Morgunblaðið - 09.12.1959, Blaðsíða 14
14
MORCTlNTtLJfílÐ
Miðvikurtagur 9. des. 1956
Oflug starfsemi
H únvetningafélagsins
t>ANN 10. þ.m. hélt Húnvetninga
félagið í Reykjavík aðalfund
sinn. í skýrslu formanns félags-
ins, Friðriks Karlssonar, kom
fram að stafsemi félagsins hefur
aldrei verið öflugri en á síðasta
ári, og fjárhagur félagsins aldrei
verið betri en nú.
Á síðastliðnum vetri hafði fé-
lagið opna skrifstofu í húsi sínu
Miðstræti 3, og veitti Kristmund-
ur J. Sigurðsson henni forstöðu.
Mun það vera algjör nýlunda, að
átthagafélag hafi opna skrifstofu,
með föstum viðtalstíma við stjórn
félagsins. Á skrifstofunni var
selt talsvert af eldri bókum fé-
lagsins, og eru nú sumar þeirra
svo til uppseldar. I vetur verður
skrifstofan opin á þriðjudögum
kl. 8—10 e.h.
Einnig bættust félaginu yfir
100 nýir félagsmenn á árinu. Árs-
hátíð félagsins var haldin í sam-
komuhúsinu Lido, og sóttu hana
um 450 manns. Mun það vera fjöl
mennasta árshátíð félagsins til
þessa. Skemmtistarfsemi á veg-
um félagsins var og nokkur, m.a.
spilakeppni og almennar sam-
komur. Eins og venjulega var far
in skógræktarferð í Þórdísarlund
í Vatnsdalshólum, en það er orð-
Bókari
Vanur bókari, óskar að kom-
ast í samband við heildsala,
kaupmenn, iðníyrirtæki, end-
urskoðendur, s©m þyrftu að
fá hjálp við bókihald og upp-
gjör. Tilboð merkt: „Samband
— 8539“, sendist blaðinu.
inn fástur liður í félagsstarfsem-
inni. Á síðastliðnu sumri, eða
nánar tiltekið þann 18. júlí, efndi
félagið til sumarmóts Húnvetn-
inga norðan og sunnan heiða. Var
samkoman haldin að Hveravöll-
um. Sóttu hana um 300 manns.
Margar góðar gjafir bárust fé-
laginu á árinu. Þeirra langstærst,
og jafnframt stærsta gjöf sem
fé’aginu hefur borizt hingað til,
var gjöf Bjarna Bjömssonar frá
Núpsdalstungu. Gaf hann 5.000,00
kr. til minningar um foreldra
sína, þau Ásgerði Bjamadóttur og
Björn Jónsson. Á skemmtisam-
komu sem félagið hélt í haust í
Sjálfstæðishúsinu tilk. Bjarni
gjöf þessa, og tók jafnframt fram
við það tækifæri, að þar sem
Húnvetningafélagið starfaði með
slíkum glæsibrag sem nú, þá bæri
öllum Húnvetningum að efla það
og styrkja eftir beztu getu, og
engum Húnvetningi í Reykjavík
væri stætt á því að vera utan
þess.
Vetrarstafsemi félagsins er nú
að hefjast, og er þegar ákveðin
spilakeppni, sem verður í Tjam
arkaffi. Er það fjögurra kvölda
keppni og verðlaun veitt. Auk
venjulegra kvöldverðlauna verða
heildarverðlaun, sem er farmiði
á fyrsta farrými Gullfoss til
Kaupmannahafnar og heim aftur.
Einnig mun skemmtinefnd félags
ins hafa nokkur nýmæli á prjón-
unum.
Stjóm félagsins skipa nú: Frið
rik Karlsson, formaður; Krist-
mundur J. Sigurðsson, varaform.;
Jón Sigurðsson, gjaldkeri; Jón
Snæbjömsson, ritari og Einar J.
Skúlason, meðstj.
Varalitur
hinna vandlátu
Fæst víða.
10 tízkulitir.
Verð við allra hæfi.
Heildsölubirgðir:
íslenzk-erlenda
verzlunarfélagið hf.
Garðastræti 2.
Símar: 15333, 19698.
