Morgunblaðið - 01.12.1959, Side 17

Morgunblaðið - 01.12.1959, Side 17
Þriðjudagur 1. desember 1959 MOTtC. T1NPT,AÐ1Ð 17 Eyjólfur frá Dröngum Fallið er tjald að foldargrund, farin er sál til hæða, sofnuð í Guði sælan blund, signuð af Drottins helgu mund, burtu er böl og mæða. Barin af stormi björk var hér. Brimar af veðri hörðu. Geislarnir sumars sýndu þér, sólin hvar björt og heitust er, græðari Guðs á jörðu. Ungur þú kvaddir æskuslóð öðrum að syni færður. Fóstri þér snemma gjörði glóð, góð þér sem móðir konan stóð, sæll bæði varst og særður. RACNAR JONSSON hæstaréttarlögmaður Vonarstr. 4 VR-húsið. Sími 17752 Lögfræðistörf og eignaumsýsla. Iðin var mjög þín haga hönd, hirði ég fátt að inna. Smíðaðir báta, byggðir lönd, bárunnar þekktir kalda vönd, sjónum oft máttir sinna. Tungan ei síður tamin var, túlkaði mál af snilli. Ljóðin á vörum bóndinn bar, bjó yfir mætti stökunnar, hafði guðsanda hylli. Blessaði Guð þinn barnahóp, borinn af tveimur konum. Fjórtánda kátt í faðminn hljóp, fleiri þér ekki Drottinn skóp, södd var þín sál að vonura. Ævi þín var um annað flest, önnur en margra hinna. Öldnum þér vakti allra mest yndi, að metta svangan gest, eða þá sjúkum sinna. Húsið þitt ætíð opið var, öllum á nótt sem degi. Bjargaði mörgum „brauðið“ þar, bitann við neglur Guð ei skar. Sannleikann einan segi. Trúin á Guð var traustið þitt, trúin á betri heima. Endar hér litla ljóðið mitt, læt ég svo Guð um verkið hitt, bið Hann þín börn að geyma. Blessuð sé mæta minning þín, mælir hvert vinar hjarta. Hópurinn stóri’ og höndin mín, heilsar þér næst er dagur skín, ásjóna engilbjarta. K. K. og fullorðin stúlka Alla stund síðan hefur þú borið svo hlýjan, systur- og dótturhug til heimilis- ins, að einstakt má telja, ekki þó á kostnað þíns eigin, heldur þvert á móti. Þetta finnst mér ég mega til með að þakka einu sinni enn. „Margs er að minnast, margs er að sakna“. — Og verður það ekki allt upptalið hér. Þó er það sérstaklega eitt ,sem aldrei verð- ur fullþakkað. Þegar sorgin hef- ur drepið á dyr mínar og ég hef átt um sárt að binda, komst þú ætíð, ótilkvödd og barst smyrsl í sárin — af því greri bezt. Ætíð minnist ég þess með gleði, er ég kom með hópinn minn til þín í gamla daga. Hvergi hefur mér liðið betur utan heimil Cuðfinna Friðbjarnar- dóttir, Nípá, Minning „Hryggjast og gleðjast hér um nokkra daga, heilsast og kveðjast, það er lífsins saga“. ÉG SKRIFA þessar línur í rökkri en þó skín sólin í heiði — „og fótur vor er fastur þá fljúga vill önd“. í dag átt þú hug minn allan. Þegar fólkið er að búast til að kveðja þig hinztu kveðju, læt ég hugann reika til liðinna ára. Þar er svo margs að minn- ast. Þótt við höfum ekki sézt eða talazt við í 9 löng ár — 18 miss- eri, þá hefi ég engu gleymt. Ég man það vel, er þú komst til okk- ar 12 ára gömul og reyndist okk- ur hjónunum eins og bezta dótt- ir, börnunum eins og góð syst- ir og leystir störfin af hendi eins Nýr heimilislexikon Gyldendals opslagsbog Undirr. óskar, að sér verði sendur endur- gjaldslaust bæklingur um Gyldendals opslagsbog. Nafn ..................................... Heimili .................................. Pósthús ............................. 