Morgunblaðið - 02.12.1959, Blaðsíða 22
22
MOJtCTlNfíf, 4Ð1Ð
Miðvik'udagur 2. des. 1959
Lið KFR sem vann „titilinn
bikarinn
Fyrsti stórsigur
KFR i körfuknattleik
Jöfn keppni i öllum yngri flokkunum
SÍÐUSTU leikir meistaramóts
Reykjavíkur í körfuknattleik
fóru fram í íþróttahúsinu að
Hálogaiandi sl. mánudags-
kvöld. Ármann og KR kepptu
til úrslita í kvennaflokki og
sigraði Ármann með yfirburð-
um. ÍR og KFR léku í 2. fl.
karla og vann ÍR yfirburða-
sigur. Áður hafði KFR sigrað
í meistarafiokki karla með
glæsibrag og ÍR í 4. fl., en það
er í fyrsta sinn, sem keppt er
í þeim flokki á Reykjavíkur-
móti.
jc Meistaraflokkur
í meistaraflokki karla sigraði
nú KFR, en meistaraflokkur
þessa litla félags hefur oft ver-
ið nærri sigri bæði á Reyisja-
víkur og íslandsmótum, en aldrei
tekizt að hreppa sigurlaun fyrr
en nú. Lið KFR er skemmtilegt
og vel leikandi, en beztu menn
þess eru Einar Matthíasson, Ingi
Þorsteinsson og Ólafur Thorla-
cius. Einar er fjölhæfur, fljótur
og hefur gott auga fyrir sam-
leik. Er þar á ferðinni einn okk-
maðurinn og „primus motor“
þess. Ólafur er snjall í langskot-
um og hefur ágæta knattmeð-
ferð. Aðrir liðsmenn KFR eru
einnig snjallir bæði í vörn og
sókn, sérstaklega Gunnar Sig-
urðsson. ÍR-liðið átti frekar lé-
legan leik gegn KFR, en gegn
ÍS sýndi íiðið að það getur meira
og ef ÍR-ingar æfa vel fram að
íslandsmóti, geta þeir orðið
skeinuhættir. íslandsmeistarar
stúdenta eru greinilega ekki í
ingar með töluverðum yfirburð-
um, þeir áttu í mestum eríiðleik-
um með B-lið Ármanns, sem A-
lið sama félags tapaði fyrir. Þessi
2. flokkur ÍR hefur á að skipa
jöfnum og skemmtilegum leik-
mönnum, sem örugglega munu
halda nafni félagsins hátt á lofti
í körfuknattleik í framtíðmni. —
Beztu menn liðsins eru Þorsteinn
Hallgrímsson, Guðmundur Aðal-
steinsson, Guðm. Þorsteinsson og
Einar Bollason. Lið KFR er nokk-
uð misjafnt, en í því eru þó ein-
staklingar, sem geta náð langt. —
Ármann sendi tvö vel fiambæri-
leg lið í 2. flokki og B-liðið er
sízt lakara en A-liðið, enda sigr-
aði það með yfirburðum í leik
þeirra liða. KR-liðið hefur
minnsta reynslu, en æfing skapar
meistarann og ef liðið heldur
saman, getur það náð langt.
Þriðji flokkur
Keppnin í 3. flokki var mjög
jöfn og að lokum urðu þrjú lið
jöfn og efst, KR, ÍR og Ármann
og verða þau að keppa aftur til
úrslita, því að hlutföll stiga ráða
ekki úrslitum. í öllum þessum
liðum eru efnilegir unglingar.
Fjórði flokkur
Nú var í fyrsta sinn keppt í
4. flokki á Reykjavíkurmóti og
kepptu 4 lið, A og B-lið ÍR og
KR. A-lið ÍR sigraði með nokkr-
um yfirburðum og leikir í þess-
um flokki, sem háður var í æf-
ingatímum félaganna voru hinir
skemmtilegustu.
Ingi Þorsteinsson fyrirliði KFR
tekur við sigurlaununum. Ingi
hefur um árabil verið einn
bezti frjálsíþróttamaður lands-
ins og nú á síðustu ánum í röð
beztu körfuknattleiksmanna.
Kvennaflokkarnir
íslenzka kvenfólkið stendur
karlmönnunum langt að baki í
körfuknattleik, enda hafa þær
ekki æft íþróttina eins lengi. Eng-
ínn vafi er samt á því, að stúlk-
urnar geta náð langt í framtíð-
inni. Ármannsstúlkurnar sýndu
oft góða tækni í úrslitaleiknum
gegn KR, sennilega er leikur
þeirra það bezta, sem íslenzkt
kvennalið hefir sýnt í körfuknatt-
leik.
