Morgunblaðið - 11.12.1959, Blaðsíða 3
Fðstudagur 11. des. 1959
MORGUISBLAÐIÐ
3
I
:
FKÉTTARITARA Mbl. i Ton-
don, Jóhanni Signrðssyni, var
boðið um borð í brezka her-
skipið Duncan, þegar það kom
í heimsókn til borgarinnar
fyrir skömmu, en skip þetta
hefur undanfarna mánuði
gegnt því „virðuiega“ hlut-
▼erki að vernda lögbrot
brezkra togara í íslenzkri land
helgi. Koma skipsins til Lon-
don vakti allmikla athygli.
Frásögn Jóhanns fer hér á
eftir:
„Við hlökkum ekki til að
vera við ísland á jólunum, en
einhver verður að vinna þetta
verk“, sagði T. O. S. Bryan
Simpson frá Liverpool, einn af
ungu sjóliðunum á H.M.S.
Duncan.
H.M.S. Duncan lagðist við
bauju fyrir utan Battle Bridge
um 500 metra fyrir ofan Tower
Bridge kl. 8 f.h. í dag, mið-
vikudaginn 9. des.
Veður var mjög gott og sól-
in rétt að koma upp úr skýja-
bakkanum. Kl. 9,25 kom bát-
ur að bryggjunni, frá H.M.S.
Duncan, til að ná í blaðamenn
frá stóru dagblöðunum og
BBC. Eg var í hópi 15 blaða-
manna sem voru boðnir um
borð, til að hitta skipstjórann
Capt. St. St. Bracken, er tók
á móti okkur. Hann er meðal
maður á hæð, alskeggjaður,
brosleitur og mjög virðulegur.
Eftir að okkur hafði verið gef-
ið kaffi, hófust umræður við
skipherra. Hann hvað H.M.S.
Duncan hafa verið við ísland
síðan 21. okt. 1958, meira og
minna. Þetta er forustuskip
deildarinnar, en samtals eru
10 skip í henni. Áhöfn skips-
ins eru 140 þ. á. m. einn lækn-
ir en enginn prestur, svo Capt.
messar yfir áhöfninni, Á skip-
H.M.S. Duncan fyrir ofan Tower-brúna.
r
a
inu er einnig svartur og hvít-
ur köttur sem heitir „Skó
fluga“. Hún er 6 mánaða
gömul sjóhraust og þykir ísl.
fiskurinn góður.
Áhöfnini er oft gefið í soðið
af togurunum og þykir þeim
nýi fiskurinn mjög góður.
Það var aðallega talað um
dægradvalir sjóliðanna því
þeim leiðist mjðg skammdeg-
ið. Mikið er spilað af lúdó og
öðrum slíkum „spilum“, en
mest þykir þeim gaman af
3D O—X. (Núll og krossar),
sem er nýjasta spilið hjá sjó-
hernum.
Skipið mun dvelja hér í sex
daga en heldur síðan til Skot-
lands. Það siglir til íslands
16. des. og verður á miðunum
til 10. janúar 1960.
Þeir munu taka allan jóla-
matinn í London ásamt bjór,
sem þeir mega nú hafa um
borð. Jólabúðingurinn var bú-
inn til fyrir þrem dögum síðan
og miklu af rommi skelt í
hann. Skipið verður allt
skreytt um jólin og verðlaun
veitt fyrir fallegasta salinn.
Skipstjórinn Capt. St. St.
Bracken var í flugdeild sjó-
hersins £ stríðinu og dvaldi 5
mánuði á íslandi, frá júní til
nóvember 1940. Hann var bæði
í Reykjavík og Akureyri og
kunni mjög vel við sig.
í dagstofu skipherra er rak-
hnífur adm. Nelson’s, og
heiðraður mjög. Ástæðan er
sú, að Nelson var á sínum
tíma yfirmaður þessarar deild-
ar (fiskiskipavernd). Hnífur-
inn er ekki notaður enda hef-
ur skipstjóri alskegg.
