Morgunblaðið - 02.12.1959, Blaðsíða 24
229. tbl. — Miðvikudagur 2. desember 1959
Víðfœkar til-
raunÍ£ með síld-
arvörpur
ITÚ standa fyrir dyrum víðtækar
•tilraimir með síldarvörpur fyrir
togara og minni fiskiskip, og eru
þær gerðar á vegum Fiskileitar-
og veiðitilraunanefndar.
Hinn mikli aflamaður Neptun-
usar, Bjarni Ingimarsson og
Jakob Jakobsson fiskifræðingur,
hafa unnið saman að tilraunum
þessum með síldarvörpu, og voru
þær síðast gerðar í fyrravetur.
Standa vonir til, að Neptunus,
sem er væntanlegur af veiðum
um næstu helgi, fari jafnvel að
veiðiför lokinni til þessara til-
rauna.
Jakob Jakobsson fiskifræðing-
ur, sagði Mbl. í gær, að hann
skoðaði þær tilraunir, sem nú
standa fyrir dyrum með síldar-
vörpuna, sem lokatilraunir hans
og Bjarna skipstjóra.
: Þá skýrði Jakob frá því, að
togbáturinn Hafþór hefði verið
með kanadiska flotvörpu nú und-
anfarið og hafa verið gerðar til-
raunir með hana, en ekki hafa
þær enn orðið jákvæðar. Er
Gísli Auðunsson skipstjóri á Haf
þóri við tilraunir þessar.
í Svíþjóð hefur fyrirtæki einu
tekizt að búa til síldarvörpu fyrir
skip innan við 100 tonn. Hefur
varpan reynzt vel í Norðursjón-
um. Geta má þess, að írar hafa
notað þessa vörpu með góðum
árangri. ‘ Er þessi sænska varpa
mjög nýtt veiðitæki á sviði síld-
veiða. Munu koma hingað sér-
fræðingar frá hinni sænsku neta-
gerð og leiðbeina við veiðitilraun
irnar. Varpan, sem er úr terelyn-
gerfiefni er komin til landsins, og
kom með Gullfossi síðast.
1 Fiskleitar- og veiðitilrauna-
nefnd eru þeir Ingvar Vilhjálms-
son útgerðarmaður, Illugi Guð-
mundsson, Jakob Jakobsson fiski
fræðingur. en með nefndinni hafa
þeir jafnan starfað Jakob Magnús
son fiskifræðingur og Sæmundur
Auðunsson skipstjóri.
Hátíðahöld hásköla-
stúdenta í gær
HÁTÍÐAHÖLD stúdenta í tilefni
fullveldisdagsins hófust með guðs
þjónustu í kapellu Háskólans.
Prófessor dr. theol. Þórir Kr.
Þórðarson predikaði, en prófessor
Björn Magnússon þjónaði fyrir
altari. Var ræða dr. Þóris í senn
lærdómsþrungin og tímabær og
drap hann á margt það sem mið-
ur fer í kirkju- og kristindóms-
lífi hér á landi um þessar mundir
og benti á leiðir til úrbóta.
/ Jónas Haralz, ráðuneytis-
stjóri, flutti aðalræðu dagsins
í útvarpssal. Er hún birt í
heild á bls. 13 og 14 í blað-
inu í dag.
Hátíðahöldin í Háskólanum
hófust með því að karlakór stú-
denta, undir stjórn Höskuldar
Ólafsson, söng Gaudeamues, en
síðan flutti Árni Grétar Finnsson,
form. Stúdentaráðs ræðu. Að því
bún fluttu þeir ræður stúdentarn
ir Sverrir Bergmann og Bjarni
Beinteinsson og fjölluðu þeir báð
Endalok livíta
hrafnsins
ÞAU urðu endalok hvíta hrafns-
ins að hann var skotinn af eig-
anda sínum sl. laugardag, eftir
að hafa flogið frjáls um í einn
sólarhring.
