Morgunblaðið - 11.12.1959, Side 13
Fðstudagur 11. des. 1959
MORCVISBLAÐIÐ
13
Bók Valtýs órefánsscna
Valtýr Stefánsson:
Menn og minningar,
50 þættir, 388 bls.
Bókfellsútg-áfan.
MENN og minningar er síðasta
bókin í hinu merka safni af blaða
viðtölum Valtýs Stefánssonar rit-
stjóra, fyrri bækurnar voru:
Þaiu gerðu garðinn frægan (1956)
og Myndir úr þjóðlífinu (1958).
í formálsorðum fyrir hinni ný-
útkomnu bók sinni kemst Valtýr
m.a. svo að orði: „Menn og minn-
ingar er frábrugðin hinum fyrri
bókum mínum í þessu safni að
því leyti, að hér eru auk samtal-
anna nokkrar greinar um sam-
tímaviðburði, sem ég upplifði
sjálfur, eins og greinarnar um
íráfall Ólafs Davíðssonar og
hundrað ára afmæli Jóns Sigurðs
sonar, og eru þetta eins konar
samtöl við sjálfan mig, ef menn
vilja' hafa það svo. Ennfremur
eru tvær minningargreinar í bók-
inni um frú Ásthildi Thorsteins-
son og Emil Thoroddsen tónskáld
og tók ég þessar greinar með til
íróðleiks fyrir þá, sem áhuga
hafa á þeirri grein blaðamennsk-
unnar, sem kölluð er „minning-
arorð“.“
Viðtöl Valtýs Stefánssonar hafa
hlotið verðskuldað lof og vinsæld
ir, enda er samtalsformið „tví-
mælalaust einhver allra skemmti
legasta grein blaðamennskunnar
og býður upp á ótal tækifæri",
svo aftur sé vitnað í formála
hans fyrir Mönnum og minning-
um.
Um viðtöl Valtýs Stefánssonar
hefur margt verið ritað, þar sem
bent er á helztu einkenni þeirra,
og eiga þær umsagnir við um
þessa nýju bók hans; enn bera
viðtölin vott um hlédrægni hans
gagnvart því fólki, sem hann er
að ræða við, en hann hefur lag
á að ná því fram, sem hann er
að leita eftir með því að skjóta
að orði við og við.
Viðtölin, sem nú birtast, eru
að heita má öll til komin vegna
sérstakra tækifæra, einkum
merkra afmæla, og fólkið, sem
við er rætt, er þess vegna und-
antekningarlaust hnigið á efri ár,
þegar það rekur sögu sína. Val-
týr ræðir við fólkið í stað þess að
láta rita um það afmælisgreinar
í blaðið. Viðtölunum er því fyrst
og fremst ætlað að flytja stutt
æviágrip fólksins, kryddað einni
og einni hugstæðri endurminn-
ingu þess. Af þessu leiðir, að það
sem ber á góma er einkum starfs-
ævi viðtalenda, en ekki umhugs-
un þeirra um lífið og tilveruna,
m. ö. o. lífsk'oðun þeirra. Viðtölin
eru því undantekningarlítið
heimildir um ytra líf en ekki
innra. En þetta á sér sínar eðli-
legu skýringar, viðtölunum er
ætlað að koma í stað stuttra
greina, skrifaðra af Pétri og Páli,
og afmælisgreinum er einkum
ætlað að fræða menn um upp-
vöxt, menntun og störf hlutaðeig-
enda. En fyrir vikið verða við-
tölin góðar heimildir um þjóð-
félagsaðstæður og kjör fólks af
ýmsum stéttum og landshornum
á síðari hluta nítjándu aldar og
á öndverðri þesszui öld, því Val-
týr fer ekki í neitt manngrein-
arálit, hann ber þar niður, sem
hann veit af dugandi fólki, hvar
í þjóðfélagsstiganum sem er, og
hvarvetna finnur maður anda frá
honum hlýju og þakkarhug í garð
þeirra sem hann á viðræður við.
í samtölum Valtýs kemur
margt upp úr kafinu, og þyrfti
lengi að telja, ef þurrausa ætti.
En til gamans tek ég eitt dæmi.
Svo segist Pétri Jónssyni óperu-
söngvara frá, þegar hann ræðir
um fyrstu ár sín, eftir að hann
gerðist söngvari: „Svo var ég í
Valtýr Stefánsson
Berlín, alltaf á hásvölum óper-
anna, þar sem sætin voru ódýr-
ust. Ég söng einstaka sinnum á
plötur íslenzk lög og fékk dálítið
fyrir það. — Einu sinni fékk
kunningi minn lánaðar 20 krón-
ur hjá mér. Hann ætlaði að borga
þær daginn eftir, en stakk af til
Hafnar. Þá átti ég ekkert í viku.
