Morgunblaðið - 11.12.1959, Síða 22
22
MORGVNBLAÐIÐ
Föstudagur 11. des. 1959
/
Landsliðin gersigruðu ,blaðaliðin'
t
En leikirnir sem heild voru misheppnaðir
1 FYRRAKVÓLD fóru fram
að Hálogalandi leikir „lands-
liða“ og „blaðaliða“ í hand-
knattleik. Var til leikjanna
stofnað með nokkuð snöggum
hætti og má hiklaust telja að
meira gagn hefði af orðið
hefði lengra verið látið líða
frá nýafstöðnu Reykjavíkur-
móti og heppilegri tími val-
inn fyrir þá, en í miðjum jóla-
önnum. Skortur áhuga ríkti
við ýmislegt varðandi undir-
húning og gætti jafnvel í leikj
unum sjálfum. — Landsliðin
fóru með yfirburðasigur af
hólmi í báðum flokkum, sigr-
uðu í kvennaflokki með 16
gegn 7 og í karlaflokki með
27 gegn 16.
Leikur kvenna
Allmargt áhorfenda var, en
hvergi nærri fullt, þó um slíka
úrvalsliðaleiki væri að ræða. —
Kvennaliðin byr.iuðu og var leik-
ur þeirra framan af jafn. „Lands-
liðið“ áttaði sig ekki á leikaðferð
„blaðaliðsins“ — að láta tvær
stúlkur leika miðherja. Stóð um
tíma 4:3 fyrir „blaðaliðið“. En
þegar landsliðið áttaði sig bæði á
leikaðferðinni og nýtti eyðuna
sem við hana kom í vörn blaða-
liðsins og tók upp línuspil, þá
komu mörkin á blaðaliðið eins og
á færibandi. Þeim einstefnuakstri
tókst blaðaliðinu ekki að vega
upp á móti fyrr en í leikslok. Þá
FLOKKAGLÍMA Reykjavíkur
1959 fór fram 8. des. í íþróttahúsi
Í.B.R. að Hálogalandi. Glímufé-
lagið Ármann hlaut 3 Reykjavík-
urmeistara en U.M.F.R. 2.
Ármann L^russon UMFR vann
1. fl. með 5 vinningum. 2. Kr.
Heimir Lárusson UMFR 4 v. 3.
. Sveinn Guðmundsson Á 3 vinn.
Trausti Ólafsson Á bar sigur
jafnaðist leikurinn aftur, en loka
úrslit urðu 16 gegn 7, sem fyrr
segir.
Fáa mun greina á um að til
leiks hafi verið valdar aðrar en
þær ,,22 beztu“, enda er breiddin
ekki mikil í kvennaflokki þó
hún hafi mjög aukizt á síðari ár-
um eins og sjá má á leikjum
kvenna á nýafstöðnu Reykjavik-
urmóti. Mikil verkefni bíða nú
kvennalandsliðs íslands og er
ekki að efa að stúlkurnar taki
þau föstum tökum.
★ ÚrsUt í byrjun leiks
Leikur karlaflokkanna byrjaði
með miklum ósköpum fyrstu
15—20 minúturnar. „Blaðaliðið“
kallað saman úr öllum áttum
náði ekki saman og kærulaus
samleikur þess, hægur og leitandi
gaf landsliðinu tækifærin — að
komast „inn í“ sendingar og
bruna án mótstöðu upp völlinn
og skora. Þannig fengu þeir mörg
mörk fyrirhafnarlitið og fyrr en
varði stóð 11 gegn 1 fyrir Lands-
liðið. Þar með var raunar gert
út um leikinn, en það var ekki
fyrr en þá að „blaðaliðið“ hafði
áttað sig og fundið „sjálft sig“.
Eftir það var leikurinn jafn og
lyktaði hálfleik með 16:6.
Síðari hálfleikurinn var jafn.
í upphafi tókst blaðaliðinu að
minnka forskot landsliðsins í 7
mörk (18:11) en það var aðeins
um stundarsakir. Lokaúrslit urðu
27:16.
Það veikti án efa blaðaliðið
nokkuð að tveir af þeim mönn-
um sem bera áttu liðið uppi
mættu ekki til leiks, þeir Hörður
Felixsson og Guðjón Ólafsson
markvörður.
úr bítum í II. fl. með 3- vinn. 2.
Hilmar Bjarnason UMFR 2 v.
III. fl. vann Hörður Smári Há-
konarson Á og annar varð Svav-
ar Guðmundsson Á.
Unglingaflokk vann Gunnar
Pétursson UMFR, 2. varð Garðar
Erlendsson UMFR.
Drengjaflokk vann Jón Helga-
son Á og 2. varð Lárus Lárusson
UMFR.
IAthygli vekur að tveir menn
— sinn í hvoru liði skoruðu sam-
tals 15 af 43 mörkum leiksins.
Markahæstur var Ragnar Jóns-
son FH í landsliðinu með 8 mörk.
Snerpa hans, skotharka og skot-
hæfni nutu sín vel og vöktu at-
hygli. Hinn var Geir Hjartarson
í „blaðaliði“ sem skoraði 7 mörk.
