Morgunblaðið - 09.12.1959, Blaðsíða 23
Miðvifcudagur 9. des. 1959
MORCUNBLAÐIÐ
23
Ófærð á vegum austan-
lands vegna aurbleytu
SEYÐISFIRÐI, 8. des. — Stór-
rigningar hafa gengið yfir Aust-
urland að undanförnu, einkum
síðari hluta nóvember og það
sem af er desember. Sl. sólar-
hring rigndi hér 55 mm., en mest
rigndi 2. nóv. 132, 2 mm. Alls var
úrkoman í nóvember 468 mm.
Hin mikla rigning 21. nóv. er sú
mesta er hér hefir komið um
langt skeið t.d. mun meiri en
var í fyrrahaust er skriðurnar
féllu hér í Seyðisfirði.
Vegir á Austurlandi hafa stór-
skemmzt í rigningum t. d. er
Fagridalur nú ófaer vörubifreið-
um sakir aurbleytu.
Flestir vegir í byggð eru hálf-
ófærir bæði vegna bleytunnar
svo og þess, hve runnið hefir
Fárviðrið
Framh. af bls. 1.
um hafa meiðzt. Skipið er orðið
meira en sólarhring á eftir áætl-
un. —
• Norsk skip í nauSum
Norska skipið Elfrida, 2.600
lestir að stærð, sendi út neyðar-
skeyti í dag — var þá statt 34
mílur úti í hafi — og bað um
skjóta hjálp. Var þá komið vatn
í vélarrúmið og talið, að vélin
kynni að stöðvast þá og þegar.
Seint í kvöld barst annað skeyti
frá skipinu, og sagði skipstjórinn
þá, að Elfrida væri tekin að hall-
ast mjög og gæti ekki haldizt á
floti nema stuttan tíma. Björg-
Unarskip og tveir brezkir togarar
voru þá á leiðinni til hjálpar
hinu nauðstadda skipi, og var
þess vænzt, að hjálpin kæmi í
tæka tíð.
Annað norskt skip, með 13
manna áhöfn sendi út neyðarkall
seint í kvöld. Var það statt eigi
allfjarri landi út af Þrændalönd-
um — hafði vélin bilað, og rak
skipið óðfluga til lands. — Ann-
að skip, sem var á leið inn til
Þrándheims hélt þegar af stað
til hjálpar — en óvíst var talið.
að það næði hinu nauðstadda
skipi í tæka tíð.
• Óttazt um 5 menn
Þýzkt skip, Merkur, sem er
um 400 lestir að stærð, var að
sökkva á Norðursjó í kvöld, en
sænskt skip var þá komið á vett-
vang og búið að taka einn af 8
manna áhöfn Merkurs um borð.
— Samkvæmt frásögn dönsku
fréttastofunnar Bitzau, er óttazt,
að fiskibáturinn Margot Kyhl
hafi farizt með 2 mönnum í Katte
gat, en hans 'nefur verið saknað
í tvo daga. — Kattegat er nú talið
hættulegt til umferðar, vegna
þess, að vitaskip, sem þar lá, hef-
ur rekið rúman kílómetra úr
leið. — Einnig er talið hætt við,
að lítill, norskur bátur hafi far-
izt með 3 mönnum.
Mörg fleiri skip eru illa stödd,
eða hefir seinkað mjög vegna fár-
viðrisins. Til dæmis tilkynnti
Grænlandsfarið Umanak, að það
mundi verða a. m. k. sólarhring
á eftir áætlun, en það er nú í
„jólaferðinni“ til Kaupmanna-
hafnar. Var það statt í kvöld
norður af Skotlandi. — Alls stað-
ar leita skip og bátar í var, hvar
sem unnt er — frá ströndum
Bretlands og Frakklands til
Norður-Noregs.
Allar Miðjarðarhafshafnir eru
að fyllast af skipum, sem leitað
hafa þangað utan af Atlantshafi.
