Morgunblaðið - 03.12.1959, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 03.12.1959, Qupperneq 2
2 MORnrnyrtr 4fíiÐ Fimmtudagur 3. des. 1959 | Veðurfregnir | [ NA /5 hnútar [ SV 50 hnútar ¥ Snjókoma t Úði \7 Skúrir K Þrumur WZs, Kutíaskil V* Hifaski/ H Hcs» L L**9 í Veðurlýsing kl. 22 i gær- | kvöldi: Við suðurströndina er | óvenjulega djúp lægð, sem S ræður vindum og veðri um j norðanvert Atlantshaf og að- S liggjandi lönd. Um hádegi var i loftþrýstingur um lægðarmiðj- • una (L) aðeins 935 millibarar ( eða 701 mm. i Eins og kortið sýnir var vest í an rok og 5 stiga hiti á veður- i athugunarskipinu India, sem I er staðsett um 500 km suður | af Vestmannaeyjum. Á veður- j athugunarskipinu Alfa, sem i liggur á miðju Grænlandshafi ? var hins vegar NV-átt og 4 S stiga hiti. Hér á landi var vindur all- s hvass austan og 5—7 stiga hiti. ) Lægðin þokast nú hægt norð- s ur yfir landið og má því bú- i ast við breytilegri átt en mildu | veðri næsta sólarhring. ; Veðurhorfur fyrir daginn í i dag: SV-land og Faxaflói SV- • mið og Faxaflóamið: hægviðri ( fyrst en síðan allhvass vestan, i þíðviðri. | Breiðafjörður, Vestfirðir og s Breiðafjarðarmið: NA-kaldi i skýjað. Vestfjarðamið NA- • rigning. s Norðurland til Suðurlands Í og N-mið til SA-miða: gengur | í S og SV átt og lygnir, þíð- s viðri. i Hrói Höttur og indíána- sögur fyrir strákana Leifur gefur út nýja bók eftir Guðrúnu frá Lundi BÓKAÚTGÁFAN Leiftur sendir frá sér 28 bækur á jólamarkað- inn. Mi’kill hluti þessara bóka eru fyrir börn og unglinga, Hönnu-bækur og bækur um Möttu-Maju, sem allar stúlkur kannast sennilega við — og Hrói höttur, kemur út í nýrri þýðingu svo og nokkrar sígildar indíána- bækur. En meðal bóka fyrir full- orðna er ,,Ást og ættjörð" eftir Pearl S. Buck, ástarsaga, eins og nafnið bendir til. ,,Á ókunnum slóðum" heitir ný bók eftir Guðrúnu frá Lundi, sem Leiftur gefur einnig út. Guð rún er orðinn afkastamikil á rit- vellinum, því síðastliðin 14 ár hefur hún árlega sent frá sér bók. Guðrún á nú orðið stóran les- endahóp og er skemmst að minn- ast yfirlitsins, sem nýlega var birt um útlán bókasafna landsins, en þar var hlutur Guðrúnar stór. Og Gunnar Einarsson, forstjóri Leifturs, sagði, þegar hann kynnti blaðinu bækur sínar, að athyglisverðast væri hve eljusöm Guðrún væri. Hún stæði fyrir heimili sínu eins og hver önnur húsmóðir, en gæfi sér samt tóm til að sinna þessu tímafreka starfi. „Minningar og Svipmyndir úr Reykjavík", eftir Ágúst Jósefs- son, fyrrum heilbrigðisfulltrúa, kemur líka frá Leiftri. Segir Ágúst þar frá bæjarlífinu í Reykjavík fyrir og eftir aldamót- in og týnir til margt gamalt og fróðlegt. Bók hans er prýdd all- mörgum myndum úr gömltr Reykjavík. „Merkir Borgfirðingar“ eftir dr. theol. Eirík Albertsson er einnig frá Leiftri, en Eiríkur rit- Dagskrá Alþingis I DAG er boðaður fundur í sam- einuðu Alþingi kl. 1,30. Seytján mál eru á dagskrá. Er það rann- sókn kjörbréfs og hvort fyrir- spurnir skuli leyfðar og að lok- um kosningar þær, er frestað var i gær. ar þar þætti um 10 þekkta menn í Borgarfirði, sem voru samtíðar- menn Eiríks, en hann var um langt skeið sóknarprestur að Hesti í Borgarfirði. Meðal þýddra bó'ka frá Leiftri eru „Hún kom sem gestur" eftir amerísku skáldkonuna Edna Lee og „Rebekka" eftir Daphne du Maurier. Sú