Morgunblaðið - 03.12.1959, Page 12
12
M ORC V N B1.AÐ1Ð
Fimmtudagur 3. des. 1959
Svampgúmmí
Rúmdýnur eftir máli ( Standardstærðir 75x190 cm
kr. 1200.00. 68x180 cm. 1020.00)
Svampdívanar — Bílasæti og bök
Plötusvampur á bekki og stóla
Koddar og setur.
Sendum í póstkröfu. — Tökum ábyrgð á allri okkar
framleiðslu.
Pétur Sraæland hf.
Vesturgötu 71 — Simi 24060
2ja 3/"o og 4ra herb. íbúðir í
V esturbœnum
Höfum til sölu í fjölbýlishúsi sem er í byggingu við
Kaplaskjólsveg 2ja, 3ja og 4ra herb. íbúðir.
fbúðirnar seljast í smíðum, þ.e. fokheldar með mið-
stöð, sér hitastilli fyrir hverja íbúð, og sameiginlegu
múrverki innan húss.
Einnig er hægt að semja um kaup á íbúðunum full-
gerðum.
MÁKFLUTNINGS- OG FASTEIGNASTOFA
Sigurður Reynir Pétursson, hrl.
Agnar Gústcifsson, hdl.
Björn Pétursson: fasteignaviðskipti
Austurstræti 14, n. hæð. Símar 2-28-70 og 1-94-78
I»V OTTAHÍTSIÐ
Skyrtur og sloppar hf.
BRAUTARHOLTI 2, SfMI 15790
Tökum að okkur þvott og frágang á skyrtum og
sloppum, en því miður tökum við ekki á móti slopp.
um fyrst um sinn frá fisk- og kjötvinnsluhúsum.
Leggjum áherzlu á vandaða og góða vinnu, fljóta
og örugga afgreiðslu.
Skyrtunum veitt móttaka á eftirtöldum stöðum:
Efnalaugin Giæsir
Laufásvegi 19.
Hafnarstræti 5,
Blönduhlíð 3 og
Hafnarfirði
Reykjavíkurvegi 6,
Efnalaug Austurbæjar
Skipholti 1 og
Tómasarhaga 17
Fatapressan
Austurstræti 17
og hjá Skyrtur og sloppar h.f., Brautarholti 2,
Sími 15790
I jólahreingerninguna
Húsgagnagljái
„Topps“
Þvottalögur
„Verdol“
Gluggavökvi „Teals“
Gólfbón með silicone
„Teals“
Vítissódi
Skordýraeitur
Gólfklútar
Afþurrkunarklútar
Heildsölubirgðir
Sltijikolt k/r
Sími 2-37-37
T
— ísland
Framh. af bls. 8
Það er alger nýjung, að íslenzk-
um fornbókmenntum sé sýndur
sá sómi, að greint sé frá þeim
í sérstökum kafla, sem telur um
60 bls. Áður en ég vík nánar
að þessum kafla, sem skiptir
okkur íslendinga mestu máli,
mun ég fara nokkrum almenn-
um orðum um aðra þætti þess-
arar bókmenntasögu.
Til nýlundu má einnig telja,
að margir höfundar frá Norður-
löndum — Svíþjóð, Noregi og
Danmörku — rita söguna: S.
Mowinckel (Noregi) ritar um
Gamla testamentið, S. Wifstrand
(Svíþjóð) um grískar bókmennt-
ir, D. Norberg (Sviþjóð) um
latneskar, Sven B. F. Janson
(Sviþjóð) um germanskar og
forníslenzkar og H. Bach (Dan-
mörku) um miðaldabókmenntir.
Fróðlegt er að bera saman
þessa bókmenntasögu og Schiick.
Um bókmenntasögu Schúcks er
vitaskuld margt gott. Hún hefur
samfelldan heildarsvip og er af-
ar skemmtileg aflestrar. Fátt er
sagt með hálfvelgju hins tví-
benta vísindamanns; kenniveldi
og frásagnargleði fallast í faðma.
Annmarkar á bók Scúcks eru
ýmsir, t. d. tekur hann með ýmsa
þætti menningarsögu, trúboðs-
sögu, kirkjusögu, sögu háskóla
o. s. frv. Þótt allt þetta sé fróð-
legt, verður einhvers staðar að
draga mörkin. Enn fremur er
saga hans úrelt, enda kom hún
út fyrir fjórum áratugum.