Eitt sjúkraherbergi er á
skipinu, sem hefur tvö rúm.
Áhöfn skipsins er að miklu
leyti frá Suður-Englandi,
nokkrir frá Mið- og Norður-
Englandi og svo frá Skotlandi,
en þar er skipið staðsett.
Eg talaði við T. O. S. Bry-
an Simpson frá Liverpool,
sem hefur verið á H.M.S. Dun-
can síðan í sept. Hann sagði
að þeim leiddist myrkrið og
eini „sólargeislinn“ væri þeg-
ar bréfin kæmu að heiman.
Oftast koma þau með tog-
urum fara um Hull og Grims-
by, en RAF hefur flogið ' til
vonazt er til að þeir komi með
vonazt er til að þeir komi með
jólapóstinn.
Bryan Simpson sagðist ekki
hlakka til jólanna við íslands-
strendur og vonast til þess,
„að fólkið sem borðar fisk í
Bretlandi um jólin hugsi til
þeirra“.
Comm. C. C. B. Mackenzie
tók á móti H.M.S. Duncan að
hálfu sjóhersins en litlu mun-
aði að skipið væri of seint
vegna stórveðursins, sem þeir
lentu í við Skotlandsstrendur.
Það hjálpaði þeim að rokið
var beint á móti, en samt
brotnaði rúða í einum brúar-
glugganum.
Branckea — með rakhnif Nelsons. jé
Móttökur
Herjólfur
hefur hreppt
Herjólfi búnar móttökur
í Vesfmannaeyjum
VESTMANNAEYINGAR munu á morgun, laugardag, fagna hinu
nýja skipi, hinu 500 lesta flutningaskipi Herjóifi, sem þá kemur
í fyrsta skipti til hafnar í hinum athafnamikla kaupstað.
storma á leiðinni heim, svo að
reyna mun á sjóhæfni hans þeg-
ar í þessari iómfrúrferð skipsins,
svo og vélar pess og annan út-
búnað. En þrátt fyrir illviðri
hefúr skipinu sótzt ferðin vel yfir
hafið.
Skipi og skipshöfn eru búnar
móttökur þegar Herjólfur leggst
að bryggju, undir skipstjórn
Tryggva Blöndals, sem áður var
skipstjóri á olíuskipinu Þyrli.
Það er ákveðið að hafnarsjóður
Vestmannaeyja annist afgreiðslu
skipsins. Verður vöruafgeymsla
skipaafgreiðslunnar í húsi því er
togaraútgerð Vestmannaeyinga
lét forðum byggja til fiskvinnslu
Enginn fótur fyrir
„vanskilum44
f SAMBANDI við frétt sem birt-
ist í Þjóðviljanum í gær um það,
að legið hafi við að flugvélar
Loftleiða væru kyrrsettar erlend
is vegna skulda, sneri Mbl. sér
til Kristjáns Guðlaugssonar, for-
manns stjórnar Loftleiða og
spurði um sannleiksgildi fréttar-
innar.
Kristján sagði að enginn
minnsti fótur væri fyrir þessari
frétt. Loftleiðir hafa aldrei lent
í neinum vanskilum og frásögn
Þjóðviljans af fundarhöldum við
„ráðamenn, bankastjóra og önn-
ur stórmenni" í sambandi við
þetta er því staðlausir stafir og
óskiljanleg, sagði Kristján. Það
hefur aldrei komið til greina, að
við stæðum í vanskilum með eitt
eða neitt, bætti hann að lokum
við með áherzlu.
Togarar tef jast
ÓVEÐRIÐ í Norðursjó hefur haft
þær afleiðingar að nokkrir ísl.
togarar sem eru á leið með ís-
varinn fisk til Bretlands og V.-
Þýzkalands hafa tafizt allveru-
lega, t.d. var búist við sölum á
fiski í gær í báðum löndunum,
en svo hafa togararnir tafizt, að
þeir náðu ekki á tilsettum tíma.
