Morgunblaðið - 22.12.1959, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 22.12.1959, Blaðsíða 4
4 MORCVTSRLÁÐ1Ð Þriðjuagur 22. des. 1959 Í dag er 356. dagur ársins. Þriðjudagur 22. desember. Árdegisflæði kl. 9:52. Síðdegisflæði kl. 22.30. Slysavarðstofan er opin allan sólarhringinn. — Lækuavörður L.R. (fyrii vitjanir), er á sama stað frá kl. 18—8. — Sími 15035 Holtsapótek og tiarðsapólek eru opin alla virka daga frá kl. 9—7, laugardaga 9—4 og sunnud. 1—4. Næturvarzla 19.—24. des. er í Ingólfs-apóteki. — Sími 11330. Hafnarfjarðar-apótek er opið alla virka daga kl. 9—21. Laugar daga kl. 9—16 og 19—21. Helgi- daga kl. 13—16 og kl. 19—21. Næturlæknir í Hafnarfirði er Kristján Jóhannesson. — Sími 50056. — Kópavogsapótek, Álfhólsvegi 9 er opið daglega kl. 9—20, nema laugardaga kl. 9—16 og helgidaga kl. 9—16. Helgidaga kl. 13—16. Keflavíkurapótek er opið alla virka daga kl. 9—19, laugardaga kl. 13—16. — Sími 23100. Ig^Brúókaup Nýlega voru gefin saman í hjónaband af séra Gunnari Árna syni Lilja Jóhannsdóttir og Tryggvi Vilmundarson. Heimili þeirra er að B-götu 20. Tek að mér uppgjör og bókhald fyrir verzlanir, iðnfyrirtæki og útgerðarstarfsemi. Tilboð sendist afgr. Mbl. fyrir 30. þ. m., merkt: „Bókhald — 8236“. 09 slöngur tJtvegum innflytjendum flestar stærðir af Hjólbörðum og slöngum fyrir bifreiðar og Iandbúnaðar- vélar frá Sovétríkjunum. MAR5 TRAOING COMPANY H.F. :':I::Klapparsm iv — Smu 1 7:t 73 Nýlega voru gefin saman í hjónaband af séra Gunnari Árna syni, Drífa Björg Marínósdóttir og Þröstur Pétursson. — Heimili þeirra er að Kársnesbraut 84, Kópavogi. S.l. laugardag voru gefin sam- an í hjónaband að Saurbæ á Hvalfjarðarströnd af Sigurjóni Guðjónssyni prófasti Guðrún Ágústsdóttir, Brekku, Hvalfjarð- arströnd og Gunnar Nikulásson, bóndi, Sólmundarhöfða. HUHjónaefni Þann 12. desember opinberuðu trúlofun sína ungfrú Anna Guð- mundsdóttir, Laugateigi 22, Rvík og Björn Björnsson frá Siglufirði skipverji á m.s. Arnarfelli. S. 1. laugardag opinberuðu trú- lofun sina Sólveig Þórðardóttir, Vatnsnesveg 34, Keflavík og Jónatan Einarsson, Sundstræti 25, ísafirði. Sunnudaginn 20. þ.m. opinber- uðu trúlofun sína Þórunn Gunn- arsdóttir, Grafarholti og Paul H. Griggs, Boston, Mass. S.l. laugardag opinberuðu trú- lofun sína ungfrú Margrét Aðal- steinsdóttir, Samtúni 16 og Lárus Thorarensen, flugvélav. Braga- götu 36. + Afmæli + Silfurbrúðkaup eiga í dag frú Karen og Bjarni Andrésson, út- gerðarmaður, Vesturgötu 12. Silfurbrúðkaup: — í dag, 22. des., eiga 25 ára hjúskaparaf- mæli frú Björg Bergþórsdóttir og Herbert Sigurjónsson, bakara meistari, Rauðalæk 15, Rvík. IBBI Skipin Eimskipafélag íslands h.f.: — Dettifoss er í Rvík. Fjallfoss fór frá Raufarhöfn 21. þ.m. til Seyð- isfjarðar og Eskifjarðar og það- an til Liverpool, Dublin, London, Rotterdam, Hamborgar, Kaup- mannahafnar og Stettin. Goða- foss fór frá New York 17. þ.m. til Reykjavíkur. Gullfoss fór frá Akureyri 21. þ.m. til ísafjarðar og Reykjavíkur. Lagarfoss fer frá New York í dag til Rvikur. Reykjafoss fór frá Hamborg 21. þ. m. til Rotterdam og Rvíkur. Selfoss fór frá Ábo 21. þ.m. til Helsinki, Leningrad, Kotka, Vent spils og Rvíkur. Tröllafoss er í Reykjavík. Tungufoss fór frá Gdynia 20. þ.m. til Gautaborgar og Reykjavíkur. Skipadeild S.