Morgunblaðið - 11.12.1959, Blaðsíða 6
6
MORGVN BLAÐIÐ
Föstudagur 11. des. 1959
Fjölbreytt starfsemi
Norrœna félagsins
AÐALFUNDUR Norræna félags-
ins var haldinn í Þjóðleikhús-
kjallaranum föstudaginn 27. nóv.
sl. Formaður félagsins, Gunnar
Thoroddsen, fjármálaráðherra,
setti fundinn og stjórnaði honum.
Framkvæmdastjóri félagsins,
Magnús Gíslason, flutti skýrslu
um starfsemina á liðnu ári og
gerði grein fyrir tillögum um
lagabreytingar, sem samþykktar
höfðu verið á fundi í fulltrúaráði
félagsins 24. sept. sl. Að því loknu
las gjaldkerinn, frú Arnheiður
Jónsdóttir, upp reikninga félags-
ins og voru þeir samþykktir ó-
breyttir. Fjárhagur félagsins er
góður. Rösklega 7 þúsund krónur
voru í sjóði um áramót. Tillögur
fulltrúaráðsfundarins um breyt-
ingar á lögum félagsins, voru sam
þykktar. Þar eru m. a. ákvæði
um að félagsdeildirnar hafi meiri
áhrif á stjórn aðalfélagsins, en
verið hefur. Þrír meðstjórnendur
áttu að ganga úr stjórninni að
þessu sinni: Arnheiður Jónsdótt
ir, námsstjóri, Sigurður Magnús-
son, fulltrúi og Vilhjálmur Þ.
Gíslason, útvarpsstjóri. Þau voru
öll endurkjörin til tveggja ára.
Aðrir stjórnarmenn eru. auk for-
manns, dr. Páll ísólfsson, tón-
skáld, Sveinn Ásgeirsson, hag-
fræðingur og Thorolf Smith,
fréttamaður.
Samkvæmt skýrslu fram-
kvæmdastjóra hefur félagsstarfið
verið fjölbreytt á sl. starfsári.
Félagið hefur eins og að und-
anförnu veitt fjölþætta fyrir-
greiðslu í sambandi við ferðalög
til Norðurlanda og námsdvalar
þar um lengri eða skemmri tíma.
Sumarið 1958 komu rösklega
100 gestir hingað á vegum félags-
ins í vinabæjarheimsóknir. Þá
fóru 15 íslenzkir kennarar í náms
för til Danmerkur í boði Norræna
félagsins danska, og danskra
kennarasamtaka, sér að kostnað-
arlausu í boði Norræna félagsins
og íslenzkra kennarasamtaka.
Reykjavík og ráði er að stofna
nokkrar deildir í viðbót, síðar í
vetur. Tólf íslenzkir bæir eru í
vinabæjartengslum við norræna
bæi, og líkur eru til að a. m. k.
6 íslenzkir bæir í viðbót efni til
vinabæjartengsla á árinu 1960.
Alls eru nú um 2200 manns í fé-
laginu og hefur félagsmönnum
fjölgað um rösklega 100 á síðasta
starfsári. Styrktarfélagar Nor-
ræna ^élagsins eru nú 112, en
þeirra framlag hefur þegar orð-
ið félaginu mikil lyftistöng
Kristraann Guðmundsson
„Ævintýri í himingeimn-
um ' - ný bók eftir Krist-
mann Cuðmundsson
ÚT er komin ný bók eftir Krist-
mann Guðmundsson, er nefnist
„Ævintýri í himingeimnum". Er
þetta framhald frásagna „Inga
Vítalíns" af för hans til annarra
hnatta. Kom sú bók út hjá Al-
menna bókafélaginu á sl. ári, en
útgefandi þessarar bókar er
Prentsmiðjan Rún hf.
Þegar bók Inga Vítalíns kom
út vakti hún mikla athygli og
ýmsum getum var að því leitt,
hver væri höfundurinn. Menn
þurftu þó ekki að bíða lengi í
óvissunni, því raunverulegt nafn
höfundar var fljótlega gefið upp.
