Morgunblaðið - 09.12.1959, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 09.12.1959, Blaðsíða 16
16 M O R C 111S rt r a n j fí MiðVikudagiir 9. des. 1959 Skírnarfonturinn SAGAN segir, að Bertel Thor- valdsen hafi óskað þess að gefa skírnarfont eftir sig „Miklabæj- arkirkju í Blönduhlíð, sem afi hans hafði byggt og þar sem hann hafði verið prestur", (sbr. „fslenzkir listamenn" eftir Matt- hias Þórðarson). Það gekk þó örðuglega að koma hugmyndinni í íramkvæmd. Fyrsta fontinn dagaði uppi í Danmörku, og bjó þá Thorvaldsen til annan. Við vitum vel, að ekki voru allir vegir færir á íslandi í þá daga. Fonturinn komst ekki nema til Reykjavíkur og þar er hann enn. Gottskálk Þorvaldsson, faðir Bert els, var fslendingur í Kaup- mannahöfn með öllum einkenn- um hins óhamingjusama íslenzka útlaga og listamanns, — fátæk- ur, óþroskaður, drykkfeldur myndskeri, og sonurinn hjálpaði honum ungur við útskurðinn. — Meðan Bertel dvaldi síðar í Róm var faðir hans auðugur fluttur á fátækrahæli í Kaupmannahöí' 7, án þess að T tel fengi einu sinni að vita um það fyrr en eftir a, og þar dó faðirinn vesæll og ein- mana, bugaður á sál og líkama. Halda menn að sársauki hafi ekki safnazt fyrir í huga sonar- ins við slíh- - að„'.æðu ? Skilja menn ekki að tilfinning sú er meira tengd við persó.nu föðurins en ættlandið? Þýzká skáldið Hebbel segir frá því að hann hafi eitt sinn í Kaup- mannahöfn heimsótt Bertel Thor- valdsen, leks heimsfrægan, á vinnustofu hans í Charlottenborg. Þar vann Bertel klæddur eins og áður íslenzkur bóndi við éngja- vinnu: á nærbuxunum og með uilarsokka þykka utanyfir. Hebb el segir að Bertel hafi þannig klæddur tekið ósnortinn á móti kóngum og prinsessum án þess að truflast í vinnu sinni, enda augljóst að hér væri mikill mað- ur að verki. Var klæðaburðurinn ekki tákn og arfleifð frá fátækt- arárum föðursins? Bertel kom aldrei til fslands, og hefði ef til vill hans list þá farið í aðrar áttir, — en hann sendi skírnarfontinn og vildi þar með hylla föður sinn og ætt hans og milda sinn mikla sársauka vegna föður síns. Þetta er aug- ljóst mál. Höfum vér leyfi til að ganga fram hjá síkum tifinningum, — rétt eins og t. d. leyfilegt sé að af- má ömureikann að Saurbæ á Hvalfjarðarströnd, hljómgrunn- inn í verkum Hallgríms Péturs- sonar, með því að byggja þar tildurkirkju eða t. d. rífa upp leg- steina og fagrar hellur í Bessa- staðakirkju og setja þar nokkurs konar dansparkett á gólf að hirð- mannasið? Sögufræðingar og lögfræðingar mega vel athuga slíkar aðgerðir en ekki þarf listamaður að halda á sögulegum eða lagálegum rann- sóknum til að skilja orsakir og afeiðingar í meðferð sálrænna verðmæta. Segja má að íslenzkir lista- menn „gefi íslandi“ öll sín verk, en þó getur í rauninni enginn eignast með réttu neitt listaverk, heldur aðeins fengið vissan af- notarétt. Um hvers konar með- ferð, staðsetningu, sýningu, flutn- ing eða varðveizlu listaverks verður eingöngu hinn upphaflegi vilji höfundarins að vera ráð- andi og að eilífu. Annað er synd gegn heilögum anda. Reykjavík, 7. desember 1959. Jón Leifs. Björgunarbáturinn afhentur. Á myndinni eru talið frá vinstri: Gunnar Eggertsson úr stjórn Slysavarnadeildarinnar í Kópa- vogi, Guðbjartur Ólafsson, forseti Slysavarnafélags íslands, Sigurgeir Jónsson, bæjarfógeti, Ingibergur Sæmundsson, yfir- lögregluþjónn, Inga Blandon úr stjórn Slysavarnardeildarinn- ar og Lárus Salómonsson, formaður deildarinnar. Askorun lista- manna um danslist Á AÐALFUNDI Bandalags lista- manna var nýlega samþykkt ein- róma eftirfarandi ályktun: „í samræmi við lið D-8 í stefnuskrá Bandalags íslenzkra listamanna skorár aðalfundur bandalagsins á stjórn Þjóðleik- hússins að hafa fastan erlendan ballettmeistara a. m. k. átta mán- uði ársins ásamt íslenzkum að- stoðarkennara” Á fundinum var mikið rætt um örðugleika íslenzkra listdans- ara og nauðsyn á stuðningi við þá til samræmis við aðstöðu ann- arra