Morgunblaðið - 02.12.1959, Blaðsíða 13
Miðvitcudagur 2. des. 1959
M ORCVN Tt LA Ð1Ð
13
Án stefnubreytingar:
Greiðsluþrot
öða-
verðbölga innaniands
1 DAG minnumst við þess merka
áfanga í sjálfstæðisbaráttu okk-
ar, sem náð var fyrir 41 ári. Það
er eðlilegt, að við skoðum þá bar-
áttu og þann áfanga fyrst og
fremst í ljósi eigin sögu okkar,
íhugum þau rök, sem endur-
heimt sjálfstæðisins frá önd-
verðu höfðu byggzt á og minn-
umst þeirra forustumanna, sem
leiddu málstað okkar til sigurs.
En hversu hollt sem það er að
rifja upp þann þátt málsins, er
okkur einnig hollt að rifja það
upp, að sjálfstæðisbarátta okkar
byggist ekki aðeins á rökum
sögu sjálfra okkar heldur jafn-
framt og ekki síður á rökum al-
þjóðlegrar þróunar. Ég kann
ekki að nefna tölu þeirra þjóð-
landa, sem brotizt hafa úr viðjum
gamalla heimsvelda og nýlendu-
velda frá því að Bandaríki Norð-
ur-Ameríku hófu frelsisstríð sitt
árið 1776, en þau eru orðin býsna
mörg. Þau voru ekki fá, sem
bættust í hópinn einmitt í lok
fyrri heimsstyrjaldar á árunum
1918 og 1919. Enn bættust mörg
við í lok síðari heimsstyrjaldar-
innar, um sama leyti og íslend-
ingar endurreistu lýðveldið, og
nú má segja að loks hilli undir
lokaþátt þessarar þróunar með
skiptingu hinna gömlu nýlendu-
velda Afríku í ný þjóðríki. Sjálf-
stæðisbarátta íslendinga og þeir
áfangar, sem í henni hafa náðst,
eiga sér því hliðstæður um heim
allan, og saga þeirrar baráttu og
minningin um forustumenn
hennar á ekki að verða okkur
síður kær, þótt á hana sé litið í
ljósi mannkynssögunnar og að
við skiljum hversu örlög okkar
litla lands eru nátengd örlögum
þeirrar stóru veraldar, sem um-
hverfis okkur er.
Einsdæmi íslendinga
En um eitt er þó stofnun sjálf-
stæðs ríkis á islandi einsdæmi.
Engin önnur þjóð jafnfámenn
hefur gert tilraun til að byggja
sjálfstætt ríki, og það í stóru
landi og erfiðu til byggðar,
snauðu af flestum náttúruauð-
æfum. Var ekki von, að erlendir
menn frá grónum þjóðríkjum og
auðugum væru vantrúaðir á
slíkt ævintýri, og að sú vantrú
hvarflaði jafnvel að íslendingum
sjálfum. Þannig er bygging sjálf-
stæðs ríkis á íslandi í senn hlið-
stæða og endurtekning þess, sem
skeð hefur og er að ske um víða
veröld, og jafnframt einstæður
atburður. Á sama hátt speglar
þjóðfélag okkar allar hræringar
hins stóra heims í kringum okk-
ur, í umhverfi, sem á hvergi sinn
líka. Var það ekki einmitt vit-
undin um þetta, sem fólst í hinni
sterku þjóðerniskennd og ætt-
jarðarást aldamótakynslóðarinn-
ar? Var það ekki einmitt þetta,
sem fólst í þeirri tilfinningu
þeirrar kynslóðar, sem okkur
yngri kynslóðum stundum
finnst dálítið barnaleg, að það að
vera íslendingur væri eitthvað
alveg sérstakt og sérstaklega
merkilegt; og verður ísland nú-
tímans, vandamál þess og við-
horf skilið með nokkrum öðrum
hætti en að hafa sífellt í huga
þetta, sem er svo augljóst að það
er stundum erfitt að festa á því
sýn, að hér er verið að gera til-
raun til að byggja minnsta ríki
heimsins, stjórna fámennasta
þjóðfélagi veraldar.
Frjálst lýðræðisríki
Sú tilraun væri ekki athyglis-
verð, ef stjórna ætti þessu þjóð-
félagi með einræði og hervaldi.