Nýja bókmenntasagan hefur
þann kost, að hún er rituð af
sérfræðíngum, hverjum á sínu
sviði. Hún er því miklu vísinda-
legri, en jafnframt þrengri í
sniðum og hefur ekki jafnbreið-
an menningarsögulegan grund-
völl og Schúck. Stundum er þó
of langt gengið, og verða ýmis
merkileg rit út undan, ef þau
heyra ekki til svæðis sérfræð-
inganna. Latneskum miðalda-
bókmenntum (500—1500) er lítill
gaumur gefinn; því er Saxi hinn
danski ekki nefndur, og er það
fuðulegt. Hér er um of fylgt
tungumálum í staðinn fyrir
menningarstraumum og svæð-
um. Aðalókostur þessarar bókar
er að mínu viti sá, að höfundar
gefa stundum of litla innsýn í
vandamálin og helztu nýjungar.
Látum nú vera að örfáar tilvitn-
anir komi fyrir í bókinni, hitt
er verra, að engar heimildaskrár
fylgja- Hefði verið æskilegt að
nefna nokkur höfuðrit eftir
hvern meiriháttar kafla. Má vera
að ráðin verði nokkur bót á
þessu með bókaskrá í lokabindi
sögunnar.
Þessir annmarkar hindra ekki,
að rit þetta er frábært og lofar
góðu um framhaldið. Allir eru
höfundamir yfirtaks lærðir vís-
indamenn, greina yfirleitt vel á
milli aðalatriða og aukaatriða,
forðast alhæfingar, lýsa fremur
en fella dóma. Höfundarnir hafa
mjög mismunandi frásagnarhátt,
og vísindamennskan slævir ekki
alveg persónleikann. Ekki skað-
ar að myndaval sögunnar er
framúrskarandi gott, og þvi
hrein unun að fletta bókunum.
Loks skal geta þess, að lítið er
um prentvillur; engin -íslenzk
kímni þar. Bækurnar eru yfir-
máta eigulegar (368+234 bls.,
verð 82 sænskar krónur).
Það orkar ekki tvímælis, að
varla hefði verið völ á heppi-
legri erlendum manni en Sven
B. F. Jansson til að rita um is-
lenzkar fornbókmenntir í þessa
sögu. Hann talar íslenzku að
heita má sem móðurmálið, var
lektor í sænsku við Háskólann,
ritaði doktorsritgerð um íslenzk-
ar sögur (textarannsóknir). Loks
hafði hann ritað um fornsænskar
bókmenntir í nýlegri sænskri
bókmenntasögu, þar sem hann
fer aðrar leiðir en Schúck.
Með framlagi hans hefur orðið
slíkt endurmat á íslenzkum bók-
menntum frá dögum Schúcks að
tala má um byltingu. Hvernig
vinnur byltingamaðurinn verk
sitt?
Höfundur skiptir norrænum
(íslenzkum og norskum) bók-
menntum í þrjá hópa: eddu-
kvæði, dróttkvæði og sagnarit-
un. Höfundur tekur skýrt fram,
að íslendingar hafi ekki aðeins
varðveitt þessar kveðskapar-
greinar heldur og átt þátt í sköp-
un þeirra. Kaflinn um sagna-
ritun ber nafnið íslendingasög-
ur. Málflutningur höfundar er
— eins og um kveðskapmn —
allur i samræmi við nýjustu
skoðanir eins og þær eru mót-
aðar af islenzka skólanum. Vís-
indalega er því fátt við verkið
að athuga, og beinar villur fáar
eða engar. Þekkingin er mikil
og framsetningin með miklum
ágætum og höfundur skrifar um
viðfangsefnið af andríki og ást.
Þeir, sem rita bókmenntasögu
verða að velja og hafna. Að-
finnslur þær, er hér fylgja,
standa í nánu sambandi við þetta
vandamál.
Orðið bókmenntir (litteratur)
og bókmenntasaga (litteratur-
historia) hafa miklu víðtækari
merkingu, þegar þau eru notuð
xun fornar bókmenntir en nýjar.