Þessi nýja bók Kristmanns
um geimferðir er sjálfstætt verk,
þótt aðelpersónurnar séu hinar
sömu og í fyrri bókinni. Er hún
ekki sízt ætluð unglingum, sem
gaman hafa af að fylgjast með
ævintýrunum út í geimnum.
Merkir Borgfirðingar
eftir dr. Eirík Albertsson
Meðal bóka, sem Bókaútgáfan
Leiftur gefur út fyrir jólin, er
Merkir Borgfirðingar eftir dr.
theol. Eirík Albertsson. — í for-
mála segir höfundur meðal ann-
ars:
Albertsson skrifar um, má m. a.
nefna Bjarna Pétursson, Daníel
Fjeldsted, Guðmund Jónsson, Jón
Blöndal, Runólf Sveinsson og
Þóri Guðmundsson. — Bókin er
138 bls.
Sparisjóður Norðfjarðar
fœr fyrstu bankabók-
haldsvélina á Austurlandi
NORÐFIRÐI, 30. nóv. — Sl. laug-
ardag bauð stjórn Spari-
sjóðs Norðfjarðar tíðindamönn-
um blaða að skoða nýjar bók-
haldsvélar sem sparisjóðurinn cr
að taka í notkun um þessar mund
ir. Sparisjóðsstjórinn, Jón L. Bald
ursson, skýrði frá þessu.
Sparisjóðurinn hefur keypt bók
haldsvél af Kienzlegerð, til að
færa í hlaupareikning og spari-
sjóðsfærslu. Vélin færir jafn-
framt dagbókarfærslur þessara
reikninga, en þeir eru meginhluti
af daglegum rekstri Sparisjóðs-
ins. Það er einkum tvennt sem
vinnst við notkun slíkra véla,
mjög aukinn flýtir í daglegum
afgreiðslum og minni hætta á
skekkjum.
Sparisjóðurinn hefur undan-
farin tvö ár lagt til hliðar í sér-
stakan vélasjóð, samtals kr. 50
þús. Kostnaðarverð vélarinnar
einnar er um 70 þús., en með
ýmsu tilheyrandi mun þessi nýj-
ung kosta um eða yfir 100 þús.
í tilefni af þessu fékk frétta-
ritari Morgunblaðsins nokkrar
upplýsingar um starfsemi Spari-
sjóðs Norðfjarðar. Sparisjóðurinn
tók til starfa 15/9 1920 og voru
innlög þá 4039 í 43 sparisjóðs-
bókum.
Fyrstu stjórn Sparisjóðsins
skipuðu þeir Páll Þormar kaup-
maður formaður, Sigdór V. Brekk
an kennari gjaldkeri og Ingvar
Pálmason bókari. Daglega af-
greiðslu önnuðust gjaldkeri og
bókari.
Árið 1927 tók Tómas Zoega við
afgreiðslu Sparisjóðsins og var
síðar sparisjóðsstjóri en
var jafnframt stjórnarformaður.
Hann hætti stjórn sparisjóðsins
1. sept. 1955 vegna vanheilsu og
andaðist árið eftir. f stjórnartíð
Tómasar Zoega óx Sparisjóðurr
inn mjög og ávann sér traust
hvarvetna. Um langt skeið ann-
aðist hann mikil viðskipti vegna
útgerðarinnar hér, m. a. í sam-
vinnu við Landsbanka íslands á
Eskifirði. Var það mikill styrkur
fyrir útgerðina, t. d. vegna hinna
erfiðu samgangna áður en Odds-
skarsvegur var lagður.
Núverandi sparisjóðsstjóri, Jón
L. Baldursson, réðist bókari tU
Sparisjóðsins 1. febr. 1941 og hef-
ur starfað þar óslitið síðan, þang-
að til hann tók við Sparisjóðs
stjórninni unnu þeir Tómas Zoega
einir í Sparisjóðnum. Síðan hafa
nokkrir menn gegnt bókarastörf-
um hans. Núverandi bókari er
Jakob H. Hermannsson.
Innlög eru í dag um 7,5 millj.
