Morgunblaðið - 11.12.1959, Page 12
12
MORGVNBLAÐIÐ
Fðstudagur 11. des. 1959
tJtg.: H.f. Arvakur Reykjavík.
Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.
Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.)
Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Matthías Johannessen.
Lesbók: Arni Óla, sími 33045.
Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn: Aðalstræti 6.
Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480.
Askriftargald kr 35,00 á mánuði innamands.
1 lausasölu kr. 2.00 eintakið.
SAMSTARFSNEFNDIR LAUNÞEGA
OG VINNUVEITENDA
' ‘■“1 INN af þingmönnum Sjálf-
■V stæðisflokksins, Pétur Sig
urðsson, 12. þm. Reykvík-
inga lagði fram á Alþingi nokkru
áður en fundum þess var frestað
tillögu til þingsályktunar um
rannsókn á starfsgrundvelli sam-
starfsnefnda launþega og vinnu-
veitenda innan einstakra fyrir-
tækja. Tillaga þessi var svohljóð-
andi:
„Alþingi ályktar að fela ríkis-
stjórninni að hefja nú þegar rann
sókn á og gera tillögur um, hvort
finna megi starfsgrundvöll fyrir
samstarfsnefndir launþega og
vinnuveitenda innan einstakra
fyrirtækja".
Hér er vissulega um að ræða
mál, sem verðskuldar fyllstu
athygli. Á undanförnum árum
hefur það stöðugt orðið aug-
Ijósara, að brýna nauðsyn her
til að koma á bættu samstarfi
launþega og vinnuveitenda. —
Fyrsta skrefið til raun-
v hæfra kjarabóta
^ í greinargerð tillögu sinnar,
kemst Pétur Sigurðsson m.a. að
orði á þessa leið:
„Á Alþingi var fyrir nokkrum
árum samþykkt þingsályktunar-
tillaga, sem fer í svipaða átt og
hér um ræðir. í henni var fjallað
almennt um þetta mál og ríkis-
stjórninni falin framkvæmd þess.
í þeirri tillögu, sem hér ligg-
ur fyrir, er hins vegar bent á
ákveðna leið og gert ráð fyrir,
að rikisstjórninni verði falið að
kanna, hvort hún sé ekki heppi-
leg hér.
Á þessa leið er bent fyrst og
fremst vegna þess, að hún hef-
ur verið reynd með góðum ár-
angri í nágrannalöndum okkar,
sem skyldust og næst eru, þ. e.
Norðurlöndum.
Samstarfsnefndunum er ætl
að annars vegar að fjalla um
hagkvæmni í rekstri, skipu-
lagningu vinnunnar, aukna
tækni og efnissparnað, en um
aðbúnað verkafólks á vinnu-
stað, öryggisráðstafanir til að
afstýra slysum, atvinnuöryggi
og önnur félagsleg vandamál
starfsfólksins hins vegar.
Endnirbætur á þessum svið-
um geta allar leitt til fram-
leiðsluaukningar, sem er
fyrsta skrefið til raunhæfra
kjarabóta".
Ný leið
Allir fslendingar ættu að geta
verið sammála um það, að nauð-
syn ber til þess að fara nýjar
leiðir í viðleitninni til þess að
auka og bæta samstarf verkalýðs
og vinnuveitenda. Hinir tíðu á-
rekstrar milli þessara aðila und-
anfarin ár, hafa haft í för með
sér stórfelt tjón, bæði fyrir aðila
sjálfa og þjóðfélagið í heild. Hinn
ótrausti grundvöllur vinnufriðar-
ins hefur leitt til margs konar ó-
vissu og glundroða í íslenzkum
efnahagsmálum. Hefur sú óvissa
ekki síður bitnað á verkalýðnum
en atvinnurekstrinum.
Það er athyglisvert, að sam-
starfsnefndir, eins og þær sem
stungið er upp á í tillögu Péturs
Sigurðssonar, hafa gefizt mjög
vel í mörgum stórfyrirtækjum í
nágrannalöndum okkar. Er því
vissulega ástæða til þess fyrir
okkur íslendinga að hafa hlið-
sjón af reynslu þessara þjóða,
þegar við freistum nýrra leiða til
umbóta í þessum efnum.
KOMMÚNISTAR FELLDU GENGIÐ
Kommúnistar láta nú sem
þeir séu mjög mótfalln-
ir nýrri skráningu á
gengi íslenzkrar krónu. Hamra
þeir ákaft á því, að rétt gengis-
skráning sé „árás á alþýðuheim-
ilin“ og hagsmuni almennings í
landinu.
1 þessu sambandi er ekki óeðli-
legt, að á það sé bent að meðan
kommúnistar áttu sæti í vinstri
stjórninni á árunum .1956—58
var gengi íslenzkrar krónu tví-
vegis fellt. Það var fellt með
hinum stórfelldu skattaálögum,
sem vinstri stjórnin samþykkti í
árslok 1956 og vorið 1958. Vorið
1958 var lagt á 55% yfirfærslu-
gjald, sem fól í sér hreina gengis-
lækkun.
Þetta gerðist meðan komm-
únistar áttu sjálfir sæti í ríkis
stjórn. Þá hikuðu þeir ekki
við að eiga þátt í ráðstöfun-
um, sem fólu í sér stórfelldar
breytingar á gengi íslenzkrar
krónu.
