Morgunblaðið - 03.12.1959, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 03.12.1959, Blaðsíða 16
16 Monnrnsnj.4ÐiÐ Fimmtudagur 3. des. 1959 OÞmiA grunn blómaskál. Höfuð ungu stúlkunnar var öriítið álútt, eins og hún væri að hlusta af allri sál sinni á tónlistina og það var hinn hlýi, Ijósi roði rósanna, sem beindi athygli minni að fölu biiki augnanna. En ég gaf mér ekki tíma til frekari athugana. Guði sé lof, sagði ég við sjálfan mig og varpaði öndinni léttar. — Ég er búinn að finna hana. Það er ekki of seint fyrir mig að bæta fyrir gleymsku mina og van- rækslu. Ég gekk alveg að græna borð- inu og hneigði mig eins kurteis- lega og mér frekast var unnt. Tvö hræðsluleg augu störðu á mig í hljóðri undrun. Varirnar héldust aðskildar. En hún gerði ekki minnstu tilraun til að fylgjast með mér fram 1 dans- salinn. Hafði hún ekki skilið mig? Ég hneigði mig því aftur og lét glamra örlífið í sporunum, um leið og ég sagði: — „Veitist mér sú ánægja, að fá að dansa þennan vals við yður, gnadiges Fraulein?" Það sem nú skeði var skelfi- legt. Hið álúta höfuð og herðarn ar kipptust aftur, eins og til að forðast högg, blóðið þaut fram í fölar kinnarnar, varirnar sem fyrir andartaki höfðu verið að- skildar, herptust saman og aug- un ein störðu hvasst r. mig, með meiri hryllingi en ég hafði nokkru sinni fyrr á ævinni orðið sjónarvottur að. Á næsta augna- bliki fór skjálfti um allan líkama hennar. Hún lyfti sér á fætur, með því að styðja báðum hönd- um á borðið, svo að blómsturskál in hristist og glamraði og um leið féll einhver harður hlutur, ann- að hvort úr tré eða málmi, af stólnum hennar, niður á gólfið. Hún hélt áfram að styðja sig með báðum höndum við titrandi borð ið og líkami hennar, léttur eins og barnslíkami, hélt áfram að skjálfa. Samt hljóp hún ekki burtu, heldur hélt sér enn fastar við þungu borðplötuna. Og aft- Bazar í dag í dag kl. 2 hefst í Alþýðuhúsinu, gengið inn frá Hverfisgötu, bazar Kvenfélags Alþýðuflokksins. — Þar er margt mjög góðra muna á boðstólum. Nefndin Stúlka óskast til vinnu við vélprjón. Þarf ekki að vera vön. Uppl. í dag frá kl. 1—3. Prjónastofan Anna Þórðardóttir hf. Grundarstíg 12 SKREYTINGAR GRÓÐRASTÖÐIN v/Miklatorg — Sími 19775. ur og aftur fór sami titringurinn, sami skjálftinn um hana alla, frá beinaberu, krepptu höndunum og upp í hársrætur. Og allt í einu brauzt fram þungur, snöktandi grátur með sárum ekka, tryllings legur, frumstæður, eins og nið- urbæ-lt angistaróp. En nú skárust öldruðu konurn ar tvær í leikinn. Þær vöfðu handleggjunum um titrandi lík- ama stúlkunnar, klöppuðu henni létu blítt að henni og reyndu að sefa hana, um leið og þær los- uðu hægt og varfærnislega krepptar hendur hennar frá borð inu. Hún hneig aftur á bak nið- ur í stólinn. En gráturinn hélt áfram, ofsalegri en áður. Ef hljóð færaleikurinn hefði þagnað eitt andartak, þá hefðu ekkahljóðin óhjákvæmilega borizt til eyrna hinna dansandi gesta frammi í salnum. Ég stóð þarna í orðvana undr- un og starði eins og fáviti. Hvað — hvað í ósköpunum hafði komið fyrir? Ég horfði örvita og úrræðalaus á konurnar, sem reyndu að róa ungu stúlkuna, sem huldi nú andlit sitt niðri við borðplötuna, yfirkomin af blygðun. En nýjar og nýjar grát kviður héldu samt áfram að hrista hinn granna líkama