Morgunblaðið - 28.11.1959, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 28.11.1959, Qupperneq 20
VEÐRIÐ Sunnan kaldi. — Skúrir JtlíirgiMM&i&ifti 266. tbl. — Laugardagur 28. nóvember 1959 Molasopinn Sjá bls. 13. Mikil síldveiði í Grindavíkursjó Margir báfar með fullfermi 1 FYRRINÓTT og í gærdag var góð veiði hjá síldarbátunum, en þeir sem sækja úr verstöðvum við Faxaflóa sóttu í Grindavíkursjó, en Vestmannaeyjabátar sóttu á hin nálægustu heimamið. — Var almenn veiði. Fleiri og fleiri bátar hafa tekið síldarnætur sínar. Síldin, sem í næturnar veiðist er mjög misjöfn, innanum álíka stórar síldar og stærsta Norðurlandssíld, en allmikið er af smásíld, sem ekki er hægt að nýta á annan hátt en til bræðslu. Geta má þess að smæsta síldin, sem verið var að frysta í gær. hér i Reykjavík, af tveim bátum, var 100 gramma síld. SAS ætlar að hætta við- komum í Keflavík Loftleiðir taka töluvert frá okkur segir talsmaður SAS Fyrsta síldin til Reykjavíkur Komu hingað til Reykjavíkur tveir bátar og er það fyrsta síld- in sem landað er hér á þessu hausti. Kom Guðmundur Þórðar- son með 500 tunnur, það er hring nótasíld. Fór síldin ýmist til frystingar eða mjölvinnslu. Ás- geir RE kom með 50—60 tunnur aí fallegri reknetasild. Óhemju síldarmagn Fréttaritari Mbl. í Vestmanna- eyjum, sagði að óhemju síidar- magn virtist vera á veiðisvæði Vestmannaeyjabáta en það er inn an við Eiðið. Vegna grunnsvæðis þarna, er óhægt um vik fyrir bátana, en þeir sem byrjaðir eru, eru allir að tveim undanskildum með nætur. Hafa þeir aflað mjög vel, sagði fréftaritarinn. Sem dæmi um það gat hann þess fyrst, að báturinn Lundi hefði fengið 500 mál, Hafþór VE 400; Vonin 350; Erlingur IV. 400; Reynir 200 og Sjöstjarnan 150. Allir þessir bátar höfðu verið með hringnót. Mun megnið af aflanum fara til bræðslu og fara hátarnir með síldina annað hvort til Grinda- víkur eða til Hafnarfjarðar. 4137 tunnur til Grindavíkur Fréttaritari Mbl. í Grindavík símaði í gærkvöldi, að þangað hefðu komið 28 bátar, með síld í gær. Aðeins tveir þeirra eru með hringnót, en hinir með reknet. Var samanlagður afli þeirra 4137 tunnur. Var mikið um að vera í Grindavík, því víða var saltað, og eins tóku frystihúsin síld til frystingar. Hæstu rekneta bát- amir voru með yfir 200 tunnur síldar, var það Hafnfirðingur og Freyja frá Vestmannaeyjum, svo og Vörður. Hringnótabáturinn Ársæll Sigurðsson, sem landaði í Grindavík á fimmtudagskvöldið var kominn aftur inn í gærdag með yfir 300 tunnu afla. Hinn báturinn er Sæljón frá Reykjavík með um 300 tunnur. Aflahæsti báturinn, sem landaði í Grinda- vík í gær, var með 28 tunnur síldar. Bátarnir héldu þegar út aftur Flýgur fiskisagan Fréttaritari Mbl. á Akranesi símaði: Á 4. þús. tunnur af síld bárust á land hér í dag. Flýgur fiskisagan. Menn voru ekki fyrr komnir á fætur hér í morgun en hún barst frá manni til manns, eins og hún hefði vængi, sagan um óhemju síld, sem bátarnir höfðu veitt í nótt vestanlega í Grindavíkur sj ó. Hringnótabáturinn Víðir II. úr Garði landaði hér 772 tunnum, sem ýmist fór í frystingu eða