Morgunblaðið - 03.12.1959, Page 11
10
MoncvTSnr.AÐiÐ
rimmíudagur 3. des. 1959
Fímmíudagur 3. des.
Útg.: H.f. Arvakur Reykjavík.
Framkvæmdastjöri: Sigfús Jónsson.
Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.)
Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Matthías Johannessen.
Lesbók: Arni Óla, sími 33045.
Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn: Aðalstræti 6.
Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480.
Askriftargald kr 35,00 á mánuði innanlands.
í lausasölu kr. 2.00 eintakið.
ALVÖRUÞRUNGIN AÐVÖRUNAR-
ORÐ
r
IRÆÐU þeirri, sem Jónas
Haralz ráðuneytisstjóri
flutti á vegum háskóla-
stúdenta á fullveldisdaginn, fól-
ust alvöruþrungih aðvörunarorð,
svo alvarleg, að engin hugsandi
íslendingur má láta þau fram hjá
sér fara. Jónas Haralz dró í hinni
ágætu ræðu sinni upp glögga
mynd af þróun íslenzkra efna-
hagsmála á undanförnum árum,
og gerði þjóðinni hreinskilnis-
lega grein fyrir því, hversu ömur-
lega er komið fyrir henni.
„Ég fæ ekki betur séð, en að
svo framarlega sem ekki verði
gagnger breyting á stjórn efna
hagsmálanna í náinni framtíð,
blasi ekki annað við en
greiðsluþrot út á við og upp-
lausn inn á við,“ sagði ráðu-
neytisstjórinn.
„Verðbólgusprenging”
Hann vitnaði síðar í ræðu
sinni til ummæla sinna haustið
1958, í þann mund, sem vinstri
stjórnin fór frá völdum, að „þjóð-
in væri að ganga fram af brún-
inni“. Hann kvað víxlhækkanir
kaupgjalds og verðlags á árinu
1958 og mánuðunum þar á undan
hafa verið svo örar, að af því
hefði leitt „verðbólguspreng-
ingu“.
Þannig var ástandið haustið
1958, þegar vinstri stjórnin
hrökklaðist frá völdum. Verð-
bólgan hafði vaxið gífurlega und-
ir forystu hennar. Hermann Jó.i-
asson var knúður til þess að lýsa
því yfir, að enn „ný verðbólgu-
alda“ væri risin, og að engin
samstaða væri fyrir hendi innan
rikisstjórnar hans um úrræði til
lausnar vandanum.
Djúptækar breytingar
Um það, hvernig snúið verði
vifí á þeirri óheillabraut, sem
íslendingar hafa gengið síðustu
ár í efnahagsmálum sínum, komst
Jónas Haralz m. a. að orði á þessa
leið:
„Breytingar á þessum málum
geta ekki fengizt með neinum
yfirborðslagfæringum, og alls
ekki með notkun neinna töfra-
meðala. Lækning getur aðeins
fengizt með djúptækum breyting
um, sem að sjálfsögðu ekki geta
skeð á skömmum tíma. Fyrsta
skrefið til lækningar er að leið-
togar okkar á öllum sviðum þjóð-
lífsins horfist æðrulaust í augu
við vandamálin, að þeir sannfær-
ist um, að hér er um ekkert
minna að tefla en það, hvort okk-
ur tekst að byggja þetta land sem
sjálfstæð og frjáls þjóð, og að í
samanburði við það, skipta aðrir
hlutir litlu máli. Ef þeir vísa leið-
ina, er varla hætta á öðru en ís-
lenzka þjóðin fylgi á eftir.“
Undirrót erfiðleikanna
Engum blandast hugur um það,
að undirrót erfiðleika okkar í
efnahagsmálum er rik hneigð
þjóðarinnar til þess að eyða
meiru en hún aflar. Sú hneigð er
orsök hins geigvænlega greiðslu-
halla gagnvart útlöndum, sem
ráðuneytisstjórinn benti á í ræðu
sinni. Þennan mikla halla höfum
við greitt með gjafafé og stór-
feldum erlendum lánum. Nú er
svo komið, að greiðslur vaxta og
afborgana af erlendum lánum,
munu á næstu tveimur árum
nema 160—170 milljónum króna
á ári, eða um 11% af heildar-
gjaldeyristekjum landsins.
