Morgunblaðið - 11.12.1959, Qupperneq 17
Föstudagur 11. des. 1959
MORGUNfíLAÐIÐ
17
Nýjor bækur
NÝ LJÓÐABÓK eftir Jónas
Tryggvason er nýlega komin út
á Akureyri. Ber hún t titilinn:
„Harpan mín í hylnum“.
í kvæðabók þessari eru rúm-
lega 40 frumort ljóð. Eru þau
ort á 25 ára tímabili. í fyrsta
kafla hennar eru kvæði frá ár-
unum 1935—1941, í öðrum kafl-
anum tækifæriskvæði frá ýms-
um tímum og loks er í þriðja
kafla bókarinnar kvæði frá síð-
ustu 9 árum. Bókin er prentuð í
Prentsmiðju Björns Jónssonar.
Vesturfararnir eftir Vilhelm
Móberg
I>á er nýlega kominn út hjá
bókaútgáfunni Norðra skáldsag-
an „Vesturfararnir", eftir Vil-
helm Móberg. Jón Helgason hef-
ur þýtt bókina. Er hún prentuð
í Prentsmiðjunni Eddu.
Þessi bók er fyrsta bindi rit-
verks um fólk, sem tók sig upp
í sveitum Svíþjóðar um miðbik
19. aldar og fluttist búferlum
upp á von og óvon til Vestur-
heims. Þar er fyrst og fremst lýst
lífi sveitafólksins sænska og sýnt
inn í hug margra manngerða.
Vilhelm Móberg er eins og
kunnugt er í hópi allra fremstu
rithöfunda á Norðurlöndum og
eiga fáir rithöfundar jafn stór-
an og tryggan lesendahóp og
hann.
Úr Axarfirði
ÆRLÆK, 1. nóv. — Síðan í byrj-
un september hefur hér verið
eindæma góð tíð, frostlausar næt-
ur en blíðviðri um daga að und-
anskyldu smá hreti um kosning-
arnar. Var þá einhver hrollur í
sumum. Stór veikindi á mönn-
um hafa ekki verið, en því meira
kvef og hósti. Engar pestir hafa
herjað búpeninginn svo spurzt
hafi.
Jarðargróður var allur með
ágætum. Töðufengur mikill og
víðast góður þó með nokkrum
undantekningum hjá þeim, sem
hey áttu úti í óþurrkakaflanum
í ágúst. Kartöflur spruttu ágæt-
lega. Varð jafnvel allt að tvítug-
föld uppskera.
Fjárleitum er nú að mestu lok-
ið á þessu hausti. Heimtur eru
nokkuð misjafnar. Hjá sumum
ágætar, en nokkru lakari hjá öðr-
um. Má þar mest um kenna áfell-
inu um 17. þ.m. Nokkur kinda-
hræ hafa fundizt í göngum í
haust af sem þá hefur farizt í
fönn. Hinsvegar hefur óvenju fátt
fundizt afvelta, og ekkert svo
vitað sé farizt af völdum tófu.
Vigt dilka til frálags mun lítið
eitt lakari en í fyrra, en fullorð-
ið fé vænt.
Skurðgrafa hefur unnið hér í
■veit í fyrsta sin í sumar. Grafn-
ir voru framræsluskurðir, að
lengd um 23 km. megstmegnis
vegna fyrirhugaðrar túnræktar.
Sýnir það, að þrátt fyrir allt, er
þó nokkur ræktunarhugur í
bændum. Mestar eru framkvæmd
irnar í landi Sandsjarðanna.
Póstgöngur eru hér ekki í góðu
lagi. Póstar ganga einu sinni í
viku í sveitunum, enda sjá menn
sjaldan ný blöð. Kom þetta sér
einkum illa um kosningarnar. Má
t.d. nefna, að þriðjudaginn þann
27. okt. bárust blöð af íslendingi
frá 14-, 17. og 21. sama mánaðar
og litlu skárra mun hafa verið
um önnur blöð. Má fara nærri
um, að margt vísdómsorðið, sem
blöðunum var ætlað að flytja
kjósendum, þeim til glöggvunar
og leiðbeiningar við kjörborðið,
kom ekki fyrr en eftir dúk og
disk.
Rjúpur sjást hér sára lítið. Þó
hefur ein gamalvön rjúpuskytta
sargað upp 105 rjúpur. Það er
Jón Pétur, sem nú dvelst sér
til heilsubótar hjá skyldfólki sínu
í Klifshaga. — J.S._________
Jóhannes Lárusson
héraðsdómslögmaður
lögfræðiskrifstofa-fasteignasala
Kirkjuhvoli. Sími 13842.
TJÖLD
SVEFNPOKAR
* BAKPOKAR
VINDSÆNGUR
(væntanlegar)
PICKNICK-
TÖSKUR
ÁTTAVITAR
SKÍÐI
m/stálkönt. kr. 520
SKÍÐASTAFIR
kr. 85.00.
BARNASKÍÐI
í miklu úrvali
nýkomin.
Jólagjafir
AUSTURSTR. 17
HANZKAR
með prjónuðu
handarbaki
verð frá kr. 173.
MATRÓSAFÖT
eru falleg
jólaföt
Sambyggður Afréttari og þykktarhefill,
gerð „KAD 6“.
Þessi vél, sem er mjög sterkbyggð, vinnur af
mikilli nákvæmni. Afköstin eru mikil og þolir hún
mikið álag við stöðuga vinnu. Einnig fyrir henni
er fengin ágæt reynzla á mörgum íslenzkum verk-
stæðum. Fjórar hefiltennur eru á hefilásnum.
Stærsta hefilbreidd 630 mm (24’’). Mesta hefilhæð
200 mm (8”).
Framdrifshraðar: 6,5 og 11,7 mtr. á mín.
Afkast mótors er um 4,8 KW. 3000 snún/mín.
Vélarnar eru framleiddar af:
VEB STANDARD, Markanstádt b. Leipzig
VEB KNOHOMA-WERKE, Schmölln, Bez. Leipzig
Ctflytjendur: WMW-EXPORT, Berlin W8,
Mohrenstr. 60/61.
Deutsche Demokratische Republik.
Einkaumboð á íslandi:
HAUKUR BJÖRNSSON
heildverzlun
Reykjavík — Pósthússtræti 13 -— Símar:
1 05 09 — 2-43-97 — Símnefni: Valbjörn.
TRESMIÐAVELAR
FRÁ I-ÝZKA ALÞVÐULVÐVELDINU
Nýtízku gerð — Sterkbyggðar — Afkastamiklar
Sambyggð Hjólsög, fræsari og Borvél,
gerð „KFBS“.
Þetta er einkar hentug vél fyrir lítil og miðlungs-
stór verkstæði. Fyrir hjólsögina fylgir vélinni
sleði. Nú þegar eru margar vélar af þessari gerð
komnar í notkun á íslandi og hafa þær reynzt
mjög vel. — Topplega og tappasleði er byggður
á fræsiborðið. Tryggur öryggisútbúnaður.
I vélina eru innbyggðir tveir mótorar:
Mótor fyrir hjólsög, afkast um 4,3 hö.
300 snún./mín.
Mótor fyrir fræsara, afkast um 3,4 hö.
3000 snún/mín.