Morgunblaðið - 03.12.1959, Síða 20
d a g u r
ti I jola
21
d a g u r
til jdla
Hvaðan
eru
Smábarni bjargað
í Sundlaugunum
FYRIR nokkrum dögum bjarg-
aði maður að nafni Guðm. Finn-
björnsson, barni frá drukknun í
Sundlaugunum í Reykjavík.
Níu ára drengur var í laugun-
um með 3—4 ára gamlan snáða.
Mikil gufa var af vatninu þenn-
an dag og skyggni því lítið. Allt
í einu sá Guðmundur, sem var
staddur undir heitu sturtunni á
bakkanum, hvar litli drengurinn
marraði í kafi í djúpu lauginni.
Hafði sá stærri ekki gætt hans
nægilega vel og hann gengið út
í laugina í óvitaskap. Brá Guð-
mundur skjótt við og dró snáð-
ann upp. Hafði honum ekkert
orðið meint af volkinu, enda
búinn að vera örskamma stund
í lauginni er eftir því var tekið.
Blaðið átti í gær tal við einn
sundlaugarvörðinn um þetta. —
Sagði hann að óvarlegt væri að
senda svo ung börn með svo litla
krakka, sem ekki mætti sleppa
hendinni af. Stærri börnin
gleymdu sér í leik og hefðu ekki
Finnlandsvinir
minnast þjóð-
hátíðardagsins
FINNLANDSVINAFÉLAGIB
Suomi minnist Þjóðhátíðardags
Finna 6. des. með kvöldfagnaði
fyrir félagsmenn og gesti þeirra
í Tjarnarcafé uppi, sunnudaginn
6. des. kl. 8,30.
Dagskrá kvöldfagnaðarins verð
ur fjölbreytt. Sýndar verða kvik-
myndir í eðlilegum litum, Kai
Saanila phil. cand. stjórnar
spurningaþætti fyrir samkomu-
gesti alla. Jyrki Mántylá phil.
cand. les upp Finnsk ættjarðar-
ljóð. Báðir þessir finnsku stú-
dentar, sem að framan eru nefnd-
ir, dvelja hér við Háskólanám.
Að lokum verður dansað.
Allir Finnar, sem dvelja í
Reykjavík og nágrenni, verða á
kvöldfagnaðinum. Félagsmenn
hafa ókeypis aðgang fyrir sig og
gesti sína, sýni þeir félagsskír-
teini við innganginn.
Kíkhósti og kvef-
sótt að ganga
I NÝJUSTU fréttatilkynningu frá
borgarlækni um sjúkdóma í bæn
um eru kvefsótt og kíkhósti lang
útbreiddust. Skýrslan nær yfir
vikuna 15—21. nóvember og er
gefin af 46 læknum. Kíkhóstatil-
fellin eru 115 og kvefsóttartilfell
in 170. Af öðrum sjúkdómum
má nefna hálsbólgu, 94 tilfelli,
iðrakvef 23 tilfelli og kveflungna
bólgu 15 tilfelli. Sjúklingar með
aðra sjúkdóma eru mjög fáir.
næga ábyrgðartilfinningu. Sund-
laugaverðir vísuðu oft á brott
litlum börnum, sem væru í fylgd
með öðrum börnum, lítið stærri,
einkum þegar mikil gufa væri
og því erfitt fyrir þá að fylgjast
nægilega vel með því sem gerist
alls staðar í lauginni.
EITT varðskipanna kom hing-
að til Reykjavíkur í gær með
báða gúmbjörgunarbátana, er
rak á fjörur norður á Langa-
nesi á dögunum.
Pétur Sigurðsson, forstjóri
Landhelgisgæzlunnar og
Hjálmar R. Bárðarson, skipa-
skoðunarstjóri, komu báðir Skipsmenn varðskipsins yfir gúmmíbátnum. Það reyndist ógjörningur að blása hann upp á þilfarinu
björgunarbátarnir ?
um borð í varðskipið og at-
huguðu bátana. Þar um borð
var aðstaða slæm til slíks. —
Bátarnir voru báðir óupp-
blásnir.