bók hefur áður kom- ið út í íslenzkri þýðingu en hefur lengi verið ófáanleg. Og Balzac á líka bók á jólamarkaðnum. Hún heitir „Vendetta". Og þá eru það barnabækurnar. Leiftur hefur áður gefið út 6 Hönnubækur. Nú koma tvær: „Hanna eignast vin“ og „Hanna í vanda“. Matta-Maja hefúr held- ur ekki gleymzt, því „Matta- Maja leikur í kvikmynd“ og Matta-Maja sigrar“ eru á jóla- markaðnum. „Anna-Lísa og litla Jörp“ er bók fyrir unglinga á sama reki, þ.e. 10—15 ára. „Maggi í geimflugi“ er fyrir piltana, segir frá 19 ára geimfara — og „Kim og horfni fjársjóður- inn“ er framhald af „Kim og fé- lagar“, sem kom út í fyrra. Leiftur gefur nú út í annað sinn tvær indíánasögur eftir Cooper, ,,Skinnfeldur“ og „Síðasti Móhí- kaninn, sem voru mjög vinsælar fyrir 10—15 árum, en eru fyrir löngu uppseldar. Sagan af Hróa hetti er líka í nýrri útgáfu, vel myndskreytt. En Leiftur gefur líka út „ís- lenzka" Hróa hattar-bók, sem heitir „í fótspor Hróa hattar“, eftir rithöfund, sem nefnir sig Örn Klóa. Sá er ættaður að vest- an og hefur að undanförnu samið 5 unglingabækur, sem Gunnar Einarsson segir að orðið hafi mjög vinsælar, a.m.k. bendi salan til þess. í fyrstu hét aðalsögu- hetja Arnar Klóa „Jói“, en í hitteðfyrra sendi 'hann frá sér Dóttur Hróa hattar og í ár heldur Örn Klói sig enn við Hróa hött. „Stubbur vill verða stór“ er fyrir yngstu lesendurna og „Gull- stokkurinn", sem var vinsælt les- efni unga fólksins í „gamla daga“ kemur nú út öðru sinni. Áréttuaugnablikimunhöggiðríða Frá umræðum á Dagsbrúnarfundi S.L. mánudag var haldinn fund- ur í Verkamannafélaginu Dags- brún. Var fundarefni m.a. samn- ingamálin. Eðvarð Sigurðsson, ritari fé- lagsins tók fyrstur til máls á fundinum og ræddi um stjórn- málaviðhorfið í dag. Ræddi hann mjög um það hvernig hin nýja ríkisstjórn ætti að bera sig að því, að leggja fram tillögur sínar í efnahagsmálum. Ástandið væri ekki gott og vafalaust yrðu ráð- stafanir ríkisstjórnarinnar — hverjar sem þær yrðu — óvin- sælar. Var ræða hans yfirleitt grundvölluð á pólitískri andstöðu hans við núverandi ríkisstjórn. Jóhann Sigurðsson tók fyrir ýmsar fjarstæður í ræðu Eðvarðs. Benti hann á að það tæki sinn tíma og þyrfti engan veginn að vera tortryggilegt eins og Eð- varð hefði látið í veðri vaka. að semja tillögur til úrbóta og við- reisnar efnahagslífi þjóðarinnar. Alþýðuflokksstjórnin hefði aldrei verið né heldur átt að vera annað KOMIÐ er út annað bindi í rit- safni Bókfellsútgáfunnar „ís- lenzk sendibréf". Nefnist bókin „Biskupinn í Görðum“ og er sett saman úr bréfum séra Árna Helgasonar til Bjarna amtmanns Þorsteinssonar. en þeir voru skólabræður og sambýlismenn í Kaupmannahöfn 1804—1808, eða þar til Bjarni amtmaðup-fluttist til Reykjavíkur. Bar margt á góma í bréfum þessum, stjórnarfar, landshagir, misjafnir stiftamtmenn, höfðingj arnir í Viðey, kvonbænastríð Bjarna assessors. lífið í Reykja- vík á fyrri hluta 19. aldar, frelsis barátta Fjölnismanna og annarra ungra íslendinga, bókmenntir og skólamál, endurreisn Alþingis, flutningur lærða skólans til Reykjavíkur, pereatið, þjóðfund- urinn o. m. fl. Jón Kjartansson forsfjóri tekur sæti á Alþingi í UPPHAFI fundar í Sameinuðu þingi í gær las forseti bréf frá forseta neðri deildar. I bréfinu var svo skýrt frá, að 5. þingm. Vestur-Norðlendinga, Björn