• Tjón og slys á landi
Víða, t. d. ,í Noregi og Dan-
mörku, hefur óveðrið valdið hin-
um mestu truflunum á öllum
samgöngum, og manntjón og
eigna hefur orðið. í Danmörku
hafa t. d. þrír ménn látið lífið
í slysum, sem veðrið beinlínis
olli. Símasambandslaust er víða,
og yfirleitt má segja að fárveður
þetta hafi fært daglegt líf manna
á stórum svæðum algerlega úr
skorðum.
úr þeim vegna vatsflaumsins. Þá
tók og stykki úr Eskifjarðarvegi
vegna háflæðisins er varð 2.—
3. des. sl.
Fjarðarheiði og Oddsskarð
hafa fram undir þetta oftast ver-
ið fær jeppum og bílum með
drifi á öllum hjólum.
í gær ætluðu tveir menn suð-
ur yfir Breiðdalsheiði, sem enn
er fær jeppum, en urðu að snúa
við við Vatnsdalsá, sem er óbrú-
uð. En er þeir ætluðu til baka
var Griímsá orðin svo mikil að
vegurínn reyndist ófær við Hall-
bjarnarstaði. í dag tókst svo að
koma bílnum niður Skriðdal.
Sennilega mun hinn kunni
ferðamaður Þorbjörn Arnodds-
son halda uppi ferðum yfir
Fjarðarheiði í vetur á snjóbíl sín-
um, er færð tekur að spillast, svo
sem verið hefir undanfarna vet-
ur. — Sveinn.
Cóð sala
í GÆRMORGUN seldi Ingólfur
Arnarson í Grimsby 153,4 tonn
af ísvörðum fiski fyrir 13.474
sterlingspund. Er hér um góða
sölu að ræða.
— Allsherjarþingið
Framh. af bls. 1.
undanfarið í því efni að draga
úr spennunni í alþjóðamálum,
hefði engu fengizt um þokað
hvað Ungverjaland varðar.
★
Núverandi stjórn Ungverja-
lands er við völd í skjóli sovéskra
hersveita, sagði Lodge, og nýjar
fregnir hafa borizt af hefndar-
ráðstöfunum gegn þeim, sem
tóku þátt í eða studdu uppreisn-
ina 1956 — enn réttarhöld og
dómar — enn aftökur. — Með
því að neita allri samvinnu við
Sameinuðu þjóðirnar og fulltrúa
þeirra, hafa ungversk og sovésk
stjórnarvöld gert að engu full-
yrðingar sínar um, að ekkert það
hafi gerzt í Ungverjalandi, sem
allir megi ekki vita, sagði Lodge,
★
Ungverski-fulltrúinn sagði, að
það væri einmitt svo — í Ung-
verjalandi þyrfti ekkert að fela.
Hins vegar hefðu Sameinuðu
þjóðirnar engan rétt til þess að
fjalla um innanríkismál Ung-
verja. Hann sagði, að Bandarík-
in vildu fá Ungverja til þess að
bregða vöku sinni og freista þess
síðan að nota landið sem stökk-
pall til árása á önnur kommún-
istaríki — það væri allur friðar-
vilji hinna bandarísku. En þeim
verður ekki kápan úr því klæð-
inu, bætti hann við. — Fulltrúinn
kvaðst vilja taka það fram, að
sovézkar hersveitir væru ekki í
Ungverjalandi vegna innanlands-
ástandsins, heldur vegna ástands-
ins í alþjóðamálum, sem engan
veginn væri tryggt enn.
★
Skömmu eftir að umræðurnar
hófust, lagði Cabot Lodge fram
uppkast að ályktunartillögu um
Ungverjalandsmálið, sem 24 þjóð
ir standa að. í uppkastinu er lýst
vonbrigðum yfir því, að stjórn-
ir Ungverjalands og Sovétríkj-
anna skuli hafa haft fyrri álykt-
unartillögur S. Þ. að engu.. Þá
er skorað á Sovétríkin að hverfa
á brott með herlið það, sem enn
er í Ungverjalandi. Einnig er
skorað á ungversk stjórnvöld að
hætta ofsóknum gegn þeim, sem
þátt tóku í uppreisninni 1956.
