Morgunblaðið - 01.12.1959, Síða 24
228. tbL — Þriðjudagur 1. desember 1959
Hátídahöld á
fullveldisdaginn
Frú Ragnhildur Helgadóttir
8. þm. Reykvíkinga, í forseta-
stóli neðri deildar Alþingis í
gaer. Með henni á myndinni
eru skrifarar deildarinnar,
hægra megin Alfreð Gíslason,'
bæjarfógeti, 8. Iandskjörinn
þm., og vinstra megin Björn
Fr. Björnsson, 4. þm. Sunn-
lendinga. Frú Ragnhildur er,
sem kunnugt «-r annar vara-
forseti deildarinnar, og er
þetta í fyrsta skipti sem hún
stýrir fundi.
Tvær konur hafa áður stýrt
fundum á Alþingi að því er
bezt verður vitað. Voru það
Ingibjörg H. Bjarnason, er var
kjörin annar varaforseti efri
deildar árið 1925 og Rannveig
Þorsteinsdóttir, er var annar
varaforseti sameinaðs þings á
kjörtímabilinu frá 1949 til
1953.
Stal svínakjöti
r ..1
i olæoi
KLUKKAN 6 á sunnudagsmorg-
uninn veitti bílstjóri einn á BSR
því eftirtekt, að mjög ölvaður
maður stóð í miklum kjötflutning
um suður á Bergstaðastræti. Bar
hann birgðar sínar inn í húsa-
garð einn.
Bílstjórinn sá að hér myndi
ekki allt með eðlilegum hætti og
fór á eftir manninum inn í garð-
inn. Þegar þangað kom var hann
þar yfir 4 stórum svínslærum.
Fór maðurinn með hinn ölvaða
mann niður á lögreglustöð.
Við rannsókn kom í ljós að
kjötþjófurinn hafði sprengt upp
lás fyrir hurð að kjötgeymslu
í Síld & Fisk við Bergstaðastræti.
Kom í Ijós að kjöt-þjófurinn
hafði líka stolið 4 svínahryggj-
um.
Ekki hafði þessi maður verið
að „draga björg í bú“, því hann
er einhleypur. Kvaðst hann enga
skýringu geta gefið á þessu hátta-
lagi.
Málþóf í algleymingi
Fundur í efri deild Alþingis fram a nótt
HÁTÍÐAHÖLD í tilefni fullveld-
isdagsins verða á vegum háskóla-
stúdenta eins og áður. Hefjast
þau kl. 11 f.h. með guðsþjón-
ustu í kapellu Háskólans. Próf.
Þórir Kr. Þórðarson prédikar og
prófessor Björn Magnússon þjón-
ar fyrir altari.
Aðalræðu dagsins flytur Jónas
Haralz ráðuneytisstjóri og mun
hún fjalla um eínahagsmál. Kæð-
an verður flutt úr útvarpssal.
Hátíðahöld stúdenta í hátíða-
sal Háskólans hefjast kl. 4 síð-
degis. Karlakör stúdenta syngur,
formaður stúdentaráðs flytur á-
varp, tveir stúdentar flytja
stuttar ræður og flutt verður sam
felld dagskrá, svipmyndir úr lífi
Jóns Eiríkssonar. Að lokuu, verð-
ur kórsöngur.
í kvöid nalda stúdentar svo
hóf á Hotel Borg. Þar flytur próf.
Niels Dungal ræðu, Jón Sigur-
björnsson, óperusöngvari, syngur
einsöng, og Ómar Ragnarsson sér
MÁLÞÓF Framsóknar og
kommúnista var í algleym-
ingi í efri deild Alþingis í
gær. Stóð fundur í deildinni
frá því kl. 1,30 e. h. og fram
á nótt. Fimm mál voru á dag-
skrá er fundur hófst, fjögur
frv. um framlengingu ýmissa
ákvæða, er lögfest hafa verið
til eins árs í senn og loks frv.
um bráðabirgðafjárgreiðslur
úr ríkissjóði í byrjun næsta
árs.
Voru frumvörp þessi rædd
fram yfir kvöldmat, en ekkert
þeirra varð útrætt. Af hálfu mál-
þófsmanna fluttu lengstar ræður
Ásgeir Bjamason, Páll Þorsteins-
son, Alfreð Gíslason og Karl
Kristjánsson. Af öðrum ræðu-
mönnum má nefna Jón Þorsteins
son, 9. landskjörinn þm., er flutti
jómfrúræðu sína á Alþingi.
