Morgunblaðið - 08.12.1959, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 08.12.1959, Blaðsíða 8
8 Moncmsnr.AÐiÐ Þriðjudagur 8. des. 1959 Bréf Matthíasar BRÉF Matthíasar Jochums- sonar til Hannesar Hafsteins. 188 bls. Kristján Albertsson sá um útgráfuna. ísafoldarprent- smiðja h.f. Reykjavík 1959. Fátt gefur Ijósari og trúverð- ugri myndir af einstaklingum en sendibréf sem hripuð eru undir- búningslaust á bráðfleygum stundum milli daglegra anna. í bréfum til náinna vina koma menn venjulega til dyranna eins og þeir eru klæddir, ósnurfusaðir, einlægir, innblásnir, afkáralegir, sjálfum sér ósamkvæmir, hrygg- ir eða glaðir, glettnir eða alvöru- þungir — allt eftir því sem and- inn býður þeim hverju sinni. Sendibréf eru ásamt ljóðum næm ustu sveiflumælar sálarlífsins hjá höfundum sínum. Þetta á við um Matthías Jochumsson flestum öðrum fremur, og kemur þar bæði til stíllipurð, örlæti hans á skoðan- ir sínar og heilabrot, andagift hans og örir skapsmunir. íslend- ingar hafa ekki átt marga bréf- ritara sem sameinuðu til jafns við Matthías skemmtilegheit, myndríkt mál og skarplegar at- hugasemdir um menn og mál- efni. Bréf hans eru í senn skemmtilestur og vizkubrunnur, en þau eru framar öllu blæ- brigðarík sjálfslýsing: „Ég hef tekið í mig að segja eins og í mér liggur og á mér liggur — í bréfum“ (bls. 30). Bréf Matthíasar til Hannesar Hafsteins taka yfir hálfan fimmta áratug (1883—1918), og kennir að vonum margra grasa, því Matthías kom víða við og var allra manna opnastur fyrir nýjum áhugamálum og flestum mönnum ófeimnari við að end- urmeta eða skipta um skoðanir. Hann var alla ævi síleitandi og spyrjandi. 1 bréfi frá 1913 segir hann: „í 40 ár hefur mig kvalið óró og eirðarleysi, sem auk ann- arra áhrifa hefur skift mér í ótal parta, rekið mig áfram til starfs og strits, en truflað mig æ og æ, leitt frá einu til annars. Allt verið hálfverk, tilþrif, brota- smíði (bls. 162). Hann kynnti sér allt sem hann komst höndum yfir, las heim- speki, guðfræði, spíritistarit, skáldskap, sögu, yfirleitt allt sem verða má-tti til að víkka sjón- deildarhringinn og gefa fyllri mynd af mannlífinu og umheim- inum. Hann var óseðjandi í fróð- leiksfýsn sinni, kvartar einatt um bókaskort, ræðir um höf- unda úti í heimi sem hann hefur heyrt um og langar til að kynna sér, og bölvar sinnuleysinu og vesöldinni á Islandi. Mest kveður við þennan tón meðan hann var prestur í Odda á árunum 1880 —87. Árið 1883 skrifar hann t. d.: „Hér er flest in statu quo fyrri eymdar alda. Verst hjá oss er hvað þjóð vor og land er komið aftur úr; það vekur mér mest óyndið í sveit, að véra dæmdur til Síberíu sálarfrostsins, til eski- móalegrar eymdar og amlóða- skapar“ (bls. 19). Og ári síðar kemst hann svo að orði: „Ósköp er landið á eftir í augum okkar, sem þekkjum eitthvað betra! Og skelfing er að dæmast til að lifa sína seinni daga bundinn við þvílíkt barbarí, sem þetta mitt sveitar og félagslíf, þar sem eng- in civilisation hefur komið, en öllu farið aftur, síðan á 12. öld! Þetta er bókstaflega satt. Menn lifa í eymd og illúsjónum; fá- vizka, hjátrú, naiv eigingirni og ánægja með magann fullan og von um meira í sig og á\ það er líf+þjóðlíf-|-hið eilífa (kristilega og kirkjulega) líf hjá vorri þjóð“ (bls. 28). Og 1885 er svona kom- ið: „Annars vil ég kveðja þetta — þetta land; væri ég ekki á því alinn skyidi ég hrópa það út sem hundaland og hormera- patríu. Ég sé ekki betur en allar skepnur, sem á því draga and- ann, gangi úr sér og aftur á bak, nema sú sem fann það fyrst, Flóki þegar slysaðist hingað í svo harða vist að hrafninn af því for- hertist“ (bls. 49). En tónninn verður léttari þegar Matthías kemur til Akureyrar, enda var árferði orðið skárra, en þá bölsótast hann mest yfir ís- lenzkri pólitík, sem honum þyk- ir mikið barbarí. Mitt í öllu volæðinu austur í Odda byltist samt skáldæðið í honum eins og frumkraftur sem heimtar útrás. í fyrsta bréfinu til Hannesar er t. d. þetta: „Ann- ars er ómögulegt að yrkja að gagni nema — já, nema hvað? Nema allir geníi, allir lífskraptar, allir englar, og allur andskotinn Matthías Jochumsson gangi og geysi í manni út og inn — eins og örkin hans Nóa — já, nema skáldið sé eins og örkin gamla, byltandisk og berj- andisk í brimróti veraldarflóðs- ins, umfaðmandisk og innigeym- andisk allar skepnur illar og góðar, hreinar og óhreinar, hrafn og dúfu, höggorminn slæga og hundinn trygga, vermandi og varðveitandi með sömu sympa- thíu allt gegnum hel og hrun til nýrrar sögu og nýrrar framtíð- ar“ (bls. 16). Bréfin eru flest skrifuð í þess- um óstýriláta og innblásna stíl, full að leiftrandi háði og leik- andi skopi, prakkaralegum at- hugasemdum og svo háalvarleg- um vangaveltum um lífið, dauð- ann, trúarbrögðin og skáldskap- inn. Fyrir kemur að skáldið miss- ir alla þolinmæði gagnvart iðju sinni: „Nei, enga útúrdúra — út með rimdjöfulinn, þennan gamla Þorgeirsbola, sem dregur húðina í hendingum, þessa skáldskapar- Skottu, sem skellir á lærin með skothendum! Við þurfum nýtt form með nýrri tíð. Mín tíð er bráðum fyrir bý — ég finn ekk- ert nýtt, og þó ég sé eins and- ríkur og aðrir menn, liggur fátt eða ekkert almennilegt eftir mig. Ó, hvað það er sárt!“ (bls. 51). Þannig skrifar þjóðskáldið vini sínum, 24 árum yngri, sem hann telur einn helzta frumherj- ann í skáldskap nýja tímans. Matthías dáði Hannes mest allra samtíðarskálda til æviloka, þó hann virðist raunar hafa orðið fyrir vonbrigðum með fram- haldið á hipni glæsilegu byrjun. í bréfi til séra Valdimars Briems árið 1916 segir hann: „Og víst tel ég hann fyrstan og fullkomnast- an þeirra, sem nú yrkja, enda mikilmenni að staðfestu og mann kostum", en hálfu ári síðar skrif- ar hann sama manni: „Bezt orti Hannes þegar hann hóf fyrst að kveða 20—25 ára, því þá gekk ný fjöralda yfir Norðurlönd, þótt grunn væri og endaslepp“ (bls. 175). Matthíasi þótti líka mikið til um Einar Benediktsson, en átti erfitt með að átta sig á honum eða sætta sig við umbrot hans: „Hann djöflast áfram dauðrot- andi allt lifandi, sem eltir ó- temju hans; eða getur það finn- gálkn ávalt heitið Pegasus?" (bls. 102). „Ég er gegnblaserað- ur gagnvart flestum þeirra, þó að hamremi Einars Benediktsson- ar impóneri mér við og við“ (bls. 106). „Einar Benediktsson er — eða hefur gáfur til að vera okk- ar mesti poet — ef hans ofsi og sjálfbyrgingsgassi riði ekki Músu hans slig. Þýffu og blíffu vantar gersamlega hans kvæði“ (bls. 171). í bréfum Matthíasar úir og grúir af athugasemdum og dóm- um um höfunda og stefnur, bæði heima og erlendis, og þykja mér þeir kaflar