í Sparisjóðsdeildinni á um það
bil 200 reikningum. Hafa inn-
lögin rúmlega tvöfaldazt undan-
farin 4 ár, voru 3,7 millj., þegar
Jón L. Baldursson tók við Spari-
sjóðsstjórninni. Innstæða í hlaupa
reikningi er nú um 3,5 millj. en
sú fjárhæð er oft háð skyndi-
legum breytingum eins og búast
má við. Fjárhagur Sparisjóða
Norðfjarðar er góður og er skuld-
laus eign hans í dag 1 millj. 330
þús., auk skrifstofuhúsnæðis og
innbús.
Sparisjóður Norðfjarðar hefur
aðallega stutt að byggingum íbúð
arhúsa í Neskaupstað og smærri
fyrirtækjuf almennings og bæjar
félagsins með lánastarfsemi sinnu
Þá hefur hann greitt fyrir verzl-
unarrekstri í bænum og í seinni
tið hefur hann lánað talsvert til
fiskiðnaðarfyrirtækja. Auk lána-
starfsemi annast lánasjóður
Sparisjóðs Norðfjarðar öll venju-
leg bankaviðskipti.
Núverandi stjórn Sparisjóðs-
ins skipa Jón L. Baldursson for-
maður, Reynir Zoega verkstjóri.
Niels Ingvarsson, yfirfiskimats-
maður, Jóhannes Stefánsson for-
stjóri og Ármann Eiríksson út-
gerðarmaður. — Fréttaritari.
Á árunum 1958 og 1959 hefur
félagið haft milligöngu um ókeyp
is eða ódýra skólavist á norræn-
um skólum, aðallega lýðháskól-
um og búnaðarskólum, fyrir 118
íslenzka nemendur, 73 í Svíþjóð,
27 í Danmörku, 15 í Noregi og 3
í Finnlandi. Óvenjumargar um-
sóknir hafa borizt um ódýra vist
á skólum á Norðurlöndum næsta
sumar.
Tveir norrænir nemendur fá
ókeypis skólavist héT í vetur fyr-
ir atbeina Norræna félagsins.
Sænsk stúlka á Reykholtsskóla
og danskur piltur á Reykjaskóla
í Hrútafirði.
,Rit félagsins, Norræn tíðindi, hef
ur komið út í tveimur heftum á
ári sl. fjögur ár. Síðara hefti
ritsins á þessu ári verður sent
félagsmönnum ásamt gjafabók í
þessum mánuði.
Nítján deildir eru nú starfandi
innan félagsins auk félagsins í
Ég hef tekið saman í þessa
bók tíu þætti um borgfirzkra
merkismenn. Ég hef ekki getað
haft stuðning af neinum ævisögu-
ágripum um þá, nema dálítinn
ævisögukafla, sem Guðmundur
Jónsson á Hvítárbakka hafði
skráð um sjálfan sig. Að öðru
leyti hef ég stuðzt við ritgerðir
um þessa menn í dagblöðum eftir
því, sem ég hef getað til náð, og
má með nokkrum sanni segja, að
ég sé fremur skrásetjari en höf-
undur að þessum þáttum, enda
þótt nokkurt efni í þeim sé frá
mér komið .... í sumum ævi-
söguþáttunum eru birtar ræður
og ræðukaflar eftir mig, er ég
flutti við útför þessara vina
minna .... Megináform mitt var
að safna saman í bók sem mestu
af því, sem varpað gæti birtu
á æviferil þessara manna, en ekki
rita fagurfræðilegar ritgerðir.'*
Af mönnum þeim, sem Eiríkur
_jJuj lýsenáur /'
Athugið
Auglýsingar, sem birtast eiga
í jólablaðinu, þurfa að hafa bor-
izt auglýsingaskrifstofunni, sem
allra fyrst, og í síðasta lagi fyrir
n.k. laugardag 12. þessa mán-
aðar.
Sími 22480.
skrifar úr
dagiega lífinu
* Hvers eigum við
að gjalda
Fyrir alllöngu kom kona á
fund Velvakanda með bréf,
sem dregizt hefur nokkuð
lengi ag koma á framfæri.