Skipaskoðunarstjóri taldi
við lauslega athugun, að hér
mundi vera um brezka báta
að ræða. Notkunarreglur fyr-
ir bátana í neyðartilfelli fund
ust og eru þær á ensku. Mjög
var letrið tekið að mást. Skipa
skoðunarstjóri taldi líklegt að
hér væri um eldri gerð gúm-
báta að ræða. Nánari athugun
fer að sjálfsögðu fram. En
ekkert benti til þess af hvaða
skipi bátarnir væru. Mun
Skipaskoðunin rannsaka bát-
ana eftir föngum.
Síld komín í Miðnessjó
KEFLAVÍK, 2. des.: — 23 bátar
komu inn í dag með 1760 tunnur.
Hæstur var Magnús Marteinsson
með 200, Reykjaröst 170. Síldin
veiddist öll í Miðnessjó og var
sérstaklega stór og feit, og telja
sjómenn að nú sé komin síldar-
ganga aftur í Miðnessjó. — H.S.J.
SANDGERÐI, 2. des.: — Níu rek-
netjabátar komu inn með 724
tunnur. Hæstur var Guðmundur
Þórðarson með 125 tunnur, næst
var Guðbjörg með 110 tunnur,
Hrönn II með 101 tunnu.
Hringnótabátarnir hafa ekki
getað athafnað sig undanfarna
daga vegna' veðurs. — Axel.
HAFNARFIRÐI. — Þrátt fyrir
brælu á miðunum í fyrrinótt,
fengu flestir reknetjabátarnir
góðan afla, og mun það hafa
stafað af því að þeir voru búnir
að draga áður en hvessti upp.
Höfðu margir þeirra frá 50 og upp
í 100 tunnur og þar yfir, svo sem
Guðbjörg 140 og Hafnfirðingur
Ófullkomin sjókort
ÞÓRSHÖFN. — Færeyskir
fiskmenn, sem stundað hafa
veiðar við Austur-Grænland
í sumar, kvarta mjög yfir
ófullkomnum sjókortum af
ströndinni. Segjast þeir oft og
tíðum lenda í miklum vand-
ræðum við Grænland af þess-
um sökum, og að þeir hafi oft
þurft að grípa til þess ráðs að
fá lánuð sjókort hjá Norð-
mönnum á þessum slóðum,
sem hafa miklu fullkomnari
kort. i
Eru upplýsingar þessar
komnar frá færeyska þing-
manninum í danska þinginu.
Kvartaði Johan Poulsen yfir
þessu, þegar Grænlandsmál
voru á dagskrá fyrir nokkru,
og óskaði eftir því, að Færey-
ingar fengju fullkomin sjó-
kort af bæði vestur- og austur
strönd Grænlands.
í svari dönsku stjórnarinnar
til Færeyinga segir svo, að
bráðlega megi vænta nýrra
sjókorta af ströndum Græn-
lands.
um 110. Til Jóns Gíslasonar bár-
ust í gær um 300 tunnur. — Ekki
gátu bátarnir farið út aftur sök-
um storms.
AKRANESI, 2. des.: — 12 rek-
netjabátar lönduðu hér í dag 1200
tunnum síldar. Það má jafnan
telja góða veiði ef hún jafnar sig
upp með 100 tunnur á bát. Afla-
hæstir voru Sigurvon 163 tunnur,
Sveinn Guðmundsson 142 og Sæ-
fari 127 tunnur. Síldin er öll
ýmist söltuð eða fryst. — Oddur.
5
4
L. -
imfJttkl
})• i
9 Hjalmar R. Bárðarson, skipa- (r
skoðunarstjóri og Sigurður Ej\
$ Árnason, 1. stýrimaður, at- &
I, huga áletrun á bátnum. a
i a
Ungur lisfamuður leikur einleik
ú sinfoníuhljómleikum
SÍÐUSTU tónleikar Sinfóníuhljó
hljómsveitarinnar fyrir jólin
verða á föstudagskvöldið í
Þjóðleikhúskjallaranum klukkan
8,30. Það telst til tíðinda
í sambandi við þessa hljóm-
leika, að þá kemur fram með
hljómsveitinni sem sólóisti henn-
ar Einar Grétar Sveinbjörnsson.
