Morgunblaðið - 03.12.1959, Síða 13

Morgunblaðið - 03.12.1959, Síða 13
Fimmtudaerur 3. des. 1959 M n í? r. rnv n r j «i © 13 Frú Halldðra Arnljóts- dóttir — Minningarorð HINN 25. f. m. andaðist frú Hall- dóra Arnljótádóttir á heimili sínu að Skólavörðustíg 13, hér í bæ, á 84. aldursári. Jarðneskar leifar hennar verða í dag bornar til hinztu hvílu í Fossvogskirkju- garði. Halldóra ‘Arnljótsdóttir var fædd hinn 13. maí 1876, að Bægisá í Eyjafjarðarsýslu. For- eldrar hennar voru hin þjóð- kunnu merkishjón séra Arnljót- ur Ólafsson, hinn nafnfrægi gáfumaður og þingskörungur og Hólmfríður Þorsteinsdóttir Páls- sonar, prests að Hálsi í Fnjóska- dal. Móðir frú Hólmfríðar var Valgerður Jónsdóttir, prests í Reykjahlíð. Árið 1889 fékk séra Arnljótur veitingu fyrir Sauðanesi á Langanesi, sem þá var talið eitt af beztu prestssetrum landsins, og fluttust þau hjónin með hinn glæsilega barnahóp sinn á þetta fræga stórbýli og höfuðból, sama ár. Sat séra Arnljótur þessa fá- gætu kostajörð með forni rausn, stórhug og höfðingsbrag, svo að sennilega hefur reisn þessa glæsta prestsseturs aldrei staðið með meiri blóma. En þótt frægð- arorð færi af búrekstri prestsins á Sauðanesi bar þó þann orðstír langtum lengra og hærra, er stafaði af hárri mennt fræði- mannsins og rithöfundarins, og hinni gáfuðu fjölskyldu hans. Sauðanes var í tíð séra Arnljóts fræðasetur í orðsins fyllsta skiln- ingi, hér lásu ungir menntamenn undir stúdentspróf við „lærða skólann", hingað komu erlendir lærdómsmenn, til að kynnast landi og þjóð og íslenzkum fræð- um. Bókahillur prestsins á Sauða- nesi svignuðu undan hinum ágætustu fræðibókum og önd- vegis skáldritum eldri og yngri höfunda. Hér voru á dagskrá listir, vísindi og fagurfræði ev- rópskrar hámenningar á 19. öld. Þetta sérstæða útkjálkaheimili norður undir heimskautsbaug hafði á sér augljósan heimsborg- arablæ, sakir menningar, hús- búnaðar og allra heimilishátta. Þetta var umhverfið og and- rúmsloftið, sem lék um Halldóru Arnljótsdóttur, hina ungu mey, sem fluttist á fermingaraldri með foreldrum sínum frá Bægisá austur að Sauðanesi. Hér breiddi bjartur og hlýr vermireitur op- inn faðm. Hér voru óvenjuleg náms- og þroskaskilyrði fyrir hina gáfuðu yngismey, sem frá æskualdri og fram að pfstu stund bjó yfir sérstæðum yndis- þokka, háttvísi og listrænum hæfileikum. Flestum mun hafa sýnzt að Halldóra Arnljótsdóttir væri einhver glæstasti sprotinn, sem óx á hinum stóra ættar- meiði er að henni stóð. Á æsku- og uppvaxtarárum sínum hlaut hún hina beztu menntun, fyrst í föðurgarði og síðar á skólum, bæði hér heima og erlendis, jafnt í bóklegum sem verkleg- um efnum, enda var hún í senn bæði fjölhæf og listfeng. Halldóra dvaldist á Sauðanesi hjá foreldrum sínum til fullorð- ins aldurs. Minningar hennar um þetta æskuheimili sitt stóðu fyrir hugskotssjónum hennar í TIL JÓLANNA Peysur á böm og fullorðna Kjólaefni, Gluggatjaldaefni Nælon-undirföt, náttkjólar og náttföt, heilsokkar, sportsokkar, hosur, nælonsokkar, hanskar, hálsklútar, vettlingar og allskonar smávörur og gjafavörur. Verzlunin ÓSK Laugavegi 11 Allt á sama stað Hjólbarðar og slöngur 520x12 560x13 640x13 520x14 560x14 550x15 560x15 590x15 600x15 650x15 700x15 710x15 760x15 525x16 600x16 650x16 750x16 165x400 550x17 550x18 650x20 700x20 750x20 825x20 