Morgunblaðið - 08.12.1959, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 08.12.1959, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐ1Ð Þriðjudagur S. 'des. 1959 Flugvöllur á Álftanesi A SUNNUDAGSKVÖLDIÐ var rætt um Keykjavíkurflugvöll og Ráðhúsið í útvarpsþættinum „Spurt og spjallað". Vöktu um- ræðurnar óskipta athygli, ekki sízt þau ummæli flugmálastjóra, Agnars Kofoed Hansen, að nýr flugvöllur á Álftanesi mundi kosta mörg hundruð miljónir króna. Studdist fugmálastjóri þar við kostnaðaráætlun, sem verk- fræðingur flugmálastjórnarinnar, Ólafur Pálsson, hafði gert á önd- verðu ári 1957. Marga fýsir e. t. v. að vita eitt- hvað nánar um þessa athugun flugmálastjórnarinnar og þess vegna sneri blaðið sér til flug- málastjóra í gær. Sagði hann, að ljóst hefði verið, þegar farið var að ræða um að leggja Reykjavíkurflugvöll niður, að Álftanesið kæmi einna helzt til greina varðandi byggingu nys flugvallar. Samkvæmt rannsókn- um fróðra manna væri heppi- legast að byggja þennan völl sunnan Lambhúsatjarnar og vest- an Hafnarfjarðarvegar, en þaðan er um 8 km vegalengd til Reykja- víkur og 3 km til Hafnarfjarðar. Aðflugsskilyrði eru þar ágæt og aðstæður sömuleiðis að því er segir í álitsgerð verkfræðingsins. ★ Kostnaðaráætlun var gerð um þriggja brauta flugvöll. Lengsta brautin var áætluð 2150 metrar, allar brautir 60 m breiðar en 75 metra breitt öryggisbelti með- fram þeim beggja vegna. Þá, árið 1957 áætlaði Ólafur Pálsson, að verkið kostaði 204 milljónir króna, ef um malbikaðar brautir yrði að ræða, 215 milljónir ef þær yrðu steinsteyptar. Til samanburðar má geta þess, brauta, en vissulega er það ekki nóg. Ólafur Pálsson reiknaði með að 40.000 fermetra athafnasvæði kostaði 14 milljónir fullgert, Síð- an verður að leggja nýjan veg út á Álftanesið, því eins og mynd in sýnir leggst ein brautin yfir veginn á stórum kafla. Þá þarí að leggja vatnsleiðslu til vallar- ins — og síðast en ekki sízt kaupa öll húsin, sem á síðustu árum hafa verið byggð í hrauninu, við veginn út á Álftanes. Þá er áætl- unin komin yfir 200 milljónir, en síðan hefur orðið breyting á verð gildi krónunnar og ugglaust mætti hækka þessa tölu, jafnvel um 50%, sagði flugmálastjóri. ★ Síðan er eftir að reisa mann- virki við völlinn. Flugskýlin á Reykjavíkurflugvelli er hægt að nota enn um langt skeið, en vafa- laust er þörf á að reisa eitt stærra en þau, sem fyrir eru, ef íslend- ingar kaupa enn stærri flugvélar. En Agnar benti á það sama og í útvarpsþættinum, að hann hefði séð í Oslo tvö nýsmíðuð flugskýli og verkstæðisbyggingu, sem hefðu kostað 42 millj. norskra króna. Auðvitað væri gott að fá flugskýli, því stærri þeim mun betra. En þau kosta líka peninga, sagði flugmála- stjóri. Við Reykjavíkurflugvöll er nú hafin bygging flugstöðvarhúss. Slíka byggingu þyrfti að sjálf- sögðu líka að reisa á Álftanesi, en ekki sagði flugmálastjóri að Uppdrátturinn er af Alftanesi og flugvellinum, sem flugmálastjórnin gerði um kostnaðaráætlun. Að neðan, frá hægri, Iiggur vegurinn út á Álftanesið, en efst sjást