Af slíku hefur heimurinn séð
nóg. En tilraunin til að byggja
sjálfstætt ríki á Islandi er jafn-
framt tilraun til að byggja
frjálst lýðræðisríki. Samhliða
þeirri þróun, er færði okkur vald
yfir okkar eigin málum úr hönd-
um erlendrar þjóðar, hefur
einnig orðið sú þróun innan-
lands, sem fært hefur valdið frá
fámennum hóp til þjóðarinnar
allrar. Kosningarréttur varð al-
mennur og stjórnmálasamtök,
stéttasamtök og önnur félagssam
hljóti tilraunin að mistakast.
Þetta er mikið sagt, en það er
mælt af fullri alvöru á hátið-
legri stundu. Ég fæ ekki betur
séð, en að svo framarlega sem
ekki verður gagnger breyting á
stjórn efnahagsmálanna í náinni
framtíð, blasi ekki annað við en
greiðsluþrot út á við og upplausn
inn á við.
Alvatlegar
framtíðarhorfur
Framtíðarhorfurnar eru enn
alvarlegri vegna þess, að mis-
tökin í efnahagsmálunum stafa
ekki af þekkingarskorti þeirra
öllu þessu tímabili hefur íslenzka
þjóðin sífellt verið að reyna að
eyða meiru en hún hefur aflað.
í þessu efni hafa einstaklingar,
stéttasamtök, hvers konar félags
samtök önnur, bæjarfélög og ríki
öll lagst á eitt. Þessi viðleitni er
í sjálfu sér bein afleiðing lýðræð
isins. Það er ekki nema eðlilegt,
að menn reyni að nota það vald,
sem almennur kosningarréttur
fær þeim í hendur til þess að auka
hlutdeild sína í tekjum þjóðar-
búsins. Það er heldur ekki nema
eðlilegt, að stjórnmálaflokkar og
stjórnmálamenn verði tæki í
þeirri viðleitni. Næsta skrefið er
svo það, að vald ríkisins til að
leggja á skatta og inna af hendi
greiðslur er notað til að hafa víð-
tæk áhrif á dreifingu og notkun
þjóðarteknanna, að þær stofnan-
ir þjóðfélagsins, sem mestu ráða
um stjórn efnahagsmálanna, eins
og t. d. bankarnir, eru sett undir
eftirlit og jafnvel beina stjórn
ríkisvaldsins sjálfs, og að víðtæk
opinber afskipti eru hafin af at-
vinnufyrirtækjunum, jafnvel
þótt ekki komi til beinnar þjóð-
nýtingar. Ég efast ekki um, að
eins og oft hefur verið bent á,
feli síaukin ríkisafskipti af at-
vinnulífinu í sér hættu fyrir lýð-
ræðið. Hitt er þó jafnvíst, að þau
eru skilgetið afkvæmi þess. Á
sama hátt hljóta í frjálsu þjóð-
félagi að myndast stéttasamtök
og margs konar önnur félagsleg
samtök, sem vinna að því að ná
meiru af þjóðartekjunum í hlut
Utvarpsræða Jónasar Haralz ráðu-
neytisstjóra á fullveldisdaginn
tök uxu smátt og smátt, og náðu
áhrifum á stjórn þeirra mála, er
áður voru eingöngu í höndum
lítils hóps embættismanna og
atvinnurekenda. Tilraunin til að
byggja sjálfstætt ríki á íslandi er
því tilraun til sjálfstjórnar í víð-
tækasta skilningi. Við skulum
gera okkur ljóst, að það er ekki
lítið, sem hér hefur verið færzt
í fang. Slík sjálfstjórn er erfið-
asta verkefni, sem nokkurt þjóð-
félag getur sett sér og sem fáum
hefur tekizt að leysa. Af þessari
ástæðu skiptir það ekki aðeins
máli fyrir okkur Islendinga,
hvernig tekst til um þá tilraun,
sem hér er verið að gera undir
svo sérkennilegum og óvenjuleg-
um kringumstæðum. Það hlýtur
að skipta máli fyrir mannkynið
allt, hvemig fer um tilraun
þjóðar til að stjórna sér sjálfri
í frelsi, og það ekki síður þó að
sú þjóð sé fámennasta þjóð ver-
aldar.
Hvað er þá orðið
okkar starf?
Hvað er þá orðið okkar starf
síðan við fengum heimastjórn
1905, síðan við endurheimtum
sjálfstæðið 1918 og síðan við
endurreistum lýðveldið 1944?
Hvernig hefur tilraunin tekizt
fram að þessu og hvað er útlitið
framundan? Engum fær dulizt,
að árangurinn er á margan hátt
glæsilegur. Framfarir í verkleg-
um efnum hafa orðið næsta ótrú-
legar, almenn velmegun hefur
aukizt svo mjög, að hún er á
borð við það, sem bezt gerist í
heiminum. Menntun og heilsu-
gæzla eru að mörgu til fyrir-
myndar og menning þjóðarinnar
að ýmsu leyti með glæsibrag.
