Morgunblaðið - 08.12.1959, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 08.12.1959, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 8. des. 1959 MORGTJIKBLAÐIÐ 3 ^0000000 0 0.0 000^x0^^ 00^.0~0-0->0-0~0:'*-0 * Eins og að sigla inn í jólin 'YRSTA „jólaskipið" kom til Eteykjavíkur í fyrradag með epli frá Genúa á Ítalíu. Skipað heitir NAIDADE og er skrá- sett í Líberíu, en heimahöfn aess er á Ítalíu og áhöfnin er 511 ítölsk. — í gær var unnið við að skipa upp úr því í rigningunni, en það er með um 37.000 epla- kassa. — Blaðamaður Morgun- blaðsins hitti skipstjórann snöggvast að máli í gær. — hann er „týpískur“ ítali, lág- vaxinn og grannur, dökkur á hár og hörund, augun eins og kolamolar, munnurinn fínleg- ur með brosviprum. — Hvorki hann, skipið eða áhöfnin hefur nokkurn tíma komið til íslands áður. —■ Þetta er alveg ný reynsla, seg- ir skipsstjórinn, við höfum aldrei komið svona norðarlega venjulega siglum, við um Miðjarðarhafið, og stundum til Bretlands, Hollands og Þýzka- Lands. — Það er engu líkt að sigla hingað. Við höfum aldrei séð sólina eins og hér — hún skríður yfir hafflötin og skín næstum lárétt, og hvergi hef §g séð eins fallegt tunglskin, geislarnir baða skýin í alls konar litum — maður gæti orðið ástfanginn, þó enginn kvenmaður sé um borð. — Og innsiglingin til Reykjavíkur er mjög sérkennileg og falleg. — Fyrst sér maður bara ljósin og manni finnst maður vera að sigla inn í jólin — en svo sér maður að þetta er lítil borg — .jósin utan af hafi gefa henni ý'firnáttúrlega stærð og feg- lurð. — HVernig lízt ykkur á borgina, þegar þið eruð komn- ir í land? ' — Þá lízt okkur aðallega vel ,á kvenfólkið. — Eru allir ítalir upp á kven höndina? — Nei, konurnar eru upp á karlhöndina. — Við vildum helzt bjóða öllum konum borg- arinnar um borð. — Hér er nóg af öllu, ávöxtum, víni — útvarp, hljómplötur og sjón- varp — en kvenfólkið er ekki enn komið. — Við fórum í bíó í gærkvöldi, gengum um göt- urnar og fórum inn á veitinga- hús, það var mjög gaman. — Heldurðu að eplin séu segir skipstjór- inn á „epla- skipinu4 góð? Já, þau eru ítölsk — okkur finnst þau góð. — Þið eruð vonandi ekki búnir að borða þau öll? — Nei, nei, við smökkuðum aðeins á þeim — til þess að fullvissa okkur um að við vær um velkomnir. — Hvað eruð þið margir á skipinu? Francesco S. Gargivlo, skipstjóri — Við erum 18 — 3 auka- lega vegna þess hvað þetta er löng sjóferð. — Hvert farið þið héðan? — Norður um land og austur og tökum síld til Austur- Þýzkalands. — Og þar verðið þið um jólin? — Þar eru engin jól. — Ekk- ert, sagði skipstjórinn og augu hans urðu snöggvast vonleysis leg. — Hér er svo gott og elsku legt fólk. — Skipstjórinn stóð upp —. má bjóða þér ítalskt vín? Morgunblaðið fékk þær upp lýsingar í gær, að eplin kæmu almenúnt í búðir á miðviku- dag. Frétt i Politiken: Ekki negra DANSKA blaðið Politiken flutti eftirfarandi frétt á sunnudag, samkvæmt einka- skeyti frá New York. Varnarmálaráðuneytið í Washington tilkynnir, að fallizt hafi