Fuglinn hefur verið hafður í
búri úti að undanförnu og hefur
unað sér illa. Á föstudaginn, er
bróðir eigandans ætlaði að fara
að þrífa í búrinu og opnaði það,
slapp hann út og upp í fjall. Ekki
náðist hann, en Kristófer Edi-
lónsson skaut hann á laugardag.
Blaðið spurði Kristófer í gær
hvað hann hefði gert við ham-
inn, og fékk það svar að enn
hefði hann ekkert gert við hann.
E. t. v. mundi hann stoppa hann
upp.
ir um handritamálið landhelgina.
efnahagsmálin og önnur þau mál,
sem efst eru á baugi í sjálfstæðis-
málum þjóðarinnar Að ræðum
þeirra loknum lék Gísli Magnús-
son kafla úr Tunglskinssónötunni
eftir Beethoven.
Að því loknu flutti dr. Broddi
Jóhannesson ræðu og fjallaði
aðallega um sérhæfingu í námi.
Síðan fluttu stúdentar kafla, sem
vörpuðu Ijósi á ævi Jóns Eiríks-
sonar. Og að lokum söng stúdenta
kórinn aftur.
Dauðaslys í gœr
1 GÆRKVÖLDI um kl. 5,30
varð dauðaslys hér í Reykjavík.
Aldraður maður, sem vann við
byggingu hins nýja flugstöðvar-
turns á Reykjavíkurflugvelli
beið bana. Maðurinn hét Gísli
Sæmundsson til heimilis að
Garðastræti 9 hér í bænum.
Það var verið að múrhúða á
Rætt um oðalbroutarétt og
húmarkshruðu í umferðurnefnd
FYRIR nokkru var til umræðu
á fundi umferðarnefndar Reykja-
víkurbæjar bréf frá vegamála-
stjóra, um merkingu á þjóðveg-
um í nágrenni bæjarins, vegna
aðalbrautaréttar og hámarks-
hraða. Gerði vegamálastjóri
nefndinni grein fyrir tillögum
sínum varðandi málið. Sam-
þykkti nefndin að mæla með
þessum tillögum hans:
Á hliðarvegi Suðurlandsvegar
og Vesturlandsvegar verði sett
biðskyldumerki. Þá verði stöðv-
Vélst jóri á Keili
slasast
AKRANESI, 1. des.: — Vélstjór-
inn á Keili héðan frá Akranesi,
Sigurður Bjarnason varð fyrir
því slysi nú í síðasta róðri, að
handleggbrotna. Verið var að
snurpa hringnótina og brotnaði
þá festibolti í þilfarinu. en við
það slóst vírinn í handlegg Sig-
urðar. Skipverjar slepptu síldinni
í skyndi, tóku inn nótina og
sigldu inn til Sandgerðis, þangað
kom læknir frá Keflavík og gerðí
hann að beinbrotinu. í kvöld er
Sigurður kominn hingað heim og
fór hann í sjúkrahúsið og var þar
gert að sárinu á nýjan leik.
unarmerki sett upp á vegamót-
um Suðurlandsvegar og Vestur-
landsvegar þannig, að umferð
um Suðurlandsveg víki.
Á hliðarvegi Reykjanesbrautar
verði sett stöðvunarmerki.
Varðandi hámarkshraða var
þetta samþykkt:
Að hámarkshraði á Suður-
landsbraut verði 45 km. á klst.
að vegamótum Suðurlandsvegar
og Vesturlandsvegar, en 60 km.
á klst. frá þeim vegamótum að
Selá§i.
Að hámarkshraði á Vestur-
landsvegi verði 60 km. á klst.
frá vegamótum Vesturlandsveg-
ar og Suðurlandsvegar að Graf-
arholti.
Að hámarkshraði á Reykjanes-
braut frá Miklatorgi að mörkum
lögsagnarumdæmisins verði 45
km. á klst.
sjöttu hæð flugstjórnartumsins.