Það er einnig alvarleg stað-
reynd, að svo er_ nú komið, að
ísland getur ekki fengið lán til
langs tíma hjá þeim helztu pen-
ingastofnunum í heiminum, sem
slík lán veita. Þannig er þá komið
lánstrausti þessarar þjóðar.
Jónas Haralz vekur athygli á
því, að þau stórlán, sem við höf-
um tekið sl. 3 ár, hafa verið veitt
úr sérstökum sjóðum, sem Banda-
ríkjastjórn ræður yfir, en slíkra
lána hafa aðeins fá lönd orðið að-
njótandi undir mjög sérstökum
kringumstæðum. Þær sérstöku
kringumstæður voru m. a. þær,
að vinstri stjómin fékk stórlán
hjá Bandaríkjastjórn um leið og
hún samdi við hana um áfram-
haldandi dvöl varnarliðsins í
landinu.
Svona hyldjúpa gerði Her-
mann Jónasson og vinstri
stjóm hans niðurlægingu fs-
lands. Hann hikaði ekki við
að taka við beinni borgun í
dollurum fyrir það að semja
um áframhaldandi dvöl varn-
arliðsins í landinu um ótil-
tekinn tíma, þvert ofan í kosn
ingaloforð flokks síns og mái-
efnasamning ríkisstjórnar
hans!
Þannig lék vinstri stjómin
sóma íslands og þjóðar þess. Önn
ur eins óhappastjórn hefur aldrei
farið með völd 1 þessu landi.
Leiðir út úr vandanum
Það er mikils um vert, að gera
sér ljóst, hvernig ástandið er í
efnahagsmálum landsmanna um
þessar mundir. Ríkisstjórnin
mun leggja á það höfuðkapp að
gera þjóðinni það sem ljósast,
leggja spil þrotabús vinstri stjórn
arinnar opinskátt og hreinskiln-
ingslega á borðið frammi fyrir
alþjóð. En mest er þó um vert,
að viturlegar leiðir verði fundn-
ar út úr vandanum. Jónas Har-
alz ræddi í niðurlagi ræðu sinn-
ar nokkuð einstök atriði í sam-
bandi við lausn efnahagsvanda-
málanna. Hann minntist á tak-
mörkun á lánsfé bankanna, vaxta
breytingar, greiðsluhallalaus fjár
lög, samræmingu á stórfram-
kvæmdum í þágu framleiðslunn-
ar, jafnvægi í greiðsluviðskipt-
um ,breytingar á tengingu verð-
lags og kaupgjalds, breytingar á
skattalögum með það fyrir aug-
um að gera atvinnutækjunum
kleift að mynda fjármagn til
eðlilegrar uppbyggingar, og aukn
ingar framleiðslunnar.
Öll var þessi ræða ráðuneyt-
isstjórans, sem er einn af
merkustu hagfræðingum okk-
ar hin athyglisverðasta. Er
vissulega ástæða til þess að
ihvetja þjóðina til þess að
kynna sér þá sögu, sem hann
rakti og ábendingar hans um
leiðir út úr því efnahagsöng-
þveiti, sem þjóðin horfist nú
í augu við.
UTAN ÚR HEIMI ]
Pólifískt sfríð „á öldum Ijósvakans"
UM þessar mundir eru 20 ár
liðin síðan brezka útvarpið
(British Broadcasting Corp-
oration) hóf sérstakar út-
varpssendingar til megin-
land Evrópu. — Útsending-
amar til Austur-Evrópu hafa
ekki gengið hljóðalaust á
undanförnum árum. Komið
hefir verið upp sérstökum
útvarpsstöðvum til þess að
trufla þessar sendingar — og
svo er enn. Útvarp BBC á
fjórtán Evróputungumálum
er nú truflað þannig — fyrst
og fremst til jámtjaldsland-
anna svonefndu, en einnig
útsendingar til landa eins og
Finnlands og Grikklands. —
En BBC heldur áfram að út-
varpa til Austur-Evrópu í
fullvissu um það, að tíminn
vinni gegn slíku framferði.
