Morgunblaðið - 03.12.1959, Síða 18
18
MORcrnvnr 4fítÐ
Fimmtudagur 3. des. 1959
Karl Guðmundsson
þjálfar Noregsmeist
aranna í sumar
KARL Guðmundsson, landsliðs-
þjálfari, mun í sumar verða þjálf-
ari Noregsmeistaranna í knatt-
spyrnu, Lilleström Sportsklubb.
Karl dvaldist ytra í fyrra og var
þá þjálfari þessa sama liðs og ef
dæma á eftir ummælum norsku
blaðanna, þá var Karli fyrst og
fremst þökkuð hin frábæra
frammistaða liðsins og Noregs-
meistaratitillinn. Það árið komst
félagið einnig í úrslit í norsku
bikarkeppninni, en tapaði naum-
lega með 1:2 á móti Skeid.
Þegar Karl fór frá Lilleström
í fyrrahaust hafnaði hann boðum
liðsins um að verða þjálfari þess
áfram þar eð hann var bundinn
vegna atvinnu sinnar hér heima.
En hann var ekki fyrr kominn
heim en Lilleström Sportsklubb
sendi hónum skeyti og allt til
þessa hefur félagið haldið málinu
vakandi. Karl hefur nú ákveðið
að fara utan snemma í vor. Fé-
lagið hefur reynt að tryggja sér
hann a. m. k. til eins og hálfs
árs, en Karl hefur enn ekki gert
það upp, við sig hvort hann flyzt
utan.
Jafnframt því sem Kari þjálf-
ar meistaraflokk Lilleström
Sportsklubb verður hann yfir-
þjálfari félagsins, því það hefur
á sínum snærum 4 þjálfara, sem
aðallega annast unglingaflokka
félagsins.
Mbl. hafði í gær tal af Karli
og sagðist hann hyggja gott til
fararinnar. Að vísu sagði hann
það slæmt, að hann skyldi ekki
geta farið utan um áramótin og
þjálfað liðið í vetur, en samvinn-
an við norsku leikmennina hefði
verið svo góð — og áhuginn slík-
ur, að engu væri að kvíða. Hann
sagði, að Lilleström legði sér-
staka áherzlu á að duga vel í
sumar, því sennilega yrði deild-
arkeppninni breytt í haust og
mikilsvert yrði fyrir félagið að
standa framarlega svo að það
yrði öruggt með að komast í efstu
deild.
Sem fyrr segir er Lilleström
Sportsklubb Noregsmeistarar í
Karl Guðmundsson
knattspyrnu. Deildakeppninni er
hagað þannig til, að fyrrihlutinn
m
mmm
mmm
MEÐ UTGAFU HINNA NYJU SOGSSKULOA-
BRÉFA ER LANDSMÖNNUM BOÐIN NYJ-
UNG Á ÍSLENZKUM VERÐBRÉFAMARKADI.
NÝJU VERÐBRÉFIN ERU T,IL SKAMMS
TÍMA (I—5 ÁRA)
NAFNVERÐIÐ ER LAGT (Í000 KR. OG
5000 KR.)
VEXTIRNIR ERU HAGSTÆÐIR (5V2%
TIL 7%)
— OG l>AU ERU VERÐTRYGGÐ.
VIÐ INNLAUSN HVERS SKULDABREFS GREI.ÐIST VERO-
LAGSUPPBÓT á nafnverð þess í hlutfalli yið hækk-
UN RAFMAGNSVERDS í REYKJAVIK FRÁ ÚTGÁFU ÞESS
TIL gjalddaga. vextir eru einnig verðtryggðir
Á SAMA HÁTT.
KAUPEND.UM HINNA NYJU VERDBRÉFA ER ÞVÍ GERT
KLEIFT AÐ KAUPA RAFMAGNID Á ÞVÍ VEROI, SEM ÞAÐ
KOSTAR í DAG, TIL NÆSTU FIMM ÁRA.
MEÐ ÞVÍ AÐ KAUPA NYJU VERÐBRÉFIN TAKIÐ ÞÉR VIRK-
AN ÞÁTT í RAFVÆÐINGU LANDSINS UM LEIÐ OG
GRÆDDUR ER GEYMDUR EYRIR.
