Morgunblaðið - 02.12.1959, Blaðsíða 10
10
MORGVNBLAÐ1Ð
Mí?S''iVii<laErur 2. des. 1959
Ég elska
keisarann
ÉG SIT hér í herbergi mínu í
París og skrifa dagbók mína.
Ég fylli blaðsíður hennar með
leyndum hugrenningum mín-
um. Þar eru vonir mínar, ósk-
ir, draumar og ótti.
Nú er að ljúka því lífi, sem
ég hef lifað, því að eftir aðeins
fáeinar vikur á ég að giftast
keisaranum, eftir það mun allt
líf mitt gerbreytast.
Þið getið hugsað ykkur undr
un mína fyrir einum mánuði,
þegar mér varð það Ijóst, að
keisarinn vildi giftast mér. Frá
þeirri stundu hef ég lifað und-
arlegri tilveru í heiminum. —■
Mér hefur ekki gefizt tóm til
að hugsa skipulega. Allt hring-
snúist fyrir augunum á mér.
Ég efast um að nokkur
stúlka í öllum heimi geti í-
myndað sér, hvað þetta þýðir.
En samfara allri hamingju
minni er geigvænlegur ótti.
Ótti við framtíðina.
Það gæti virzt undarlegt að
tilvonandi brúður sé kvíðafull.
En gifting mín er mjög óvenju
leg. Ég á að giftast manni, sem
ég þekki varla neitt.
Enda þótt ég þekki hann
sáralítið, þá elska ég hann.
Ekki vegna þess að hann sé
keisarinn af Persíu heldur sem
mann. Hann er fyrsti maður-
inn í lífi mínu.
Ég elska hann af því hve
hann- er aðlaðandi, ég elska
hvað hann brosir innilega og
hvernig hann horfir á mig.
Er ég hæf í stöðuna?
Næstu vikur og mánuði á ég
eftir að vera miðpunkturinn í
miklum atburðum. Það er á-
byrgðarmikil staða að verða
drottning Persíu, eiginkona
keisarans.
Þess vegna er ég kvíðafull
og ég held áfram að spyrja
sjálfa mig: Er ég virkilega hæf
í þessa stöðu?
Ég vildi óska að ég hefði
meiri tíma til þess að undirbúa
mig. Ég hef ekki haft tíma til
neins annars en að kaupa og
velja brúðarkjólinn minn og
önnur föt.
Ég hef litið á hundruð
fallegra kjóla hér í París, en
fallegasta kjólinn, sem ég gat
fundið, tek ég með mér til
Teheran.
Það eru þúsundir hluta, stór-
ir og smáir, sem ég þarf að
læra og sem ég þarf að kunna.
Það hvílir þungt á samvizku
minni, hve fáfróð ég er og
verst þykir mér að ég get ekki
talað við neinn um það.
Oft er ég andvaka margar
klukkustundir á næturnar,
þegar ég er að hugsa um þetta.
Ég ligg í rúminu, áhyggjufull
og þyl bænir um að ég megi
standast þá raun, sem fyrir
höndum er.
Ég hef alltaf reynzt að fylgj
ast með öllu því sem fer fram í
kringum mig og ég hef reynt
að vera hreinskilin við sjálfa
mig. Og ég vil vera það áfram.
Þráir að eignast son
Ég veit, að eiginmaður minn
tílvonandi, væntir margs og
mikils af hjúskap okkar. En
fyrst og fremst óskar hann
þess að ég gefi honum son og
erfingja og það meira að segja
sem allra fyrst.
Ég þrái líka að geta gefið
honum son, en á bak við hvílir
kviði, vegna þess að ég veit
að hann hefur skilið við tvær
konur, vegna þess að þær gátu
ekki uppfyllt þessa meginósk
lífs hans.
Löngu áður en þetta kom
til, þá var ég vön að segja við
mig sjálfa: — Þegar þú giftist,
þá skaltu eiga að minnsta kosti
þrjú börn.
Ég elska börn. Þegar ég var
ung telpa, þótti mér alltaf
6 n • • •
ég er
kvíðafull yfir
að eiga
verða drottning Persíu
skemmtilegast að vera að
passa börn.
En þá tók ég líka ákvörðun,
sem ég stend enn við og mun
standa við, að ég skal aldrei
skilja börn mín eftir í höndum
barnapíu. Ég skal aldrei láta
mig skorta tíma til þess að
vera sjálf með börnum mínum
og fórna mér fyrir þau.
Og nú á ég að verða keisara-
frú, en það sama gildir þó,
ég verði að bera margar skyld-
ur, þá skulu börnin mín ekki
þurfa að þjást þess vegna.
Ég hef sjálf kynnzt því, hve
mikill missir það er fyrir barn
að hafa ekki elskandi foreldra
yfir sér, því sjálf missti ég
föður minn, þegar ég var að-
eins 10 ára.
Ég veit að keisarinn elskar
börn. Maður sér það strax á
því, hvað honum er annt um
dóttur sína, Shahnag prins-
essu. Og þegar ég ligg and-
vaka í rúminu mínu, þá hugsa
ég oft um hin sorglegu örlög
Sorayu drottningar. Áður fyrr,
þegar ég var að lesa frásagnir
í blöðunum um ógæfu hennar,
þá komu tárin fram í augu
mín.
Hamingjuóskir Sorayu
Ég veit það, að ég gæti ekki
umborið lífið, ef ég þyrfti að
þjást eins og hún hefur þurft
að gera. Einu sinni var hún í
sömu aðstöðu eins og ég og lík
lega hefur hún líka skrifað í
dagbók sína leyndar vonir sín-
ar og drauma fyrir giftingu
sína, alveg eins og ég geri nú.
