Morgunblaðið - 02.12.1959, Blaðsíða 12
12
MORGVISBLAÐIÐ
Miðvik'udagur 2. des. 1959
Útg.: H.f. Arvakur Reykjavík.
Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.
Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.)
Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Matthías Johannessen.
Lesbók: Arni Óla, sími 33045.
Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn: Aðalstræti 6.
Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480.
Asknftargald kr 35,00 á mánuði innamands.
I lausasölu kr. 2.00 eintakið.
FOSTBRÆÐRALAG KOMMUNISTA
OG FRAMSÓKNAR
að vakti mikla athygli á
Alþingi um daginn, að
kommúnistar og Fram-
sóknarmenn höfðu nána sam-
vinnu um nefndarkosningar, án
þess þó að geta haft verulegt
gagn af slíku bandalagi.
Síðar hefur það komið fram á
þingi, að mjög náin samvinna er
á milli þessara tveggja flokka
stjórnarandstöðunnar. — Báðir
hafa þeir snúiz.t hatramlega gegn
þeirri tillögu forsætisráðherra
að fresta þingfuridum í nokkrar
vikur meðan unnið er að undir-
búningi aðalmála þingsins. Auk
þess að hinni nýju ríkisstjórn
myndi við það skapast vinnufrið-
ur til að undirbúa nauðsynlegar
aðgerðir í efnahagsmálunum,
hlyti af þeirri þingfrestun, sem
forsætisráðherra flutti tillögu
um, að leiða nokkurn sparnað
við þinghaldið. En þetta mega
hvorki Framsóknarmenn né
kommúnistar heyra nefnt. Þeir
vilja að sagan frá upplausnar-
tímabili vinstri stjórnarinnar
endurtaki sig, að þingið sitji að-
gerðarlítið viku eftir viku og
mánuð eftir mánuð.
Skynsamleg tillaga
Hin nýja ríkisstjórn tók við
völdum um leið og Alþingi var
sett. Það liggur í augum uppi, að
hún hefur engan tima haft til
þess að undirbúa tillögur sínar
í efnahagsmálum, þannig að hún
gæti lagt þær fyrir Alþingi í
upphafi þess. Það var einnig
auðsætt, að ómögulegt var að af-
greiða fjárlög nema í samhengi
við efnahagstillögurnar.
Tillaga Ólafs Thors um
þingfrestun í tvo mánuði var
því bæði skynsamleg og eðli-
leg. En svo virðist sem
kommúnistum og Framsóknar
mönnum ætli að takast með
málþófi á Alþingi að koma í
veg fyrir að þingi verði frest-
að fyrr en um miðjan desem-
ber eða þar um bil.
ÓhufTianleg staðreynd
Það er vissulega óhugnanleg
staðreynd, að Framsóknarflokk-
urinn, sem fyrst og fremst þyk-
ist vera flokkur bændanna í
landinu, skuli nú kominn í svo
náið bandalag við kommúnista,
að hnífur gengur vart á milli
þessara flokka. Sennilega er eng-
in stétt á íslandi jafn eindregin í
andstöðu sinni og andúð á
kommúnistum og einmitt bænda-
stéttin. Hún gerir sér mjög vel
Ijóst ábyrgðarleysi og skemmdar-
verkahneigð kommúnista. Hvorki
bændur né aðrir fara heldur í
grafgötur um það um þessar
mundir, að kommúnistar bíða
færis til þess að skapa enn aukið
öngþveiti í efnahagsmálum
landsmanna.
Ófögur mynd
Þessum flokki hefur Fram-
sóknarflokkurinn fyrir nokkrum
vikum boðið samvinnu um
myndun ríkisstjórnar. Með þess-
um flokki hefur hann gengið til
kosninga á Alþingi.
Þetta er vissulega ófögur
mynd af flokki, sem segist
vera lýðræðissinnaður borg-
aralegur flokkur. En þannig
er hin sanna og rétta mynd
af Framsóknarflokknum í
dag. Er ekki sízt ástæða til
þess fyrir bændur iandsins að
endurskoða afstöðu sína til
slíks óhappaflokks.