5 bindi — 2,700 bls. 500 heilsíðumyndir af merk- um stöðum og atburðum — 1000 litmyndir af plöntum og dýrum — 250 heilsíðu- myndir af listaverkum — 250 litprentuð landabréf, auk fjölda annarra mynda. 1 vönduðu Innb. bandi Gegn afb. kr. 1.780,00 kr. 2.140,00 Gegn staögr. kr. 1.425,00 kr. 1.700,00 Bókabúð Norðra Hafnarstræti 4 — Sími 14281 $MíMíM^,$MíMíMí*^,íM$MíMíM^,$MíMíM>t*",íM$MíM$MíM$M$M$M$M$M$M$M$M$M$M$M$M^ is en í lága bænum á árbakkan- um. Þar var ætíð hlýtt og bjart. Ég man síðustu samfundi okk- ar. Þá var heilsa þín tekin að bila — því miður, en hjartahlýjan og velvildin hin sama. Góða vinkona, leiðir okkar skilja nú að sinni. En góð verð- ur heimkoma þín til föðurhús- anna, því „þar bíða vinir í varpa“, sem vel taka á móti. Finnumst glaðar handa höf, heil- ar að öllu leyti. Með innilegri þökk fyrir allt. Guðrún Oddsdóttir. Læknir skipaður r í Arneshrepp á Ströndum FINNBOGASTÖÐUM, 27. nóv: — Ágætis veður hefur verið hér undanfarið, jörð alauð, hvergi far ið að hýsa kindur. Óvenjulítill reki hefur verið á ströndunum á þessu hausti og það sem af er vetri. Mjög vont kvef hefur gengið hér að undanförnu og er þrálátt í sumum. Liggja sumir í þessu kvefi í 7—10 daga með talsverðan hita. Læknislaust er hér og hefur svo verið síðan í haust, en odd- viti Árneshrepps, sem nýkominn er úr Reykjavík kom hingað með þau gleðitíðindi, að landlæknir hefði nú skipað hér lækni frá 1. desember að telja. Er það mikið öryggi fyrir þetta fámenna, af- vikna og vegalausa byggðarlag að hafa lækni yfir veturinn. Vona hreppsbúar að þessi læknir þurfi ekki að vera af og til á Hólmavík og gegna störfum héraðslæknis- ins þar. — Regína. 'wláusnin vikurfélagið; íbúðir til sölu Til sölu eru mjög góðar 3ja og 4ra herb. íbúðir á hæðum í fjölbýlishúsi við Stóragerði í Háaleitis- hverfi. Hvérri íbúð fylgir auk þess sér herb. í kjall- ara hússins auk venjulegrar sameignar í kjallarau Ibúðirnar eru seldar fokheldar, með fullgerðri mið- stöð, húsið múrhúðað og málað að utan, öll sam- eign inni í húsinu múrhúðuð, allar útidyrahurðir fylgja. Bílskúrsréttur fylgir. Mjög fagurt útsýnL Hagstætt verð. Lán kr. 50 þúsund á 2. veðrétti fylgir. FASTEIGNA & VERÐBRÉFASALAN, (Lárus Jóhannesson, hrl.) Suðurgötu 4. Símar: 13294 og 14314. m Gull- og dýrir steinar Skartgripir úr gulli og silfri settir dýrum steinum og perium eða einalje og niello Við höfum nú margt ágætra, sérstæðra gripa sem smíðaðir eru á verkstæði okkar. Viðfangsefni verkstæðanna er listsmíði í gulli.silfri og dýrum steinum. Jólasalan er þegar hafin. Jön Slomunílsson Skurlijnpuverzlun c^npiir er œ tif vpicliá

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.