— ★ —
Það var byrjað fremur
smátt á þessu sviði. En mjór
er mikils vísir. og innan
tveggja ára var komin á fót
sérstök deild innan brezka
útvarpsins — „BBC Europ-
ean Service“ — sem hver
Englendingur er stoltur af,
enda er þessi útvarpsstarf-
semi af mörgum talin eitt
beittasta vopnið í baráttunni
fyrir friði og gagnkvæmum
skilningi ólíkra þjóða —
þrátt fyrir baráttuna gegn
henni, sem áður er á minnzt.
• Frægar raddir
Þegar Þjóðverjar höfðu
lagt undir sig mikinn hluta
Evrópu í styrjöldinni og
London varð aðsetursstaður
útlagastjórna ýmissa landa,
varð „BBC European Serv-
ice“ mikilvægasti tengiliður
meginlandsins við hinn
frjálsa heim fyrir utan. —
Þjóðverjar trufluðu að vísu
sendingarnar eftir mætti, en
gegnum hávaðann frá trufl-
Jafnvel finnar mega
ekki heyra „röddina
frá London"
*
Polland eina járn-
tjaldsríkið sem ekki
truflar sendingar BBC
mætti segja, til þjóða, er lifa
við pólitíska kúgun. — En
þannig er því miður ástatt
enn um margar þjóðir í
Evrópu — og hið ósýnilega
en háværa tákn einræðisins,
truflanastöðvarnar, senda
enn skerandi hljóð út yfir
„öldur ljósvakans“.
— ★ —
BBC útvarpar samtals 223
klukkustundir á viku hverri
Árið 1956 hættu Rússar
reyndar um skeið að trufla
BBC. Það var — af eðlileg-
um ástæðum — þegar Krús-
jeff og Búlganin heimsóttu
England. Nokkrir mánuðir
liðu svo, að brezka útvarpið
heyrðist ágætlega austur
þar, en svo hófust truflan-
imar skyndilega á ný —
sömuieiðis af eðlilegum
ástæðum — þegar uppreisn-
leyti, sem truflunum var
hætt, lá verðmæti. sem nam
112 millj. zloty í stöðvunum
og öllum útbúnaði þeim til-
heyrandi, og rekstrarkostn-
aður nam um 30 millj. zloty
á ári — en það var um þriðj.
ungur kostnaðarins af öllum
rekstri pólska ríkisútvarps-
ins. — Og nú var hægt að
taka 42 stuttbylgju- og 11
miðbylgjusenda til annarra
og nytsamlegri þarfa.
til landa í Evrópu — fyrst in brauzt út í Ungverjalandi.
og fremst til járntjalds-
landanna, mest til Rússlands 0 Dvrt spaug
(17Í4 klst.) og Póllands , .
(1614). Síðast var byrjað að Po^nd er nu ema 3arn-
útvarpa tU Rússlands, eða tjaldslandið, þar sem dag- ur sogunm.
• Mun hverfa
Skopmynd ur
rússneska blað- Sjalfsagt verður þess enn
inu „Krokodil“ W að b ða, að Sovétríkin
af Maurice La- °g onnur jarntjaldslond fylgi
tey, sem stjórn fordæmi Pólverja í J?essum
ar útvarpssend e£num — ser ljost,
ingum til Aust- að ,uPPgotvun Gobbels ger
ir ekki þeim, er henni beita,
slíkt gagn, að svari til fyrir-
hafnar og kostnaðar sem
henni er samfara. En, sem
sagt, tíminn vinnur geg.n
slíku atferli og fyrr eða
síðar mun þetta tákn einræð
is og skoðanakúgunar hverfa
Þessi teikning er úr öðru
tékknesku blaði — og
teiknarinn kallar hana að-
eins: „BBC-hIustandi“. —
ur-Evrópu.
skrá BBC heyrist hindrunar-
laust. — Þegar Gomulka
kom þar til valda 1956, var
— ★ —
Það er nefnilega svo —
tilkynnt. að hætt yrði að sem nágrannar okkar í Dan-
trufla erlendar útvarpssend- mörku og Noregi geta borið
ekki fyrr en árið 1946.