8TAKSTEII\IAB
Hver á að segja
fyrir verkum?
Einn af ræðumönnum Fram-
sóknarflokksins i útvarpsumræS-
unum á mánudagskvöldið, komat
m.a. að orði á þessa leið, er hann
ræddi um þingfrestunina:
„Samkvæmt íslenzkum stjórn-
arháttum er það ótvírætt Alþingi,
sem á að segja ríkisstjórninni
fyrir verkum. en ekki öfugt. Og
það er ekki ríkisstjórnin ein, sem
þarf á starfsfriði að halda. Al-
þingi á einnig heimtingu á starfs-
friði“.
Þetta voru ummæli Framsókn-
arþingmannsins, sem einnig «r
prófessor í lögfræði. Þessum
fróða manni hefur sézt yfir það,
að kjarni íslenzkra stjórnhátta
er sá, að ríkisstjórninni ber að
hafa forystu um mótun stjórnar-
stefnunnar. Þá stefnu mótar hún
að sjálfsögðu í samráði við meiri-
hluta Alþingis.
Núverandi ríkisstjórn ..'yrir-
skipaði Alþingi ekki neitt um
frestun funda þess. Hún lagði
þvert á móti fram tiliögu um það,
að þingið veitti sér heimild til
að fresta fundum þess um til-
tekinn tíma. Og meirihluti Al-
þingis veitti þessa heimild.
Tíminn styður
Rockefeller
f forystugrein Tímans í gær er
því lýst yfir, að Nelson Rocke-
feller ríkisstjóri í New York, sé
„framsýnasti leiðtogi Republik-
ana í Bandaríkjunum".
Vafalaust þykir Rockefeller
vænt um að heyra þetta. Hann á
nú í harðri samkeppni og baráttu
við Nixon varaforseta um fram-
boð við forsetakosningarnar, sem
fram eiga að fara í Bandaríkjun-
um á næsta ári. Virðist Tíminn
hafa tekið þá ákvörðun, að
j styðja „Rocky“ til framboðs,
hvort sem það dugir honum eða
ekki til þess að sigrast á Nixon.
Eins og kunnugt er, er Nelson
Rockefeller einn af auðugustu
mönnum Bandaríkjanna. Hafa
sumir flokksbræðra hans talið,
að það kynni að vekja nokkra
tortryggni gagnvart honum og
draga úr sigurmöguleikum hans
sem forsetaefnis. En nú hefur
„Rocky“ fengið stuðning Tímans
og má vera, að það bæti aðstöðu
hans eitthvað!
New York Times
og varnarliðið
Síðan New York Times birti
frétt um það, að til stæði að
fækka nokkuð varnarliðinu á
Keflavíkurflugvelli, hafa Tíminn
og Þjóðviljinn keppzt um að lýsa
því yfir, að íslenzka ríkisstjórnin
sé mjög andvíg þeirri ráðagerð.
Beindi Einar Olgeirsson fyrir-
spurn um þetta atriði til ríkis-
stjórnarinnar á Alþingi nokkra
áður en fundum þess var frestað.
Svaraði utanríkisráðherra þeirri
fyrirspurn með þessum orðum:
„Út af þessari fyrirspurn vil ég
skýra frá því, að fyrir örfáum
dögum síðan fóru fram viðræður
á milli ríkisstjórnar fslands og
sendiherra Bandaríkjanna um
skipun varnarliðsins á íslandi.
Var ekki um það rætt að draga
úr vörnum landsins á nokkurn
hátt, né fækka í varnarliðinu á
íslandi, eða breyta fjölda varnar-
liðsmanna. Var hins vegar ein-
göngu um það talað, hvort ekki
væri nauðsynlegt að gera nokkr-
ar skipulagsbreytingar á varnar-
liðinu sjálfu og samsetningu
þess“.