og blómaskálina á borðinu. Ég stóð eins og rótfestur í sömu sporurn, með ískulda í öllum limum og flibbinn ætlaði að kæfa mig eins og hann væri brennandi reipi. „Ég biðst afsökunar", stundi ég loks í hálfum hljóðum út í tómt loftið. — Báðar konurnar voru að hugga grátandi stúlkuna og gáfu mér ekki svo mikið sem hornauga — ég hörfaði ringlaður og ráðvilltur fram í salinn. Þar hafði bersýnilega enginn orðið var við neitt óvenjulegt. Dans- pörin þyrluðust með sama ákaf- anum aftur og fram um gólfið og ég fann að ég varð að halda mér í dyrastafinn, vegna þess að allt herbergið snerist og gólfið gekk í bylgjum undir fótum mér. Hvað hafði komið fyrir? Hafði ég gert eitthvað skelfilegt? Guð minn góður, ég hlaut að hafa drukkið of mikið undir borðum, drukkið of hratt og gert eitthvað voðalegt glappaskot í vímunni. Hljóðfæraslátturinn þagnaði og pörin aðskildust. Þegar héraðs stjórinn sleppti Ilonu og yfirgaf hana með djúpri höfuðhneigingu, gat ég ekki stillt mig lengur, en æddi til hennar og dró hana næst um þjösnalega með mér afsíðis. „Hjálpið þér mér .... í guðs bænum, hjálpið þér mér og gefið mér einhverja skýringu á þessu .... “ Ilona hafði bersýnilega haldið, að ég hefði dregið hana með mér út að glugganum, til þess að hvísla að henni einhverjum gam- anyrðum, því að augun í henni urðu allt í einu hörkuleg. Ég hlýt að hafa verið annað hvort aumkunarverður eða skelfilegur útlits. Svo sagði ég henni alla sög una. Og þótt undarlegt kunni að virðast, þá starði hún á mig með engu minni hrylling í augum, en stúlkan f hinu herberginu. „Eruð þér genginn af vitinu? .... Vitið þér það ekki....Sá- uð þér það ekki....?“ „Nei“, stamaði ég og skildi ekki hvað hún var að fara. — „Sá ég ekki hvað? Ég veit ekki neitt. Þetta er í fyrsta skipti sem ég kem hingað“. „Veittuð þér því ekki athygli, að Edith er .... lömuð? Tókuð þér ekki eftir fótunum á henni? Hún getur ekki gengið tvö skref hækjulaust.....Og þér .... þér eruð sá rudd....“ Hún bældi niðri skammaryrðið, sem komið var fram á varir hennar — „og þér bjóðið veslings barninu upp í dans. Þetta er hræðilegt.... Ég verð að flýta mér til hennar“. „Nei“. í örvæntingu minni greip ég í handlegginn á henni. „Bíðið andartak, bíðið andartak. .... Þér verðið að afsaka mig við hana.....Ég gat ekki með Aðalsafnaðarfundur Hallgrímsprestakalls verður haldinn í kirkju safnað- arins, sunnud. 6. des kl. 17. D a g s k r á : 1. Skýrsla stjórnar. 2. Kosning 3ja manna í sóknarnefnd. 3. Önnur mál. Sóknarnefndin Crepesokkabuxur Crepesokkar Franskar crepesokkabuxur frá kr. 109.00 Crepesokkar nýjasta tízka, rauðir, bláir og mosagrænir Verzlunin Anna Þórðardóttir Skólavörðustíg 3 — Sími 13472 a r í á ó Ég þarf að Ijáká af dálitlu er- indi, Markús, ég sé ykkur bæði á morgun hjá barkarbátunum. Vertu snemma í þVi; Súsanna, | Þessi Súsanna er myndarstúlka, Við unnum einu sinni saman, við höfum langa leið framundaxi. j Markús, hvar kynntistu hemii? SirrL ( neinu móti vitað það...