Stewart, hinn nyi sendiherra Breta hér:
heimsæhir HuU og Grimsby
HINN nýi sendiherra Breta á fs-
landi, Charles Stewart, er vænt-
anegur til landsins í vikunni. Sam
L.I.U.
Frh. af bls. 3.
I því sambandi yrði fyrst og
fremst að samræma verðlagið
hér innanlands verðlaginu er-
lendis og koma á eðlilegum við-
skiptum við aðrar þjóðir, sem
sagt, að afnema haftakerfið. —
Engum atvinnuvegi er þetta eins
nauðsynlegt eins og sjávarútveg
inum, sagði ræðumaður.
Loks mælti ræðumaður á þá
leið, að þótt þessir atburðir valdi
okkur nokkrum áhyggjum, mætt
um við ekki gleyma nauðsyn-
inni á því, að koma okkar eigin
málum í eðlilegt horf.
Starfsemi innkaupadeildar
Að lokinni ræðu dr. Jóhannes-
ar Nordal flutti Ingvar Vil-
hjálmsson útgerðarmaður, for-
maður framkvæmdaráðs Inn-
kaupadeildar L. í. Ú. skýrslu um
starfsemi Innkaupadeildarinnar
á síðasta árL
Kakti hann framkvæmdir deild
arinnar og vörusölu. Kvað harm
þessa merku stofnun vera í sí-
felldum uppgnngi. Drap hann
meðal annars á hin helztu verk-
efni, sem nú eru á döfinni og
spáði góðu um framtíðarviðang
hennar. Fór hann nokkrum orð-
um um fjárhagsafkomu deildar-
innar.
Að lokum þakkaði hann sasn-
starfsmönnum sínum í fram-
kvæmdaráði góða samvinnu á
liðnu starfsári.
Reikningar sambandslns.
Því næst las Sigurður H. Egils-
son framkvæmdastjóri L. í. Ú.
reikninga Landssambandsins og
Innkaupadeildarinnar og skýrði
þá. Var þeim síðan vísað til fjár-
hagsnefndar.
Er hér var komið var gert hlé
á fundinum og sátu fulltrúar síð-
degisboð sjávarútvegsmálaráð-
herra.
í gærkveldi sátu nefndir að
störfum.
í dag verða umræður um þau
mál sem fram hafa komið á fund
inum og er þess vænzt að hon-
um muni Ijúka í kvöld með kosn-
ingu sambandsstjórnar, verðlags-
ráðs og framkvæmdaráðs Inn-
kaupadeildar L. í. Ú.
kvæmt frásögn í Fishing News
þann 4. þ. m., hefur hann verið
á ferð um brezku fiskiborgarinn-
ar Hull, Grimsby og Fleetwood
undanfarið. „Ég er að hefja upn-
lýsingasöfnunarferð" sagði hann
blaðamanni F. N. við komuna til
Hull. StewaTt kvað tilgang ferð-
arinnar vera að hitta sem flesta
og kynnast sem bezt öllu, er ís-
landi viðkemur og sérstaklega að
fá sem mestar upplýsingar um
þau vandamál, er kunna að mæta
honum síðar.
Fyrsta heimsókn hans í Hull
var í klúbb togaraeigenda borgar-
innar við höfnina. Þar var saman-
kominn fjöldi meðlima, þeirra á
meðal sir Famdale Phillips, for-
maður brezka togaraeigendaíé-
lagsins. Auk þess mættu á fund-
inum fulltrúar annarra greina
fiskiðnaðarins, meðal þeirra
Oliver skipstjóri, sem er formað-
ur félags yfirmanna á togurum í
HulL Seinna ræddi Stewart við
fulltrúa togaraeigenda, fiskiðn-
aðar og sjómanna frá Grimsby og
Fleetwood. Þá hitti hann einnig
H. H. Bracken kaptein, hinn nýja
yfirmann flotadeildar þeirrar, er
annast gæzlu verndarsvæðanna
hér við land.