• Göbbels var höfund-
urinn
Skipulagðar útvarpstrufl-
anir voru fyrst notaðar
nokkru fyrir heimsstyrjöld-
ina síðari — það var Göbb-
els, áróðursstjóri Hitlers,
sem „fann upp“ þessa aðferð
og notaði hana á sama hátt
og nú er gert: til þess að
hindra að „óæskilegar“ skoð-
anir og fréttir bærust út til
almennings. — Að stríðinu
loknu, þegar bandamenn
stóðu yfir höfuðsvörðum
þeirra manna, sem voru höf-
undar truflanastöðvanna,
héldu menn, að slíku yrði
ekki framar beitt sem póli-
tísku vopni. En þegar „kalda
stríðið” var farið að harðna
fyrir alvöru, tók truflana-
surgið að segja til sín á nýj.
an leik. — Rússar riðu hér
á vaðið — byrjuðu að trufla in2ar- — Andúðin á þessari um af eigin reynd frá stríðs
sendingar BBC fyrir 10 ár- ,,starfsemi kom vel i ljos í árunum — að þrátt fyrir o-
um, tveim árum síðar fylgdu uPPreisninni í Poznan þetta þægindi þau sem af hinum
pólsk stjórnarvöld fordæmi úr. Þá réðist fólkið jöfnum skipulogðu truflunum stafa,
Moskvuherranna í þessu efni höndum á fangelsin og trufl- hlustar almenningllr ekki l
og árið 1953 voru starfandi anastoðvarnar. .
truflanastöðvar í öllum hin- Þetta dæmi frá Póllandi annað meira en hinar er-
um kommúnisku löndum segir líka aðra sögu. Það hef ,en<lu útvarpssendingar, sem
Þar var Göbbels, áróÖurs-
stjórí Hitlers, sem fyrstur
beitti skipulögðum utvarps-
truflunum til að utiloka
óæskilegar66 skoðanir
99'
Evrópu.
ir verið upplýst, að um það þannig eru leiknar.
Selur ollt tU
uð hjólpa
fúvitum
LONDON. — Fjörutiu og níu
ára gamall enskur verk-
smiðjueigandi hefir ákveðið
að gefa tveim elztu samstarfs
mönnum sínum hina stóru
húsgagnaverksmiðju sína. —
Hins vegar ætlar hann að
selja stóra og glæsilega ein-
býlishúsið sitt, sem hefir m.a.
sex svefnherbergi — og síð-
an ætlar hann og kona hans
að verja lífi sínu hér eftir til
hjálpar nauðstöddum börn-
um.
Pelling — en svo heitir
verksmiðjueigandinn — og
kona hans eiga eitt barn, 18
ára son, sem er fáviti. — Þau
ætla að koma á fót sérstöku
heimili fyrir slík börn, þar
sem þau njóti umönnunar
fólks, er hefir hlotið sérstaka
menntun á þessu sviði. —
Þarna á sonur þeirra einnig
að fá að dveljast, svo lengi
sem hann lifir.
— Við hjónin vitam, hver
kross það getur verið for-
eldrum að eignast slík börn,
segir Pelling, og við vitum
líka, hve nauðsynlegt það er,
að þau njóti umönnunar
hæfra manna.
Myndin er úr tékknesku
vikublaði — og með henni
stóð svohljóðandi texti:
„Á hvaða málshátt minn-
ir þessi mynd yður? —
Svar: Lýgin er lágfætt".
anastöðvum þeirra heyrðust
margar frægar raddir:
Churchill, Vilhelmína Hol-
landsdrottning, Hákon Nor-
egskonungur, Benes forseti
Tékkóslóvakíu og de Gaulle
hershöfðingi — og síðast en
ekki sízt munu menn minn-
ast raddar Eisenhowers, þá
yfirhershöfðingja, er hann
tilkynnti um innrás banda-
manna í Frakkland.
Þetta tilheyrir nú sögunni.
BBC er hætt að halda uppi
sérstökum útvarpssending-
um til Vestur-Evrópu. Þörf-
in er ekki lengur fyrir hendi,
því að hlutverk slíkra send-
inga hefir frá upphafi verið
það að byggja „brú“, ef svo
Kort, skrifað um borð í „Titanic"
RAUNVERULEIKINN
er oft ótrúlegri en
nokkur skáldsaga, og
ef eftirfarandi frásögn
sem vér höfum eftir
norsku fréttastofunni
NTB, er sannleikanum
samkvæm, þá er hún
vissulega enn ein sönn
un þess, hve ótrúlegar
sögur lífið getur stund
um samið:
♦
Sænsk kona, frú
Alice Bengtson í
Falkenberg, fékk ný-
lega kveðjupóstkort,
sem verið hafði harla
lengi á leiðinni. Kortið
var frá bróður hennar,
Karl Roberg Carlson,
sem fórst með stórskip
nýkomið fram
inu „Titanic“ árið
1912. — Það enu sem
sé nær 50 ár síðan
skrifað var á kortið,
en ekkert er vitað um
„ferðir“ þess fyrr en
nú allra síðustu árin.