Þrátt fyrir þetta held ég, að ekki
sé hægt um það að villast, að ein-
mitt í stjórn þeirra mála, sem
vandasomust eru, og þar sem
jafnframt ríður mest á, hvernig
fer um tilraunina að byggja
sjálfstætt og frjálst þjóðfélag á
íslandi, hafi árangurinn orðið
miklu síðri en skyldi. Ég á hér
fyrst og fremst við stjórn efna-
hagsmálanna. Ég held meira að
segja, að lítill vafi leiki á, að ef
svo heldur áfram um þau mál,
sem verið hefur hingað til, þá
manna, sem mest hafa um þau
mál fjallað, eins og margir virð-
ast halda, heldur eiga þau sér
djúpar rætur í íslenzku þjóðfé-
lagi. Breytingar á þessum mál-
um geta því ekki fengizt með
neinum yfirborðs lagfæringum,
og alls ekki með notkun neinna
meðlima sinna eða verja hlut
þeirra fyrir öðrum samtökum, og
það er heldur ekki nema eðlilegt
að til forustu þeirra samtaka velj
ist einmitt þeir menn, sem mest-
um árangri teljast ná í þessum
efnum.
Jónas Haralz
töframeðala. Lækning getur að-
eins fengizt með djúptækum
breytingum á flestum sviðum
þjóðlífsins, breytingum, sem að
sjálfsögðu ekki geta skeð á
skömmum tíma. Fyrsta skrefið
til lækningar er að leiðtogar
okkar á öllum sviðum þjóðlífs-
ins horfist æðrulaust í augu við
vandamálin, að þeir sannfærist
um, að hér er um ekkert minna
að tefla en það, hvort okkur
tekst að byggja þetta land sem
sjálfstæð og frjáls þjóð ,og að í
samanburði við það, skipta aðr-
ir hlutir litlu máli. Ef þeir vísa
leiðina, er varla hætta á öðru
en íslenzka þjóðin fylgi á eftir.
Efnahagsmálin í 15 ár
Við skulum þá athuga nánar
gang efnahagsmálanna á 15 ára
æviferli íslenzka lýðveldisins. Á
Skipting þjóðarteknanna
Þannig leggjast allir á eitt, að
ná sem mestum hluta af þjóðar-
tekjunum til sín eða til sinnar
ráðstöfunar. En þetta, sem allir
leggjast á, þjóðarframleiðslan
sjálf, hún tekur ekki neinum
stökkbreytingum. Hún vex eftir
lögmálum, sem eru þessu óháð.
Þann vöxt má örva með skynsam
legri stjórn efnahagsmálanna, og
torvelda með óskynsamlegum að-
gerðum. En óskir almennings og
kröfur stjórnmálamanna og
stéttaleiðtoga ráða þar litlu um.
Það er meira að segja ekki svo
lítil hætta á, að sjálfur handa-
gangurinn um skiptingu þjóðar-
teknanna verði einmitt til þess
að draga úr vexti framleiðslunn-
ar.
Þar sem ekki hefur komið til
nein ákveðin stjórn efnahagsmál-
anna, er gæti haldið viðleitninni
til þess að eyða innan hóflegra
marka, hefur sú þróun, sem að
framan er 1ýst, leitt til greiðslu-
halla út á við og verðbólgu inn á
við. Það eru einmitt þessi tvö
fyrirbrigði, sem fyrst og fremst
er átt við, þegar talað er um efna
hagsvandamálin. Áður en lengra
er haldið, skulum við víkja nokk
uð nánar að þeim.