„Hvers eigum við að gjalda,
starfsstúlkur á Keflavíkur-
flugvelli?, skrifar hún. Hvað
liggur til grundvallar því að
menn eru farnir að nota blöð
og útvarp til þess að reyna
að hafa af okkur æruna? Það
er ekki langt síðan að maður,
sem telur sig meðal betri sona
þessa lands, lét sér þau orð um
munn fara í útvarpserindi um
íslenzkt mál, að málfar okkar
væri það lélegt að við værum
ekki hæfar til að kenna börn-
unum okkar íslenzku. Einnig
las ég um það, að við hefðum
í Tímanum verið kallaðar
„lauslætiskonur". Vita þessir
menn ekki að þeir eru að
drýgja glæp gagnvart börnum
okkar, að þau geti virt for-
eldra sína, en það er börnum
af arnauðsynlegt? “
Konan skýrði Velvakanda
frá því, að það, sem hefði
komið sér til að fara að kvarta
á opinberum vettvangi, væri
að hún hefði orðið þess vör,
að bcjrnin hennar væru farin
að leggja eyrun við slíkum
óhróðri. En það er einmitt af
því, að hún hefur fyrir heim-
ili að sjá, að hún þarf að hafa
góða vinnu, sem hún hefur
fundið á KeflavíkurflugvellL
Segir hún, að með sér vinni
um 30 íslenzkar stúlkur, sem
séu upp til hópa vandaðar
stúlkur, stundi sína vinnu með
prýði og séu ættlandi sínu
ekki á nokkurn hátt til
skammar. Ekki kvaðst hún
fylgjast mjög vel með högum
samverkakvenna sinna, en
sínum börnum gangi sízt ver
íslenzkunám í skólum en öðr-
um. „Mér sárnar, þegar menn
fara með slíkt fleipur, til að
slá sig til riddara, án þess að
athuga, hvað þeir eru að fara
með“, skrifar hún að lokum.
Eru nú engir riddarar lengur
til, sem taka upp hanzkann
fyrir varnarlausar konur?“
* 111 veður og
góður fiskur
Margir hafa komið að máli
við Velvakanda og látið í ljós
ánægja sína yfir veðurkortun-
um frá Veðurstofunni, sem
blaðið er farið að birta á ann-
arri síðu daglega.
Síðan við byrjuðum að birta
kortin, 1. þessa mánaðar, hef-
ur líka verið ákaflega athygl-
isvert veðurlag á Norður-
Atlantshafi. Alla fyrstu vik-
una var ein djúp lægð hér
við ísland, sem stjórnaði bók-
staflega veðrinu hér á Norð-
urlöndum, allt til Bandaríkj-
anna í vestri, Norðurlanda í
austri og suður á meginlandi
Evrópu. Það er vissulega ekki
eintómt grín, þegar Bretar, og
reyndar fleiri, segja að frá
íslandi komi ill veður og góð-
ur. fiskur.
En þessi lægð var ekki kröpp
og olli því ekki neinu óveðri
hér, en hún gerði annað af sér.
Loftþrýstingurinn var svo
lár, að sjónum tókst að lyfta
sér hærra en venjulega og
flæða á land.
Og nú í þessari viku hefur
verið hægt að flygjast með
óveðrinu á Norðursjó, Eystra-
salti og sunnanverðu Atlants-
hafi á veðurkortunum. Með
því að athuga hvert örvarnar
snúa, má sjá vindáttina og
vindhraðann með því að telja
fjaðrimar á örvunum. Hver
heil fjöður táknar 10 hnúta.
* Auðveldara
að skoða kort
Hafa margir lýst ánægju
sinni yfir þessari nýbreytni
að birta veðurkort. Þeir sem
eiga aðstandendur á sjónum,
geta þá betur fylgzt með veð-
urlagi þar sem skipin eru,
og þeir sem eiga unglinga við
nám erlendis, fylgjast gjarnan
með hitastigi í nágrannaborg-
unum o. s. frv. Miklu auð-
veldara er að skoða teiknað
kort, en átta sig þegar lesin
er upp runa af staðanöfnum
og lýsing á veðri þar.