hinnar fögru
ungfrúar, nartaði hún kæruleysis
lega í súkkulaðimola og rabbaði
við frú Grossmaier. En við, sem
ég er hræddur um að höfum
teygt hálsana með ósæmilegum
ákafa, fengum ekki svo mikið
sem eitt augnatillit að launum.
Að sjálfsögðu þreytti ungfrúin
ekki hinar fögru hendur sínar
með einum einasta pakka. Frú
Grossmaier fullvissaði hana
allra auðmjúklegast um það, að
allur kaupskapurinn skyldi um-
svifalaust verða sendur henni
heim. Ekki datt henni heldur í
hug að borga við gjaldkeraborð-
ið, eins og við hinar lítilmótlegu
mannskepnur gerðum. Okkur
var þegar ljóst, að hér var um
mjög óvenjulegan háttsettan við-
skiptavin að ræða.
Þegar fyrirmæli hennar höfðu
verið framkvæmd og hún bjóst
til brottferðar, flýtti hr. Gross-
mair sér að opna dyrnar fyrir
henni. Vinur minn, lyfjafræðing-
urinn, spratt líka úr sæti sínu
og hneigði sig mjög virðulega
fyrir henni, þegar hún strunsaði
fram hjá borðinu okkar. Hún tók
þessarri kurteisi með konungleg
um yndisþokka. Og drottinn
minn dýri — þvílík augu hafði ég
aldrei séð fyrr, svo flauelsmjúk
og dökkbrún. Ég gat varla beðið
eftir því að hún hyrfi út um dyrn
ar, áður en ég fór að yfirheyra
kunningja minn um þennan
svan, sem birzt hafði svo óvænt
í moldarpollinum okkar.
„Þú ætlar þó ekki að halda því
fram, að þú þekkir hana ekki?
Hún er frænka.... “ (ég ætla að
kalla hann Hr. von Kekesfalva,
enda þótt það sé ekki hið raun-
verulega nafn hans). „Kekes-
falva. Þú hlýtur að kannast við
Kekesfalva-fjölskylduna, er það
ekki?“
J I^UI* tö
er/ausnin
VIKURFÉLAGIÐ.
......éporið yðuj hJaup
á ruiUi maj-gra verzlana!
dPKWML
ÁÓUUH
tfWM!
Ausfcurstrseti
NUTS/... "
THE GUY'S
AN OVEtZGROWN
E.IRDWATCHER/
Súsanna Allison er á leið til I Minneapolis til þess að safna efni
Minneapolis, þar sem hún ætlar
að safna efni í kvennablað. Sæll
JBaldur. Þú ert líka á leiðinni til
í blaðið þitt. Já, Súsanna, og ég
ætla að fara inn í skógana með
þessum Markúsi, hvort sem þú
trúir því eða ekki. Því ekki það,
Baldur. Markús er fyrsta flokks
leiðsögumaður og skrifar sjálfur
vel. Vitleysa —i, hann hefur bara
augu fyrir fugium.
SBlItvarpiö
Laugardagur 28. nóvember.
—10.00 Morgunútvarp (Bæn. — 8.05
Morgunleikfimi. — 8.15 Tónleikar.
— 8.30 Fréttir. — 8.40 Tónleikar.
9.10 Veðurfregnir. — 9.20 Tón-
leikar).
Hádegisútvarp. — (12.25 Fréttir
og tilkynningar).
Oskalög sjúklinga (Bryndís Sig-
urjónsdóttir).
Raddir frá Norðurlöndum: Ivar
Orgland sendikennari les úr nýrrl
ljóðabók sinni „Mjöd og malurt“.
„Laugardagslögin". — (16.00 Frétt
ir og veðurfregnir).
Bridgeþáttur (Eiríkur Baldvins
son).
Skákþáttur (Guðmundur Arn-
laugsson).
Tómstundaþáttur barna og ungl-
inga (Jón Pálsson.)
Veðurfregmr.
Utvarpssaga barnanna: „Siskó á
flækingi“ eftir Estrid Ott; IX.
lestur (Pétur Sumarliðason kenn-
ari).
Frægir söngvarar: Kristen Flag-
stad syngur lagaflokkinn „Haug-
tussa“ eftir Grieg. (A undan
söngnum verður lesið úr ljóða-
bálknum eftir Arne Garborg í
þýðingu Bjarna Jónssonar frá
Vogi).
Tilkynningar.
Fréttir.
Leikrit: „Zykov-fólkið“ eftir
Maxim Gorki, í þýðingu Olafs
Jónssonar. — Leikstjóri: Helgi
Skúlason. Leikendur: Guðbjörg
t»orbjarnardóttir, Þorsteinn O.
Stephensen, Steindór Hjörleifs-
son, Helga Valtýsdóttir, Helga
Bachmann, Gísli Halldórsson,
Baldvin Halldórsson og Jóm Sig-
urbjörnsson. *
Ftéttir og veðurfregnir.
Danslög.
Dagskrárlok.
13.00
14.00
14.15
17.00
17.20
18.00
18.25
18.30
18.55
19.35
20.00
20.30
22.00
j 22.10