Páls son, yrði að hverfa af þingi vegna lasleika heima fyrir og óskaði hann þess að varamaður, Jón Kjartansson, forstjóri, tæki sæt: á þingi í sinn stað. Var kjörbréf Jóns Kjartans- sonar einróma samþykkt og und- irritaði hann eiðstaf og tók sæti á þingi. Bókauppboð í dag I DAG kl. 5 verður í Sjálfstæðis- húsinu Listmunauppboð Sigurðar Benediktssonar og verða þar boðnar upp 114 bækur. Af merk- um bókum á uppboði þessu má nefna Aðvörun og sannleiksraust Þórðar Diðrikssonar gefin út í Kaupmannahöfn 1879 og Maturta bók (Eggerts Ólafssonar), sem Björn Halldórsson gaf út 1774. Þá má nefna Jarðskjálfta á Suð urlandi eftir Þorvald Thoroddsen, gefin út í Khöfn 1899, Almanak fyrir árin 1841—60, sem Finnur Jónsson og Jón Sigurðsson gáfu út og Almanak árin 1861—1875, sem Jón gaf út, Odysseifskviðu Homers, sem Sveinbjörn Egilsson i íslenzkaði, gefin út í Viðey 1829— en bráðabirgðastjórn og ráðstaf- anir hennar í samræmi við það. En ástæðan til þess að tillögur liggja ekki fyrir enn, er aðallega sú, að nú fyrst er verið að fram- kvæma loforð vinstri stjórnar- innar um úttekt þjóðarbúsins. Eðvarði ferst ekki að tala um þessa hluti, sagði Jóhann, eða var það ekki vinstri stjórnin, sem lagði um 1200 millj. kr. nýja skatta á þjóðina? Og hverjir greiddu þessa skatta nema við? Og samt sögðu þeir þá, að þetta væru allt kjarabætur. Vísitölu- stigin, 6 sem tekin voru af okkur haustið 1956 voru að sögn komm- únista kjarabætur. Það sem við blasir í dag er, að við höfum eytt um efni fram og verðum að finna ráð út úr þeim vanda, sem af því hefur hlotizt. Ráð komm- únista í vinstri stjórninni var að leggja á nýja skatta. Þeir sögðust ætla að taka féð úr vösum þeirra sem breiðust hefðu bökin, en reyndin varð allt önnur og reyndar gagnstæð; þeir skatt- Árni Helgason. stiftprófastur í Görðum og biskup að nafnbót var meðal kunnustu íslendinga á sinni tíð. Eftir glæsilegan náms- feril var hann um skeið dóm- kirkjuprestur í Reykjavík og tvisvar settur biskup. Finnur Sigmundsson, lands- bókavörður, bjó bókina til prent- unar. í henni er fjöldi mynda og frágangur allur prýðilegur. ÞAÐ er dálítið skrítið að setjast niður til að skrifa um sextugan skólabróður, rétt eins og þetta sé í rauninni ekki full alvara. Við, sem vorum öll unglingar fyr- ir svo örstuttu, og getum jafnvel verið það enn, ef því er að skipta. En Árni læknir er nú einna fyrstur úr hópnum að ná þessu háa, virðulega aldursmarki, og þess vegna erfiðara að átta sig á, hvað hér er eiginlega um að vera. Annars vorum við Árni ekki mikið samferða á sjálfum skóla árunum, ekki einu sinni bekkjar- bræður. Kynni okkar hófust fyrst að ráði, þegar þeim tíma sleppti og út í starfið kom, þó að stund- um hefðumst ólíkt að, læknirmn og presturinn. Árni er Þingeyingur að upp- runa, af traustum og sterkum ættstofnun, þar og í Eyjafirði, og eru frændur hans margir miklir og víðkunnir hæfileika- menn. Hann fæddist að Lóni í Kelduhverfi 3. des. 1899, sonur hjónanna Guðmundar B. Árna- sonar og Svövu Daníelsdóttur, sem um skeið bjuggu á Héðins- höfða á Tjörnesi, en síðan lengst að Þórunnarseli, eða til ársins 1919 ,er þau brugðu búi og flutt ust til Akureyrar. Var Árni þeirra elzt barn, en hin eru Jón stúdent, stórkaupmaður á Akur- eyri, og Sigurveig, bókhaldari þar hjá bróður sínum. Svava, móðir