Var Gísli við lyftu, sem flutti
steypuna af neðstu hæð og upp.
Var Gísli einn við lyftuopið á
sjöttu hæð í turninum. Var lyft-
an rétt ný farinn af stað niður
er Gísli mun hafa teygt höfuðið
inn fyrir lyftugatið, en lyftan
rakst í höfuð hans. Varð það
Gísla að bana. Var hann með-
vitundarlaus og lítið sem ekkert
lífsmark með honum er sam-
starfsmenn hans komu honum til
hjálpar.
Gísli Sæmundsson var þegar
fluttur í sjúkrahús. Hann var
örendur er þangað var komið.
Gísli var um sjötugt og mun
hann láta eftir sig konu.
René Sergent aðalforstjóri 1
Efnahagssamvinnustofnunar- t
innar 'gistir ísland þessa
skammdegisdaga. Á sunnudag
inn flutti hann merkilegan
fyrirlestur í háskólum. Hann
hefur verið gestur Lands-
bankans og gefizt tækifæri til
að ræða við bankastjórana og
íslenzka sérfræðinga í efna-
hagsmálum. Þessi mynd var
tekin i miðdegisverðarboði,
sem Landsbankinn hélt hon-
'• um í Naustinu í fyrradag.
Sergent er hér að ræða við
Viihjálm Þór og virðist vera
að skjóta að honum góðri ráð-
leggingu í peningamálunum.
Svipurinn og visifingurinn
gæti bent til þess að Sergent
væri að segja: — Kæri herra
aðalbankastjóri, — það er
ekki nóg að prenta seðla.
(Ljósm. Mbl. Ól. K. M.).
Búið að salta 17000 tn.
Suðurlandssíldar
Á SUNNUDAGINN var. höfðu
söltunarstöðvar hér við Faxafióa
og á Suðurnesjum saltað alls um
17,000 tunnur síldar og er það
mestmegnis smásíld.
í haust var samið við A-Þýzka-
land um sölu á 10.000 tunnum
smásíldar þangað. Er nú langt
komið með að salta upp í þessa
samninga.
Gunnar Flóventz framkvæmda
Vélbátur selur í Skotlandi
OLAFSVIK, 1. des. — Stapafell,
sem er 76 lesta bátur, hefur siglt
tvisvar sinnum í haust til Aber-
deen með ísvarinn fisk og selt
mjög vel. Nú er báturinn að
leggja upp í þriðju ferðina og
mun væntanlega selja í Aber-
deen næstkomandi mánudags-
morgun. (
Stapafell hefur haft þann hátt
á að sigla eingöngu með ýsu,
sem keypt er af hinum bátunum
hér. Tekur það 3—4 daga að fá
fiskinn, en siglt er með 32—40
lestir í ferð.
Mun svo lítill bátur ekki hafa
siglt til Bretlands með afla síð-
an á stríðsárunum.
stjóri Síldarútvegsnefndar, skýrði
Mbl. frá þessu í gær. Gat hann
þess að búast mætti við að þá
og þegar myndu verða undirrit-
aðir síldarsöltunarsamningar, á
vöruskiptagrundvelli við Rú-
mena. Vilja þeir kaupa af okkur
5000 tunnur smásíldar.
Vegna þess hve mikið hefur
veiðzt af smásíld, hefur gengið
mjög erfiðlega að salta upp í sölu
samninga við Rússland. Hafa
Rússar samið um kaup á 40.000
tunnum Suðurlandssíldar. Vilja
þeir stóra síld, 400—500 í tunnu
eða 500—650 stykki í tunnuna.
Síldin sem veiðzt hafði í Mið-
nessjó í fyrrinótt var falleg og
nokkuð stærri en sú sem bátar
fengu í Grindavíkursjó.
Nú munu stunda síldveiðar úr
Faxaflóa- og Suðurnesjaverstöðv
um alls um 70—80 reknetjabátar
og 10 bátar sem veiða í hringnót.