RÆÐA SERGENTS
UTAN UR HEIMI
Aukin smjörneyzla —
minnkandi birgðir
CJmjörverðið, framleiðsla
þess, birgðir og fyrning-
ar hafa verið til umræðu á
þingi FAO (Matvæla- og
landbúnaðarstofnun Samein-
uðu þjóðanna) í Rómaborg.
Það, sem einkum kom um-
ræðum þessum af stað var
skýrsla, sem skrifstofa FAO
hafði samið og lá fyrir þing-
inu. Fulltrúar drógu mjög í
efa, að niðurstöður skýrslunn-
ar væru réttar, en því var m.
a. haldið fram í skýrslu FAO,
að hækkað smjörverð og
minnkandi birgðir væru
stundarfyrirbrigði, þar sem
allt útlit væri fyrir, að smjör-
neyzla og verð myndi lækka
á ný og áður en langt liði.
Þessar niðurstöður töldu
sumir fulltrúar þingsins „all-
svartsýnar“, en aðrir töldu
þær ekki fjarri sanni.
verið árið áður. Skýrslugcrðar-
menn FAO telja, að smjörverðið
hafi nú senn náð hámarki, því að
fólk fari að nota smjörlíki í stað
smjörs, ef verðhækkunin haldi
áfram.
• Meiri neyzla — minni fram-
leiðsla.
FAO telur, að verðhækkun á
smjöri í heiminum stafi bæði af
meiri smjörneyzlu og minnkandi
framleiðslu.
Fyrstu sex mánuði ársins 1959
reyndist smjörframleiðslan í
heiminum 13.500 smálestum
minni en á sama tíma árið áður.
í Norður-Ameríku minnkaði
smjörframleiðslan um 18.100 smá
lestir á þessu sama tímabili. Þrátt
fyrir 14.500 smálesta aukningu
smjörframleiðslu í Vestur-Þýzka-
landi fyrstu sex mánuði þessa
árs reyndist heildartalan fyrir
Bretland og Vestur-Evrópulönd-
in 10.000 smálestum minni en á
sama tíma í fyrra. í Kyrrahafs-
löndum (aðalega í Nýja-Sjálandi
og Ástralíu), í Argentínu og Suð-
ur-Afríku, reyndist smjörfram-
leiðslan samtals 14.500 smálest-
um meiri en árið áður.
Bang-
Jensen-
fjölskyldan
HIÐ sviplega fráfall Danans
Povls Bang-Jensens, sem
fannst skotinn til bana í
skemmtigarði einum í New
York sl. fimmtudag, hefir
mjög verið rætt í blöðum víða
um heim. Skömmu eftir að
lík hans fannst komst sá orð-
rómur á kreik, að hann hefði
að líkindum verið myrtur,
enda þótt alit benti til þess,
að hann hefði svipt sig lífi —
og hefir ákvörðun New York
lögreglunnar um að hefja ná-
kvæma rannsókn allra atvika
i sambandi við lát hans senni-
lega valdið mestu um, að
kvittur þessi kom upp. — Nú
hefir lögreglan hins vegar
neitað því ,að nokkrar líkur
bendi til þess, að Daninn hafi
verið myrur.
Á þessari mynd sést fjöl-
skylda Bang-Jensens saman
komin á heimili sínu í Lake
Success. Ilann situr sjálfur
með yngsta barn þeirra hjóna,
Nínu, og við hlið hans situr
eiginkonan, Helen, þá eru
elztu systkinin, Per og Kar-
en — og fyrir framan krjúpa
þau Lars og Lise.
Fyrirlestur René Sergent,
aðalforstjóra Efnahags-
samvinnustofnunar Ev-
rópu, sem hann flutti í háskól-
anum sl. sunnudag, hefur vakið
mikla athygli. Ber þar margt til.