Ég só hana aðeins sem snöggvast við borðið....Verið þér nú svo góð að útskýra þetta fyrir henni .. “ En Ilona sleit sig lausa, með reiðilegum svip og flýtti sér inn í næsta herbergi. Kverkarnar á mér herptust saman og ég fann til megnrar ógleði. Ég stóð á þröskuldi salarins, sem þyrlaðist, iðaði og hringsnerist, með öllum masandi, hlæjandi manne.skjun- um, sem skyndilega voru orðnir mér algerlega óþolandi. Og ég hugsaði með mér: — „Eftir fimm mínútur vita allir um klaufsku mína. Eftir fimm mínútur munu hæðnisleg, gremjuþrungin, kulda let augnatillit smjúga í gegnum mig úr öllum áttum, eins og hár- beittir hnífsoddar. Á morgun verður hin smánarlega hegðun mín umræðuefni allra borgarbúa, ljúffengur biti fyrir hundrað ......gparið yðuj hlaup ö nuili pxargra verzkuna! «ðL (í ÓIIUM tííttJM' Austurstræti SHlItvarpiö Föstudagur 4. desember 8.—10.10 Morgunútvarp (Bæn. — 8.05 Morgunleikfeimi. — 8.15 Tónleik- ar. — 8,30 Fréttir. — 8.40 Tón- leikar. — 9.10 veðurfr. — 9.20 Tónleikar). 12.00 Hádegisútvarp. — (12.25 Fréttir og tilkynningar). 13.15 Lesin dagskrá næstu viku. 15.00—16.30 Miðdegisútvarp. — (16.00 Fréttir og veðurfr.). 18.25 Veðurfregnir. 18.30 Mannkynssaga barnanna: „Oli skyggnist aftUr 1 aldir“ eftir Cornelius Moe; V. kafli (Stefán Sigurðsson kennari.) 18.50 Framburðarkennsla í spænsku. 19.00 Þingfréttir — Tónleikar. 19.30 Tilkynningar. 20.00 Fréttir. 20.30 Kvöldvaka: a) Lestur fornrita: Gísla saga Súrssonar; V. (Oskar Hall- dórsson cand mag.). b) „Höldum gleði hátt á loft“: Tryggvi Tryggvason og sex- menningar hans syngja gömul alþýðulög; Þórarinn Guð- mundsson leikúr undir. c) Upplestur úr bók Jóns prófess ors Helgasonar: Ritgerðarkorn og ræðustúfar (Jónas Krist- jánsson cand. mag., dr. Krist- ján Eldjárn og dr. Jakob Benediktsson lesa). d) Rímnaþáttur, í umsjá Kjart- ans Hjálmarssonar og Valdi- mars Lárussonar. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Upplestur: Þorsteinn O. Stephen- sen les úr ævisögu Abrahams Lincolns eftir Thorolf Smith. 22.30 I léttum tón: Negrasöngvarinn Frankie Lymon syngur við undir leik hljómsveitar Svavars Gests. 23.00 Dagskrárlok. Fimmtudagur 3. descmber 8.00—10.00 Morgunútvarp (Bæn. — 8.05 Morgunleikfimi. — 8.15 Tónleik- ar. — 8.30 Fréttir. — 8.40 Tón- leikar. — 9.10 Veðurfregnir. — 9.20 Tónleikar). 12.00 Hádegisútvarp. — (12.25 Fréttir og tilkynningar). 12.50—14.00 „A frívaktinni" — sjó- mannaþáttur (Guðrún Erlends- dóttir). 15.00—16.30 Miðdegisútvarp. — (16.00 Fréttir og veðurfregnir). 18.30 Fyrir yngstu hlustendurna (Mar« grét Gunnarsdóttir). 18.50 Framburðarkennsla í frönsku. 19.00 Þingfréttir. — Tónleikar. 19.30 Tilkynningar. 20.00 Fréttir. 20.30 Erindi: Er enn heimilt að skatt- leggja hjónabönd? (Valborg Bentsdóttir skrifstofustjóri). 20.55 Einsöngur: Sigurveig Hjaltested syngur lög eftir Bjarna Böðvarsson. Undirleik annast Fritz Weisshapp el. 21.15 Upplestur: Þórunn Elfa Magnúii dóttir les ljóð eftir Tómas Guð- mundsson. 21.30 Músikvísindi og alþýðusöngur; IV. erindi (Dr. Hallgrímur Helga son). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Smásaga vikunnar: „Lausnin'* eftir Guy de Maupassant í þýð- ingu Eiríks Albertssonar (Herdís Þorvaldsdóttir leikkona). 22.30 Sínfónískir tónleikar (frá vest- ur-þýzka útvarpinu): Fílharm* oníuhljómsveitin 1 Berlín leikur verk eftir Richard Strauss; Karl Böhm stjórnar. a) Tvö lög fyrir sópran og hljóm sveit við texta eítir Friedrich Hölderlin. — Elisabeth Griimmer syngur. b) „Dauðinn og dýrðarljóminn", sinfónískt ljóð. 23.10 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.