Borðaði fyrir 10 pfenning á dag,
þ. e. drakk eitt glas af öli og át
þurrt brauð með, sem kostaði
ekkert. — Einu sinni átti ég að
syngja á plötur. Ég þurfti að
ganga gegnum hálfa Berlín, af
því að ég átti ekki fyrir strætis-
vagnafari. Þegar ég var hálfnað-
ur að syngja, bað ég um frest á
því sem eftir var, því að ég var
svo svangur. Ég fékk borgunina
og flýtti mér á matsöluhús".
Af öðrum þáttum bókarinnar
en viðtölum ber hæst frásagnir
Valtýs sjálfs af hátíðahöldunum
17. júní 1911, sem er mjög grein-
argóð og lifandi lýsing, og frá-
falli Ólafs Davíðssonar. Sú frá-
sögn er tvímælalaust eitt það
bezta, sem Valtýr hefur skráð.
Ólafur drukknaði sem kunnugt
er í Hörgá haustið 1903, en þá var
Valtýr Stefánsson 10 ára að aldri.
í þættinum horfir hann á þennan
sorglega atburð með barnsaugum
sínum og tregar vin sinn og kenn-
ara Ólaf Davíðsson af svo hreinu
hjarta og bregður upp svo Ijós-
um myndum í látlausum orðum,
að frásögnin býr yfir skáldlegri
fegurð í ríkum mæli. Ólafur hafði
verið „leikbróðir og kennari í
senn“, og segir Valtýr orðrétt:
„Þegar boð komu til Möðruvalla
um líkfundinn, var ég staddur
úti á hlaði. Vissan um, að ég
hafði misst Ólaf Davíðsson, gagn-
tók mig með skelfingu. Jafnaldri
minn og leikbróðir, Hallgrimur
Sigtryggsson, var þar nálægur.
Það var eins um hann. Við þutum
í felur og skældum hamslaust.
Við ætluðum að bera harm okk-
ar tveir, láta hitt fólkið og allan
heiminn vera utan við það. En
hvernig áttum við að geta lifað
án Ólafs Davíðssonar? Það var
okkur ráðgáta, hörmuleg tilhugs-
un — missa manninn, sem allt
vissi milli himins og jarðar, sem
við þurftum að vita, og ætlaði að
kenna okkur allt, sem við gátum
lært“. Og svo fara þau systkinin
Valtýr og Hulda nokkru síðar
fótgangandi með föður sínum
heim að Hofi, föðurgarði Ólafs,
þar sem hann liggur nár: „Hulda
systir mín sat með blómvönd lít-
inn í hvítu bréfi, sem var undið
í kramarhús og nælt saman með
títuprjóni. Það útbjó mamma áð-
ur en við fórum. Þetta voru fimm
rósir, og þær átti að setja í kist-
una til Ólafs. Ein þeirra var sú
dekksta rós, sem ég hafði séð,
milli. Og hvað vitum við land-
krabbarnir, sem mestan hluta árs
ins sitjum í stofuhita, hvernig él
þeirra eru. Við fáum af þeim
yfirborðsfréttir, en vantar á það
skilning þann, sem reynslan gef-
ur“.
Nafnaskrá fylgir þessu síðasta
bindi af viðtölum Valtýs og nær
hún til allra bókanna þriggja; er
hún að sjálfsögðu til mikils hag-
ræðis. Leið villa hefur slæðzt ina
í frásögnina um Möðruvelli, þar
segir á bls. 30, að mynd fylgi af
„Friðriksgáfu", en sú mynd fyrir-
finnst hvergi. Að öðru leyti er
frágangur bókarinnar allgóður.
Hannes Pétairsson.
hreinasta sorgarrós, að mér
fannst. Hulda hafði fengið að
bera blómin alla leið. Það varð
ég að láta mér lynda, af því að
ég var eldri . . . Beint á móti
okkur voru dyrnar í stássstöfuna,
þessa stofu, þar sem ég hafði svo
oft setið, drukkið kaffi og skoðað
myndaalbúm, stofan með bíleggj-
araofninum, með upphleyptu
myndunum á, mynd af Valdimar
Briem, sálmaskáldi, föður frúar-
innar. Hvernig var hún í dag
þessi stofa, þegar hún var orðin
eins konar millibil milli mann-
heima og hins dularfulla, hinum
megin við dauðann, sem sr.
Davíð, afi minn og ömmurnar
mínar, og margt annað 'fólk, kall-
aði himnaríki?
Þarna inni í stofunni var Ólaf-
ur. Ég átti að fá að sjá hann.
Hulda átti að færa honum rósirn-
ar, sem hús hélt á í kramarhús-
inu. Og þó var hann ekki þarna.
Hann var farinn — alveg fyrir
fullt og allt, og nú var ekki ann-
að eftir en að setja hann í kist-
una, sem Halldór á Hlöðum hafði
smíðað, og fara svo með hann í
kirkjugarðinn á Möðruvöllum?"