♦
E3 Það var fyrir um
það bil þremur ár-
um, að skátadrengur
einn fann þetta kort
af tilviljun við Ljung-
vatnið í Hollandi. —
Ekki hafa menn lwig-
mynd um hvemig það
hefir þangað komizt,
en síðan er sagan ljós.
— Drengurinn geymdi
kortið, þar sem honum
þótti það merkilegt
vegna dagsetningarinp
ar, en það var skrifað
10. apríl 1912 um borð
í Titanic. — En svo
gleymdi hann fundi
sínum þar til hann
fyrir nokkmm mánuð
um sá kvikmynd um
Titanic-slysið. Þá á-
kvað hann að reyna
að hafa uppi á viðtak-
andanum.
♦
CE3 Kortið var stílað
til Emanuels Carl
sons, jarðyrkjumanns,
Falkenbergv — Eftir
víðtæka eftirgrennslan
tókst loks að fá vitn-
eskju um Carlson
þennan, en hann hafði
látizt árið 1931. Það
var þó upplýst, að
hann var faðir fyrr-
nefnds Karls Robergs
Carlsons — og nú tók
skátadrengurinn að
leita að öðrum ætt-
ingjum. — Þar kom
líka, að hann hafði
uppi á frú Alice Bengt
son, sem er systir
Karls Robergs. Svo
einkennilega vill til,
að hún á heima
skammt þar frá, sem
Emanuel Carlson bjó
— í Falkenberg, eins
og stóð á póstkortinu.
CE3 I samtali við
sænskt blað sagð-
ist frú Bengtson hafa
orðið mjög hrærð, er
hún fékk þessa hinztu
kveðju frá bróður sín-
um með svo óvenju-
legum hætti. — Eins
og fyrr segir var kort-
ið skrifað 10. apríl
1912 um borð í Titanic
en hinn 14. sama mán
aðar rakst hið nýja og
glæsta skip á borgarís-
jaka og sökk. Svíinn
ungi var í hópi þeirra
rúmlega 1600 af áhöfn
og farþegum þess sem
þarna fórust. — Hann
var á leið til Banda-
ríkjanna, ásamt vini
sínum — til þess að
leita gæfunnar.........
MORCVNBLAÐIÐ
11
Virkjum Dettifoss
FÁ framboð fyrir haustkosn-
ingarnar munu hafa vakið
meira umtal og athygli en
framboð Bjartmars Guð-
mundssonar, bónda á Sandi í
Aðaldal, er skipaði þriðja
sætið á lista Sjálfstæðisflokks
ins í Norðurlandskjördæmi
eystra. Varð það ljóst strax,
er framboðið var tilkynnt, að
andstæðingar listans höfðu
beyg af því, að vinsældir
Bjartmars yrðu þeim til
fylgistaps. Úrslit kosninganna
sýndu líka, að listi Sjálfstæðis
manna hafði unnið á í kjör-
dæminu og Bjartmar Guð-
mundsson fór á þing sem 10.
landskjörinn þingmaður. Er
hann skrifari efri deildar
Alþingis og á sæti í landbún-
aðarnefnd og samgöngumála-
nefnd deildarinnar.
mæðiveikinni, og kúnum fjölg-
ar enn meira, a. m. k. í sveitun-
um, sem næst liggja mjólkursam-
lagi Kaupfélags Þingeyinga. Ærn
ar eru tvílembdar og gefa þar af
leiðandi all góðar afurðir, þetta
um 50—90% tvílembt.
— Hvað um atvinnulífið á Húsa
vík?