í REYKJAVÍK ERU VERÐBRÉFIN TIL SÖLU
í ÖLLUM BÖNKUM OG SPARISJÓOUM OG
AUK ÞESS HJÁ ÝMSUM VERÐBRÉFASÖL-
UM. ÚTI Á LANDI ERU BRÉFIN TIL SÖLU
HJÁ STÆRRI sparisjóðum og útibúum
BANKANNA.
SEÐLABANKINN
er leikinn að hausti, en síðari
hlutinn næsta vor. í fyrra haust,
þegar Karl var með liðinu, náði
það forystunni, en í vor kom lið-
ið ekki jafnsterkt til leiks, en
hreppti samt meistaratitilinn
vegna þess hve það hafði unnið
mörg stig í fyrri umferðinni.
Um 300 keppendur í
sundmóti skólanna í kvöld
í KVÖLD Ser fram í Sundhöll-
inni hið fyrra sundmót skólanna.
Er þar eingöngu keppt í boð-
sundum og keppninni skipt í tvo
flokka, fyrir unglinga og fyrir
hina eldri. Bæði piltar og stúlkur
taka þátt í mótinu.
Keppnisgreinar eru tvær í ungl
ingaflokki. Er það fyrst boðsund
stúlkna 10 sinnum 33% m. Hand-
hafi bikar IFRN er frá í fyrra
Gagnfræðaskóli Keflavíkur. Pilt-
ar í imglingaflokki keppa í
20x33% m. boðsundi. í fyrra vann
Flensborgarskólinn í Hafnarfirði
bikar IFRN.
í eldri flokki keppa stúlkur
í 10x33% m boðsundi. Bikar IBR
sem um er keppt vannst í fyrra
af Gagnfræðaskóla Keflavíkur.
Piltar í eldri flokki keppa í
20x33 % m boðsundi. Þar er keppt
um keramikssel og er handhafi
hans Menntaskólinn í Reykjavík.
Alls taka um 20 skólar þátt
í mótinu og senda 30 boðsund-
sveitir til keppninnar. Er þetta
því eitt fjölmennasta sundmót
se.n hér á landi hefur verið hald-
ið.
Átök í Golfklúbb Reykjavikur um
500 eða 1000 kr. árgj.
Á NÝAFSTÖÐNUM (að vísu
ólögmætum) aðalfundi í Golf-
klúbb Reykjavíkur var samþykkt
af 17 mönnum að hækka félags-
gjöld klúbbsins um hvorki meira
né minna en 100% eða árgjald al-
mennra félaga úr kr. 500.00 upp
í kr. 1000.00. Á fundinum voru
mættir rúmlega 20 menn. en til
hans hafði verið boðað með að-
eins 3 daga fyrirvara, og þar sem
klúbblélagar eru alls um eða
yfir 200, er auðsætt, að aðeins
fáir hafa haft tækifæri til þess
að gera sér grein fyrir laga-
breytingu þessari og taka afstöða
ti) hennar.
Þau rök voru færð fyrir hækk-
uninni, að klúbbnum sé þörf
aukinna tekna vegna hins nýja
golfvallar. Má það að vísu til
sanns vegar færa, en annað mál
er hitt, að nær hefði legið að at-
huga aðrar fjáraflaleiðir fyrst,
áður en gripið væri til svo rót-
tækrar hækkunar á félagsgjöld-
unum.
Hér er um að ræða mikilvægt
atriði. Með því að hækka félags-
gjöldin í goifklúbbnum svo gíf-
urlega, er stefnt að því, að hann
verði einkafélag fáeinna ríkra
manna, sem ekkert munar um að
láta kr. 1000.00 á ári í félagsgjald.
