Morgunblaðið - 11.12.1959, Síða 10

Morgunblaðið - 11.12.1959, Síða 10
10 MORCTiivnr.Anif) Fðstudagur 11. des. 1959 Erlendir viðburðir vikuyfirlit Uppdráttur af Rivierunni í Suður-Frakklandi. Staðsetning bæjarins Frejus og Malpasset-stíflunn- ar sést á honum. — Ár slysa og veðurofsa Þetta ár hefur víða um heim verið ár 'óvenjumikilla slysa, mannskaða og veðrahams, sam- fara sérstöku jafnvægisleysi í veðráttunni. Á fyrsta mánuði ársins varð ægilegt slys á Spáni, er flóð- garður brast yfir bænum Ribe- delago. Af 500 íbúum bæjarins fórust 160. í sama mánuði varð hið sviplega og leyndardómsfulla Hans Hedtoft slys við Grænland og enn skömmu síðar annað hörmulegt slys á líkum slóðum, er íslenzkur togari fórst með allri áhöfn við Nýfundnaland. Á miðju ári varð átakanlegt slys í Suður-Jótlandi er yfirfyllt- ur skemmtiferðabátur brann hjá Haderslev og flestir farþegarn- ir fórust. Fellibylur skall yfir miðhluta Bandaríkjanna í sumíir og orsakaði stórtjón og mann- dauða í borginni St. Louis. Yfir Japanseyjar kom mesti fellibylur þessarar aldar og nam tala dauðra í kjölfar hans þúsund- um. í mörgum héruðum Kina hefur verið hungursneyð, vegna þurrka í norðurhluta landsins og flóða í suðurhluta þess. Það hefur varla liðið sú vika, að ekki hafi borizt einhversstaðar að fregnir af stórfelldum áföll- um og manntjóni. Enn hafa bor- izt í þessari viku fregnir af ó- stýrilátum veðraham á Norður- sjó og vesturhluta Eystrasalts. Afleiðingin er fjöldi sjóslysa, þar sem farmenn og fiskimenn hafa tapað lífi. Þynnsta stifla í heimi Einhverjar ömurlegustu og sviplegustu mannskaðafréttir árs- ins bárust þó fyrir helgina frá bænum Frejus á Rivierunni, hinni fögru Miðjarðarhafsströnd Frakklands. Þar gerðist það í einni svipan, að stífla í dalskorn- ingi fyrir ofan bæinn sprakk í sundur. Vatnið í uppistöðulóninu skall út eftir dalnum sem risa- vaxin flóðbylgja og sópaði brott með sér öllu sem fyrir varð. Malpasset-stíflan í Reyran- fljótinu upp af bænum Frejus var eitt af nýjustu mannvirkjum Frakklands. Hún var ekki raf- orkustífla, heldur gerð til áveitna og til þess að bæta og koma á fullkominni vatnsveitu til byggð- anna á Bláströndinni. Byggingu hennar var lokið fyrir tveimur árum og þótti mannvirkið mjög merkilegt frá verkfræðilegu sjón armiði vegna nýtízkulegs bygg- ingarlags. Hún var kölluð „þyngsta stífla“ í heimi. Þó hún væri 60 metra há, var hún að- eins 7 metra þykk í botninn og íVz metra þykk á brúninni. Verk- fræðilega var talið framkvæman- legt að spara ógrynni af sementi og efni, með því að hafa stífl- una spennta í boga upp gegn vatnsþunganum. Það virðist enn álit manna, að hinir verkfræðilegu útreikningar um burðarþol stíflunnar hafi •verið góðir og gildir, en að galli hafi verið í byggingarfram- kvæmdinni og þá sennilega í fest- ingum við klettavegginn í austur hlíð dalsins. Fyrir ofan stífluna var gert ráð fyrir að myndaðist mikið uppistöðulón, 10 km langt stöðu- vatn, er gæti mest innihaldið 50 milljón rúmmetra af vatni. Hafði vatnsmagnið þó aldrei orðið svo mikið, þar til nú í síðustu viku, að lónið fylltist í úrhellisrigning- um sem yfir gengu. Hrikalegar hamfarir Kvöldið 2. desember skall ó- gæfan yfir. Klukkan 6 síðdegis ákvað stífluvörðurinn að létta á vatnsþunganum með því að opna litla flóðgátt á stíflugarðinum og tók yfirborð vatnsins að lækka. Það er ekki greinilega upplýst, hvers vegna vörðurinn tók þessa ákvörðun. Leikur nokkur grun- ur á að hann hafi orðið ein- hverra merkja var, sem sýndu að hætta væri yfirvofandi. En eng- in aðvörun var gefin. Klukkan rúmlega hálf tíu um kvöldið, skipti það engum tog- um, að stíflugarðurinn sprakk skyndilega með þrumandi háv- aða og vatnsflaumurinn brauzt fram í hrikalegri mynd. í fyrstu hefur flóðveggurinn verið 50 metra hár og lítið sljákk að út eftir dalþrengslunum. En þegar kom út á láglendið breidd- ist vatnið út og flóðborðið lækk- aði. Virðist það álit margra sjón- arvotta, að flóðveggurinn hafi verið um 10 metra hár, er hann brauzt yfir hluta bæjarins Frej- us. Heyrnarvottar