Morgunblaðið - 11.12.1959, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 11.12.1959, Blaðsíða 15
F'östudaf’iir 11. öps. 1959 MORGUNBLAÐIÐ 15 Vestfjarðarvegi ekki haldið opnum ÍSAFJÖRÐUR, 8 .des. — Svo sem kunnugt er komust Vestfirðir I vegasamband við aðalakvega- kerfi landsins nú í haust. Var þá miklum áfanga náð og von- uðu menn að þessari leið yrði haldið opinni á meðan þess vaeri nokkur kostur, því að við, sem hér búum, teljum að við eigum fullan rétt á því, eins og Sunn- lendingar og Norðlendingar, að vera í vegasambandi við Reykja- vík. Nú er alauð jörð hér á ísa- firði o geftir því, sem frétzt hef- ir, þá er vegurinn tS Súganda- fjarðar Orðinn fær af sjálfu sér. Einnig er það mál manna að mjög lítið þurfi að moka til þess að leiðin suður verði akfær. Fjöldi fólks hér hefir látið í ljósi undrun sína á því að vega- málastjórain skúli ekki sinna Vestfirðingum á þessum sviðum. Er þess að vænta að þessu verði kippt í lag nú í þeirri sumar- veðráttu, sem ríkir hér um slóð- ir. — G. K. Fórnarlömb Þessi litla stúlka og amma hennar .... EINS og sagt hefir verið frá í fréttum, gerðist það í Marokkó fyrir nokkru, að um 10.000 þ manns lömuðust alvarlega og Tónleikar HLJÓMSVEIT Tónlistarskólans heldur tónleika á morgun kl. 2 e.h. í Austurbæjarbíói. Hljóm- sveitin er aðalega skipuð nem- endum skólans, þeim sem lengst eru komnir, einnig eldri nemend ur er lokið hafa námi í skólan- um. í sveitinni eru 27 hljóðfæra- leikarar. Hljómsveit Tónlistarskólans hefir undanfarin vor komið fram í nemendatónleikum Tónlistar- skólans og verið tekið forkunn- ar vel, enda hefir þar verið spilað af lífi og sál. Stjórnandi og kennari sveitarinnar hefir ver ið frá byrjun Björn Ólafsson. Á tónleikunum á morgun verða flutt þessi verk: Concerto grosso í D-dúr, eftir Corelli, fiðlu konsert í e-moll, 1. kafli eftir Nardini og tvær „Salzburger* sinfóníur eftir Mozart. En þetta æskuverk Mozarts samið þegar hann var 16 ára gamall. Einleik- ari á fiðlu verður Guðrún Guð- mundsdóttir Hún hefur undan- farin ár stundað fiðlunám í Tón- listarskólanum og er tæpra 12 ára gömul. , Aðgangur að tónleikunum er ókeypis, en þeir sem hug hafa á að koma, verða að vitja aðgöngu- miða í Tónlistarskólanum. Þeir verða afhentir í dag milli kl. 5 og 7 e.h. meðan þeir endast. nær 30.000 aðrir urðu ófærir til vinnu, þó að ekki væri um algera lömun að ræða. — Or- sök þessara hroðalegu atburða var sú, að smumingsolíu, sem notuð er á flugvélar hafði ver- ið blandað saman við matar- olíu. — ★ — Á sl. sumri fór fram uppboð á vegum bandaríska flughers- ins í Marokkó á aukabirgðum af smumingsolíu. Var hér um að ræða 40 lestir, og keypti einn heildsali í Casablanca allt magnið. Síðan seldi haim olíuna 25 kaupmönnum í Mek- enes, Fez og Casablanca. Menn þessir verzluðu með mat vörur, og þá m. a. matarolíu, en kaupin gerðu þeir sem — bílaviðgerðamenn! Síðan tóku þessir „heiðurs- menn“ sig til og blönduðu Ísmurningsolíunni, sem þeir fengu á mjög lágu verði, sam- an við matarolíu, í hlutföllun- um 