Morgunblaðið - 11.12.1959, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 11.12.1959, Blaðsíða 20
20 MORCrlJNRLAÐIÐ Föstudagur 11; des. 1959 OPg&lA lega — þeir þekktu mig og reið- gleði mina — þeystum við á harða stökki yfir engið, til æf- ingasvæðisins. En það var líkast því sem ósýnileg hönd hefði nú gripið um beizlistaumana hjá mér. Mér hafði skyndilega dott- ið diálitið sérstakt í hug. Ég hlýt alveg óvitandi að hafa séð heim til hallarinnar, í fjarska, fyrir framan okkur til vinstri handar, hvíta múrinn, trén í garðinum, turnþakið. Og leiftursnöggt brá hugsuninni fyrir í huga mínum: Kannske er einhver þarna, sem sér til ferða þinna, einhver sem þú hefur sært með dansfýkn þinni og sem þú ert nú að særa með reiðfýkn þinni. Einhver með veika og fjötraða fætur, einhver sem tekur það nærri sér að sjá þig fljúga eins og fugl framhjá. Hvað sem öðru leið, þá blygðað- ist ég mín allt í einu fyrir að þeysa svona, heilbrigður, svona óhindraður, svona frjáls. Ég blygðaðist mín fyrir hina alltof miklu, líkamlegu ánægju mína, eins og einhver óverðskulduð for réttindi. Ég lét hina vonsviknu menn mina ríða á eftir mér á hægu, leiðinlegu brokki. Ég vissi, án þess að horfa á þá, að þeir vonuðust árangurslaust eftir skip un frá mér, sem gæfi þeim aftur lausan tauminn. Sannleikurinn er sá, að jafn- skjótt og þessi undarlega hug- mynd vaknaði hjá mér, þá vissi ég, að slík meinlæting var bæði heimskuleg og gagnslaus. Ég vissi að það var alveg tilgangs- laust, að neita sjálfum sér um hamingju, vegna þess að öðrum var neitað um hana, að leyfa sjálfum sér ekki að vera glað- ur, vegna þess að einhver annar var hryggur. Ég vissi, að hvenær sem maður hló og gerði að gamni sinu, barðist einhver annar við dauðann, einhversstaðar í heim- inum, að bágindi leyndust og fólk svalt, bak við þúsundir glugga. Að til voru sjúkrahús, Jólatrésseríur - 17 Ijós - U5 cc a * «3 ☆ Jólatrésseríurnar sem fást hjá okkur eru með 17 ljósum. Það hef- ir komið í Ijós að vegna misjafnrar spennu sem venjulega er um jólin, endast 17 ljósa-seríur margfalt lengur en venju legar 16 Ijósa. i m T4ekla Ansturstræti 14 Sími 11687 grjótnámur og kolanámur. Að í verksmiðjum, í skrifstofum, í fangabúðurn voru óteljandi þús- undir, sem stríddu og strituðu hverja stund dagsins, og að það myndi ekki létta bágindi einnar mannlegrar veru, þótt önnur kveldi sjálfa sig að ástæðulausu. Ég var þess fullviss, að ef mað- ur færi að gera sér í hugarlund alla þá eymd sem ávallt var að finna hvarvetna í heiminum, þá hlyti sú mynd að ræna mann svefni og má brosið af vörum manns. En það voru aldrei þján- ingar þær, sem maður gerði sér í hugarlund, sem gerðu mann agndofa og eirðarlausan. Aðeins það sem maður hafði séð holdi klætt, með eigin augum vorkunn semi og meðaumkunar, hrærði mann og ruglaði. Mitt í ofsagleði minni og hrifningu, var sem ég hefði séð hið föla, afmyndaða andlit lömuðu stúlkunnar, séð hana dragast á hækjunum yfir herbergisgólfið, heyrt þetta hryllilega tap-tap og marrið í hin um leynilega styrktar-útbúnaði á máttvana fótunum. Og í ofboði augnabliksins hafði ég alveg hugsunarlaust og óafvitandi kippt í taumana. Nú var til- gangslaust fyrir mig að segja við sjálfan mig: Hverjum er það til góðs þótt þú látir hestinn fara á þreytandi og leiðinlegu tölti, í stað þess að hleypa honum á heill andi stökki? Ég hafði fengið högg í hjartastað, einhvers stað ar nálægt heimkynnum samvizk- unnar. Ég hafði ekki lengur hug- rekki til að njóta hamingju lík- amans, hreysti hans og frelsis. Hægt og dapurlega brokkuðu hestarnir í áttina til æfingasvæð isins, og það var ekki fyrr en höllin var algerlega horfin úr augisýn, sem ég rétti mig upp í sætinu og sagði: „Vitleysa. Nú er nóg komið af þessarri heimsku legu viðkvæmni". Ég leit aftur fyrir mig og gaf skipunina: — „Áfram nú. Látum hestana spretta úr spori“. f>að