langverðmætastir, því Matthías var gæddur mikilli skarpskyggni, þó hann hefði sjaldan þolinmæði til að kryfja nokkra stefnu eða höfund til mergjar. Af erlendum höfundum hefur hann mest dálæti á Fröding og Shakespeare, en aðdáun hans á Brandes er blandin beiskju. Dómar hans um ýmsa íslenzka ...allar húsmæður þekkja Pillsburys BEST hveiti Pillsbury’s Best er efnabætt hveiti í endurbættum pakka og gæðunum er alltaf hægt að treysta. i höfunda eru óheflaðir, en jafnan skemmtilega orðaðir: „Sand- gvendur er einkum óumræðileg- ur og ætti að fá 5 aura, en pen- inga þarf hann ekki fremur en Sölvi Helgason heimspeki, og á hann nú allan val á Akureyri; er það og mest fyrir þá sök að ég flý land, að það rúmar okkur ekki báða!“ (bls. 104). „Þó Þ. Erl. (Þorsteinn Erlingsson) kveði slétt — sléttara á sinn hátt en nokkur annar, finnst mér hann ekki veigamikill og nokkuð nærsýnn. Hann vantar bæði víð- ari sýn og meira menntalíf. Þar af einræni hans og einhver am- lóðaskapur annað veifið. Nú, greyið er fæddur í kreppu og kvalinn upp á kotbæ — eins og í rauninni við allir eða flestir, og svo er hann heilsulítill og hörkulaus“ (bls. 72). í bréfum Matthíasar er mikill Hannes Hafstein landi fyrir aldamót. Hann var löngu orðinn þjóðskáld þegar hann loks kom fyrstu ljóðabók sinni út árið 1884, á fimmtug- asta aldursári. Stríðið sem hann átti í við útgefanda, prófarkales- ara og póstsamgöngur er með ó- líkindum, og eftir ársþóf kemur bókin loks út hálfköruð og mor- andi í prentvillum! Bréf Matthíasar flytja með sér óróleik hins efagjarna manns, sem sætti sig aldrei við neina lausn, en gaf samt aldrei upp vonina um að finna lausn á lífs- vandanum. Það var þessi óróleiki sem gerði Matthías síungan. Hann átti við vanheilsu að stríða á miðjum aldri og það er ein- kennileg dauðakennd í bréfum hans, ótti við hið ókomna sem hann reynir stöðugt að bæla nið- ur. Svo merkilegt sem það má virðast um jafnafkastamikinn mann, sýnist hann alltaf hafa ef- ast um skáldskapargildi verka sinna, eins og fram kemur í til- vitnun hér að framan. Hann var einatt óánægður, en knúinn áfram af óviðráðanlegri sköpun- arþörf. Bréfin gefa í heild sér- lega ljósa hugmynd um sam- band þessara tveggja ólíku vina, þjóðskáldsins og ráðherrans, sem Kristján Albertsson telur „tvo af dásamlegustu mönnum sem ísland hefur alið“. Kristján hefur tengt bréfin saman með ljósum frásögnum og glefsum úr greinum og öðrum bréfum, þannig að bókin er sam- felld og mjög læsileg. Hún dregur í rauninni upp nærmynd af aldarhættinum á árunum, sem bréfin taka yfir, en sú mynd er skiljanlega langt frá því að vera hlutlaus. Matthías var öf örgeðja og persónulegur í skoðunum til að geta lagt hlutlægt mat á sam- tíð sína, enda er það sennilega flestum dauðlegum mönnum um megn. Frágangi bókarinnar er að ýmsu leyti mjög ábótavant, próf- arkalestur er afleitur og margs konar misræmi lýtir útgáfuna. A kápu er t. d. sleppt eignarfalls- essinu í ættarnafni Hannesar, en því haldið á titilblaði og ann- ars staðar, eins og rétt er. Þá segir á kápu ,að bréfin taki yfir árin 1885—1920, en þau eru frá árunum 1883—1918. Þetta eru óhæf vinnubrögð, þó slíkar vill- ur skipti engu meginmáli. Þá koma fyrir ýmsar leiðar villur í Framh. á bls. 17.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.