Morgunblaðið - 01.12.1959, Side 1

Morgunblaðið - 01.12.1959, Side 1
24 siður 46. árganguz 228. tbl. — Þriðjudagur 1. desember 1959 Prentsmiðja Morgunblaðsins Stö&vun verðbójg/unncn og frjáls utanríkisviðskipti Gísli Sveinsson fyrrv. Alþingisforseti látinn GÍSLI SVEINSSON, fyrrv. Alþingisforseti og sendiherra, andaðist í gær tæplega 79 ára gamall. Hafði hann kennt nokkurs lasleika síðustu mánuðina, en lá aðeins rúmfastur nokkrar vikur. Hann lézt í Landsspítalanum síðari hluta dags í gær. Með Gísla Sveinssyni er til moldar hniginn einn af aðsópsmestu stjórnmálamönnum þjóðarinnar á þessari öld, merkur maður, sem mjög var viðriðinn mörg af merkustu hagsmunamáium samtíðar sinnar. — | Fjárfestingu einkaadila þarf að beina meira i hagnýtan atvinnurekslur Úr erindi René Sergenf, aðalforsfjára O.E.E.C. i Háskólanum s.l. sunnudag AÐALFORSTJÓRI Efnahagssamvmnustofnunar Evrópu, René Sergent, flutti síðastl. sunnudag, erindi í hátíðasal Háskólans, er fjallaði einkum um þau viðhorf, sem stofnun viðskiptabandalaga sex- og sjöveldanna skapa viðskiptum íslendinga í Vestur-Evrópu. René Sergent er víðkunnur fjár- málamaður og hefur gegnt hinum ábyrgðarmestu stöðum. Um skeið var hann aðstoðarforstjóri Atlantshafsbandalags- ins, og fór þá með efnahags- og fjármál, og aðalforstjóri O.E.E.C. hefur hann verið síðan í apríl 1955. Hann var á ferð í Reykjavík í marz 1958 og flutti þá fyrirlestur um myndun fríverzlunarsvæðis. Minni viðskipti við Vestur- Evrópu. í upphafi máls síns, skýrði René Sergent frá því, að hann teldi, að það ástand, sem nú væri að skapast í viðskiptamálum Vestur-Evrópu, væri ekki varan- legt. Jafnvel myndi það aðeins standa skamma stund, þar sem Hann var fæddur 7. des. 1880 að Sandfelli í Öræfum. Foreldr- ar hans voru Sveinn Eiríksson prestur þar og kona hans Guð- ríður Pálsdóttir. Hann lauk stúdentsprófi árið 1903 og emb- ættisprófi frá Kaupmannahafn- arháskóla árið 1910. Á háskóla- árum sínum var hann um skeið settur bæjarfógeti á Akureyri og sýslumaður í Eyjafjarðarsýslu. Yfirdómslögmaður í Reykjavík var hann 1910 til 1918. Sýslu- maður Skaftfellinga var hann skipaður árið 1918, og gegndi hann því embætti til ársins 1946 er hann var skipaður fyrsti sendi- herra íslands í Noregi. Sendi- herraembættinu gegndi hann til ársins 1951, en þá fluttist hann aftur hingað heim og var búsett- ur hér í Reykjavík til dauða- dags. Þátttaka í stjórnmálum Gísli Sveinsson tók mikinn þátt í íslenzkri stjórnmálabar- áttu. í æsku skipaði hann sér þeg ar í sveit hinna framsæknustu í sjálfstæðisbaráttunni. Vakti hinn snjalli málflutningur hans, ein- urð og mergjað mál, mikla at- hygli á honum þegar á unga aldri. Hann var fyrst kosinn á þing í Vestur-Skaftafellssýslu ár- ið 1916 og var þá þingmaður Vestur-Skaftfellinga til ársins 1921. Lét hann þá af þing- mennsku sakir vanheilsu. Aftur var hann kosinn á þing árið 1933 fyrir Vestur-Skaftfellinga og var þingmaður þeirra til ársins 1942. Þá varð hann landskjörinn