Handknattleiksmótið
KR nægir jafntefli
við Fram til sigurs
Óvænfur yfirburðasigur KR yfir IR
Lið Armanns sem vann með yfirburðum í kvennaflokki
ar efnilegasti körfuknattleiksmað
ur. Ingi er mesti keppnismaður
liðsins, harðskeyttur og fylginn
sér, sennilega bezt þjálfaoi leik-
þjálfun, en áttu þó góðan síðari
hálfleik gegn KFR.
Annar flokkur karla
2. flokki karla sigruðu
IR-
f FYRRAKVÖLD var að Háloga-
landi næst síðasta leikkvöld
meistaraflokks karla í Reykja
víkurmeistaramótinu í hand-
knattleik. Aðalleikur kvöldsins
var á milli KR og ÍR og nánast
annar aðal úrslitaleikur mótsins.
KR vann auðveldan sigur og næg-
ir nú jafntefli við Fram á úr-
siitakvöldinu tii sigurs í mótinu
En vinni Fram þá sigrar Fram
í mótinu.
KR — ÍR 20:10
Leikur KR og ÍR varð fullu
húsi áhorfenda til mikilla von-
brigða. Fyrstu 3—4 mínúturnar
var um jafnan leik að ræða hraða
lyMSÍlÍESiliBEIlliiÍlÍlÍliæiiWlHI
Myndskreylingar
í bókinni eru eftii
listakonuna
Toni Patten
••••••
PílagrímstÖr
og ferðaþœttir
eftir ÞorbjÖrgu Árnadóttur
Þorbjörg hefir ferðast víða og segir
skemmtilega frá því, sem fyrir augun
ber. Fyrri hluti bókarinnar segir frá því,
sem öðru fremur hefir vakið athygli og
hreyft við tilfinningum höfundar í ferða-
lögum erlendis, en í seinni hluta bókar.
innar lýsir höfundur gönguferðum sínum
hérlendis, aðallega í Þingeyjarsýslu,
Tólf sérprentaðar myndasíður prýða
bókina auk teikninga við hvern kafla.
Bókin er 172 bls. — Verð kr. 130.00
Bókaforlag Odds Björnssonar
• • • • • V
• ••••' (T.
BÓKAFORLAG
ODDS BJÖRNSSONAR
filffll;
■nnfliiiHiBiani
og skothörku. Skiptust liðin á
um forystuna unz jafnt stóð 4:4.
En þá var eins og ÍR liðið bugað-
ist. Það fann ekki leiðina að
marki KR. Línumennirnir stóðu
staðir og gáfu aldrei færi á sér.
Vörn ÍR var á hinn bóginn óþétt
og varnarmenn staðir og hindr-
uðu KR-ingana sjaldan eða aldrei
í því að hlaupa um á línunni eins
og þá lysti. Sóknarmenn KR
voru hreyfanlegir á línu ÍR-
marksins og með hraða og á köfl-
um skemmtilegum leik þó án alls
glæsibrags náði KR algeru valdi
á leiknum. í hálfleik stóð 11:4
en eftir heldur jafnari síðari hálf-
leik lyktaði með með 20:10. Á
reikning markvarðar ÍR verða
sum markanna að skrifast því
honum voru mjög mislagðar
hendur til varnar í þessum leik.
Mörk KR skoruðu Reynir 9,
Heinz 5, Karl 4, Pétur Stefáns-
son 2.
Mörk ÍR skoruðu Gunnlaugur
5, Pétur 3, Hermann 2.
Þá
Aðrir leikir
léku Fram og Ármann.
Fram náði snemma tökum á leikn
um sem af beggja hálfu var þung
lamalega leikinn. í hálfleik stóð
7:4 en leik lyktaði með 17:6 fyrir
Fram.
Loks léku Þróttur og Valur. —
Var það lengst af i fyrri hálfleik
mjög jafn leikur og stóð rétt
fyrir hálfleikslok 9:8 fyrir Val.
En Valur náði síðar algerum tök-
um á leiknum og sigraði 24:13.
Fyrr um kvöldið fóru fram
leikir yngri flokka og voru úrslit
þeirra birt á siðunni í gær.
Á la’ugardaginn fóru fram leik-
ir yngri flokka og fyrsta fiokks.
Úrslit urðu:
2. fl. kvenna: Valur — KR 11:0.
2. fl. karla Víkingur — Ár-
mann 9:9.
3. fl. karla: Valur — ÍR 5:5 —
Ármann — Víkingur 2:11.
2. fl. karla: Ármann — ÍR 8:9.
1. fl. karla: KR — Valur 10:9 —
ÍR — Fram 7:6 — Víkingur —•
Þróttur (B fl.) 4:7.