„Ate kælt bragðast betur“
Hinir glæsilegu
þýzku kæliskáp-
ar komnir aftur.
Á Glæsileg
innrétting
Á Sparneytinn
Á Tekur lítið
pláss
Á Hagstaett
verð
Brimnes hf.
Mjóstræti 3
Simi 19194.
Kristmann Guömundsson skrifar um
BÚKMENNTIR
Á fullri ferff.
Eftir Oscar Clausen.
Bókfellsútgáfan.
OSCAR Clausen er vinsæll rit-
höfundur fyrir sagnaþætti sína af
Snæfellsnesi og víðar og ekki
minnst fyrir ævisöguþætti þá, er
hann útgaf í fyrra og nefndust:
Með góðu fólki. Nú er út komið
annað bindi af þessum æviþátt-
um, er fjalla raunar fullt eins
mikið um aðra menn en sjálfan
hann.
Bókin er í átta aðalköflum, en
hver þeirra skiptist í marga
smærri. Auk þess gerir höfundur
inn grein fyrir verki sínu í stutt-
um formála. Segir hann þar,
meðal annars, að hann hafi skrif-
að sér margt til minnis af því sem
drifið bafi á dagana og sér hafi
sagt verið af því marga gamla
Oscar Clausen
fólki, sem hann hafði kynnzt.
Kveðst hann stundum hafa hafið
þær skriftir til þess eins að end-
urlifa liðnar stundir og komast
í kært umhverfi eða hitta gamla
vini. Þá er honum og ljóst, að
þau ár, er hann hefur lifað, hafa
verið tími mikilla breytinga, þeg-
ar týnzt hefur margt af því, sem
kynslóð hans er eftirsjá að. Hefur
hann því tekið saman frásögn af
ýmsum þeim mönnum og fyrir-
bærum, er hann telur vert að
minnast og gróða fyrir nýjar kyn
slóðir að kynna sér. Eins og höf.
tekur réftilega fram, er bók þessi
ekki samfeld heild, frekar en hin
fyrri heldur sjálfstæðir kaflar
um margskonar efni, einkum sér-
kennilegar persónur, störf og
starfshætti frá liðnum tíma. Loks
getur höf. þess að ástæðan fyrir
því, að lítt gæti „eðlilegra and-
stæðna“ í þessum tveim bókum
hans, sé sú, að hann hirði lítt
um að segja frá fólki, sem sér
hafi fallið illa við, og eins að
benda á bresti í • fari þeirra
manna, sem hann hafi dáð fyrir
mannkosti. — „Ég kann mér
ekki geð til að skrifa, hvað þá
láta prenta eftir mig minningar
um ómenni og enn síður lýsingar
á brestum góðra manna og mikil-
hæfra. Ég er svona af Guði gerð-
ur“.
l>að er rétt, að þarna eru ekki
skammirnar um menn eða mál-
efni. Höf. er hógvær og góðvild
er hvarvetna í fyrirrúmi, þegar
lýst er samfylgdarmönnum hans
á lífsleiðinni. Hefst bókin á því,
að hann sækir um stöðu við verzl
unarstörf, fyrst í Reykjavík, en
sðan vestur í Stykkishólmi og
fær þá siðarnefndu. Fyrsta verk-
ið, sem hann virðist læra þar
vestra, er að sópa búðargólfið,
en eins og gamlir verzlunarmenn
vita, er það lítil kúnst að sópa
vel búðargólf. Þessu næst lýsir
hann verzluninni í Stykkishólmi
og verzlunarstarfinu, sem var þá
talsvert á annan veg en nú er,
nýtni miklu meiri og aðstæður
aðrar. Þá var vigtað með pund
um og kvintum og mælt í álnum
og þumlungum t.d. Ekki var um-
búðum né pappírspokum sóað í,
þann tíð, heldur farið sparlega
með þá sem annað. Kassarnir
sem vörurnar komu í, voru ekki
eyðilagðir heldur haldið til haga
og notaðir til ýmissa þarfa, enda
timbur ekki á glámbekk og allt
miklum smærra í sniðum en nú,
þótt fólkið virðist ekki hafa ver-
ið öllu óhamingjusamara. Lýst er
bæði vörum verzlunarinnar og
verðlagi, og er gaman að lesa
það, fyrir gamla búðarmenn.