verið á það, sam- kvæmt óskum íslendinga, að senda ekki þeldökka her- menn til herstöðvanna á Is- landi. — Enginn skriflegur samningur liggur fyrir um þetta atriði, en talsmaður ráðuneytisins segir, að það sé stefna Bandaríkjanna „að fara eftir óskum þess lands, þar sem herstöðvarnar eru“. Negrablaðið „Amsterdam News“, sem gefið er út í Ilarlem, ræddi fyrst þetta mál, og yfirlýsing varnar- málaráðuneytisins er bein- línis fram komin vegna spurningar, sem blaðið varp aði fram. Fulltrúi við íslenzka sendi ráðið í Washington, kveðst ekki vita til þess, að stjórn sín hafi borið fram ósk um að útiloka blökkumenn úr stöðvum þeim, sem Banda- ríkin hafa haft á Ísíandi síð- an 1951. STAKSTEIIVAR 000t0.0\000i000\0>00 0- 0~00-00t0t0»0a0U0*000a010t000 0 Verðbólgan kemur harðast niður á sjávarútveginum Aumleg frammistaða Framsóknar í byggingarmálum Öllum almenningi er það enn- þá í fersku minni, hversu aum- leg framganga vinstri stjórnar- innar undir forystu Framsóknar- flokksins var i byggingarmálun- um. Lánveitingar frá hinu nýja veðlánakerfi, sem Sjáifstæðis- menn höfðu beitt sér fyrir, stór- lækkuðu á valdatímabili vinstri stjórnarinnar. Gífurlegur fjöldi ófullnægðra lánabeiðna hrúguð- ust upp hjá Húsnæðismálastjórn. Auk þess hafði svo efnahags- málastefna vinstri stjórnarinnar þau áhrif, að byggingarkostnað- ur hækkaði stórkostlega. Þegar á allt þetta er litið, sætir það ekki lítilli furðu, þegar Framsóknarmenn vilja nú láta þjóðina halda að þeir séu hinir einu sönnu brautryðjendur á sviði byggingarmála. Nú flytja Framsóknarmenn á Alþingi, um leið og þeir eru komnir úr ríkis- stjórn, tillögur um það, að und- anþiggja byggingarefni sölu- skatti. Þetta segja Framsóknarmenn að sýni einlægan vilja þeirra til þess að verða því fólki að liði, sem er að berjast við að eignast þak yfir höfuðið. En þetía hræsnishjal Fram- sóknarmanna er of gegnsætt til þess að nokkur taki það alvar- lega. Meðan Eysteinn Jónsson var fjármálaráðherra hamaöist hann ávallt á móti öllum und- anþágum frá söluskatti. Hann beitti sér m. a. fyrir því, að felld var tillaga frá Sjálfstæðismönn- um vorið 1958 um að yfirfærslu- gjald yrði nokkru lægra á bygg- ingarefni en öðrum vörum. 20. aðalfundur LÍÚ hófst i gær ^0 000^0*0*00,0 00 0000 0 íslenzkir gestir í Bretlandi BRISTOL, Englandi, 7. des. — (Reuter) — Þrír fulltrúar ís- lenzkra launþega- og verkalýðs- aamtaka ræddu í dag við full- trúa brezka atvinnumálaráðu- neytisins hér. — íslendingarnir eru á ferðalagi um landið I boði brezku ríkisstjórnarinnar. Þeir eru: Guðjón Baldvinsson frá Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja, Guðjón Einarsson frá sam- tökum verzlunar- og skrifstofu- fólks og Guðmundur Jensson, *em er fulltrúi félags yfirmanna á kaupskipaflotanum. Á morgun munu íslendingarn- lr hitta að máli borgarstjórann í Bristol, W. T. Cozens. — Þeir halda heimleiðis 15. desember. TUTTUGASTI aðalfundur Lands sambands íslenzkra útvegsmanna hófst í Tjarnarkaffi kl. 2 I gær. Formaður sambandsins, Sverrir