Á kvöldfundi efri deildar var
lagt fram nýtt þingskjal, frv. til
laga um bráðabirgðabreytingu á
framlengingu nokkurra laga. Var
frv. þetta tekið á dagskrá með
afbrigðum og gerði fjármálaráð-
herra, Gunnar Thoroddsen, grein
fyrir því. Kvað hann í þessu frv.
Ágæt fiskveiði
DJÚPUVÍK, 30. nóv. — Sólar-
tindur hefur róið frá Djúpuvik í
haust og fiskað ágætlega þegar
gæftir hafa verið. — Hann var
að koma úr róðri kl. 5 í dag og
fiskaði 5000 pund á 50 lóðir. —
Mikið af aflanum var ýsa. —
Frá Landshappdrættinu:
Drætti frestað til 15. janiíar
ÞAÐ hafði á sínum tíma verið ákveðið, að dregið skyldi
í Landshappdrætti Sjálfstæðisflokksins nú í dag, 1. desem-
ber, en þar sem þetta happdrætti er mjög umfangsmikið
og uppgjör og skilagreinir ókomnar ennþá frá allmörgum
umboðsmönnum og öðrum aðilum, þá hefir sú ákvörðun
verið tekin að fresta drættinum um sinn, — um leið og
menn eru beðnir að virða það á betri veg.
Ákveðið hefir verið, að dráttur skuli fara fram 15. janúar
næstkomandi — og verður að sjálfsögðu við það staðið.
HAPPDRÆTTISNEFNDIN
sameinuð fimm frv. um framleng
ingu bráðabirgðaákvæða, er leg-
ið hefðu fyrir deildum þingsins.
Hefði eftir atvikum þótt rétt að
sameina þau í eitt frv. Var um-
ræðum nú haldið áfram um þetta
frv. Kl. 11 var gert hlé á fundi til
kl. hálftólf en gert var ráð fyrir
að reynt yrði að Ijúka annarri um
ræðu um frv. bráðabirgðafjár-
greiðslur úr ríkissjóði, en 1. um-
ræðu um sameinaða frumvarpið
lauk laust fyrri miðnætti. Var
því vísað til 2. umr. og fjárhags-
nefndar.
Er blaðið fór í prentun stóð enn
yfir fundur í efri deild.
Sæmd Fálkaorðu
FORSETI fslands hefir hinn 27.
nóvember 1959, að tillögu orðu-
nefndar, ssemt þessa íslendinga
heiðursmerkjum hinnar íslenzku
fálkaorðu:
Ungfrú Maríu P. Maack, yfir-
hjúkrunarkonu, Reykjavík, ridd-
arkrossi fyrir hjúkrunarstörf og
störf að mannúðarmálum. Séra
Svein Víking, fyrrv. biskupsrit-
ara, riddarakrossi, fyrir embætt-
isstörf.
Reykjavík, 28. nóvember 1959.
Orðuritari.
Eru sauðfjárveikivarn-
irnar kák eitt?
HÚSAVÍK, 30. nóv.: — Garna-
veiki í sauðfé og kúm hefur dálít-
ið orðið vart hér á Norðurlandi,
en á svæðinu milli Skjálfanda-
fljóts og Jökulsár á Fjöllum hefir
veikinnar ekki orðið vart. En
vestan Skjálfandafljóts hefur
hennar dálítið orðið vart og hafa
ýmsar varnir verið hafðar, til
þess að koma í veg fyrir að veikin
bærist austur fyrir Skjálfanda-
fljót. Allir sauðfjárflutningar eru
bannaðir frá svæðinu vestan
fljóts og sömuleiðis hefur verið
áiitið að ekki væri heimilt að
flytja kýr yfir fljótið. En þær
taka einnig þessa garnaveiki.
Vegna þessa banns hefur verið
komið upp sláturhúsi að Ófeigs-
stöðum í Köldukinn. Skapar það
mikinn tilkostnað að þurfa að
slátra þar. í haust var slátrað þar
ym 400 fjár og kjöt og aðrar af-
urðir fluttar jafnóðum á frysti-
hús á Húsavík.