Munu og ýmsir aðrir telja sér
gróða að kynnast þessum
skemmtilegu köflum um verzlun-
arhætti í byrjun aldar vorrar.
Þá voru vínföng seld í hverri
búð, brennivínsflaskan kostaði
krónu, en koníakið tvær krónur.
Þá sóttu menn brennivín á kúta
og tunnur, er þeir höfðu á stokk-
um heima hjá sér, og þóttu bænd
ur því gildari sem tunnan var
stærri. Kaup verzlunarmanna
var ekki mikið að krónutali, en
reyndist samt furðu drjúgt, þvi
að mikið var hægt að fá fyrir
hverja krónuna. Getur höf. þess,
að flestir ungir verzlunarmenn
hafi til dæmis átt reiðhesta, og
eignaðist hann sjálfur fyrsta
reiðskjótann þegar hann var
átján ára gamall. Starfið var all
erfitt, vinnutíminn langur, frá
sjö að morgni til átta að kvöldi,
en stundum allt til miðnættis um
mesta annatímann. En oftast áttu
verzlunarmennirnir frí á sunnu-
dögum og riðu þá út um sveitir,
og voru auðvitað stórhöfðingjar,
þegar á bæina kom.
Margt verður höf. að annast
þarna við verzlunina. Brátt tek-
ur hann að sér bókfærslu alla, en
síðan hrossakaup og fjárkaup.
Hið siðarnefnda var mikið og
erfitt starf, því það fór fram á
haustum, þegar veður voru alloít
orðin vond. Þá segir frá spekú-
lantaferðum og komu útlendra
spekúlantaskipa.
Bráðskemmtilegur og vel sagð-
ur er þátturinn um fjárkaupin í
Dölum. Koma þar margir við
sögu, gamlir bændur og konur
þeirra, heiðurshjón mörg, sem nú
eru löngu komin undir moldu.
Þarna fær lesandinn innsýn í
horfna veröld afskekktra sveita
í byrjun aldarinnar og er sú kynn
ing bæði menningarsögulega
verðmæt og skemmtileg. Ég held
að þessi kafli verði að teljast
einna ánægjulegastur af þáttum
bókarinnar að minnsta kosti fyrir
mig. Ég man fullvel frá barn-
æsku komu fjárkaupmannanna
og þau hátiðabrigði, sem þeim
fylgdu. Þarna er málið skýrt frá
þeirra hlið og lítur dálítið öðru
vísi út en það horfði við okkur.
Og talsvert hefur þetta Dalafólk
verið ólíkt Snæfellingunum mín-
um, sem ég kynntist í bernsku.
Þarna er minnzt margra mætra
manna, svo sem Guðna Jónssonar
hreppstjóra á Dunkárbakka,
Magnúsar Magnússonar bónda og
kaupmanns á Gunnarsstöðum,
Teits Jónssonar á Hóli í Hörðu-
dal, Hildiþórs Hjálmtýssonar á
Harrastöðum, Kristjáns Tómas-
sonar dannebrogsmanns á Þor-
bergsstöðum, Árna Jónssonar á
Jörfa, Ólafs Jóhannessonar í
Stóra-skógi, Ólafs Finnssonar á
Fellsenda og síðast en ekki síst
Jóns Sumarliðasonar hreppstj. á
Breiðabólsstað og móður hans
Elísabetar. Er þetta fólk allt
ásamt fleirum, sem nefndir eru
þarna, hið merkasta, og vel að
slíkum ágætis eftirmælum komið
sem þeim eru hér veitt. í Dölum
var bændamenning góð á þessum
tíma og er vel að hennar skuli
vera minnst á þennan hátt.
Margt er læsilegt í kaflanum
um þingframboð höfundar, en
spítalamálið í Stykkishólmi er
merkari kafli og bæði fróðlegt og
gaman að lesa um þróun þess.