listgreina í landinu. Listamenn mótmæla Lítill björgunar- bátur á Kópavoginn SLYSAVARNAFÉLAG íslands og Slysavarnadeildin í Kópa- vogi hafa gefið Kópavogskaup- stað lítinn bát, bjarghring og björgunarbelti. Eru mörg dæmi til þess að krakkar hafa dottið út af bryggju eða borizt frá landi á jökum og flekum í Kópavogi, og á báturinn að vera til taks, ef svo ber við. Er mikið öryggi í að hafa alltaf bát til taks á ákveðn- um stað. Lárus Salomonsson, formaður slysavarnadeildarinnar í Kópa- vogi afhenti bátinn, en Sigurgeir Jónsson, bsejarfógeti veitti hon- um viðtöku fyrir Kópavogskaup- sað. Báturinn er úr deborinefni, smíð aður í Grindavík. Meðfram öll- um hliðum hans eru hólf, þannig að hann á ekki að sökkva þó gat komi einhvers staðar á hann. Hann er mjög léttur og meðfæri- legur og verður hann geymdur í hafnarskýli fremst á Kópavogs- tanga. Mun lögreglan í Kópavogs kaupstað hafa á hendi vörzlu hans. STJÓRN Bandalags listamanna samþykkti nýlega einróma svo- hljóðandi ólyktun: „Stjórn Bandalags íslenzkra listamanna mótmælir því ein- dregið að Þingvallanefnd hefur ekki orðið við einróma tilmælum stjórnarinnar um að veita lista- manni embætti þjóðgarðsvarðar". í greinargerð segir að nefndin hafi ekki einu sinni reynt að setja sig inn í óskir og aðstæður listamanna og að mjög beri að harma hið sameiginlega kæru- leysi þjóðkirkjunnar og stjórn- málamanna gegnvart hinum list- ræna skipunarmætti þjóðarinnar. Cæzlustjóri Á FUNDI neðri deildar Alþingis í gær var kosinn gæzlustjóri Söfnunarsjóðs íslands til næstu fjögurra ára. Kjörinn var Jón Skaftason 4. þm. Reykjaness með 13 atkv., en 27 seðlar voru auðir. 4 LESBÓK BARNANNA LESBÓK BARNANNA 3 Pétur i hnattierð Pétur sigldi í kring um jörðina og ænti í margvíslegum ævintýrum. Hér sjáið þið nokkrar ferðamyndir, sem voru teknar af honum. Getið þið séð á þeim í hvaða lönd- um eða álfum hann er staddur? -k & sýnt er á myndinni og síð- an er sterkt teygjuband dregið í gegnum þau og hnútar bundnir á endana, svo að það dragist ekki gegn um götin (sjá mynd- ina). Trépinna, sem er helm- ingi lengri en keflið er stungið í gatið á því. — Raufar eru tálgaðar upp í báða enda á honum. Raufin er nú límd vand- lega við endan á pinn- anum, þannig að skor- urnar grípi saman. Síðan er teygjan sett í hina raufina á pinnanum og teygjan spennt upp. Um leið og sleppt er, þýt- ur flaugin af stað. Tunglið getur t. d. verið lítill bolti, sem hengdur er upp í seglgarni. Þegar honum er sleppt snýst „máninn“ á bandinu. Það má mála hann gulan með „mánalandslagi" svo hann [jciöU mér vænyi Ur fyrstu sögu flugsins 5. Nokkrum árum áður hafði enskur vísindamað- ur uppgötvað, að þegar hann hellti þynntri brennisteinssýru á zink eða járn, myndaðist sér- stök lofttegund.Þessi loft- tegund var vetni. Vetni er um það bil 14 sinnum léttara en venjulegt loft, og þess vegna er það mjög vel fallið til að setja það í loftbelgi. líkist tunglinu sem mest. Til þess að gera bol flaugarinnar stífari má lima léttan stálvír í miðj- una á milli stykkjanna A og B, eða, sem er betrá 6. Fyrsti loftbelgurinn, er fylltur var vetni, var sendur upp frá velli í grennd við Paris, skömmu eftir að Montgolfier bræðurnir högðu gert til- raun sína með belginn, sem fylltur var heitu lofti. að láta pinnann mjókka fram og líma bolstykkið utan um hann. Sjálfsagt er að mála tunglflaugina í sem falleg ustum litum. Þremur stundarfjórð- ungum eftir, að belgurinn hóf sig á loft, féll hann niður í þorp nokkra kíló- metra frá París. Maður- inn, sem hafði búið hann til, flýtti sér eins og hann gat að sækja hann. En hann kom of seint. Þorpsbúar urðu skelk- aðir, þegar þeir sáu þessa ófreskju falla niður af himnum ofan og réðust á loftbelginn með ljáum og heykvíslum. Á eftir létu þeir hest draga brakið út á þjóðveginn til að losna við það úr þorpinu. Krossgátc Lóðrétt: himinljós., Lárétt: hátið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.