þing- maður. Átti hann síðan sæti á þingi til ársins 1946, er hann var skipaður sendiherra íslands 1 Noregi. — Hann var forseti Sam- einaðs Alþingis árin 1942, 1943 og 1944. Hann var því forseti Al- þingis þegar lýðveldið var stofn- að, og kom það í hans hlut að lýsa lýðveldisstofnuninni yfir á Lögbergi 17. júní 1944. ' Gísli Sveinsson átti sæti í mörgum þýðingarmiklum nefnd- um og sat í stjórnum ýmissa stofnana. Hann var lengstum forseti hinna almennu kirkju- funda, var formaður í milli- þinganefnd um stjórnarskrármál- ið árið 1942, í kirkjuráði hinnar ísl. þjóðkirkju átti hann sæti frá stofnun þess árið 1931. Einnig var hann formaður Fél. héraðs- dómara um skeið. Gísli Sveinsson var kvæntur Guðrúnu Einarsdóttur, ágætri konu, og áttu þau 4 börn, 3 dæt- ur og einn son. Lifir frú Guðrún mann sinn. Verkfall lamar samgöngur PARÍS, 30. nóv. — Meira en milljón ríkisstarfsmenn í Frakk- landi gera 22 stunda verkfall á miðvikudag til þess ið leggja á- herzlu á kröfur um kjarab-etur. Er þetta stærsta og víðtækasta verkfallið, sem gert hefur verið í tíð 5. lýðveldisÍMS. Verkfallið mun m.a. hafa áhrif á póstþjónustu og samgöngur. Pósthúsum verður lokað, enginn póstur borinn út né hirtur og flugsamgcngur til Frakklands leggjast niður þenn- an dag. Viðkomandi opinberum skrifstofum verður einnig lokað. ins væri ekki hægt að segja otn það hvenær viðræður um slíka samvinnu myndi fara fram og því síður hverjar yrðu endán- legar niðursiöður þeirra. Ræðumaður kvaðst harnia hve dregið hefði úr viðskiptum íslendinga við Vestur-Evrópu á síðari árum. Fyrir stríð hefði 80% af útflutningum héðan far- ið til þessara að landa og á árinu 1949 hefði svipað verið upp á teningnum. En síðustu 10 árin hefðu viðskipti aukizt mjög við vöruskiptalöndin, og nú færu aðeins 40% útflutningsins til V- Evrópu og landsvæða henni tengd. Ýmislegt hefði valdið þess um breytingum. Þannig hefðu sumir vöruskiptasamninganna verið eftirsóknarverðir og stjórn málalegar ástæður valdið erfið- leikum á sumum hinna eldri markaða. Og Vestur-Evrópa virt- ist ekki ætla að sýna sama frjáls lyndi í sambandi við fisksölu, eins og um sölu venjulegs iðnaðar- vaxnings. Einnig hefði heildar fiskneyzlan aðeins aukizt síðustu árin vegna fólksfjölgunar, en fisk neyzla á íbúa væri minni en fyrir stríð. Batnandi efnahagur — vaxandi fiskneyzla. En þá er að reyna að gera sér Framh. á bls. 2. René Sergent mönnum væri almennt Ijós nauð syn á að koma á náinni samvinnu milli sex- og sjöveldanna, sem síðar þyrfti einnig að ná til hinna fimm aðildarríkja Efnahagssam- vinnustofnunarinnar er utan bandalaganna standa, og þar með til íslands. En á þessu stigi máls- // Margra flokka kerfi óhugsandi,. Slikt leiðir alltaf ti! andbyltingar, segir Kadar BUDAPEST, 30. nóvember. — Janos Kadar, aðalleiðtogi ung- verskra kommúnista, sagði í dag, að rússneski herinn mundi dveljast í Ungverjalandi um óákveðinn tíma og að minnsta kosti á meðan ástandið í alþjóðamálum væri ekki tryggara en