Nú er mér kunnugt um að
Barn orsakar bíla-
árekstur
SKÖMMU eftir hádegi í gær varð
umferðaslys á Langholtsvegi, í
nánd við Sunnutorg. Barn hafði
hlaupið út á veginn, fyrir framan
bíl sem þar var á ferð. Snar-
hemlaði bifreiðastjórinn til að
forða slysi, en við það lenti bif-
reiðin, sem á eftir honum ók,
aftan á bíl hans.
I aftari bílnum voru kona og
, barn. Meiddust þau bæði lítils-
! háttar, en bifreið þeirra er mjög
I mikið skemmd.
þrjár kýr hafa verið fluttar aust-
ur yfir Skjálfandafljót, úr Eyja-
firði í Bárðardal, þrátt fyrir að
hér sé talið að þetta sé bannað.
Sagt er að sauðfjársjúkdóma-
nefnd hafi veitt undanþágu með
þessum flutningi. Mörgum mönn-
um hér finnst því að þessar sauð-
fjársjúkdómavarnir séu hálfgert
kák, þegar veittar eru slíkar
undanþágur sem þessi.
— Fréttaritari.
Jónas Haralz
um skemmtiþátt. Karlakór stud-
enta syngur.
Svavar Guðnason
forseti BÍL
í GÆR var haldinn aðalfundur
í Bandalagi ísl. listamanna. For-
seti bandalagsins var kjörinn
Svavar Guðnason listmálari. Við
fyrstu atkvæðagreiðslu hlutu þeir
jöfn atkvæði Jón Leifs, tónskáld,
og Svavar, en er kosið var aft-
ur hlaut Jón 14 atkvæði og Svav-
ar 15. Aðrir í stjórn eru Jón Leifs,
Sigríður Ármann, Brynjólfur
Jóhannesson, Guðmundur Matt-
híasson, Kjartan Sigurðsson og
Þóroddur Guðmundsson.
Þungum járnkassa
stolið um hábjart-
an dag
EFTIR hádegi í gær var stolið .
járnkassa af hornlóðinni á Grænu
hlíð og Bogahlíð. Er kassinn um
1 m á hvern veg, og svo þungur
og fyrirferðarmikill að óhugsandi
er að hægt hafi verið að fara
með hann nema tveir eða þrír
menn hafi verið þar að verki.
Hafi einhverjir orðið varir við
ferðir manna með slíkan kassa,
eru þeir beðnir um að hafa sam-
band við rannsóknarlögregluna.
Ómerktir gúmmíbjörg-
unarbátar finnast
HÚSAVÍK, 30. nóv. — Á laug-
ardaginn bánust hingað þær
fregnir, að rekið hefði gúmmí-
björgunarbát á Læknesstaða-
f jörur á Langanesi, og hefði sá
bátur verið heillegur mjög,
annar gúmmíbjörgunarbátur-
inn sem rekur á þessum slóð-
um.
í fyrstu fylgdi það fregn-
inni að lík hefði verið í gummi
bátnum, sem var með tjaldi
yfir. Hafði læknir farið á stað-
inn, en þessi sögusögn reynd-
ist tilhæfulaus með öllia. Ekk-
ert var í bátnum, er bent gæti
til þess að þar hefðu menn
hafzt við í lengri eða skemmri
tíma. Ekkert skipsnafn ber
báturinn, en áletranir eru á
honum. En báturinn sjálfur
blágrár á litinn en tjaldið yfir
honum gult. Báturinn, sem
rekið hafði um það bil viku
íður, en nákvæmlega eins. —
Hann var verr farinn og rak
hann á fjörur að Sævarlandi í
Þistilfirði.
Báðir eru bátarnir 4—5 m
í lengd. Var báturinn á Læk-
nesstaðafjöru uppblásinn og
lítið loft lekið úr honum og
hann var einnig reimaður aft-
ur að nokkrn leyti. Úr hin-
um bátnum var loftið að
mestu farið, svo erfitt er að
fullyrða um hvort hann hefur
verið blásinn út.
Merkin á bátunum eru: —
LD 100, LH 27/6, þá 22.331,985
/2RR. Blaðið spurðist fyrir um
það hjá hernum á Keflavíkur-
fliugvelli, hvort þeir þekktu
þessi merki, en svo var ekki.
Verða bátarnir fluttir suður
til frekari rannsóknar.
— Fréttaritari.