Jarðskjálf ti á Húsa
vík og 1 Grímsey
HÚSAVÍK. 8. des. — Klukkan
7.08 í morgun varð snarpur jarð-
skjálftakippur hér á Húsavík.
Hann var svo snarpur að menn
vöknuðu upp í rúmum sínum, en
munir á hillum hristust til. Eng-
ir skaðar urðu.
Jarðskjálftakippurinn fannst
einnig í Grímsey. Þá kom hann
og fram á jarðskjálftamælum
veðurstofunnar hér í Reykjavík.
— Nehru
Framh. af bls. 1.
styrjaldarárunum: „Blóð, sviti og
tár“.
Nehrú sagði: Við leggjum
megináherzluna á friðarstefnu og
svo mun verða framvegis — en
við getum ekki látið hjá líða að
halda uppi nauðsynlegum vörn-
um.
Þakka vinarhug, skeyti, gjafir og heimsóknir á sjötugs
afmæli mínu 5. þ.m.
Ytrahólmi, 7. desember 1959.
Petrína Ottesen.
Alúðarkveðjur og þakkir til allra þeirra nær og fjær,
sem heiðruðu mig með heimsóknum, gjöfum og skeytum
á 75 ára afmælinu.
Soffía Ólafsdóttir.
Mínar innilegustu þakkir til vina og samstarfsfólks
hjá Olíufélaginu h.f. sem veittu mér ánægju með skeyta-
sendingum, blómum og veglegum gjöfum á sextugsaf-
mæli mínu þann 6. des.
Lifið heil.
Sölvi Ólafsson, Snekkjuvog 23.
Skrifstofur Flugmálastjóra
á Reykjavíkurflugvelli,
verða lokaðar eftir hádegi í dag, miðvikudaginn
9. desember, vegna jarðarfarar.
Flugmálastjórinn
Agnar Kofoed-Hansen
Eiginmaður minn,
EINAR HERMANNSSON
fyrrverandi yfirprentari
lézt í Landakotsspítala 8. þ.m.
Helga Helgadóttir
Eiginmaður minn
ÞÓRÐUR KRISTINN JÓNSSON
bóndi, Stóru-Vatnsleysu,
lézt að heimili sínu að morgni 7. desember.
Þórunn Einarsdóttir
Jarðarför
Agústu ó. A. ólafsson
sem lézt 3. desember, fer fram frá Dómkirkjunni í Reykja-
vik, fimmtudaginn 10. desember. Athöfnin hefst kl. 13,30.
Jarðsett verður í kirkjugarðinum við Suðurgötu.
Kranzar og blóm afþökkuð. Vilji hins vegar einhverjir
heiðra minningu hinnar látnu, er bent á sjóðinn
„Kristjönugjöf“ við Kvennaskólann í Reykjavík.
Kristján Andrésson.
Innilega þökkum við öllum sem á margvíslegan hátt
sýndu
JÓSEP HÚNFJÖRÐ
umhyggju og aðhlynningu í veikindum hans og okkur
auðsýnda samúð vð fráfall hans.
j. Eginkona og ættingjar.
Innilegt þakklæti fyrir auðsýnda samúð við fráfall
og jarðarför móður okkar
ÞÓRUNNAR INGIBJARGAR SIGURÐARDÓTTUR
frá Gröf.
Unnur Halldórsdóttir, Sigurður Ólafsson.
Hjartanlega þökkum við öllum þeim, er auðsýndu
okkur samúð og vináttu við andlát og jarðarför konu
minnar og móður
FRIDA G. BOLS JULlUSSON
Einnig þökkum við innilega kvenfélagi Kjósarhrepps
fyrir sýnda mikla hjálpsemi fyrr og síðar.
Baldvin H. Júlíusson og börn