Undirrót
erfiðleikanna
Ég sagði áðan, að undirrót erf-
iðleikanna í efnahagsmálunum
væru tilraunir þjóðarinnar til að
eyða meiru en hún aflar. Þessar
tilraunir geta aðeins borið árang-
ur með því móti að okkur takist
að fá meira frá öðrum þjóðum
af vörum og þjónustu, en við lát-
um þeim í té. Takist þetta, mynd-
ast halli á greiðslujöfnuði þjóðar
innar við útlönd, sem sýnir
hversu miklu meira er flutt inn
af vörum og þjónustu heldur en
fiutt er út. Á móti þessum halla
verður að koma erlent lánsfé og
gjafafé ellegar minnkun á eign
þjóðarinnar í öðrum löndum, Jv
e. a. s. á gjaldeyriseigninni. Nú
er það 'ður en svo óeðlilegt, að
þjóðfélag, sem er í örum vexti,
noti erlend lán til langs tíma til
uppbyggingar atvinnulífsins, og
til þeirrar lánsfjárnotkunar hlýt-
ur þá að svara jafnmikill halli á
greiðslujöfnuðinum. Flest þeirra
landa, sem nú eru háþróuð iðn-
arlönd, hafa með þessu móti á
einhverju skeiði byggt efnahags
þróun sína á notkun erlends fjár
magns. Þetta fjármagn hafa þau
endurgreitt síðar, þegar uppbygg
ing atvinnulífs þeirra var komin
lengra áleiðis og þjóðarfram-
leiðsla og útflutningur meiri. —
Það væri því ekki nema eðlilegt,
þó nokkur halli hefði verið á
greiðslujöfnuði íslands og héldist
enn um alllangt skeið. En sá
greiðsluhalli mætti ekki vera
meiri en það, sem svaraði til
þeirra lána til langs tíma, sem
hægt er að fá erlendis frá til
verklegra framkvæmda. Jafn-
fram verður að gæta þess að
greiðslur vaxta og afborgana af
þeim lánum verði ekki hærri en
landið með góðu móti getur stað-
ið undir.
Geigvænlegur
greiðsluhalli
Greiðsluhalli Islands á sl. 15
árum hefur hins vegar verið
miklu meiri en þessu svarar.
Hann hefur á þessu tímabili öllu
numið a. m. k. 5% af þjóðarfram-
leiðslunni að meðaltali. Hallinn
var fyrst greiddur með þeim er-
lendu innstæðum, sem safnast
höfðu á stríðsárunum. Þegar,
þeim lauk, tók Marshallaðstoðin
við. Um það bil, er henni lauk,
árið 1953 varð mikil aukning á
gjaldeyristekjum þjóðarinnar. —.
Þessi aukning, ásamt betra jafn-
vægi í efnahagsmálum innan-
lands, varð til þess, að hallinn
hvarf að mestu árin 1953—1954.
Síðan óx hann hröðum skrefum
á nýjan leik. Á árunum 1955—
1959 hefur greiðsluhallinn við út-
lönd numið samtals 1.000 millj.
kr., eða um 200 millj. kr. á ári
að meðaltali. Hann hefur verið
greiddur að nokkru með erlend-
um lánum opinberra aðila, sem
yfirleitt eru til langs tíma, að
nokkru með lánum einkaaðila,
sem yfirleitt eru til skamms tíma,
og að nokkru með því að eyða
gjaldeyriseignum og mynda gjald
eyrisskuldir. Lætur nærri, að á
þessu tímabili hafi um 60% hall-
ans verið greitt með opinberura
lánum, 20% með lánum einkaað-
ila og 20% með því að rýra gjald-
eyrisstöðuna. Af þessu hefur svo
leitt, að greiðslubyrði landsins
vegna vaxta og afborgana af er-
lendum lánum hefur vaxið ört, og
að gjaldeyrisstaðan hefur orðið
framúrskarandi erfið.
Greiðslur vaxta
og afborgana
Á árunum 1960 og 1961 munu
greiðslur vaxta og afbórgana af
hinum erlendu lánum nema 160—
170 millj. kr. á ári eða um 11%
af heildargjaldeyristekjum lands
ins. Að því er bezt er vitað, er
þetta hærri greiðslubyrði en hjá
nokkru öðru landi veraldar að
einu undanteknu. Sú er þó bót í
máli, að vegna þess hve afborg-
anir stuttra lána vega mikið í
þessari greiðslubyrði, lækkar hún
allmikið á árunum 1962—’63. Ef
rétt er á haldið, eru því mögu-
leikar á því að koma greiðslubyrð
inni í eðlilegra horf á tiltölulega
skömmum tíma.
Það er alkunna, að gjaldeyris-
staða íslands hefur yfirleitt verið
slæm og hefur gjaldeyriseign
aldrei nema á stríðsárunum náð
því marki, sem aðrar þjóðir telja
nauðsynlegt, til þess að hægt sé
að reka þjóðarbúskapinn með eðli
legum hætti. Af þessu hefur svo
aftur leitt, að hér á landi hefur
orðið að halda uppi ströngum
gjaldeyris- og innflutningshöft-
um, löngu eftir að nágrannaþjóð-
ir okkar höfðu losað sig við þær
Framh. á bls. 14.