það er nú. Kadar skýrði frá þessu í ræðu, er hann setti þing ungverska kommúnistaflokksins í dag. Kadar var eins og kunnugt er í fylkingarbrjósti ungverskra kommúnista, þegar Rauði herinn braut byltinguna á bak aftur haustið 1956. Þetta er fyrsta flokks- þingið, sem haldið er síðan byltingin varð. Kadar sagði ennfremur í ræðu sinni, að óhugsandi væri, að í Ungverjalandi yrði tekið upp margra flokka kerfi, því slíkt fyrirkomulag leiddi alltaf til andbyltingar. Og í viðurvist Krúsjeffs og annarra postula kommúnista viðurkenndi Kadar, að jafnvel innan ungverska sinnuð öfl að verki. En hann sagði, að það væri ekki þess vegna að rússneskur her væri enn í landinu, ekki vegna innan- landsástandsins — heldur vegna ástandsins á alþjóðavettvangi. En Kadar hélt áfram: — Jafn lengi og heiðarlegt og einlægt fólk byggir Ungverjaland mun kommúnistaflokksins væru hægri verða minnzt með þakklæti hjálp arinnar 1956, sem Sovétríkin veittu samkvæmt beiðni bylting- arstjórnar verkamanna og bænda, til þess að bægja frá ógn- unum andbyltingarsinna og heimsvaldasinna. Og því næst fór Kadar háðulegum orðum um Sameinuðu þjóðirnar vegna um- ræðnanna þar um „hið svo- nefnda Ungverjalandsmál", eins og hann orðaði það. Þá beindi Kadar orðum sínum til „andbyltingarsinnanna", sem vonað hefðu, að rússneskur her væri á förum úr Ungverjalandi. Þetta væri aðeins óskhyggja, sagði Kadar, en þegar herinn færi, þá gætu andbyltingasinn- arnir verið vissir um það, að það gagnaði þeim ekkert. Byltingaröflin (kommúnistar) í Ungverjalandi hafa lært hvað þau verða að gera og hvernig þau geta varið skipulag sitt gegn hinum alþjóðlega óvini, sagði Kadar. Hann hélt áfram og skýrði frá því, að byltingartilraunin 1956 hefði valdið miklu tjóni á mann- Framh. á bls. 23. Aðeins eiim á mæl- endaskrá NEW YORK, 30. nóv. — Stjórn- málanefnd Sameinuðu þjóðanna tók Alsírmálið til meðferðar i dag. Franski fulltrúinn mætti ekki til fundar til þess að leggja áherzlu á þá skoðun stjórnar sinn ar, að hér væri um innanríkis- mál Frakklands að ræða og Sam- einuðu þjóðirnar hefðu ekki rétt til að taka málið fyrir. Þetta er fimmta árið í röð sem Frakkar mæta ekki á fundi innan S.þ. þegar Alsírmálið er rætt. Aðeins einn nefndarmanna var á mælendaskrá í dag. Það var fulltrúi Túnis. Að hans ræðu lok- inni var fundi frestað, því aðrir nefndarmenn höfðu ekki undir- búið sig nógu rækilega. Londhelgisróð- stefnan hefst 17. marz NEW YORK, 30. nóvember: _ Önnur alþjóðaráðstefnan um réttarreglur á hafinu mun hef j ast í Genf 17. marz n.k. að því er tilkynnt var í aðalstöðvum Sameinuðu þjóðanna í dag. Sennilegt er, að ráðstefnunni Ijúki 14. apríl. Tvö aðalmál verða rædd á ráðstefnunni: Víðátta lögsögulandhelginnar og fiskveiðilandhelgin, aðal- lega með tilliti til hve einka- réttur strandríkja til fiskveiða skuli vera víðtækur. 89 ríkj- um hefur verið boðið að senda fulltrúa til ráðstefnunnar, þar af eru 82 meðlimir S.þ.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.