Kom hann sannarlega á óvart þó
hann hafi löngum verið meðal
markahæstu handknattleiks-
manna okkar á mótum. Lék Geir
mjög vel þetta kvöld.
En sá sem mest kom á óvart
var Heinz Steinmann í landsliði.
Hefur hánn ekki í annan tíma
sýnt betri leik, bæði í vörn og
sókn. Var hann liði sínu mikil
stoð þetta kvöld.
Leikur landsliðsins var mun
heilsteyptari og betri en blaðaliðs
ins, en þó voru það fyrst og
fremst byrjunarmörkin sem
réðu úrslitum leiksins.
í heild voru báðir leikirnir
ekki eins vel heppnaðir og æski-
legt hefði verið, og má hiklaust
ætla að betra hefði verið að
geyma þá þar til milli jóla og
nýárs eða strax upp úr nýári —
að byrja nýtt ár með tveimur
góðum leikjum eftir hæfilega
hvíld eftir langt og erfitt Reykja-
víkurmót.
— A.St.
—Erlendir viðburðir
Frarnh. af bls. 10
örfárra afturhaldssinna og er-
lendra leiguþýja.
Hætt er við að þessar stað-
hæfingar Kadar-stjórnarinnar
reynist haldlitlar, þegar kemur
fram fyrir dómstól sögunnar,
enda fer fyrir henni, eins og oft
fer fyrir þeim sem bera rangan
vitnisburð fyrir dómi, að henni
er hætt við mótsögnum.
Ein versta mótsögn hennar er
að hún gerir alkunna marxista
að aðalsökudólgum og píslarvott-
um byltingarinnar. Imre Nagy
forsætisráðherra sem tekinn var
af lífi í fyrrasumar hefur allt
frá æsku verið sanntrúaður marx
isti og þrír kunnustu fangar ung-
versku kommúnistastjórnarinnar
í dag eru þeir Dery, Hay og Tibor,
allir kommúnískir rithöfundar og
stjórnmálamenn. Til samlíkingar
mætti segja að það væri eins og
fangelsa Jóhannes úr Kötlum,
Thor Vilhjállmsson og Harald
Jóhannesson. Yrðu þeir með
nokkrum sanni fordæmdir aftur-
haldssinnar?
Skýrsla Sameinuðu þjóðanna
er merkilegt sönnunargagn um
uppreisn ungversku þjóðarinnar
og þá atburði sem gerðust fyrir
allra augum á strætum Búdapest
og annarra borga í landinu. Um
hitt hefur hún færri upplýsingar,
hvað var að gerast um þessar
mundir í herbúðum Rússa, með
hvaða móti ákvörðunin um beit-
ingu rússnesks herliðs var tekin
o. s. frv. Yfir því hefur hvílt al-
ger leynd. Þar á enn eftir að
fylla í eyður og safna öruggum
upplýsingum.
um orsakir
uppreisnarinnar
f síðasta yfirliti mínu minntist
ég lítillega á það, að Krúsjeff
einvaldur Rússlands hefði farið
í heimsókn til Ungverjalands og
gat þess að honum væri lítill
sómi að slíkri ferð.
.Af för hans hefur hins vegar
orðið athyglisverður árangur, —
ekki svo að skilja að kjör ung-
versku þjóðarinnar muni batna.
En í ræðum sem Krúsjeff flutti
kom hann með brot ýmissa upp-
lýsinga, sem merkar munu þykja
fyrir sögurannsóknir framtiðar-
innar.
Meðan ungversku kommúnist-
arnir halda því fram að bylting-
in hafi verið verk afturhaldssinna
sagði Krúsjeff eftirfarandi á
flokksþinginu í Búdapest:
„Það voru ekki hugsjónir
kommúnismans sem biðu gjald-
þrot, heldur aðeins leiðtogarnir,
sem gleymdu hinum helgu grund-
vallarreglum Marx-Leninismans.
Þessir armstóla leiðtogar einangr
uðust frá múgnum og fóru að
segja múgnum fyrir verkum.
Með röngum aðgerðum sínum
beittu þeir alræði verkalýðsins
ekki gegn andstæðingum verka-
lýðsins, heldur gegn sinni eigin
þjóð. Þeir höfðu hafizt til for-
ustu, en gátu ekki notað valdið,
þeir styrktu ekki alræði verka-
lýðsins, heldur beindu þeir skot-
hríð gegn eigin þjóð og byltingar-
öflunum. Þetta var upphaf enda-
loka slíkra leiðtoga.
Það er augljóst, að ef gagn-
byltingunni tókst að valda trufl-
unum, þó ekki væri nema stutt-
an tíma, þá var það að mestu
leyti því að kenna að fyrrverandi
forusta Ungverska Yerkamanna-
flokksins og þá sérstaklega Mat-
hyas Rakosi gerði alvarleg mis-
tök, sem grófu undan forastu-
hlutverki flokksins og veiktu al-
ræði öreiganna.