Hins er ekki gætt, að golfíþrótt-
in á rétt á sér sem sjálfstæð
íþróttagrein, sem einmitt hentar
sérstaklega vel fyrir Reykvík-
inga, þar sem það er erfiðleikum
bundið fyrir þá að stunda sum-
ar aðrar íþróttir. Virðist þess
vegna auðsætt, að æskilegt væri
að stuðla að því að þátttaka í
golfíþróttinni geti orðið almenn
og verði ekki takmörkuð við fá-
mennan klúbb efnamanna eins og
stefnt er að með ofangreindri
ráðstöfun. Þyrfti þvert á m'óti að
stefna að því, að þátttaka í golfi
geti orðið verulega almenn hér
í bæ, og til þess að svo megi
verða, þurfa félagsgjöldin að
vera sem lægst og væri ekki ó-
eðlilegt. að Reykjavíkurbær
styddi þá starfsemi verulega
engu síður en aðra íþróttastarf-
semi
Ofangreind tillaga um hækk-
un félagsgjaldanna var borin
fram af stjórn golfklúbbsins, og
svo mikið kapp var lagt á að
keyra hana í gegn, að ekki var
hirt um að boða fundinn með
löglegum fyrirvara, og hefði þó
verið nær að hafa fyrirvarann
lengri en þann skemmsta tíma,
sem lög klúbbsins ákveða, til
þess að félagsmönnum gæfist
kostur á að hugleiða og taka af-
stöðu til málsins. Stjórninni var
að vísu bent á það á fundinum,
að hann væri ekki lögmætur, en
fundarstjóri gerði sér lítið fyrir
og lét ólögmætan fund sam-
þykkja sjálfan lögmæti sitt. án
þess að nokkur úr stjórninni
hreyfði andmælum við því.
Þannig var þessi lagabreyting
samþykkt á ólögmætum fundi af
einum 17 mönnum, en að þorra
félagsmanna fornspurðum.
Hér eru greinilega einræðis-
aðferðir viðhafðar, þar sem fé-
lagsmönnum er sýnd sú fyrir-
litning, að fæstum þeirra er gef-
inn nokkur kostur á að fylgjast
með málinu, áður en gengið er
til samþykkta um það.
Ýmsir félagsmenn í golfklúbbn
um vilja ekki una þessum mála-
lokum og hafa nú skrifað stjórn
golfklúbbsins og lýst yfir ólög-
mæti áðurnefnds aðalfundar, og
jafnframt skorað á stjórnina að
halda fund að nýju til þess að
gera lögmæta samþykkt um mál-
ið, en fund ber henni að halda
innan þriggja vikna frá því, að
hún fær slíka áskorun samkvæmt
ákvæðum félagslaganna þar um.
Verður hinn nýi aðalfundur
haldinn í Tjarnarcafé (uppi)
föstudaginn 4. des. n.k. kl. 20,30
stundvíslega.
Ó. Y.
Cóður afli
ÍSAFIRÐI, 2. des: — Róðrarnir
hafa gengið mjög vel og afh ver-
ið góður. T.d. í gær var afla-
hæsti báturinn Gunnhildur með
15 tonn.
Vinna er alveg sérstaklega
mikil hér núna, og frekar hörg-
ull á vinnuafli.
Hér er hláka óg ágætis veður
og alveg auð jörð í byggð. Jörðin
kom græn undan snjónum. sem
kom um daginn. — Guðjón.
— Gisli Sveinsson
Frh. af bls. 3.
þingmaður Vestur-Skaftfellinga.
Forseti sameinags Alþingis var
hann 1942 og 1943—1945. Hann
var forseti á hinum hátíðlega
fundi að Lögbergi á Þingvöliurn
17. júní 1944, er lýðveldi var sett
á stofn.
Hugðarmál Gísla Sveinssonar
voru sjálfistæðismál íslenzku
þjóðarinnar og kirkjumál, og
hann var gæddur hæfileikum til
að vinna þeim málum mikið
gagn. Hann var rökfastur ræðu
maður, vel máli farinn og sókn-
djarfur, en gætti þó jafnan hófs
í málflutningi. í embætti var
hann röggsamur og vandur að
virðingu sinni. Hann var lengi
forvígismaður Skaftfellinga, vann
ötullega með þeim 1 héraði og a
Alþingi og naut ástsældar og virð
ingar héraðsbúa. Hann var rausn-
armaður heim að sækja, og gott
þótti íslendingum að leita til
hans, þegar hann var fulltrúi
þjóðarinnar í Noregi.
Ég vil biðja háttvirta alþingis-
menn að minnast hins látna merk
ismanns með því að risa úr sæt-
um.