Viðtölum sínum og greinum
raðar Valtýr í bókina samkvæmt
tímaröð og samkvæmt því ætti
bernskuminning hans um Ólaf
Davíðsson að vera aftast, en hún
er næstaftast, því lestina rekur
viðtal frá 1940 við skipverja á
mótorbátnum Kristjáni, sem lent
hafði í hinum ótrúlegustu hrakn-
ingum. Kæmi mér ekki á óvart,
að ástæðan til þessara efnisskip-
unar væri hógværð Valtýs, hon-
um hefur fundizt, að bókin ætti
að enda á frásögn um hetjuskap
íslenzkra alþýðumanna, og kæmi
það vel heim við þessi orð hans
úr þeim þætti: „Þegar ég um há-
degisbilið í gær ók út eftir
Reykjanesskaga áleiðis til Hafna,
til þess að hafa tal af skipbrots-
mönnunum, gekk á með útsynn-
ings éljagangi, með sólskinsstund
um á milli. Mér flaug í hug, að
það veðráttufar væri táknrænt
fyrir líf íslenzku sjómannanna.
Þau eru svört élin, sem þeir
verða oftast að ganga gegnum í
lífsbaráttu sinni. En sólskins-
stundir fá þeir sem betur fer á
Hið mikla ,fabú'
„ÞEGAR borgir brenna“, bylt-
ingar, frelsi og ábyrgð, flóttinn
frá lögunum, maðurinn í brunn-
inum og mýsnar, sem naga;
Sókrates í fangelsinu og svikin
í skattamálunum — þetta voru
þær helztu hugmyndir, sem ég
notaði í grein minni: „Sjálfstæði
Islands og þjóðlegt siðgæði“ í
Stúdentablaðinu 1. des. Oss
kirkjunnar þjónum er legið á
hálsi fyrir það að vér veitum
ekki leiðbeiningu í þjóðlegum
vandamálum, heldur skríðum
niður í skotgrafirnar og liggjum
þar óhultir. En ef vér látum
hjálminn sjást fyrir ofan kantinn
á skotgröfinni, þá gerist þó jafn-
an eitthvað.
Tíminn var stuttur og ég skil-
aði greininni daginn eftir að ég
var beðinn um hana af stúdent-
um. Þess vegna var stúdentum
frjálst að leggja til að ég breytti
henni eða felldi nokkuð úr; undir
þeim kringumstæðum, sem þeir
lýsa sjálfir í blaðinu, þá hefði
ég litið á það sem eðlilegt og
sjálfsagt mál. — En til öryggis
bæti ég við í niðurlagi greinar-
innar: Það liggur í köllun ungra
stúdenta að hugsa sjálfstætt. Lát-
ið heldur ekki fjötra huga yðar
af því, sem hér er skrifað. Setjið
aðeins ekki markið lægra, heldur
hærra, eins og ungum mönnum
er samboðið.".
Enginn virðist hafa hneykslast
á neinu, nema þessari setningu:
„Eru nokkur rök frambærileg
fyrir því að verja afkvæmi þorsks
og ýsu við strendur landsins, en
láta afkvæmi þjóðarinnar óvar-
in með öllu?“
Með þessari spurningu er ég
ekki að gera lítið úr landhelgis-
vörnunum; ég lít þvert á móti
á þær sem fyrirmynd, sem ætti
að ná til annarra miða, t. d. gæt-
um vér þar af lært að gera nokkr
ar ráðstafanir til þess að verja
æskulýð landsins fyrir þeirri
múgmennsku, sem nú eyðileggur
margan ungan mann og unga
stúlku. — Gætu stúdentar þar
risið upp til varnar hinni and-
legu landhelgi — svo menning
og menn mættu taka þar út
fullan vöxt — þá væri vel farið.
Og ég treysti a. m. k. sumum
þeirra til að gera það.
Eins og kjólatízkan mun aftur
verða svo að síddin á kjólum
verður 13 þumlungar frá gólfi,
þannig mun landhelgistízkan á
sínum tíma verða 12 mílur. Ég
álít að vér getum verið vongóðir.
Hugsun vor í landhelgismálinu
er bæði réttmæt og lífræn; vona
ég að Guð ...geri oss sigursins
verða í því máli“ — eða á ensku:
I pray that God will make us
worthy of victory, svo notuð séu
orð eftir enskan erkibiskup.
En vér þurfum einnig að verða
sigursins verðir á öðrum sviðum.
Ef svo verður ekki, þá verðum
vér aðeins til þess að byggja
upp leppríki fyrir aðrar þjóðir
til að arðræna. Lítið á kort ver-
aldarinnar og sjáið að til eru
þjóðir, sem hafa mætur á lepp-
ríkjum. Sjálfstæði þeirra er
nafnið tómt. Það mark, sem ég
óska að stúdentar setji, er þetta:
Algjört sjálfstæði á öllum svið-
um. Ofar því sem nú er, þegar
efnahagsmál og varnarmál eru
eins og blaktandi, blaktandi strá.