— Þar er aðalmiðstöð austur-
hluta Suður-Þingeyjarsýslu og at-
vinnuafkoma manna þolanleg um
þessar mundir, byggist þó held-
ur mikið á byggingarvinnu. En
þar hefur mikið verið byggt af
myndarlegum íbúðarhúsum, sem
setja svip á bæinn. Hinsvegar er
útgerð þar ekki mikil, höfnin
er grunn og of opin fyrir hafátt-
inni, þó þar hafi að vísu verið
umbætt nokkuð hina síðustu ára-
tugi. Þar er hraðfrystihús, sem
vinnur úr afla hinna smærri báta
og gengur rekstur þess nú ágæt-
lega. Stærri bátar gera aðallega
út frá Suðvesturlandi á vetrar-
vertíð og fylgir þeim margt
manna suður, bæði sjómenn og
aðrir til að vinna í landi.
Bjartmar Guðmundsson
hinni sviplegu stíflu í ánni í hrfll
um á dögunum, þegar allt orku-
svæði Laxárvirkjunar varð eld-
laust, ljóslaust og sumt upphit-
unarlaust í fleiri sólarhringa.
— Nokkuð fleira í sambandi
við hagsmunamál ykkar þar
norður frá?
— Já, margt. En ég nefni að
lokum aðeins eitt. Stundum er
talað um stórvirkjanir í landinu
í sambandi við stóriðnað, t.d.
Þjórsá eða Dettifoss. Dettifoss
ætti að verða fyrir valinu, ef
menn vilja koma í veg fyrir að
hólminn okkar sporðreisist.
Óumræðilega þreytandi
þingræður
— Hvernig fellur þér að sitju
á Alþingi og hvérnig lízt þér á
andrúmsloftið þar?
— Þar eru margir mætir menn.
En þingræður eru óumræðilega
þreytandi, þegar þær snúast
mest um allt annað en fyrir ligg-
ur að ræða, máske dögum sam-
an fram á nætur. Mann langar
ekki beinlínis að heyra endur-
sagðar kosningaræður eða efni
blaðagreina um 20—30 ár. Aftur
á móti er nokkuð gott að hlusta
á hálftíma ræður um Kötlugos
og frostaveturinn 1918 í sam-
bandi við skemmtanaskatt og fag
uryrði um ljósmæður og lauga-
trog í sambandi við tollskrár.
svo hólminn okkar
ekki sporðreisist
Tíðindamaður Morgunblaðsins
hitti Bjartmar að máli og spurði
hann um helztu æviatriði og hugð
arefni og ýmis baráttu- og á-
hugamál byggðarlaganna norður
þar. Fer samtalið hér á eftir:
Mest baksað við búskap
— Þú vildir kannske byrja á
því, Bjartmar, að segja mér frá
uppvaxtarárum þínum og skóla-
göngu?
— Ég er fæddur á Sandi 7.
júní árið 1900 og hef alltaf átt
þar heimili. Ég er elztur af 12
krökkum og fór auðvitað að
vinna strax og ég gat eitthvað.
Þetta var stór jörð, en talin erfið,
mikil engjajörð, mikið um fugla-
líf, dálítið um veiðiskap. Skóla-
ganga var ekki mikil og ég hef
mest baksað við búskap. Þó var
ég einn vetur á unglingaskóla og
einn vetur á Alþýðuskólanum á
Eiðum. Framan af stóð ég fyrir
búi föður míns, sem þá var far-
inn að slá slöku við, eftir því
sem möguleikar leyfðu. Nú bý
ég sjálfur með konu og nokkra
krakka. Ég byggði nýbýli á
Sandi. Þar er nú fjórbýli, tvö
nýbýli og tvíbýli á gömlu jörð-
inni.
Opinber störf?
— Ég lenti í hreppsnefnd árið
1931 og hef verið þar síðan, og
oddviti nú síðustu árin. Leiðinda-
starf. Þá hef ég einnig verið í
sýslunefnd síðan 1934 og kallað-
ur hreppstjóri frá 1943, en um
þetta varðar engan.
•— Þú vildir kannske áður en
lengra er haldið segja mér frá
tildrögum þess, að þú fórst í
framboð?
Takmörkuð þingsetuþrá
— Nokkuð af nýjungagirni, en
þó mjög takmörkuð þingsetuþrá,
tilviljun, máske eitthvert stjörnu-
merki hér uppfrá, beiðni vina
minna sumra, sem lengi hafa set-
ið í sínu núlli með áhrifalaus at-
kvæði en aðallega þó lítil von
um að fá aðstöðu til að hafa
áhrif á mál, sem legið hafa i
hvílu vanrækslunnar.