Æskilegt hefði verið, að höfund-
ur hefði rætt þessi hugtök nán-
ar m. a. til þess að skýra ger
val hans á því efni, sem honum
þótti umtalsvert. Viðfangsefni
fornbókmennta eru oft á aðra
lund — einkum vegna varðveizl-
unnar — en seinni tíma bók-
mennta. Leitað er á sama hátt
og í klassiskri bókmenntasögu
og með svipuðum rannsóknar-
aðferðum að textum, ritunar-
tíma, höfundum o. s. frv. Seinni
tíma bókmenntir þekkja yfir-
leitt texta, ritunartíma og höf-
unda og gefa sig að öðrum efn-
um. Það hefði verið verðmætt
frá uppeldislegu sjónarmiði, ef
höfundur hefði drepið á þessi
atriði lauslega í upphafi máls
síns. Þetta er þó ekki veigamikið.
Varla er hægt að fallast á þá
skiptingu höfundar að telja
sagnaritunina sem einn höfuð-
þátt islenzkra bókmennta og
eiga þar eingöngu 'ið íslendinga-
sögur (og fornaldarsögur). Höf-
undur hefði að ósekju getað
talið upp alla þætti sagnaritun-
arinnar í örstuttu máli, þótt ís-
lendingasögur yrðu nær einráð-
ar um útrýmið. Höfundur getur
þannig ekki um konungasögum-
ar nema nefnir lauslega Heims-
kringlu, og Snorri Sturluson er
aðeins nafnið eitt. Menn eins og
Ari fróði eru ekki nefndir. Yfir-
leitt vantar allan menningar-
sögulegan og þjóðfélagslegan
bakgrunn. Höfundur eyðir miklu
máli í endursögn margra ein-
stakra Islendingasagna. Hefði
e. t. v. verið nær að sleppa ein-
hverri af þessum endursögnum
— sögurnar eru allar til í sænskri
þýðingu — og leitast við að gera
grein fyrir lífskoðun þeirri, er
birtist í sögunum t. d. örlaga-
trúnni og hinni fornu drengs-
skaparhugsjón.
N auðungaruppboðið
sem fram átti að fara í dag á v.s. Baldri E.A. 770,
talin eign Jóns Franklíns Franklínssonar fellur niður
Borgarfógetinn í Reykjavík
Afgreiðslumaður
Vanur afgreiðslumaður óskast nú þegar. Upplýs-
ingar í síma 13555 eftir kl. 3.
Til sölu
Nýstandsett steinhús skammt utan við bæinn. Húsið
er kjallari, hæð og ris. Sex íbúðarherb., eldhús og
bað. Geymslur í kjallara. Hagstætt verð og skil_
málar.
F/STEIGNASALAN
Garðastræti 17 — Sími 12831
Skip til sölu
Til sölu er 200 smálesta fiskiskip úr stáli, smíðað í
Mér þykir höfundur stundum
of fílólógiskur, t. d. ritar hann
tvær bls. um handritið Codex
Regius af eddukvæðunum, en
gerir hvorki grein fyrir lífsskoð-
un Hávamála né svarar spurn-
ingunni: Hvers vegna telst Völu-
spá til hátindra íslenzkra bók-
mennta?
Ég er ekki ánægður með það,
að höfundur tekur upp þá skoð-
un W. Mohrs fyrir góða og gilda
vöru, að sum yngstu eddukvæð-
in séu þýðingar á þýzkum (eða
dönskum) kvæðum. Þessar
kenningar Mohrs svífa allar í
lausu lofti. Loks finnst mér
greinargerð höfundar fyrir aldri
eddukvæða varla fullnægjandi
t. d. getur hann ekki um þann
stuðning, sem hafa má af drótt-
kvæðum við tímasetningu eddu-
kvæðanna.
Þessir molar, sem tíndir hafa
verið til, breyta engu um það,
að höfundurinn á miklar þakkir
skildar fyrir verk sitt. Islending-
ar hafa eignazt nýjar bókmennt-
ir í heimsbókmenntasögunni.
Bjarni Guðnason.
I. O. G. T.
' Fundur í kvöld
í ungmennastúkunni Háloga-
land nr. 3 E. d., að Fríkirkju-
vegi 11. — Æ.t.
Stúkan Andvari nr. 265
Fundur í kvöld kl. 8,30. — Æ.t.
Noregi 1957. Skipið er í 1. fl. ástandi og er tilbúið
til afhendingar fyrir n.k. vetrarvertíð.
Upplýsingar gefur:
STEFAN PÉTURSSON hdl.
Málflutningur — Fasteignasala
Laugavegi 7 — Sími 19764
Viljum taka
á leigu
ca. 30 fermetra gleymslupláss.
Bílskúr kæmi til greina. Tib.
sendist Mbl., fyrir næsta
þriðjudag, merkt: „8611“.