byrjaði allt með því að ég kippti skyndilega í taumana. Það var fyrsta merkið um þá undar- legu eitrun meðaumkunarinnar í sál minni. í fyrstu fann ég að- eins ógreinilega — eins og þegar maður er veikur og vaknar með réttu ráði — að eitthvað hafði komið fyrir, eða var að koma fyrir mig. Allt til þessa hafði ég aðeins lifað fyrir líðandi stund. Ég hafði talið mig það eitt varða, sem vinum mínum, yfirboðurum mínum, þótti skemmtilegt eða þýðingarmikið, en ég hafði aldrei haft persónulegan áhuga á neinu, né heldur neinn á mér. Ekki 'hafði heldur neitt haft veruleg áhrif á mig. Fjölskyldumál mín voru útkljáð fyrir mig, störf mín og framtíðaráform voru afmörk- uð og ákveðin og þessi undan- þága frá allri ábyrgð — nú fyrst varð mér það Ijóst — hafði án þess að ég gerði mér grein fyrir ______ __________ því, verið mjög ákjósanleg. Og I sykurverksmiðjunnar nú skyndilega hafði eitthvað komið fyrir mig — ekkert sem var augljóst á yfirborðinu, ekk- ert, sem hafði neitt útlit fyrir að vera raunverulegt. Og samt hafði þetta eina reiðilega tillit, þetta augnablik, þegar ég sá áður óþekkt hyldýpi mannlegrar þján inga í augum lömuðu stúlkunn- ar, slitið eitthvað í sundur, innra með mér og nú fann ég einhverja skyndilega hlýju streyma um alla veru mína, sem var og hélt áfram að vera mér jafn óskiljan- leg og veikindi eru jafnan hinum sjúka. Ég skildi, að ég hafði stíg- ið út fyrir hinn ákveðna hring, innan hverra takmarka ég hafði hingað til lifað öruggur og áhyggjulaus og hætt mér út á nýtt svið, sem var eins og allt nýtt, bæði æsandi og kvíðvæn- legt. í fyrsta skipti sá ég nú hyl- dýpi tilfinninganna opnast fyrir framan mig, sem virtist á ein- hvern óskýranlegan hátt vera freistandi að rannsaka, að kasta sér niður í. En á sömu stundu varaði eitthvert hugboð mig við því að láta undan slíkri ástæðu- lausri forvitni og sagði: „Þetta er nóg. Þú hefur þegar beðizt afsökunar. Þú hefur útskýrt allt þetta heimskulega mál“. En „farðu og finndu hana aftur“, hvíslaði önnur rödd innra með mér. — „Finndu þennan hroll smjúga niður eftir hryggnum á þér einu sinni enn, þennan hroll ótta og eftirvæntingar”. Og „haltu þér 1 fjarlægð sagði aðvör- unarröddin aftur. — Neyddu hana ekki til félagsskapar við þig. Vertu ekki að troða þér óboð inn inn til hennar. Þessar áköfu geðshræringar munu verða þér um megn og þú munt gera sjálf- an þig að jafnvel enn meira fífli en í fyrsta skiptið“. Svo undarlega vildi til, að ég var leystur frá ákvörðunarskyld- unni, því að þremur dögum síðar fann ég bréf frá Kekesfalva á borðinu mínu, þar sem mér var boðið til miðdegisverðar næsta sunnudag. í þetta skipti yrðu ein- ungis karlmenn viðstaddir, þar á meðal von F. ofursti úr hermála- ráðuneytinu, sem hann hafði minnzt á við mig og, að sjálf- sögðu myndi það sérstaklega gleðja dóttur hans og Ilonu að sjá mig. Ég blygðaðist mín ekki fyrir að játa að þetta heimboð gerði mig hreykinn og ánægðan. Þau höfðu þá ekki gleymt mér og sú athugasemd, að von F ofursti yrði viðstaddur, virtist þar að auki gefa til kynna, að Kekesfalva væri að reyna að tryggja mér áhrifamikla vini. Og vissulega þurfti ég ekki að sjá eftir því, að taka boðinu umhugs unarlaust. Kvöldið reyndist mjög skemmtilegt og ég, réttur og slétt ur imdirforingi, naut alveg óvenjulegrar alúðar og vinsemd ar meðal þessarra öldruðu, frægu manna. Kekesfalva hafði auðsjáanlega gert sér alveg sér- stakt far um að beina athygli þeirra að mér. í fyrsta skipti á ævi minni umgekkst yfirforingi mig, án þess að sýna nokkur merki lítillætis. Von F., ofursti spurði hvort ég væri ánægður í ‘herdeildinni og hvaða líkur væru á því, að ég yrði hækkaður í tign, innan hersins. Hann sagði mér, að ég skyldi ekki hika við að ganga á sinn fund, ef ég kæmi til Wien, eða þarfnaðist einhvern tíma sinnar hjálpar. Skjalaritar- inn, sköllóttur, fjörlegur karl