Þá er þáttur sem nefnist Kerling-
arskarð og Búlandshöfði, en í hon
um eru raktar ýmsar sögur og
sagnir af þessum tveim stöðum,
er báðir hafa krafið allmörg
mannlíf meðan aldir liðu. Einkum
er skarðinu vel lýst, en það er
frægt fyrir steinkellingu þá, er
þar ber við himin á fjalli einu,
með silungakippu á baki sér.
Segja þjóðsögur að þar hafi nátt-
tröll verið á ferð og orðið heldur
seint fyrir svo að sólin kom upp
áður en það náði heim til sin
og varð það þá að steini. Og
furðu líkur er drangur þessi kerl-
ingu gamalli með byrði á baki.
Kaflinn Mislynd örlög er frá-
sögn af nokkrum sérkennilegum
persónum sem höf. hefur kynnzt.
Brynki kapílán er skemmtilegur
þáttur um gamlan berserk og
bardagamann, er háði stríð sitt
við erfiðar höfuðskepnur og grá-
lynd örlög. Guðrún í Múla er
harmsaga góðrar konu, sem gróði
er að lesa. og Sælir eru einfaldir
fjalla Um gömul hjú, Gvend og
Siggu, sem voru harla vitgrönn,
en þó hvort öðru góð og lifðu
ýmsum öðrum til fyrirmyndar, þó
ekki væri vitið reitt í þverpok-
um. Harmsaga er einnig þáttur-
inn Þórffur í Tröffum; góð og
hrífandi frásögn. Þá er: Margrét
á Hamraendum enn ein sorgar-
saga, vel sögð. Að lokum er í bók-
inni kafli er nefnist: Tveir af-
reksmenn; fjallar hann um Thor
Jensen og Emil Nielsen. Þar er
sitt af hverju tagi sem ég minnist
ekki að hafa séð annars staðar
um þessa tvo afreksmenn. Eink-
um er kaflinn um Emil Nielsen
fróðlegur og vel gerður.
Eins og að ofan er sagt, er bók
þessi á margan hátt mjög athygl-
isverð og góður fengur í henni.
Höf. er dálítið misjafn, eins og
gengur, frásögn hans er ekki allt-
af jafn skemmtileg, en oftast
heldur hún þó áhuga lesandans
vakandi. Og þegar Clausen tekst
bezt, eru fáir sagnaþulir honum
betri. Ég hafði mikið yndi af að
lesa bók þessa og er viss um að
svo mun fleirum fara.
— Utan úr heimi
Framh. af bls. 12.
saman í friði og gagnkvæmum
skilningi. sagði Indíánahöfðing-
inn gamli að lokum.
—★—★—
Fleira bar á góma í viðtalinu
við „Walking Buffalo". — Hann
lét t.d. í ljós megna óánægju sína
við skátahreyfinguna. Hún leið-
ir alla unga drengi á villigötur,
er hún kennir þeim að kalla Indí-
ánatjald „tepee". — Það heitir
teebe, sagði „Walking Buffalo“
með áherzlu — teebe, með b. P-ið
er uppfinning hvíta mannsins og
á engan rétt á sér!
Frændi höfðingjans, Jim, sem
hefir viðurnefnið „Two Young
Men“ (kannski hann sé tveggja
manna maki), sagðist eiginlega
ekki hafa tíma til þess að fylgja
gamla manninum á heimsreisu
hans á þessum tíma árs. Nú ætti
hann að réttu lagi að vera að
fella grenitré í skógunum heima
og selja þau síðan sem jólatré í
búðir. Hann kvaðst oft hafa grætt
500 dali á hálfum mánuði á jóla-
trjánum sínum.
—★—★—
Þessir friðarins sendiherrar
halda áfram för sinni þegar í dag
— „norður á bóginn“, sagði gamli
„Walking Buffalo" — og ekki
fékkst meira upp úr honum. Aðr-
ir sögðu, að Indíánahöfðinginn
vildi gjarna heilsa upp á Lapp-
ana í Norður-Svíþjóð. Þegar hann
var spurður nánar um það, sagði
hann aðeins: „Gæti v.erið, Annars
er ég ekki gefinn fyrir að gera
áætlanir of langt fram í tímann".
— Og þar með kvaddi „Walking
Buffalo" hina „hvítu villimenn"
í blaðamannastétt Kaupmanna-
hafnar.