Sergent er þaulreyndur og víð-
kunnur efnahagsmálasérfræðing-
ur, sem gegnt hefur hinum
ábyrgðarmestu stöðum. Er ís-
lendingum vissulega mikill feng-
ur að heimsókn hans og áhuga
hans á því að kynnast vandamál-
um okkar litlu þjóðar. 1
Þarf ekki að leiða til
lífskj ararýrnunar
Erindi Sergent í háskólanum
var hið fróðlegasta Og athyglis-
verðasta. Enda þótt menn kunni
nokkuð að greina á um ýmis um-
mæli hans, verður sú staðreynd
ekki sniðgengin að hann talaði af
óvenjulegu raunsæi og hrein-
skilni um þau vandamál, sem
hann krufði til mergjar í ræðu
sinni.
Mjög fróðlegt var einnig að
kynnast áliti hans á framtíðar-
söluhorfum íslenzks fiskjar í V-
Evrópu.
Undir lok ræðu sinnar talaði
ræðumaður um vöxt verðbólg-
unnar hér á landi undanfarin ár
og komst þá m a. að orði a þessa
leið:
„fslendingar munu almennt
sammála um það, að stöðva
þurfi verðbólguþróunina. Og
sem sjálfstæð þjóð getið þið
ekki haldið áfram að taka er-
lend lán í jafn ríkum mæli og
gert hefur verið. Það er mikill
misskilningur, sem sumir
álíta, að ekki sé hægt að sigr-
ast á verðbólgu nema með því
að rýra kjör flestra þjóðfélags
borgaranna.“
Mikilsverð yfirlýsing
í niðurlagi ræðu sinnar, þegar
Sergent ræddi um líklegustu úr-
ræði til þess að sigrast ó efna-
hagsvandamálum íslendinga,
lagði hann áherzlu á það, að
nauðsynlegt væri fyrir íslend-
inga að hverfa til aukins frjáls-
ræðis í viðskiptamálum.
Nú væri aðalatriðið að gera
öflugar ráðstafanir til þess að
vinna gegn verðbólgunni, og
kvað hann Efnahagssamvinnu
stofnun Evrópu vera reiðu-
búna til þess að veita þá að-
stoð, sem hún mætti,' í því
mikilvæga viðreisnarstarfi. —
Munu fslendingar vissulega
fagna þeirri mikilsverðu yfir-
lýsingu hans.
® Síhækkandi smjörverð
í skýrslu FAO segir m. a., að
fyrstu sex mánuði þessa árs hafi
smjörneyzlan í heiminum verið
meiri en framleiðslan og hafi
þetta orsakað síhækkandi verð á
smjöri og minnkandi smjörbirgð-
ir í heiminum. í júnímánuði
1959 var heimsmarkaðsverð
smjörs 90% hærra en það hafði
Andar köldu
gegn Menon
ÞAÐ hefir verið æði stormasamt
um Krishna Menon, varnarmála-
ráðherra Indlands, nú að und-
anfömu — í sambandi við landa-
mæradeilur Kína og Indlands. —
Margir telja hann hættulega hlið-
hollan kommúnistum, og hefir
þess verið krafizt bæði utan
þings og innan, að hann láti af
ráðherraembætti. Auk þess eru
andstæðingar hans hræddir um,
að hann hyggist komast til valda,
þegar Nehru forsætisráðherra
dregur sig í hlé — en það þykir
uggvænlegt.
Á myndinni sjást Nehru (t. v.)
og Menon í alvarlegum samræð-
um. —
® Ástæðumar tvær
FAO telur þessar vera tvær
aðalástæður fyrir minnkandi
smjörframleiðslu í heiminum: 1.)
Minnkandi mjólkurframleiðsla
sökum þurrlca, einkum í Vestur-
Evrópu og 2) tilhneigingu
bænda til að framleiða osta, sem
gefa meira í aðra hönd en smjör-
ið.