með góðlegt kringluleitt andlit, bauð mér heim til sín. Forstjóri beindi i u ó Mannlausa bátinn með tjalda- Mbúnaðinn rekur beint á klapp- famar undir RebekkufossL Hvað gerum við nú Markús? Það er tilgangslaust að reyna að endurheimta útbúnaðinn okk- ar. Ofninn og þungavaran hafa dregið bátinn til botns þegar hann brotnaði. Þetta virðist ætla að verða mjög ánægjuleg ferð. máli sínu oftar en einu sinni til mín og það var nú eitthvað ann- að, en heima í liðsforingj aklúbbn um, þar sem ég neyddist til að samþykkja og staðfesta allra auð mjúklegast hyert álit yfirboðara minna. Löngu áður en ég hafði sjálfur gert ráð fyrir, fann ég notalega kennd sjáifstrausts og öryggis vakna hjá mér og að hálfri klukkustundu liðinni, var ég farinn að taka þátt í samræð- unum, óþvingað og eðlilega. Aftur báru þjónarnir rétti á borðið, sem ég hafði hingað til aðeins þekkt af sögusögnum og raupi efnaðra liðsforingja: — Styrjuhrogn, ísköld og Ijúffeng, sem ég bragðaði nú í fyrsta skipti fasana- og veiðidýra-steik og hver víntegundin annarri betri, sem gáfu huganum vængi. Ég veit að það er heimskulegt að láta slíkt hafa áhrif á sig. En — hví skyldi ég neita því — það var með beinlínis barna- legri hégómagirni, sem ég, óbreytt undirtilla, naut þess að borða svo frábæran miðdegis- verð, með hinum tignu, öldruðu hefðarmönnum. — „Jæja“, hugs- • . . . . gparió yður hiaup d tolili margra vt;rzlana! «öi ÁijllUM tfWM! Austurstræti ajtltvarpiö Föstudagur 11. desember 8.10—10.00 Morgunútvarp. (Bæn. 8.05 Morgunleikfimi. — 8.15 Tón* leikar. — 8,30 Fréttir. — 8,40 Tón- leikar. — 9.10 Veðurfregnir. — 9,20 Tónleikar). 12.00 Hádegisútvarp. — 12.25 Fréttir og tilkynningar. 13.15 Lesin dagskrá næstu viku. 15.00—16.30 Miðdegisútvarp. — (16.00 Fréttir og veðurfregnir). 18.25 Veðurfregnir. 18.30 Mannkynssaga barnanna: „Oli skyggnist aftur í aldir“ eftir Cornelius Moe; V. kafli (Stefán Sigurðsson kennari). 18.50 Framburðarkennsla í spænsku. 19.00 Þingfréttir. — Tónleikar. 19.30 Tilkynningar. 20.00 Fréttir. 20.30 Kvöldvaka: a) Lestur fornrita: Gísla saga Súrssonar, VI. (Oskar Halldórs- son cand. mag.) b) Söngur frá kirkjukóramóti Eyjafjarðarprófastsdæmis í Ak ureyrarkirkju 28. maí 1958. c) Vísnaþáttur (Sigurður Jónsson frá Haukagili). d) Partíta yfir sálmalag eftir Steingrím Sigfússon (Höfundur leikur á orgel). e) Frásöguþáttur: Hákarlaveiðar á Ströndum (Jóhann Hjaltason kennari). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Eintalsþáttur: ,,Börn á flótta", eftir Steingerði Guðmundsdóttur (Höfundur flytur). 22.35 Islenzku dægurlögin: J.H.-kvint- ettinn leikur lög eftir Hörð Há- konarson o. fl. Söngvari: Sigurð- ur Olafsson. 23.05 Dagskrárlok. Laugardagur 12. desember 8.10—10.00 Morgunútvarp. (Bæn. — 8.05 Morgunleikfimi. — 8.15 Tón- leikar. — 8,30 Fréttir. — 8,40 Tón- leikar. — 9.10 Veðurfregnir. — 9,20 Tónleikar). 12.00 Hádegisútvarp. — (12.25 Fréttir og tilkynningar). 13.00 Oskalög sjúklinga (Bryndís Sig- urjónsdóttir). 14.00 Raddir frá Norðurlöndum: Nor- rænir háskólastúdentar segja frá dvöl sinni hérlendis. 14.20 Laugardagslögin. — (16.00 Fréttir og veðurfregnir). 17.00 Bridgeþáttur (Eiríkur Baldvins- son). 17.20 Skákþáttur (Guðmundur Arn- laugsson). 18.00 Tómstundaþáttur barna og ung- linga (Jón Pálsson). 18.25 Veðurfregnir. 18.30 Utvarpssaga barnanna: „Siskó á flækingi“ eftir Estrid Ott; XIII. lestur (Pétur sumarliðason kenn- ari). 18.55 Frægir söngvarar: Kristen Flag- stad syngur lagaflokkinn „Haug- tussa“ eftir Grieg við kvæði Arne Garborgs. Kvæðin verða lesin í íslenzkri þýðingu Bjarna frá Vogi. 19.35 Tilkynningar. 20.00 Fréttir. 20.30 Leikrit: „Loginn helgi" eftir W. Somerset Maugham, í þýðingu Karls Guðmundssonar leikara. — Leikstjóri: Indriði Waage. 22.00 Fréttir og veðuríregnir. 22.10 Danslög. 24.00 Dagskrárlok

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.