Nóg að gera
— Það væri gaman að heyra
um það sem efst er á baugi í
héraðinu. Hvernig er með at-
vinnu þar norður frá hjá ykk-
ur
— Nóg að gera, byggja, rækta
og svo þetta venjulega, á túni.
í fjárhúsum og í fjósi. En þó eru
tekjur bændanna rýrar þetta
30—70 þúsund nettó, eins og
skattaskýrslurnar segja og sýna.
Þó fjölgar bæði ásauðum og kú-
gildum, svo nú mun vera mun
fleira sauðfé í Þingeyjarsýslu en
nokkurn tíma áður, og allt stál-
hraust, síðan við sigruðumst á
Sildina vantar
— En síldin og síldarsöltunin?
— Þrjár munu vera söltunar-
stöðvarnar á Húsavík. En síldina
vantar í tunnurnar nú sumar eft-
ir sumar. Skipin vilja ekki sigla
inn til Húsavíkur, þó síldarmið-
in séu stundum þar rétt fyrir ut-
an. Þar er að vísu síldarbræðslu-
verksmiðja, en lítil og afkasta-
smá. Þó er enn verra að þróa-
rúm er afar takmarkað, og síld-
arskipamenn vilja ógjarna sigla
inn, þangað sem þeir geta ekki
losnað við þá síld, sem ekki
reynist söltunarhæf. Nú er bæj-
arstjórnin að beita sér fyrir að
fá þrær verksmiðjunnar stækk-
aðar. Á því er mikil nauðsyn.
Rabbað við
Bjartmar albm. á
Sandi um buskap,
skáldskap og
hagsmunamál
Þingeyinga
— Stundum heyrist talað um
hitaveitu Húsavíkur. Hvað 'líður
því rnáli?
— Nú eru undirbúnar borun-
artilraunir eftir heitu vatni í
grennd við kaupstaðinn. Sumir
vænta mikils þar af, aðrir hugsa
sem svo: — Er þetta ekki til þess
að tefja hitaveitu simnan frá
Hverum, sem hlýtur að koma
fyrr en seinna. í 30 ár hefur ver-
ið bollalagt um hitaveitu þaðan
fram og aftur. í fyrra fór fram
athugun og áætlun gerð um
kostnað. Ekki vil ég dæma um
það, hvort rétt sé að gera þessar
borunartilraunir, en ólíkt væri
það glæsilegra fyrirtæki að leiða
hitann að sunnan með greinum
til beggja hliða um allt Reykja-
hverfi norður úr, en þar gætu
staðið þrefalt fleiri bæir en nú
eru, því allt land er þar ræktan-
legt sunnan frá Hveravöllum
norður fyrir Kaldbakssund.
Úreltir vegir
— Hvað um vegakerfið?
— Heim á flesta bæi í héraðinu
eru nú akfærir vegir að nafm til
yfir sumartímann. Annars er að-
alvegakerfið mjög gamalt víðast
hvar og illa haldið við. Flestir
helztu vegirnir eru því gerðir
fyrir allt önnur ökutæki en nú
tíðkast og sumar brýr of mjóar,
bæði fyrir stóra bíla og jarðrækt-
arverkfæri. Þó er enn verra hvað
vegirnir eru lágir og liggja því
á kafi undir snjó tímum saman.
Byrjað er þó á umbótum í þessu
efni. Má þar helzt til nefna 10
km. kafla frá Húsavík að Laxa-
mýri. Er þar komin undirbygg-
ing að vegi á hlið við gamla veg-
inn ,sem er svo hár, að snjó fest-
ir þar sjaldan. Þetta er enn ómal-
borið, en til mikilla bóta samt
á vetrum, þegar frost er komið,
en hinn vegurinn í kafi. Annar
kafli sunnar, Aðaldalshraunið, er
oft illfær vegna snjóa eða ófær.
Væri afar mikil nauðsyn að
hækka hann líka og má undir
engum kringumstæðum dragast
teljandi lengur.
Fegursta andastöð veraldar
—Stundum heyrist talað um
kísilvinnslu úr Mývatni. Gerist
nokkuð í því máli?