Þetta verða fimmtu tónleikar
Sinfóníuhljómsveitarinnar á þess
um vetri og verður Henry
Swoboda stjórnandi hljómsveit-
arinnar, en hann stjórnaði hljóm
sveitinni í síðustu viku.
Að þessu sinni leikur hljóm-
sveitin tvö litrík og áhrifamikil
tónverk, sem hljómsveitin hefur
ekki áður flutt. Er hér um að
ræða ,,Þríhyrndi hatturinn“, sem
er balletsvíta eftir spænska tón-
skáldið de Falla og Sinfónía nr.
2 í h-moll eftir rússneska tón-
skáldið Borodin.
Einar Grétar Sveinbjörnsson leik
ur einleik á fiðlu með hljómsveit-
inni en hún flytur Fiðlukonsert
eftir Mendelsohn. Hefur Einar
Grétar sem lauk burtfararprófi
frá Tónlistarskólanum hér, stund
að framhaldsnám í fiðluleik við
Curtis Institute of music í Fila-
delfíu í Bandaríkjunum. Er hann
sonur Sveinbjörns Einarssonar út
gerðarmanns hér í bænum, og ný
kominn heim vestan frá fram-
haldsnámi sínu.
Kvöldvaka Stefnis
HAFNARFIRÐI. _ í kvöld
gengst Stefnir, fél. ungra Sjálf
stæðismanna, fyrir kvöldvöku
í Sjálfstæðishúsinu.
Spilað verður hið vinsæla
spil Bingo, sem náð hefir all
víða miklum vinsældum. Verð
Iaun verða veitt.
Er öllum heimill aðgangur
á kvöldvökuna meðan húsrúm
leyfir og er ókeypis aðgangur.
Fundir á Alþingi
fram á nótt
f GÆR var fundur í samein-
uðu Alþingi, en deildarfundir
að honum loknum. Frá um-
ræðum í sameinuðu þingi er
sagt pnnars staðar í blaðinu.
Fuudir í deildum hófust á
fjórða tímanum og var eitt
mál á dagskrá í hvorri deild. í
neðri deild frv. um bráða-
birgðafjárgreiðslur úr ríkis-
sjóði til 1. umræðu. Lauk
henni laust fyrir miðnætti og
var málinu vísað til annarrar
umræðu og fjárhagsnefndar.
í efri deild var frv. um
bráðabirgðabreytingu og fram
lengingu nokkurra laga til ann
arrar umræðu. Var henni ekki
Iokið er blaðið fór í prentun
í nótt.
Hvalkjötið malað
og brætt
BLAÐID spurðist í gær fyrir um
það hjá fréttaritara sínum á Dal-
vík, hvað orðið hefði um hval-
kjötið, eftir að upp kom að sumt
af því var ekki nægilega gott
til að það fengi skoðunarvottorð
til manneldis.
Skýrði hann svo frá, að þá
hefði verið búið að frysta allt
að helming, á að gizka 30 lestir,
en það, sem eftir var hefur verið
malað á Akureyri í fóðurmjöl og
spik brætt. Mundi fást um 50%
af fitu úr því.
Ekki væri enn hægt að segja
um það hver útkoman yrði á
málinu. Það fyrsta sem fryst var
af hvalkjötinu væri a. m. k. ágæt
is vara, og væri í athugun hvað
hægt væri að gera við það.
Loftvogin féll
LOFTVOGIN féll óvenju mik-
ið í gær. Hér í Reykjavík fór
hún lægst í gærkvöldi niður
í 942 millibara eða 706 mm.
Um 100 km. suður af Vest-
mannaeyjum mun loftþrýst-
ingurinn hafa verið lægstur,
en þar var lægðarmiðja.
Nokkur dæmi eru til þess að
loftvog hafi áður orðið
nokkru lægri hér á landi. Sjá
nánar veðurkortið á bls. 2.