Árna, sérstök fríðleiks- og atgerviskona, er látin fyrir all- mörgum árum, en faðir hans enn á lífi, rúmlega hálfníræður, ern og fjörmikill og sístarfandi. Hann var langa hríð bæjarpóstur lögðu almenning meira en nokkru sinni hefur áður þekkzt, afnámu og greiddu niður um 30 vísitölustig, bættu við nýjum bankastjórum og sögðu svo á fundum hér í félaginu að vinstri stjórnin héldi fast við verðstöðv- unarstefnuna. Eðvarð talaði aftur og reyndi að bera blak af vinstri stjórninni, viðurkenndi þó margt, en bað Jóhann að lokum að vera ekki að ræða þessi mál á fundum í Dagsbrún. Var helzt á honum að heyra, að hann teldi þetta ekki heppilegt umræðuefni fyrir verkamenn að hlusta á. Guðmundur J. Guðmundsson ræddi málin á sinn venjulega hátt og kom ekkert nýtt fram úr þeim orðabelg. Sama er að segja um Jón Vigfússon, sem spilaði gamla plötu. Sigurjón Bjarnason gagnrýndi stjórn Dagsbrúnar harðlega fyrjr afstöðu hennar á undanförnum árum og það, hvernig hún hefði notað félagið og kjarabaráttu þess á pólitískan hátt. Nokkrar umræður urðu um fé- lagsmál. Skýrði formaður frá því að unnið væri að því að opna bókasafn félagsins. En rúmt ár er nú síðan hann skýrði frá því á fundi að safnið yrði mjög bráð- lega opnað. Þá ræddi hann og um vætanlega húsbyggingu fé- lagsins. Hann skýrði frá því að þar sem Eðva*ð Sigurðsson hefði svo mikið að gera á Alþingi hefði verið ráðirm nýr starfsmaður til félagsins! Kosið var í uppstillingarnefnd og i kjörstjórn. Að lokum mælti formaður nokkur orð. Kvað hann Dagsbrún myndi bíða átekta með frekari að gerðir í sarnningamálum, en þeg- ar rétta augnablikið væri komið myndi höggið ríða. Bað hann verkamenn að standa saman um það sem gert yrði, þegar hið rétta augnablik rynni upp. á Akureyri, alkunnur ágætismað- ur, með lifandi áhuga á fjölmörg- um framfaramálum samtíðarinn- ar, lesinn og fróður, en ritfær í bezta lagi. Árni tók góðan og notadrjúg- an arf úr foreldrahúsum, en lít il efni voru til að kosta skóla- nám þeirra systkinanna, og varð þess að afla með eigin dugnaði og þrautseigju. Lengi fram eftir unglingsárunum þurfti og Árna mjög við heima, að búi foreldra sinna. Lagði hann því með seinna móti upp í sína eiginlegu skóla- göngu, og varð æði slitrótt fram an af. En upphaf hennar var í unglingaskóla Benedikts Björns- sonar á Húsavík, vetrartima, og glæddist þar og dafnaði sá bók- menntaáhugi, sem alltaf hefur einkennt Árna og hið næma skyn hans á fögru og réttu tungutaki. En Benedikt var, sem kunnugt er, við'urkenndur stilsnillingur og málvöndunarmaður. Á Akureyrarskóla var það aft- ur á móti náttúrufræðin, sem mest heillaði Árna, og var slíkt raunar ekki einsdæmi á þeim stað, undir handarjaðri Stefáns skólameistara. Of lítið tóm hefur annasöm æfi eftirlátið þessum vísindum. En ósjaldan hefur það að mér hvarflað, hvílíkur úrvals kennari Árni hefði getað orðið sjálfur, í báðum þessum grein- um, fögrum bókmenntum og nátt úrufræði. En læknirinn mátti sín meir. Árni lauk stúdentsprófi vorið 1925 og embættisprófi í læknis- fræði vorð 1932. Vann hann ó- hemjumikið með náminu öll árin og hélt þá jafnvel heilan skóla Framii. á bls. 19 „Biskupinn í Görðum" sendibréf Arna Helgasonar til Bjama amtmanns Þors teinssonar Árni Guðmundsson læknir sextugur

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.