bræðslu. Höfrungur, sem er með hring- nót, landaði 720 tunnum og Keil- YVARÐARKAFFI í Valhöll í dag kl. 3—5 síðd. ir fékk í hringnót sína á annað þúsund tunna kast, en náði aðeins 300 tunnum — þá sprakk nótin. Reknetabátar fengu ágætan afla. Aflahæstir voru: Fram með 181 tunnu, Ásbjörn 168 tunnur; Ver 164; Ólafur Magnússon 152; Sigrún 148 og Bjarni Jóhannes- son 146 tunnur. Tveir þriðju hlutar síldarinnar eru saltaðir, hitt er fryst, nema það sem fer í bræðslu. Síldin er mjög misjöfn og smá. 1 Tveggja tíma stím Hafnarfirði: — Einn allra bezti síldardagurinn var í gær, en þá voru bátarnir með yfirleitt frá 100 tunnum og upp í 200 og þar yfir. — Til Jóns Gíslasonar munu í gær hafa borizt milli 800 og 900 tunn- ur, og lögðu þar upp t.d. þessir bátar: Hafnfirðingur 250 tunnur, Fagriklettur 160; Flóaklettur 100; Fiskaklettur 80. Eru þessir bátar allir með reknet. Stefnir var með 150 og Faxaborg 70, en þeir eru báðir með hringnót. Von var í gærkvöldi á síld til Jóns úr fleiri bátum. — 3000 tunnur til Keflavíkur Rúmar 3000 tunnur síldar bár- ust á land í Keflavík í gær. — 17 reknetabátar komu með 2261 tunnur síldar. Hæstir voru Andri með 300 tunnur, Askur með 246 tunnur og Guðfinnur með 221 tunnu. Jón Finnson, sem er með snurpunót, landaði auk þess um 900 tunnum. 12 bátar Tólf bátar komu til Sandgerðis í gær með 1807 tunnur síldar. Hæstur var Rafnkell með 746 tunnur í nót. Næstur var Helgu- vík með 170 tunnur í net, þá Mun inn með 152 tunnur í net og þriðji var Steinunn gamla með 150 tunnur í net. í GÆR var lögð fram á Al- þingi svohljóðandi tillaga til þingsályktunar um samþykki til frestunar á fundum Al- þingis samkvæmt 23. gr. stjórnarskrárinnar, frá for- sætisráðherra: Alþingi ályktar að veita samþykki sitt til þess, að fundum þingsins verði frest- að frá 30. nóvember 1959 eða síðar, ef henta þykir, enda ÞEGAR við tökum DC-8 þoturn- ar í notkun í vor vonumst við til þess að geta hætt að koma við á Keflavíkurflugvelli á leiðinni frá Evrópu til austurstrandar Bandaríkjanna nema þegar sér- staklega stendur á, sagði einn af formælendum SAS, er tíðinda- maður Mbl. átti tal við hann í Kaupmannahöfn á dögunum. t Komum ekki við i Keflavík — Flugvélar okkar af DC-6 og DC-7 gerðum hafa oft haft við- komu í Keflavík til þess að taka eldsneyti á leiðinni vestur um haf til New York. En DC-8 þot- urnar hafa nægilega mikið flug- þol til þess að fljúga án viðkomu milli Kaupmannahafnar og New York og við gerum því ráð fyrir að þurfa ekki að öllu jöfnu að hafa viðkomu í Atlantshafsflugi nema hvað DC-8 mun lenda í Syðri-Straumfirði á Grænlandi á leiðinni til Los Angeles, sagði talsmaðurinn. * Æ harðari keppinautar Hann bætti því við, að þau félög, sem hefðu þotuna Boeing- 707 í förum á Atlan'tshafsleiðinni verði það kvatt saman á ný eigi síðar en 28. janúar 1960. YHapp- dræftið NÚ er hver síðastur að kaupa miða í Landshapp- drætti Sjálfstæðisflokksins. Dregið verður 1. desember. Skrifstofa happdrættisins er opin daglega kl. 9 f. h. til 10 e. h. S jálf stæðisf élagar! Komið í skrifstofuna og I gerið skil. 1 yrðu