Morgunblaðið - 09.12.1959, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 9. des. 1959
MORCrTJTKRLAÐlÐ
3
Ættirnar frá
aldamótunum
BJARNI Bjarnason bruna-
vörður er afkomandi Ingólfs
Arnarsonar í beinan karllegg,
og í móðurætt föður síns kom-
inn af Kvedúlfi og þeim Borg-
armönnum eins og skýrt var
frá hér í blaðinu í sambandi
við komu norsks bónda úr
Firðafylki fyrir skömmu á veg
um norræns útvarpsþáttar.
í>að eru sjálfsagt ekki margir,
lem kunna að rekja ætt sína
»vo langt aftur eða til jafn
merkra. En Bjarni er ættfróð-
ur maður og rabbaði frétta-
maður blaðsins í gær við hann
um þessa tómstundaiðju hans,
eins og hann kallar það.
— Ég fór nú eiginlega fyrst
að hafa gaman af þessu á ung-
lingsárunum, en tók það svo
aftur upp fyrir alvöru eftir að
Lárus Rist, frændi minn, flutti
í bæinn og gaf mér ættarskrá,
þ. e. a. s. spjaldskrá með laus-
um kortum, sagði Bjarni. í
hana hefi ég tínt seman seinni
tíma ættir. í>að er tiltölulega
auðvelt að rekja þetta til síð-
ustu aldamóta. Ættirnar voru
fram að þeim tíma meira stað-
bundnar. En síðan um alda-
mót hefur fólkið dreifzt svo
mikið og þá verður þetta ákaf-
lega erfitt viðfangs. Það er
einnig fátítt að ættir búi hér
öldum saman á sama bænum.
Upplýsingar um eldri ættar-
tengsl hefi ég að mestu fengið
í bókum, skrifuðum ættar-
skrám og kirkjubókum.Norski
bóndinn, sem hér var um dag-
inn og gat rakið sína ætt aftur
Afmæli Trésmiða-
til 900 af búendum á sama
bænum, hefur bara getað farið
í skýrslur um skattgreiðslur,
því alltaf hafa verið greiddir
skattar þar í landi. En við
verðum að bygja mest á kirkju
bókunum. Það er furðu lítið
sem vantar inn í af þeim. En
það er ákaflega misjafnt hve
aðgengilegar þær eru, t. d.
geta sumir prestarnir ekki um
það hvert fólk flytur, aðeins
að það fari úr sókninni. Aðrir
nefna hvert það hefur farið og
þá veit maður hvar á að leita
að framhaldinu.
Góð tómstundavinna, en
tímafrek
— Álíturðu það mikils virði
fyrir fólk að vita um uppruna
sinn?
— Já, ég held að það sé tals-
vert mikils virði fyrir fólk að
vita um ætt sína. Og þetta er
ágæt tómstundavinna. — þ. e.
a. s. ef það verður þá aðems
tómstundavinna. Það er held-
irr engin hætta á að maður
fari að gefa þetta út á gamais
Bjarni og Ingólfur, forfaðir hans.
Hafa forfeður þínir haidið
áfram að búa í landnámi Ing-
ólfs?
— Já, mitt fólk hefur búið
í Kjósinni í 6 aldir, — í
Hvammi, Botni (sem þá tald-
er erfiðast að rekja
aidri, eins og þegar um æfi-
minningar er að ræða. Annars
er ég mikið hættur að grúska
í þessu. Það er svo tímafrekt,
að maður gleymir sér alveg
við það og hættir að sinna
öðru, hirðir t .d. ekki um auka
vinnu o. s. frv.
féla
agsms
TRÉSMIÐAFEL. Reykjavíkur
á 60 ára afmæli fimmtudaginn
10. þ.m. og verður afmælisins
minnst með hófi að Hótel Borg
*ð kvöldi afmælisdagsins. Stjórn
og skemmtinefnd félagsins hafa
unnið að undirbúningi afmælis-
hátíðarinnar að undanförnu, og
mun verða vandað til skemmti-
atriða. — Aðgöngumiða er enn
hægt að fá í skrifstofu félagsins
að Laufásvegi 8 og þeim húsa-
smiðum og húsasmíðameisturum
sem ætla að sækja hófið, ráðlagt
að hafa samband við skrifstofuna
fyrir miðvikudagskvöld.
Vill „giftasf" láfn-
um unnusta sínum
FREJUS, Frakk., 7. des. (Reuter)
— Ung og fögur stúlka, Irene
Jodar, sem missti unnusta sinn i
flóðinu mikla, hefir sótt um leyfi
til þess, að „gifting“ þeirra geti
farið fram, þótt hann sé látinn. —
Unnusti hennar, Andre Capra,
lézt er hann var að reyna að
bjarga móður sinni úr flóðinu.