900x20 975x20 Egill Vilhjálmssoii h.f. Sími: 2-22-40 fagurri birtu fram á efstu ár. Arið 1904, eftir lát foreldra sinna, fluttist hún til Þórshafnar og tók við húsforráðum hjá bróður sínum, Snæbirni Arn- ljótssyni, verzlunarstjóra, um fjögurra ára skeið. Árið 1908 gift- ist hún eftirlifandi eiginmanni sínum, Davíð Kristjánssyni frá Gunnólfsvík, fjölhæfum manni, dugmiklum og listfengum, er starfaði við verzlunarstörf á Þórshöfn. Árið eftir, 1909, tók Davíð við forstjórastarfi við verzluh Þorsteins Arnljótssonar á Þórshöfn og hafði það með höndum til ársins 1931, er hann fluttist með fjölskyldu sinni hingað til Reykjavíkur, og stofn- aði eigin verzlun á Skólavörðu- stíg 13, árið 1932. Eignuðust þau hjónin hér fagurt og friðsælt heimili, þar sem allt vitnaði um reglusemi, smekkvísi og fagra heimilisháttu, enda voru þau samhent og samhuga í hverju starfi er inna þurfti af höndum fyrir heimili þeirra og skyldulið. Halldóra Arnljótsdóttir var stórglæsileg kona í sjón, eins og áður er sagt. Tiginmannleg fram- koma hennar vakti hvarvetna athygli. Yfir henni hvíldi ávallt mildur ljúfleiki og hljóðlát hlýja, sem streymdi beint inn að hjartarótum þeirra, sem í návist hennar voru. Jafnvel augnatillit hennar vitnaði ótvírætt um fágaða skapgerð og göfugt hjarta. Það duldist engum að þar sem frú Halldóra var, þar fór kynborin kona, lífsreynd, trúuð og gagnmenntuð. Þótt árin færðust yfir og lik- amsþrek hennar væri mjög farið að þverra .hin síðustu ár, þá fannst vinum hennar, hún alltaf vera ung, hugur hennar var svo vakandi og auðugur af skilningi á lífinu, hjartað ávallt hlýtt og skoðanir hennar skýrar og heil- brigðar. Hún hélt einnig andlegu þreki sínu og dómgreind aðdáan- lega vel fram að hinztu stund — og fylgdist af áhuga með þeim málum sem henni voru hugstæð og hjartfólgin. 1 návist hennar, á heimili þeirra hjóna, beið ávallt hlýr arinn fyrir venzlafólk og vini. Þar komu ástvinirnir saman, börnin og barnabörnin, til að hljóta blessun hinna mildu og hlýju móðurhanda. Þar léku um þau ylgeislar kærleikans, þangað var styrk að sækja, þar var stormahlé, þegar n-purt næddi. En hér var hin látna einnig í rikum mæli umvafin ástúð, virðingu og umönnun ástvina sinna fram að hinztu stund. Hér var hún studd af ástríkum hönd- um eiginmannsins og hinnar hugljúfu, göfugu dóttur þeirra, sem ávallt beið reiðubúin til að hlinna að hjartkærri móður og uppfylla sérhverja ósk hennar. — Halldóra Arnljótsdóttir var kona, sem ekki gleymist þeim sem áttu samleið með henni í lífinu. í vitund vina sinna hefur hún fléttað sér þann fagra minn- ingarsveig, er ekki mun fölna í hugum þeirra er þekktu hana og höfðu náin kynni af henni. Ég kveð þig, kæra frænka mín, og þakka þér hugljúfar stundir er ég naut í návist þinni. — En ástríkastar kveðjur og kærastar þakkir berast til þín frá ástrík- um eiginmanni, börnum og skylduliði fyrir móðurlega elsku, fórnarlund og órofa tryggð. Guð fylgi þér og leiði þig & vegu hins eilífa ljóss. Þorsteinn Jóhannesson. sem við viljum sérstaklega ráðleggja öllum að athuga brunatrygginguna á innbúinu! EH ÞAÐ TRYGGT? ER ÞAÐ IMÓGU HÁTT TRYGGT? Við munum hafa sérstaka ánægju af að leiðbeina yður í þessu efni Síminn er 17080 SAIMI vn M M HJTT IBY(E (C n Brunadeild

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.