Júlíusson, setti fundinn með ræðu. í upphafi máls síns minnt- ist formaður Olafs B. Björnsson- ar, útgerðarmanns og ritstjóra á Akranesi, er lézt á þessu ári. Enn fremur minnlist hann 55 sjó- manna, er drukknað hafa við störf sín, síðan síðasti aðalfundur var haldinn. Risu fundarmenn úr sætum í virðingarskyni við hina látnu og vottuðu vandamönnum þeirra samúð sína. • Bráðabirgðaúrræði Að svo DÚnu vék Sverrir Júlíusson að ninum árlegu samn- ingum við ríkisvaldið um hver áramót nú lengi undanfarið. — Kvað hann aðstöðu sjávarútvegs- ins annars vegar og annarra at- vinnuvega hins vegar svo og laun þegasamtakanna gagnvart verð- bólguþróuninni, sem hér hefði verið lengi undanfarið, ólíka. Drap hann í þessu sambandi á þróunina allt frá 1947 fram á Verkamannaflokkurinn styður einkaframtakið RÍKISÚTVARPIÐ sagði eftirfar- andi frétt í gærkvöldi: Einar Gerhardsen, forsætisráð- herra Noregs, lýsti því yfir á þingfundi í dag, að Tryggrve Lie hefði talað í nafni norsku ríkis- stjórnarinnar og miðstjórnar VerkamannaJlokksina, er hann lýsti því yfir í gær, að Norð- menn hyggðu ekki á frekari þjóð nýtingu. — Yfirlýsingu þessa gaf Lie á fundi í norsk-ameríska viðskiptaráðinu í New York. Sagði hann að norski Verka- mannaflokkurinn hyggðist styðja einkaframtakið framvegis og mundi ekki beita sér fyrir rekari þjóðnýtingu en orðin væri í Noregi. \ þennan dag. Kvað hann allt þetta tímabil alltaf hafa verið leitað bráðabirgðaúrræða frá ári til árs, nema 1950 er reynt var að hverfa af þessari braut með gengisbreyt- ingunni þá. Vék hann nokkuð að þeim ástæðum sem ollu því, að hún kom ekki að því gagni, sem til var ætlazt, svo sem áhrif Kóreustyrjaldarinnar á verðlag erlendra vara, kaupgjaldshækk- anir innanlands, aflabrestur 1950 og festingu gengisins. Vakti Sverrir athygli á því, að þrátt fyrir þetta hefði skapazt festa í verðlagi á þriðja ár, þar til áhrif- anna frá verkföllunum 1955 tók að gæta. • Verðbólgan Sverrir Júlíusson lagði áherzlu á, að verðbólguþróunin væri fyrst og fremst skaðleg at- vinnuvegunum, og ekki sízt sjáv- arútveginum, leiðréttingarnar kæmu allaf langt á eftir. Fór hann í þessu sambandi nokkrum orðum um horfurnar um þetta leyti í fyrra, er stórfelld verð- bólguaukning blasti við. Samn- ingar tókust þó um áramótin, en þá var tekið upp það nýmæli, að ef vísitalan hækkaði, skyldi fisk- verð einnig hækka. Hafi þetta verið hvöt, m. a. fyrir allan almenning, til þess að sporna við aukningu dýrtíðarinnar. Formað- urinn rakti bví næst tölulega kostnaðinn við þessa stöðvun. Kvað hann þær sýna, að brýna nauðsyn bæri til að koma á jafn- vægi í þjóðarbúskapnum. Þá vék formaðurinn að fram- tíðarhorfum. Kvað hann L.Í.