Morgunblaðið - 09.12.1959, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 09.12.1959, Blaðsíða 22
22 MORCTll\nT,AÐlÐ Miðvikudagur 9. des. 1956 Danirnir „sprungu" af þreytu og mæði — en náðu 1:2 gegn Búlgariu „Landsliðin" leika við ^blaðaliðin' í kvöld DANSKA landsliðið í knatt- spyrnu er nú komið til Hafn- ar eftir landsleikjaförina til Balkanskagans. Eins og áður hefur verið frá skýrt sigrruðu Danir Grikki með 3 mörkum gegn einu. Síðan héldu þeir til Sofia í Búlgaríu og léku þar landsleik. Búlgaríumenn sigr- uðu með 2 mörkum gegn einu. voru þó taldir bezt þjálfuðu menn danska liðsins, þeir Flemm ing Nielsen og Henning Enoksen. Þó Búlgaríumenn gerðu hveil upphlaupið af öðru að markí i Dana, urðu Danir fyrri til að skora. Það var Henning Enoksen sem stormaði að markinu og sendi knöttinn fallega í netið en með Guðs hjálp tókst þeim að „halda hreinu“ það sem eftir var. En fólkið var farið að hrópa hæðnisorðum að búlgörsku leik- mönnunum og hrópaði. „Við vilj- um mörk, ekki sýningu". Varnarleik Dana er mjög hrós- að og þá einkum leik Froms í markinu, leik Hans Chr. Nielsen miðvarðar og framvarðanna beggja. Flemming Nielsen og Bent Hansen. Sóknarleikur var ekki skipulagður sem slíkur en „stormáhlaup“ átti að gera og þau voru gerð samkvæmt áætl- un, segja dönsku blöðin. í KVÖLD fara fram að Háloga- landi leikir „landsliða" í karla- og kvennaflokki í handknattleik. Liðin hafa öll verið valin og eftir líkum að dæma má ætla að lei!k- irnir verði jafnir og skemmtileg- ir. Landáliðsnefnd HSÍ hefur í karlaflokki valið allmarga Hafn firðinga, sem verið hafa fastir menn í landsliðinu undanfarin ár. Keppa þeir nú í fyrsta sinn hér í Reykjavík á þessum vetri, en sagt er að þeir séu í mjög góðri þjálfun. Landsliðið í karla- flokki er undir stjórn Hallsteins Hinrikssonar en Axel Sigurðsson stjórnar „blaðaliðinu“ utan vall- ar. Löngum hefur verið jafn leik- ur í karlaflokki milli „landsliðs“ og „blaðaliðs" og hinir síðar- töldu oft unnið. í kvennaflokki er keppnin venjulega ójafnari, þar sem breiddin þar er minni, en það bil hefur minnkað á síð- ari árum og verður fróðlegt að sjá hvernig málin standa nú. — Þjóðsagnabók Asgrims „Viff sigruffum“ segja Danir Búlgaríumenn eiga á að skipa einu sterkasta knattspyrnuliði Evrópu í dag. Danir voru því hálf hræddir fyrir fram við að fá „burst". En þeim mun meiri er gleði þeirra eftir leikinn — og satt bezt að segja svífa þeir í loft- inu af monti yfir úrslitum leiks- ins, ef dæma má blaðafrásagnir. Blaðamennirnir sem voru margir með í förinni leggja þó enga dul á að eftir samleik og tækifærum hefði sigur Bulgara getað orðið miklu stærri. En skot hæfni Búlgariumanna var ábóta vant og baráttuvilji Dananna var slíkur að þeirra sögn, að engin dæmi eru til slíks áður. Fyrir þennan baráttuvilja fengu þeir lof hjá 50 þúsundum áhorfenda og unnu sér það álit í Búlgaríu að þeim hefur verið boðið til gagnkvæmra landsieikja árið 1961. Forystuménn danskrar knattspyrnu telja og að úrslit þessa leiks geri það að verkum að Danir standi betur að vígi er að þvi kemur að raða (það er hætt við að draga eins og ákveð- ið hafði verið) í riðla úrslita- keppni Olympíuleikanna. For- ystumennirnir telja að þessi leik ur skipi Dönum í flokk „sterku“ liðanna í úrslitakeppninni í stað þess að þeir hefðu áður ver- ið taldir í hópi hinna veikari. Baráttuvilji Dana Svo hart lögðu dönsku lands- liðsmennirnir að sér við hlaup á milli búlgörsku leikmannanna, sem sýndu góðan samleik, falleg- ar leikfléttur og virkan leik, að tveir þeirra skriðu út af vellin- um, annar með sinadrátt, hinn með magakrampa. Menn þessir meðfram stöng. Níu mín. síðar jöfnuðu Búlgarar og um miðjan síðari hálfleik skoruðu þeir sig- urmarkið. og fólkið hlær Sl. sunnudag keppti Guffmundur Gíslason á sundmóti í Hafnar- firffi, sem ÍR og SH stóffu aff. Setti Guðmundur þá íslenzkt met i 400 m baksundi á 5:26.4 mín., en gamla metið hans var 5:39.8 mín. Þetta er 10. íslandsmet Guffmundar á þessu ári. Er þaff þriðja árið í röff sem Guðmundur setur 10 met á ári og vinnur til gullmerkis ÍSÍ fyrir. Er það frábært afrek og einstætt í íþróttasögu fslands. — ÍÞRÓTTAMENN gera sig oft hlægilega út á við fyrir rex sitt og pex, kærumál og gagnkærur. Ein „furðukæran" liggur nú fyr- ir einum hinna mörgu dómstóla íþróttahreyfingarinnar, en