segja, að hljóðið frá flóðinu hafi í fjarlægð líkzt samfelldum fallbyssudrunum og sumum flaug í hug, að atóm- sprengja hefði sprungið. Eins og geta má nærri af þess- ari lýsingu, sópaði flóðið brott öllum mannvirkjum úr sjálfu dalverpinu, bændabýlum, tígul- steinaverksmiðju, kofum vega- gerðarmanna, bifreiðum og öllum trjágróðri. Og þar sem flóðaldan skall yfir lægst stæða hluta bæj- arins Frejus með 50 km hraða á klst. er líkast því sem gífurlega risavaxin jarðýta hafi farið og sópað heilu húsahverfunum burtu en fært enn aðrar byggingar í kaf í eðju og braki,. sem flóðið bar með sér. Bærinn Frejus er forn byggð. Á dögum Sesars kom hann við sagu, sem mikil hafnarborg, en framburður ánna hefur -fyllt upp landið svo að hann stendur nú alllangt frá ströndinni. íbúatala Frejus var um 13 þúsund manns. Að fornum sið er gamli bærinn uppi á hæð nokkurri og er þétt- býlasti bæjarhlutinn, því ó- skemmdur. Flóðið skall aðallega yfir ný íbúðahverfi í útjöðrum bæj arins. Samúð í fjarlægum löndum Flóðið kom algerlega að óvör- um. Liðið var að háttumálum og fólk sat í kyrrð og ró á heim- ilum sínum og horfði á sjónvarp. Fyrsta og eina aðvörunin var að rafmagnið bilaði. Einstaka menn heyrðu undirganginn og þrumandi vatnsniðinn í fjarska og reyndu að bjarga sér. Margar sögur og undraverðar eru um það, hvernig fólk bjargaðist á síðustu stundu, en samhliða þeim eru dapurlegar frásagnir um það hvernig fjölskyldur slitnuðu í sundur og enn aðrar áttu sam- eiginleg endalok. Margir sýndu hugdirfsku í björgunarstarfi og urðu jafnvel að greiða með lífi sínu tilraunir til að bjarga ást- vinum sínum. Það er álitið að um 400 manns hafi mætt endalokum sínum í þessum hamförnum. Þar ríkir nú djúp og óbætanleg sorg, og jafn- vel í hinum fjarlægustu löndum hljóta menn að hugsa með samúð til fólksins, aðstandenda sem eft- ir lifa. Margir fslendingar hafa komið í skemmtiferðum til Rivierunnar og muna þá einkum eftir hótel- borgunum Cannes, Nissa og smá- ríkinu Mónakó. Frejus var engin hótelborg. Hún var aðeins kyrr- lát frönsk próvinsu-borg, sem málarar sóttust eftir að heim- sækja vegna skemmtilegra við- fangsefna. En flestir skemmti- ferðamennirnir fóru þó í gegnum þennan bæ og sáu svipleiftur af honum úr járnbrautarlest eða bíL Dómstóll sögunnar Mannkynssagan verður að lok- um hæstiréttur yfir þeim atburð- um og deilum, sem gerast í nú- tímanum, kannske löngu eftir að við sem nú lifum erum komin í gröfina. Áfrýjunarfresturinn til æðsta dómstóls hennar er oft æði langur og gagnasöfnun getur dregist svo áratugum skiptir. Áberandi dæmi um þetta hef- ur nýlega komið fram um sögu fsland á þessari öld. í minninga- bók Jóns Krabbe líta fyrst dag* ins Ijós ýmsar merkilegar for- sendur að lokadómi sögunnar um sambúð Dana og fslendinga á tímum konungssambandsins. Þótt 15 ár séu liðin frá lokum heimsstyrjaldarinnar miklu er enn fjarri því að öll kurl séu komin til grafar. f æviminning- um kunnra forustumanna, svo sem nú síðast minningum Alan- brookes lávarðar koma fram margar nýjar og áð jr óþekktar staðreyndir. Ekki þarf mikla fjarlægð né að stíga upp á háan sjónarhól sögunnar til þess að sjá, að upp- reisnin í Ungverjalandi haustið 1956 verður talin með merkileg- ustu viðburðum pessara aidar. Með rannsókn Sameinuðu þjóð- anna og ýtarlegri skýrslu Ung- verjalandsnefndarinnar voru lögð þýðingarmikil drög að sagnrænu mati þessara atburða. Var það niðurstaða skýrslunnar, að bylt- ingin hefði verið uppreisn gerv- allrar ungversku þjóðarinnar gegn stjórn, sem var gersneydd öllu trausti þjóðar sinnar, en hélt valdi sínu við með lögreglueia- ræði og erlendu hervaldi. Rangur vitnisburður og mótsagnir Þessum röksemdum hefur kommúnistastjórnin ungversk* mótmælt og staðhæfir þvert á móti, að byltingin hafi verið verk Framh. á bls. 22. Rússar hafa nú 50—80 þúsund manna herlið i Ungverjalandi. — Enda þótt það væri flutt á brott, gæti það alltaf verið til taks við landamærin í nokkurra klukkustunda fjariægð frá Búdapest. —

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.