Irene sagði í dag, með tárin í
augunum: „Ég vil fá að bera
nafn hans. Ástin mun ekki vitja
mín aftur í þessu lífi.“ — Þau
höfðu lengi unnazt hugástum og
hugðust gifta sig í þessari viku.
Andre hafði farið frá unnustu
ainni. sl. miðvikudagskvöld til
þess að heimsækja móður sína.
Þegar Malpasset-stíflan brast,
reyndu þau að komast undan í bíl
Andres, en flóðið náði þeim, áður
en þau komust upp í hæðirnar,
og velti bílnum. Andre tók móður
sína í fangið og reyndi að bjarga
henni úr flóðinu. En hann sat
fastur'í aur og leðju og stóð brátt
í vatni upp undir hendur. Þannig
stóð hann í tvær klukkustundir
og hélt móður sinni upp úr vatn-
inu, áður en björgunarmenn
komu á vettvang. Þeir björguðu
fyrst gömlu konunni, en er þeir
komu aftur að hyggja að Andre,
var hann horfinn.
Síðar fannst lík hans um þrem
kílómetrum frá þessum stað. Um
svipað leyti var móðir hans að
deyja í sjúkrahúsinu í Frejus.
ist til Kjósarinnar), að Hurðar
baki og á Valdastöðum. Ættin
hefur búið á Valdastöðum frá
1645 eða 50. Ég er sjálfur
fæddur í Reykjavík, en fór
s_ex vikna gamall upp í Kjós.
Átthagafélag Kjósverja er nú
að láta gera ættarskrá. Har-
aldur Pétursson vinnur það
fyrir okkur. Þar sem ég er
formaður, hefi ég líka talsvert
með verkið að gera, og Loftur
Guðmundsson er okkar hægri
hönd við það. Og því máttu
trúa, að það er hreinasti lúxus
að grúska í þessu þegar maður
fær bæina svona upp í hend-
urnar.
— Það hlýtur að koma ýmis-
legt fróðlegt upp í hendurnar
á ykkur, sem grúskið svona í
gömlum bókum.
Eins og ísl, bóndi
— Já, t. d. komst ég að raun
um það við að fara í gegnun
kirkjubók úr Reynivallasókn
að það er vitleysa sem haldið
er fram, að fólk hafi ekki orð-
ið eins gamalt áður fyrr
Barnadauðinn var að vísu
mikill, en þeir sem á annai
borð lifðu, urðu ekki síðui
gamlir en menn verða nú.
— Jæja, það hefur verii
gaman fyrir þig að hitta Eiríli
bónda á Hryggjum í Firða-
fylki, sem kominn er af ná-
grönnum Ingólfs Arnarsonai
heima í Noregi.
— Já, og hann er svo ákaf-
lega líkur íslenzkum bændum
Hann hefði fallið ákaflega ve’
inn í hópinn á fundi hjá Stétt-
arsambandi bænda eða fundi
í Mjólkurfélaginu. En hans for
feður hafa búið mann fram ai
manni á Hryggjum í Firða-
fyki frá því um 900 a. m. k.
Ég hefði reglulega gaman ai
því að koma á þær slóðir. Eí
til vill verð ég svo heppinn að
komast á norrænt bruna-
mannamót næst og þá mundi
ég að sjálfsögðu koma til heim
kynna Ingólfs í Noregi.
Síldarsöltun syðra
um 30 jbús. tunnur
SÖLTUN Suðurlandssíldar nem-
ur nú um 30 þús. tunnum. Á
sama tíma í fyrra var búið að
salta í 79 þús. tunnur, en heild-
arsöltunin í fyrra varð um 107
þús. tunnur, er vertíð lauk
skömmu fyrir jól.
Orsök þess hve mikið minna
hefir verið saltað nú, er hið sí-
fellda gæftaleysi í allt haust, og
má segja að síldarvertíðin við
Suð-vesturland hafi að þessu
sinni ekki hafizt fyrr en um miðj
an nóvember, enda hefir svo til
öll söltunin farið fram síðustu
þrjár vikurnar.
Þá er þess einnig að geta, að
á sl. ári var allmikil söltun við
Breiðafjörð og á Vestfjörðum
seinnihluta sumars, en veiði brást
á þessu svæði í ár.
Um það bil 75 reknetabátar eru
nú að veiðum við Suð-vestur-
land og um 10 hringnótabátar.
Veiði hefir yfirleitt verið ágæt
Síðustu dagana og síldin góð
miðað við þennan árstíma.
Samningar um sölu á Suður-
landssíld hafa verið gerðir sem
hér segir:
Sovétríkin 40.000 tunnur
A-Þýzkaland 10.000 —
Rúmenía 5.000 —
Samtals 55.000 tunnur
Er þetta í fyrsta skipti, sem
Rúmenar kaupa héðan síld og er
hér eingöngu um heilsaltaða smá
síld að ræða.