Bessastaðir. Þar sem vegurinn liggur eftir hugsanlegri flugbraut, hafa á síðustu árum verið byggð allmörg hús, sem fjarlægja þyrfti. eða lagfæring á Reykjavíkurvelli Uppdráttur af Reykjavíkurflugvelli. — Langa brautin með punktalínunni er breytingin, sem flugmálastjóri ræðir um og segir að létt gæti umferðarþunganum af norður-suður-braut- inni. Á uppdrættinum sést Öskjuhlíðin svo og olíubryggjan í Skerjafirði til frekari glöggvunar á afstöðunni. nein kostnaðaráætlun hefði ver- ið gerð um mannvirkin, sem þar yrði óhjákvæmilega að reisa, ef völlur yrði byggður þar. ★ Niðurstaðan varð sem sagt: Ef Reykjavíkurflugvöllur yrði not- aður áfram þyrfti að ljúka flug- stöðvarbyggingunni og ákjósan- legt yrði að reisa eitt stórt flug- skýli einhvem tíma á næstu ár- um. (Cloudmaster, DC-6b, munu ekki komast inn í flugskýli á Reykj a víkur velli). Þá vék flugmálastjóri að því, að hægt yrði að létta mikið af flugumferðinni yfir bænum með því að gera eina aukabraut á Reykjavíkurvelli, breyta austur- vestur brautinni og lengja hana inn í Fossveg. Þar fengist liðlega tveggja kílómetra braut, sem gæti orðið aðalbraut vallarins. Yrði norður-suður brautin (sú, sem stefnir að Hringbrautinni) þá ekki jafnmikilvæg og bygg- ingum í miðbænum í stefnu brautarinnar ekki skorin jafn- þröngur stakkur. Samkvæmt at- hugun færi þá aðeins 4% af flugi til og frá vellinum yfir miðbæ- inn. Bærinn losnaði við 96%. Sagði flugmálastjóri, að þessa aukabraut yrði hægt að gera í að lengsta braut á Reykjavíkur- flugvelli er um 1700 metrar eftir nýlega framlengingu. Braulir þar eru 90 metra breiðar, óþarf- lega breiðar fyrir núverandi not- kun, því völlurinn var í upphafi miðaður við styrjaldarþarfir, miðaður við að orrustuflugvélar gætu hafið sig til flugs — fleiri en ein samtímis. ★ f fyrrgreindri áætlun er aðeins reiknað með kostnaðarverði \ Kona óskast í eldhús. Sæla Café Brautarholti 22. tm áföngum með einhverri aukafjár- veitingu, sem að sjálfsögðu yrði smáræði miðað við kostnað af byggingu nýs flugvallar. Benti flugmálastjóri að lokum á það, að á árunum 1936—1946 hefði 1,8 millj. króna verið varið til fjárfestingar flugmálanna í landinu. Frá 1947 til 1956 hefðu útgjöldin verið um 24 milljónir og eftir það 6—7 milljónir árlega. Fyrir þetta fé hefði mikið verið gert, bæði í Reykjavík og úti á landi. Það hefur verið nógu erfitt að afla þessa fjár og þess vegna, sagði flugmálastjóri, er ekkert óeðlilegt þó ég telji persónulega að betra sé að fara varlega í sak- irnar, þegar farið er að ræða um flugvallarbyggingu upp á 3—400 milljónir, því flugvöllur á Álfta- nesi með öllum nauðsynlegUm mannvirkjum verður vart ódýr- ari. Rostock — Reykjavík 1—2 ferðir í mánuði. - — Nánari upplýsingar gefur SKIPADEILD S.I.S. Vélvirki Ungur maður helzt vanur olíukynditækjum óskast nú þegar. Upplýsingar á skrifstofu vorri Hafnar- stræti 5. Olíuverzlun íslands hf. Stúlka eða unglingspiltur óskast strax til afgreiðslustarfa. UppL í síma 34666. Simmibúðín Laugateig 24.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.