það er sú kæra er fram er komin vegna úrslitaleiks í 2. flokki karla á nýloknu Reykjavíkurmóti í handknattleik. ★ Úrslitaleikinn léku ÍR og Þróttur og sigraði ÍR með 10—8 eftir tvíframlengdan leik. Þeim úrslitum vildi Þróttur ekki una og kærði — vegna þess að einn liðsmaður þeirra hafði farið heim áður en leikur hófst vegna þess að honum var tjáð á Hálogalandi, er leikurinn fór fram, að leikn- um yrði frestað. Leikurinn var þó skráður í leikjabók HKRR sem lítið eða ekkert hefur verið vikið frá. ★ Flestum finnst kæran furðuleg, þar sem hún er ekki gegn nein- um liðsmanna ÍR, mótherja Þrótt ar þetta kvöld. Og gárungarnir spyrja í gamni, þegar uppskátt varð að HKRR hafði ekki vísað kærunni þegar frá, kvað HKRR mundi hafa gert, ef ÍR-liðið hefði kært (hefði það tapað leiknum) og byggt kæruna á sama grunni og Þróttur — að einn Þróttarinn sem átti að vera í liðinu, hafi farið heim áður en leikur hófst!! Það er von að hlegið sé að dómstólum íþróttahreyfingarinn- ar, þegar þeir eyða orku sinni í svona mál. Framh. af bls. 15. ur og aftur á minni, sem auð- sjáanlega á sér djúpar rætur í þessum sögum og í huga As- gríms, flóttann undan tröllunum. Okkur kemur í hug flóttinn und- an eldgosinu á öðrum myndum .... Stundum kemur líka fram í þessum myndum seiður trölla- heimsins, magnaður og ferleg- ur, sem dregur manninn til sín. .... Einkennileg er myndin „Margt býr í þokunni". 1 raun- inni er þar að ræða um álfa- eða draugasögu, en listamaður- inn hefur ekki munað þá stund- ina, sem hann gerði myndina, annað en upphaf vísunnar, og koma þá hjá honum út úr þok- unni ferlegir tröllahausar". Það væri freistandi að draga fram fleira af því sem Einar Ól. Sveinsson segir um Ásgrím og þjóðsagnamyndir hans. Útgáfa þessara fögru þjóð- sagnamynda Ásgríms eru góð tíð- indi, og ættu að víkka og dýpka enn betur mynd, eins af beztu listamönnum þjóðaxinnar. Hér er einmitt dregin fram sú hlið í list Ásgríms ,sem fáum er kunn til hlýtar, og munu vera til í safni hans teikningar frá ýms- um tímabilum ævi hans. Væri mikill fengur að ýmsar þeirra yrðu prentaðar í bókarformi, og má vera, að þessi einstæða fagra bók, sem nú er útkomin, ýti undir þá hugmynd. Jón Þorleifsson. Kvikmyndasýning með Krúsjeff og Eisenhower ÍSLENZK-AMERÍSKA félagið 4»..... €»••••• Þrjár nýjar bókaforlagsbækur PílagrímsfÖr og íerðaþættir eftir Þorbjörgu Árnadóttur. Þorbjörg hefur ferðazt víða og segir skemmtilega frá því, sem fyrir augun ber. Tólf sérprent- iðar myndasíður prýða bókina auk þess sem listakonan Toni Patten teiknar vignettur við avern kafla. Bókin skiptist í 20 rafla. 172 bls. Verð kr. 130.00. Systir læknisins eftir Ingibjörgu Sigurðardóttus. Hér er íslenzk ástarsaga, sem gerist í sveit og í sjávarporpi, eftir hinn vinsæla framhalds- söguhöfund tímaritsins HEIMA ER BEZT. Þessi saga er líkleg til að ná miklum vinsældum. 137 bls. Verð kr. 68,00. Fóm snillingsins eftir Dr. A. J. Gronin. Þetta er ein af nýjustu skáld- sögum hins heimskunna læknis og rithöfundar. Þróttmikil og hrífandi saga um ást og listir. Bó.kin er talin með skemmtileg- ustu skáldsögum höfundar. 294 bls. Verð kr. 140,00. i “ ILlilliiiE Bókaforlag Odds Björnssonar iaiiHiiiiiiiaiiiíiiiiBiiiiiiiiiii hafði kvikmyndasýningu í Gamla Bíó sl. laugardag, kl. 3 síðdegis. Sýndar voru þrjár kvikmyndir, för Nixons til Sovétríkjanna og Póllands, ferð Eisenhowers til Evrópu í september sl. og ferða- lag Krústjovs um Bandaríkin. Þar eð aðsókn að sýningu þessari var svo mikil, að fjöldi manns varð frá að hverfa, hefur félagið ákveðið að endurtaka kvikmynda sýningu þessa í Gamla Bíói í dag, þriðjudaginn, 8. des. kl. 7 síðdeg- is. Sú breyting verður þó á nú, að í stað myndarinnar um för Eisen- howers til Evrópu, verður sýnd fréttamynd af því, ér Eisenhower ávarpaði bandarísku þjóðina í sjónvarpi, áður en hann lagði af stað í ferðalag sitt til Evrópu, Asíu og Afríku hinn 3. desember sl. og brottför hans af flugvellin- um við Washington. Aðgangur að þessari sýningu eins og hinni er ókeypis og öllum heimill. ÓLAFUR J. ÓLAFSSON löggiltur endurskoffandi. Endurskoffunarskrifstofa. Mjóstræti 6. — Sími 38915. Sigurður Olason Hœstaréttarlbgmaður Þorvaldur Lúðvíksson Héraðsdómslögmaður Málflutningsskrifstofa áusturstræti 14. Simi 1-55-35

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.