Sjómenn telja veiðihorfur al
góðar og virðist það vera aða
lega undir tíðarfarinu komi-
hvort tekst að salta upp í gerð
samninga, áður en vertíð lýku
en samkvæmt framansögðu e
ennþá eftir að salta um 25 þú
tunnur til þess að ná því mark
Happdrætti
Háskólans
Dregið verður í 12. flökki
fimmtudag 10. des. Vinningar eru
2573, samtals 3.645.000 krónur. í
dag er síðasti söludagur.
SIAIíSTtliAR
Rödd sveitakonunnar
íslendingur á Akureyri birtl
fyrir skömnrn samtal við eyfirzka
bóndakonu. Lýkur samtali henn-
ar við blaðið á þessa leið:
ȃg var einu sinni hlynnt
Framsóknarflokknum, enda hef-
ur hann oftast látizt standa í ístað
inu fyrir okkur, sem fáumst við
landbúnaðarframleiðslu. En mér
finnst hann á síðari árum hafa
mjög fjarlægzt það takmark og
Sjálfstæðisflokkurinn tekið við
því hlutverki, sem hinn taldi sig
til ætlaðan. En hvað sem því líð-
ur er ég ekki og hef aldrei verið
svo háð flokki, að ég geti ekki
virt og viðurkennt hvern þann
flokk, sem létta vill okkur lífs-
baráttuna og vernda gjaldmiðil
okkar, sem árum saman hefur
verið á fallanda fæti. Og um það
held ég að allir geti orðið sam-
mála“.
Litlu búin og stórbúin
Þessi sama eyfirzka bóndakona
ræðir um muninn á aðstöðu lít-
illa búa og stórbúa. Kemst hún
að þeirri niðurstöðu, að þeir sem
eigi stærri bú en vísitölubúið,
ættu að komast sæmilega eða
jafnvel vel af. En hinir sem eigi
minni bú eigi erfitt með að draga
fram lífið. Telur hún að engin
stétt í landinu lifi við misjafnari
kjör og afkomu en bændiur. Að-
spurð um það, hvaða ráð þeir
hafi, sem litlu búin eiga, til að
rétta hlut sinn, kemst hún að orði
á þessa leið:
„Það er aðeins ein leið til.
Bóndinn verður að fara að heim-
an til að afla tekna, annað hvort
á vertíð eða í vegavinnu. En fyr-
ir þá fjarveru bóndans staðna
allar framkvæmdir á jörðinni.
Fyrir flesta eða alla þá, sem
eiga ekki vísitölubú cða meira
er þetta eina leiðin til þess að
komast af“.
Um afkomu stórbúanna ferst
bóndakonunni orð á þessa leið:
„Ég geri ráð fyrir að hún sé
að mun betri. Að vísu leggja þeir
mikið á sig fjárhagslega til að
eignast stórvirk landbúnaðar-
tæki, sem við á smábýluroum höf-
um litla möguleika á. Ég hef orð-
ið þess vör af blaðaskrifum, að
fólk álítur, að öll afkoma bænda,
hvar í sveit sem settir eru, sé á
borð við það sem bezt þekkist. En
þetta er misskilningur. Stórbónd-
inn með beztu aðstöðu getur
grætt og safnað í handraða með-
an hinir, sem minnstu búin hafa,
'vinna ekki fyrir daglegu brauði“.
Þetta voru ummæli eyfirzku
bóndakonunnar.
Vonsviknir menn
Það var auðheyrt á ræðumönn-
um Framsóknarflokksins i út-
varpsumræðunum í fyrrakvöld
að þar fóru vonsviknir menn.
Sérstaklega var það áberandi,
hve mjög þeir hörmuðu, að AI-
þýðuflokkurinn hefði gengið úr
vistinni hjá hinni gömlu mad-
dömu. Slíkt höfðu þeir naumast
petað ímyndað sér að myndi
nokkurn tímann henda Svo mikla
hönk þóttust þeir eiga upp í
bakið á Alþýðuflokksmönnum.
Framsóknarmenn lýstu því yf-
ir enn eirou sinni í þessum út-
varpsumræðum, að þeir hefðu
talið nýja vinstri stjórn langsam-
lega líklegasta til þess að leysa
vandamál þjóðfélagsins í dag.
Þeir minntust hins vegar ekkert
á það, hvernig vinstri stjórnin
sáluga gafst gjörsamlega upp
frammi fyrir þeim erfiðleikum,
sem hún hafði leitt yfir þjóðina
á ZV2 ári, sem hún fór með völd.
Hermann Jónasson barði aðeins
höfðinu við steininn og endur-
tók það hvað eftir annað, að að-
eins ef stjórnin héti vinstri stjórn
væri öllu borgið.