— Gerist og gerist ekki. Þetta
er í undirbúningi að ég hygg og
athugun. Kísill er líka í Aðaldal
á þurru landi, en úr Mývatni er
hugmyndin að taka hann með
sogdælum. Ég held að miklar von
ir standi til, að úr þessu verði
eitthvað, máske stórmikið. Og
ekki er talið að kísilvinnsla úr
vatninu muni eyða þar fugli eða
fiski, en á öðru mega Mývetning-
ar vara sig, því að veiða ekki of
mikinn silung. öll ofveiði hefnir
sín. Og enn síður mega þeir
drepa fuglinn og ungann í net
sín, sem alltaf fara fjölgandi,
eins og þeir hafa gert undanfarm
ár — ekki samt af ásetningi. —
Fegursta andastöð veraldar er
talin vera við Mývatn. Henni má
ekki eyða eða spilla meira en
orðið er.
Eldlaust, ljóslaust og
upphitunarlaust
—Þú vildir kannske segja mér
eitthvað um rafmagnið frá Lax-
árvirkjun? Og svo er stöðin alltaf
að bila vegna skorts á vatni.
— Já, það er ekki allt í sóman-
um er þetta snertir. Mikil orka
er enn ónotuð í Laxárvirkjun,
en næstu sveitir rafmagnslausar.
Engin lína var lögð þaðan á
þessu ári og lítið eða ekkert í
fyrra ,og voru þó línur þaðan á
hinni frægu 10 ára áætlun þessi
ár. Svo var verið að gera mikið
mannvirki í einni af þrem aðal-
kvíslum, er í Laxá falla úr Mý-
vatni. Því verki var ekki lokið
í haust og mun viðskilnaðurinn
þar að einhverju leyti valdur að
Trkja sér til heilsubótar
— Að lokum langar mig til
þess að leggja fyrir þig eina
spurningu, Bjartmar. Þú yrkir,
er ekki svo?
—Nei, ég fiktaði eitt sinn við
það lítilsháttar, eins og aðrir
unglingar þá, en mínar tær náðu
ekki að hælum þeirra ,sem á und
an gengu, fannst mér, svo ég
hætti þessu. Jónas Jónsson hefur
einhversstaðar sagt, að 12 Þing-
eyingar hafi um og eftir alda-
mótin orkt vel og ágætlega en
enginn nú. Ég vil ekki þrátta
um það, en segi þó, að enn yrkja
margir norður þar sér til heilsu-
bótar og til að þjálfa sig í máls-
meðferð. Það er atriði fyrir sig
og ekki lítilsvert atriði.
— Þú vilt ekki lofa mér aS
heyra eitt ljóð eða svo?
— Nei, ég er búinn að gleyma
því öllu.
— En þú semur sögur?
Eins og hvert annað föndur
_ — Já, ojá öllu má nafn gefa.
Ég hef stundum fiktað við það
í tómstundum mínum, en tóm-
stundirnar hafa oft verið fáar.
Eitthvað verða menn að gera sér
til gamans, þegar þeir hafa af
sér velt reiðingnum, eins og
Stephan G. orðar það í einu
kvæði. Sannast sagt hef ég af
þessu mjög mikið gaman, eins
og sumir aðrir af skák, spilum
eða frímerkjasöfnun. Þetta er
eins og hvert annað föndur við
eitthvað. En úr engu verður
neitt verulegt af þessu tagi, nema
menn leggi sig alla í eitt og hið
sama.
— Hefurðu ekki í hyggju að
gefa út sögur?
— Ég veit ekki. Það er þá
Hagalín að kenna ef svo fer. Á
hann skelli ég skuldinni, fari svo
að til skuldasöfnunar komi fyr-
ir það. Hinsvegar vil ég sjálfur
hirða ávinninginn, ef einhver
kynni að verða. Og er þá ekki
allt við hæfi og í samræmi við
tíðarandann? sagði Bjartmar að
lokum.
Við þökkum alþingismannin-
um, bóndanum og skáldinu á
Sandi fróðlegt og ánægjulegt við-
tal og óskum þessum glæsilega
þingfulltrúa stéttar sinnar og
héraðs síns alls velfarnaðar.
J. H. A.