Þeir fengu það inn í höfuðið,
að þeir gætu elcki gert mistök,
að þeim væri allt leyfilegt og þeir
þyrftu ekkert tillit að taka til
skoðana vinnandi fólks. Þeir af-
námu hvatningu semí grundvall-
araðferð við stjórn múgsins og
fóru að stjórna með tilskipunum“.
Höfðu einhverjir
samvizkubit?
f annarri ræðu sem Krúsjeff
flutti í Ganz-Mawag vélsmiðjunni
miklu í Búdapest gaf hann svo-
litla innsýn í umræður meðal
Rússa um þá ákvörðun að beita
vopnavaldi í Ungverjalandi. —
Hann sagði m.a.:
„Við ihuguðum það í Rússlandi,
hvernig við gætum hjálpað ung-
verska verkalýðnum í baráttunni
gegn gagnbyltingaröflunum.
Sumir rússnesku félagarnir
Iýstu yfir áhyggjum vegna þess,
að sérhver aðstoð yrði rangtúlk-
uð. En við sögðum að þeir myndu
komast á okkar skoðun að lok-
um og að við yrðum að hjálpa
verkalýðnum".
Þessi ummæli Krúsjeffs hljóta
að vekja mestu athygli. Hér kem-
ur það í ljós, sem vitað var eftir
öðrum leiðum, að það var hann
sjálfur, sem ákvað að beita rúss-
nesku vopnavaldi í Ungverja-
landi.
En hann upplýsir einnig, að
raddir hafi heyrzt, jafnvel á
æðstu stöðum í Rússlandi um að
ekki skyldi beita hervaldi. Upp-
lýsingarnar eru mjög naumar,
en það skyldi þó aldrei vera að
gætt hafi hjá sumum forustu-
mönnum Rússa snerts af sam-
vizkubiti yfir þeim óstjórnlegu
grimmdaraðgerðum sem stórveld-
ið var að brugga Ungverjalandi,
þessum smælingja í hópi Evórpu-
landanna.
Athyglisverð er einnig helzta
röksemdin sem Krúsjeff gaf í
ræðu sinni fyrir beitingu vopna-
valií í Ungverjalandi: „Nikulás
I Rússakeisari," sagði hann „hik-
aði ekki við að beita vopnavaldi
1848. Hvernig gátu Sovétríkin
þá setið hjá 1956“.
Að áliti Krúsjeffs er því að
sjá sem engin breyting hafi orð-
ið á frá keisaratímunum, nema
það, að nú heitir zarinn: Krús-
jeff I.
Brottflutningur herliðs
Enn er um það rætt, að til mála
geti komið, að Rússar dragi her-
lið sitt á brott frá Ungverjalandi.
Kvislingurinn Janos Kadar lýsti
því að vísu yfir, að ungverskir
kommúnistar þyrftu ekkert að
óttast, rússneska herliðið yrði
kyrrt í landinu til að vernda þá.
Þrátt fyrir ummæli Kadars er
enn ekki talið loku fyrir það skot-
ið, að herliðið fari burt, m.a.
vegna þess að það getur alltaf
verið til reiðu að fara inn í Ung-
verjaland, hvenær sem „aftur-
haldssinnarnir gera byltingu
gegn verkalýðnum", svo notað
sé orðfæri ráðamanna þarna. —
Búdapest er aðeins í rúmlega 200
km fjarlægð frá rússnesku landa-
mærunum, það er nokkurra
klukkustunda ferð og greiðar sam
göngur á þjóðvegum og með járn-
brautum.
En er ekki dæmalaus ótti „ung-
verka verkalýðsins" við þessa ör-
fáu „afturhaldssinna“, að hann
skuli skjálfa á beinunum í hvert
skipti sem ýjað er að því að vernd
ararnir flytjist í nokkurra klukku
stunda fjarlægð frá höfuðborg-
inni?
■m
wmMmmmMmMMMmmmmmm
Þrjár nýjar bókafo rlagsbækur
Ú FÖÍIAI KEISARAKS
eftir
Sigurð A. Magnússon
Þessi nýja bók Sigurðar A.
Magnússonar fjallar fyrst og
fremst um bókmenntir innlend-
ar og erlendar.
Bókin er fjölbreytt að efni og
líkleg til að vekja uinræður.
290 bls. Verð kr. 175,00.
HRAKHÖL AR og HÖLUB6ÖL SÍSLUMAAISSOIRII
eftir
Magnús Björnssoik
í bók Magnúsar kennir margra
og ólíkra grasa, eins og í fyrri
bók hans. „Mannaferðir og
fornar slóðir“.
Þetta er bók sem engan svíkur,
en ailir sækja mikið til.
728 bls. Verð kr. 168,00.
wm
Bókaforlag Odds Bjömssonar
o e ewmgm •
eftir
Ingibjörgu Sigurðardóttur
Þetta er íslenzka ástarsagan,
sem hlotið hefur miklar vin-
sældir hjá lesendum tímaritsins
Heima er bezt.
131 bls. Verð kr. 60,00.
NMI
■»»*>(■ -ríwm|.:
iiii:: iSÍÉIr: r ÍÍÉÍ** • Sil
Ármann Lórusson sigruSi
TTpplýsingar Krúsjeffs