1:4, seldu síðan blönduna við fyllsta verði — og græddu .... og þessir drengir eru meff- al þeirra tugþúsunda, sem löm- uðust af því aff neyta matar- olíu, sem svikulir og ófyrir- leitnir kaupahéffnar höfðu blandað snmiroliu. Smurningsolía þessi inni- ; heldur ryðvarnarefni, sem nefnist „triortho cresyl phos- phate“, en aðeins tvö grömm af því geta valdið alvarlegri lömun. — Þetta vissu kaup- . mennirnir 25 að vísu ekki, en skeytingarleysi þeirra og svik- semi ollu eigi að síður þjóðar- reiði, sem vonlegt var. — Einn lögreglumannanna, sem þátt tók í að handsama hina seku og varpa þeim í svartholið, lét þau orð falla, að réttmætt væri að steikja þá í þeirra eigin olíu. — Mohammed kon- ungur V gaf út tilskipun um það, að kaupmennirnir 25 skyldu teknir af lífi fyrii „glæp gegn heilbrigði þjóðai innar“. — ★ — Stjórnarvöld í Marokkó báðu Alþjóða Rauða krossinn um hjálp til handa hinum nauð- stöddu fómarlömbum gróða- fíknar braskaranna, því að öll sjúkrahús yfirfylltust á skömmum tíma, og ekki reynd ist unnt að taka við svipað því öllum, sem sjúkrahúsvistar og læknishjálpar þurftu. — Var brugðið skjótt við þeirri beiðni, og fyrir sl. mánaðamót höfðu Rauða kross félög Blíð varstu bernskutíð - ný barnabók BLÍÐ VARSTU bernskutíð, heit- ,ir nýútkomin barnabók eftir Steingrím Sigfússon á Patreks- 'firði. — Bókin, sem er 144 bls., bregður upp myndum úr lífi lítils drengs og gerist að mestu í sveit. Af kaflafyrirsögnum má t. d. nefna: Síðustu jólin heima, Hjá vandalausum, Bakkabolinn, Hey- annir, Börnin gerast leynilög- reglumenn, Haustdægur, Fyrstu jólin að heiman. Steingrímur Sigfússon hefir áð ur gefið út nokkrar smásögur, bæði sérprentaðar og í tímarit- um, eg hefir hann þá skrifað undir dulnefninu Valur Vestan. — Að öðru leyti er hann þekktur fyrir hin mörgu dægurlög, sem hann hefir samið á síðari árum- I gróðrafíknar braskarq þannig ærið fé. Afleiðingamar Stjórnarvöldin fyrirskipuðu létu ekki lengi á sér standa — víðtæka rannsókn, — og eftir fólk tók að lamast í hrönnum, nokkrar vikur var málið upp- og ótti og angist greip um sig. lýst, eins og að framan segir. ■ 0 » ýmissa landa sent einn og tvo lækna, sjúkrarúm og ýmiss konar hjúkrunargögn til Mar- okkó. Vilja sameina verzlunarsvæðin LONDON, 9. desember. — Dillon, aðstoðarutanríkisráðherra Banda ríkjanna er nú á ferð í V-Evrópu til þess að kynna sér verzlunar- málin, afstöðu fríverzlunarsvæð- isins til markaðsbandalagsins og gagnstætt. Haft er eftir Dillon, að Bandaríkjamenn vilji styðja að því að þessi tvenn samtök sam einist og myndi eina heild, en Bandarikjamenn ætli aldrei að láta verzlunarsamtök þessi njóta neinna þeirra réttinda varðandi ( verzlun við Bandaríkin, sem önn- ur ríki njóti ekki. ' © 'ij /h J ÆT 0 L 1 9 5 9 p it SINALCO SÓDAVATN APPELSÍN GRAPE FRUIT Kj arnadrykkir SPUR COLA GINGER ALE Hi-SPOT LÍMONAÐI QUINING WATER PILSNER B J Ó R MALTÖL HVlTÖL — "' ■i !í<f .S|? í?S É*§ Si-L & ú iU: áJ . .. fc^fc iáia jíií B# Swfc Vssjf i&m- I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.