Aldrei hefði mér getað kom-
ið til hugar þá, að ég ætti eftir
að feta í hennar fótspor.
Hún var drottning mín og
ég leit á hana sem dásamlega
manneskju. Ég hef fylgzt með
sögunni af ástarraunum keis-
arans og Sorayu frá byrjun til
enda.
Þess vegna finn ég það betur
en ella, hve mikil ábyrgð hvíl-
ir á mér.
Fyrir nokkrum dögum kom
stór blómasending til mín þar
sem ég dvaldist í París. Hún
var frá Sorayu.
Hún óskaði mér innilega til
hamingju. Þetta var dásamlegt
af henni. Ég komst við af því,
en ég varð um leið hálf vand-
ræðaleg.
Keisarinn elskar Sorayu
Fyrir nokkru var ég óþekkt
stúdína hér í París. Nú þekki
ég varla sjálfa mig.
Ég væri í skólanum á þess-
ari stundu, ef ég hefði ekki
hitt keisarann.
Það hefur verið skrifað um
það, að ég hafi verið kynnt
fyrir honum einu sinni í opin-
berri móttöku í sendiráði okk-
ar í París fyrir tveimur árum.
En keisarinn man ekkert eftir
þeim fundi sem var örstuttur
og formlegur. Það var ekki
fyrr en í haust sem hann tók
eftir mér og kveðst þá strax
hafa fundið, að ég væri konan,
sem hann leitaði að.
Nú 1 vikunni ætla ég að
fljúga heim til Teheran, sem
tilvonandi drottning Persíu.
Samt þekki ég varla nokkurn
meðlim keisarafjölskyldunnar.
Við keisarinn eyddum að-
eins nokkrum dögum saman
hér í París áður en mér var
sagt að fara að gera innkaup.
í hvert skipti, sem ég horfi
á þennan dásamlega brúðar-
kjól, sem ég hef keypt, þá
fyllist ég geig yfir öllu því sem
bíður mín.
Ég vakna oft upp um miðjar
nætur og ímynda mér að
þetta sé allt aðeins draumur.
En það er óhrekjanleg stað-
reynd. Ég, Farah Diba hef ver-
ið valin þriðja kona keisarans
af Persíu, eiginkona konungs
míns.
Ég geymi ennþá í veskinu
mínu úrklippu úr blaði. Hún
er orðin slitin og snjáð. Þetta
er grein, þar sem keisarinn
lýsir því yfir, að hann sé enn
mjög ástfanginn af Sorayu.
Og í greininni segir, að hann
myndi giftast henni aftur ef
það kæmi að nokkru gagni.
Þess vegna spyr ég sjálfa
mig: Skyldi hann nokkurn
tímann elska mig eins mikið
og hann hefur elskað hana?
Keisarinn hefur enn aldrei
sagt, að hann elski mig, en það
er ekki það eina sem veldur
mér áhyggjum.
Umbótaáætlun en ekki
ástarorð
Þennan stutta tíma, sem við
vorum saman, eftir að hann
bað mín og ég tók bónorðinu,
þá sagði keisárinn mér frá
víðtækum umbótaáætlunum,
sem hann ætlaði að fram-
kvæma í Persíu. Og hann
sagði mér að til þess að hon-
um mættist taka vel að fram-
kvæma þessar áætlanir, þá
þyrfti hann stuðning og að-
hlynningu eiginkonu og drottn
ingar, sem stæði við hlið hans.
Þess vegna spyr ég sjálfa
mig: Er ég hin rétta kona fyr-
ir hann? Er ég hæf til þess að
uppfylla skyldur mínar og þær
miklu vonir, sem við mig eru
bundnar? Get ég tekið frá hon
um einhverjar af þeim þungu
byrðum, sem hann verður að
bera?
Ég er ekki eins áhyggjufull
út af heimilisstofnun okkar.
Keisarinn elskar heimilislíf,
það hefur hann sagt mér.
Og ég bíð þess með eftir-
væntingu, að mega búa hon-
um indælt og kyrrlátt heimil-
islíf.
Þar sem ég hef lagt stund
á húsagerðarlist, þá veit ég
ýmislegt um húsgögn og húsa-
skreytingar. Og þegar ég flyzt
í keisarahöllina í Teheran, þá
verður mér frjálst að innrétta
og skreyta mín eigin híbýli.
Keisarinn hefur lofað mér
því og ég er þegar búin að
panta í París ýmislegt fyrir
svefnherbergið.
Ég fyllist einnig nokkrum
^víða, þegar ég hugsa um
þetta marga fólk, ókunnuga og
hirðmennina, sem ég þarf að
hitta.
Ég var ekki alin upp í neinu
óhófi.
Breytingin frá hinu einfalda
lífi sem ég hef lifað og í óhóf
keisarahallarinnar mun taka
langan tíma.
Keisarinn er óvenjulegur
maður. Hann hefur aðeins tal-
að lítillega við mig um til-
finningar sínar, en hann hef-
ur aldrei talað við mig um
ást. Hins vegar hefur hann
oft talað um skyldur sínar við
þjóðina.
Hann hefur talað við mig
um áætlanir sínar um að
byggja ný sjúkrahús og há-
skóla og um það að bæta lífs-
kjör almennings.
Það er augljóst, að líf mitt
sem eiginkona keisarans mun
verða frábrugðið lífi annarra
eiginkvenna. Þráit fyrir það,
er ég þakklát fyrir það að
mega taka þátt í að skapa
svo margt nýtt og stuðla
að umbótum og viðreisn. Þar
hef ég eignazt tilgang í lífi
mínu.