miklu oftar að hafa við- komu í Keflavík, því B-707 væri ekki jafnlangfleyg og DG-8. Aðspurður sagði talsmaður SAS, að Loftleiðir væru að verða TVEIR þingmenn Sjálfstæð- isflokksins, þeir Jónas Pét- ursson, 3. þm. Austurlands og Jónas G. Rafnar, 2. þm. Norð- urlands eystra, hafa lagt fram í sameinuðu þingi til- lögu til þingsályktunar um rannsókn á hafnarstæðum við Héraðsflóa. Er tillagan á þessa leið: Alþingi ályktar að fela ríkis- stjórninni að láta í samráði við vitamálastjóra fram fara rann- sókn á hafnarstæðum við Héraðs- flóa í þeim tilgangi að fá úr því skorið, hvort skilyrði til hafnar- gerðar séu þar fyrir hendi. í greinargerð segir svo: Inn af Héraðsflóa liggur eitt af stærstu samfelldu byggðalög- um landsins. Það mun almennt talið eitt hið nauðsynlegasta fyr- ir byggðarlögin að eiga greiðan aðgang að höfn. En nú er svo háttað, að við Héraðsflóa er eng- in höfn, og hefur þetta víðlenda hérað því orðið að hafa öll aðal- viðskipti yfir fjallvegi. Hér verð- Hvolkjötssolon stöðvuð hér BORGARLÆKNISEMBÆTT- IÐ lét stöðva alla sölu á hval- kjöti sem komið var í nokkrar búðir hér í Reykjavík, eftir að í ljós kom, að gallað kjöt hafði lent innanum óskemmt kjöt. Vora komin á markaðinn hér í bænum milli 700—800 kg., er fregnin um þetta barst út. æ harðari keppinautar SAS, bæði á Norðurlöndum og vestanhafs. Samvinna væri þó ágæt milli fé- laganna, t.d. annaðist SAS af- greðislu Loftleiðavéla á Kastrup flugvelli en engu að síður væru forráðamenn SAS sannfærðir um það, að Loftleiðir tækju töluvert frá félaginu vegna hinna lágu fargjalda. En á meðan stjórnar- völd á Norðurlöndum aðhefðust ekkert gegn Loftleiðum gæti SAS ekkert gert nema að herða áróð- urinn. ur enginn dómur á það lagður, hvort fært reynist að leysa hafn- armál Fljótsdalshéraðs við Hér- aðsflóann, en öll rök virðast hníga að því, að réttmætt sé og nauðsynlegt að rannsaka það mál til hlítar. Má benda t. d. á stað einn yzt í Jökulsárhlíð, sem nefnd ur er Múlahöfn. Aðstaða mun þar að vísu mjög erfið á landi. Ein- hverjar athuganir munu hafa farið fram á nefndu svæði, sem ekki hafa virzt gefa jákvæða nið- urstöðu. En við teljum hér um svo mikilvægt mál að ræða, að eðlilegt og nauðsynlegt sé, að fullkomin rannsókn fari fram. i Óútkljáð hver i i ber skaðann i s s \ HJÖRLEIFUR Hjörleifsson, j Ískrifstofustjóri Sogsvirkjun ^ arinnar, skýrði Mbl. svo frá s í gær, að enn væri óútkljáð j ; hvort Sogsvirkjunin eða \ S verktakarnir bæru skaðann s i af óhöppunum við Efra-Fall i ^ í sumar. Sagði hann, að \ S mannvirkin hefðu ekki ver- s i ið tryggð gegn tjóni af völd- i • um náttúruhamfara og • S sennilega yrði gerðardómur s j látinn fjalla um málið. — S • Hins vegar hefði tjónið ekki ' S reynzt jafnmikið og í fyrstu s Ihefði verið óttazt og nú S hefðu tafirnar, sem urðu ^ vegna óhappsins, verið unn- ; ar upp að miklu leyti og s sennilega yrði hægt að taka j stöðina í notkun að ein- ; hverju leyti um jólin. s i Þingi frestað frá 30 nóv. til 28. jan. Rannsókn á bafnarstœð- um við Héraðsflóa

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.