Allt annað hljóð í
strokknum
En nú er allt annað hljóð í
strokknum hjá kommúnistum. í
gær kemst Þjóðviljinn m. a. að
orði á þessa leið í forystugrein
sinni:
„Gengislækkun myndi leiða af
sér versnandi kjör sjómanna,
eins og annars vinnandi fólks. í
kjölfar þess mundu sigla vinnu-
deilur og truflanir á rekstri fram
leiðslunnar. Gjaldeyrisskortur-
inn mimdi því ekki minnka held-
ur aukast, og afkoma atvinnuveg
anna mundi versna“.
Þessi ummæli hefur kommún-
istablaðið eftir fyrrverandi ráð-
herra sínum í vinstri stjórninni.
Lækkaði gengið tvívegis
Sú staðreynd blasir við, að
vinstri stjórnin lækkaði gengið
tvívegis á stjórnartímabili sínu.
Hún tók að vísu þann kostinn að
breyta ekki opinberlega skráðu
gengi krónunnar. En hún gerði
ráðstafanir, sem jafngiltu hreinni
gengisfellingu. Þetta vissi allur
almenningur þá. Það er því vissu
lega erfitt fyrir kommúnista að
halda því fram, að breyting á
skráðu gengi krónunnar þurfi
endilega að vera árás á almenn-
ing.
Annars er rétt að taka það
fram, að ekkert liggur fyrir um
það opinberlega nú, að fyrir dyr-
um standi gengisbreyting. Hins
vegar hefur verið á það bent, að
skráð gengi íslenzkrar krónu sé
ekki í samræmi við raunveru-
legt verðgildi hennar.
NATO-fundur í
nýjum „ramma"
RÁÐHERRAFUNDUR At-
lantshafsbandalagsríkj anna,
sem hefst í París 14. þ. m.,
verður haldinn í nýjum húsa-
kynnum bandalagsins, mikilli
byggingu, sem stendur við
Porte Dauphine í útjaðri
Bologne-skógarins. — Bygg-
ingunni er raunar ekki lokið,
t. d. er innrétting skammt á
Ný bygging Atl-
i antshafsbandalags- \
ins í París vekur
deilur — en bætir
þó mjög öll starfs-
skilyrði
veg komin og varla byrjað á
„skrautfígúrum“ þeim, sem
prýða skulu húsakynnin. En
vafalaust munu þingfulltrú-
arnir þó una sér betur í þessu
hálfkaraða húsi en „bráða-
birgðaskálanum“ við Palais
Chaillot.
★
Skáli sá var reistur árið 1951,
en Allsherjarþing Sameinuðu
þjóðanna var þá haldið þar. Hann
var byggður á einum 165 dögum,
og ætlunin var að rífa hann þeg-
ar að loknu Allsherjarþinginu,
en svo fór, að skálatetur þetta
hefir síðan verið „ramminn" —
margir vilja víst segja lítt sæm-
andi rammi — um NATO-fund-
♦ Eins og „A“ í laginu
En Adam var ekki lengi í Para
dís. — Nú þegar er mjög deilt um
hina nýju byggingu, og margir
eru þeir, sem fá hrósyrði eiga um
þann „arkítektúr", sem í henni
birtist. — Við skulum þó ekki
blanda okkur í þær deilur, en
lýsa byggingunni lítilsháttar. —
Hún er í laginu eins og heljar-
stórt „A“. Oddurinn veit að
Place Dauphine, annar „fótur-
inn“ teygir sig meðfram Boule-
vard' Lannes, en hinn meðfram
skóginum. Aðalinngangurinn er í
„strikið“ yfir A ið.
★
Franski arkitektinn Jacques
Carlu hefir haft yfirumsjón með
byggingunni, en með honum hafa
starfað 15 arkitektar frá ýmsum
löndum. — Margir voru undr-
andi á því, að Carlu skyldi falið
að sjá um hina nýju byggingu,
því að það var einmitt hann, sem
stóð fyrir byggingu „skála“ þess,
sem fyrr er nefndur og svo mikií
óánægja hefir ríkt með
♦ „AIþjóðleg“ bygging
Frönsk fyrirtæki hafa að sjálf-
sögðu haft með höndum megin-
hluta byggingarframkvæmdanna,
en þó má segja, að hús þetta
verði á margan hátt alþjóðlegt.
Þannig eru flest húsgögnin t.d.
frá Danmörku, Holland hefir
lagt til gluggarammana, sem eru
úr stáli og alúminíum, og einnig
tæknilegan útbúnað fyrir alla
túlkana, sem þarna koma til með
Kvebjukossinn
EISENHOWER Banda-
ríkjaforseti er nú í langri
för og strangri vítt um lönd
og álfur — og er hvar-
vetna tekið með kostum og
kynjum og fagnað sem
„boðbera friðarins“, eins
og Nehrú, forsætisráðherra
Indlands, tók til orða á
dögunum.
Myndin
forsetinn
er tekin, þegar
var að kyssa
konu sína, Mamie, kveðju-
kossinn, áður en hann lagði
upp í reisuna. Og Mamie
segir við bónda sinn (eða
gæti a.m.k. hafa sagt): —
Passaðu nú að láta þér ekki
verða kalt, Ike minn......
að starfa, marmari frá Ítalíu
verður notaður til skreytinga.
Loftræstikerfið er frá Bandaríkj.
unum, og Bretar ætla að leggja
til hvaðeina, sem við kemur mat-
argerð og eldhúsverkum —
þ.e.a.s. öll þau tæki, sem með
þarf, en vér vitum ekki um elda-
buskurnar — sennilega verða
þær franskar.
. ★
I hinu nyja húsi eru 13 stórir
fundarsalir og ótölulegur grúi
skrifstofuherbergja fyrir fast
Framh. á bls. 22.
Hinar nýju aðalstöðvar Atlantshafsbandalagsins.