Ú. þurfa að gæta þess að hagsmunir sjávarútvegsins verði fyllilega teknir til greina, er stigið verður nú á næstunni væntanlega nýtt skref í efnahagsmálunum. Kvað hann þjóðinni svo bezt farnast að hagur sjávarútvegsins sé sem beztur og að þjóðin reyni ekki sífellt að skipta upþ meiru en aflað er. • Fundarstörf Fundarstjóri var kjörinn Jón Árnason, alþingismaður, Akra- nesi, en fundarritarar Gunnar Hafsteinsson og Kristján Ragnars son. Því næst voru kosnar nefnd ir: Kjörbréfanefnd, nefndanefnd, fjárhags- og viðskiptanefnd, alls- herjarnefnd, afurðasölunefnd, skipulagsnefnd og stjórnarkosn- inganefnd. Að nefndarkjöri loknu var les- in skýrsla sambandsstjórnar. Er þar gerð rækileg grein fyrir mál- efnum og störfum síðasta starfs- árs, jafnframt því, sem hún hef- ur að geyma margvíslegar upp- lýsingar um hag og afkomu báta- og togaraútvegsins og þær athug- anir og samningaviðræður, sem fram hafa farið í því sambandi. Að loknum flutningi skýrslunnar hófust umræður um hana og stóðu til kl. 7. Kvöldfundur var ekki. í dag hefst fundur kl. 10 ár- degis, én búist er við að aðal- fundinum ljúki nk. miðvikudag. Fulltrúar, sem eru um 80 talsins, eru flestir mættir. Auk þeirra og Sigurðar H. Egilssonar, fram- kvæmdastjóra L.Í.Ú., sitja fund- inn nokkrir starfsmenn sam- bandsins. Á fundinum í dag mun dr. Jó- hannes Nordal, bankastjóri, flytja erindi um horfur í verzlun- armálum Vestur-Evrópu. — Að ávarpi bankastjórans loknu mun Ingvar Vilhjálmsson, útgerðar- maður, formaður framkvæmda- ráðs Innkaupadeildar L.Í.Ú., flytja ársskýrslu Innkaupadeild- arinnar, og síðan mun Sigurður H. Egilsson, framkvæmdastjóri,, lesa og skýra ársreikninga L.Í.Ú. og Innkaupadeildar þess. — Þá munu umræður hefjast, en um kvöldið munu nefndir starfa. Árásirnar á f jármálaráðherrann Kommúnistar og Framsóknar- menn hafa svarizt í fóstbræðra- Iag um að svívirða sem mest þeir mega Gunnar Thoroddsen, fjármálaráðherra. Tilefni árása þeirra er fyrst og fremst það, að hann hafi ekki verið við- staddur málþófsumræður stjórn- arandstæðinga sl. fimmtudags- kvöld. Útmála Framsóknarmenn og kommúnistar það með sterk- um litum, hvílík geysileg yfir- sjón og vanræksla það hafi ver- ið af hálfu fjármálaráðherra að vera ekki viðstaddur þessar um- ræður. Hér er vitanlega um hinar fáránlegustu asakanir og blekk- ingar að ræða, af hálfu stjórnar- andstöðunnar. Allir þeir, sem eitthvað þekkja til þingstarfa, vita, að því fer víðs fjarri að ráðherrar séu alltaf viðstaddir, eða geti verið viðstaddir um- ræður á þingi. Er þess skemmst að minnast frá tímum vinstri stjórnarinnar, að einstakir ráð- herrar létu oft ekki sjá sig heilu dagana, þó að til umræðu væru mál, sem snertu ráðuneyti þeirra. Um allt og ekki neitt Þar að auki má benda á það, að umræðurnar sl. fimmtudags- kvöld snerust yfirleitt alls ekki fyrst og fremst um þau mál, sem undir fjármálaráðherra heyrðu og liann hafði mælt fyrir fyrrihluta sama dags. Umræðurn- ar þá voru' fyrst og fremst mál- þóf Framsóknarmanna og komm- únista um allt og ekki neitt. Fjármálaráðherra hafði fyllilega gegnt skyldu sinni fyrr um dag- inn og undanfarna daga í um- ræðum um þau mál, sem undir hann heyrðu. Allt tal F-ram- sóknarmanna og kommúnista um hinn „týnda fjármálaráðherra“ er því einskær rógur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.