Til þess þarf að þjálfa viljann til
sjálfsíæðis, en án þjóðlegs sið-
gæðis verður því marki ekki náð.
Múgmennskan er að grafa bæði
sjálfstæði voru og siðgæði gröf
um þessar mundir.
Sú var tíðin að það var „tabú“
að hugsa sér landið sjálfstætt; sú
var tíðin að það var „tabú“ að
íslendingar verðu sjálfir land-
helgi sína. 1 framtíðinni munu
landvarnir breytast mjög; e. t. v.
verða löndin varin af fáeinum
sérfræðingum. Stefna Stalins, að
þjálfa öll börn, 8 ára og eldri
mun þá verða úrelt — og núver-
andi stefna Kínverja, að þjálfa
her í hverjum einasta hreppi,
leggst vonandi niður. Annars má
gjörvöll Asía fara að vara sig —
og e. t. v. önnur lönd líka. Her,
sem er 132 milljónir, getur gert
mikið ef honum er vel stjórnað.
En hann er þó ekki almáttugur.
Jóhann Hannesson.
Ljóðum Tómasar mœtavel
tekið í Noregi
Rabbað v/ð Ivar Orgland
EINS og kunnugt er, hefur Fonna
Forlag í Osló sl. haust sent á
markaðinn ljóðaúrval Tómasar
Guðmundssonar á norsku í þýð-
ingu ívars Orglands sendikenn-
ara. Nefnist bókin „Enno syng
várnatti“ og er jafnvandlega út-
gefin og ljóðaúrval Stefáns frá
Hvítadal í fyrra („Frá lidne dag-
ar“). Hitti blaðamaður Morgun-
blaðsins Ivar Orgland að máli,
og langaði hann ekki sízt að
fræðast ofurlítið um hvaða mót-
tökur ljóð Tómasar hafa fengið
í sínum norska búningi.
Mér er ánægja að votta, svarar
ívar spurningunni, að ljóðin hafa
fengið frábærar móttökur hjá
helztu bókmenntagagnrýnendúm
í Noregi. Virðast ljóðin falla
mönnum alveg sérstaklega vel í
geð. Eru blaðadómar mjög á einu
máli þeim til lofs.
Eigin kímniljóð
— En þú hefur sjálfur gefið
út kímniljóð, „Mjþd og malurt“.
Hefur sú bók ekki líka fengið
ágætar móttökur í heimalandi
þínu?
— Jú, því er nú verr. Menn
hafa meira að segja skipað mér
á bekk með fremstu ljóðskáldum
sem yrkja kímniljóð á nýnorsku
máli. En mikill er nú munurinn
hvernig menn taka ljóðum þess-
arar tegundar bæði hér og í Nor-
egi. Og þar koma einnig tak-
markaðar túlkanir til sögunnar.
— Attu við eitthvað sérstakt?
— Já, sjáðu t. d. inngangskvæði
bókarinnar, sem hér virðist ein-
göngu túlkað á einn hátt, er úr
efniviði, sem ég hef verið að
glíma við í mörg ár, en það er
fáránleg afstaða ungs skálds til
bókmenntaráðunauta forlaga,
sem oftsinnis hafa „uppfest"
hann, en samt gert það í gervi
hlýrrar vináttu.
— En segðu mér eitt: Mun per-
sónulegur bakgrunnur slíks
kvæðis, ef nokkur er, að öllu
meðtöldu skipta nokkru máli?
— Auðvitað ekki. Ef svona
kvæði væri ekki nógu almennt,
mundi það vera einskis virði fyr-
ir lesendurna yfirleitt.
— Þú hefur gefið út þrjú ljóða-
úrvöl eftir íslenzk skáld á
norsku. Ætlarðu að hætta því
starfi?
Tómas Guðmjundssor
— Nei, alls ekki. Ég er meira
að segja rétt að byrja. Það er
þegar ákveðið að úrval eftir
Stein Steinarr komi út á næsta
ári, og hef ég hér um bil lokið
því. Nokkrar þýðingar eftir hann
munu á næstunni birtast í 2
norskum tímaritum, Syn og Segn
og Diktets Venner, en hið siðar-
nefnda er málgagn hins nýstofn-
aða lýrík-klúbbs í Noregi, sem
Paal Brekke veitir forstöðu. AJ
öðrum núlifandi ljóðskáldum,
sem mig langar að gefa út úrval
eftir, mætti nefna fleiri menn,
en þar að auki hef ég lengi
unnið að antólógíu, þar sem mörg
skáld, gömul og ný, koma til
sögunnar.