Í.S.: — Hvassafell fór í gær frá Norðfirði áleiðis til Aabo og Hangö. Arnarfell fer í dag frá Klaipeda til Rostock, Stettin, Kaupmannahafnar og Kristiansand. Jökulfell er í Riga. Dísarfell er í Vestmannaeyjum. Litlafell er í olíuflutningum í Tæklfæri Til sölu er skuldabréf, kr. 160 þúsund, til þriggja ára, með mjög góðum kjörum. Þeir, sem kynnu að hafa áhuga á þessu leggi nöfn sín inn á afgr. Mbl. fyrir annað kvöld, merkt: „Tækifæri 6-7- 1959 — 4237. Bókin Laugarvatnsskóli þrítugur fæst í kaupfélögum um land allt og mörgum bókabúðum í Reykjavík. Laugvetningar! Styðjið skóla ykkar, kaupið bókina. ÞtilHALÍIXI\ — Ævintýri eftir H. C. Andersen Smáfiskarnir, sem syntu niðri í vatninu, höfðu séð til froskpöddunnar og heyrt, hvað hún sagði. Þeir stungu nú höfðunum upp úr vatninu til þess að sjá litlu stúlkuna. Jafnskjótt og þeir sáu hana, fannst þeim hún svo falleg og elskuleg, að þeir sárkenndu í brjósti um hana, að hún skyldi eiga að fara niður í leðjuna til ljótu froskpödd- unnar. Nei, það skyldi aldrei verða. Þeir hópuðust saman niðri í vatninu kringum græna legg- inn, sem hélt blaðinu, sem Þumalína litla var á. Og svo nöguðu þeir stilkinn í sundur með tönnunum. • Faxaflóa. Helgafell fór 20. þ.m. frá Klaipeda til Sete í Frakk- landi. Hamrafell fór hjá Gíbralt- ar 19. þ.m. á leið til Reykjavik- ur. — Eimskipafélag Rvíkur h.f.: — Katla er væntanleg til Kaup- mannahafnar í dag á leið frá Hudiksvall til Siglufjarðar og Akureyrar. — Askja er í Reykja- vik. Flugvélar Flugfélag fslands h.f.: — Hrím faxi er væntanlegur til Rvikur kl. 16:10 í dag frá Kaupmanna- höfn og Glasgow. — Innanlanos- flug: í dag er áætlað að fljúga til Akureyrar, Blönduóss, Egils- staða, Fiateyrar, Sauðárkróks, Vestmannaeyja og Þingeyrar. — Á morgun er áætlað að fljúga il Akureyrar, Húsavíkur, ísafjarð- ar og Vestmannaeyja. Loftleiðir h.f.: — Edda er vænt anleg frá New York kl. 07:15. Fer til Glasgow og Lundúna kL 08:45. Pan American flugvél kom til Keflavíkur í morgun frá New York og hélt áleiðis til Norður- landanna. Flugvélin er væntan- leg aftur annað kvöld og fer þá til New York. Félagsstörf Ungtemplarafélagið Háloga- land: — Jólafundur í safnaðar- heimilinu við Sóliheima í kvöld kl. 8,30. Séra Árelíus Níelsson. iiYmislegt Leiðrétting: — S.l. miðviku- dag birtist mynd af rússnesk- um sjómanni á Seyðisfirði og hjúkrunarkonu hans. Hún heitir Regína Stefnisdóttir, ekki Stef- ánsdóttir, og er dóttir Stefnis Runólfssonar, múrarameistara í Ólafsvík og Jóhönnu konu hans. í innanfélags happdrætti kven- fél. Hvítabandsins komu upp þessi númer: nr. 81, 1, 350, 105, ! 21, 228, 154, 503, 474, 376. — Vinninganna sé vitjað til frú Oddfríðar Jóhannsdóttur, Öldu- götu 50. Pennavinir: — 18 ára gömul hollenzk stúlka hefur skrifað blaðinu. Segist hún nýlega hafa lesið bók með sögum frá íslandi, sem hafi vakið hjá henni áhuga á landi og þjóð, og óskar hún nú að komast í bréfasamband við pilt eða stúlku á líkum aldri. —. Hún hefur áhuga á bókum, skrif- ar sögur fyrir skólablaðið (hún er ritstjóri þess), málar, hefur gaman að tónlist og. gönguferð- um og að kynnast fólki. Hún skrifar á ensku. Heimilisfangið er: Maryke Zuidwyk, Oranje- straat 4. Vreeswyk, Hollandi. Kirkjuritið, desemberhefti 1959, er nýkomið út. Af efni þess má nefna: Jólanótt, ljóð eft- ir Þorstein Valdimarsson, Og Ijósið skín í myrkrinu, hugvekja eftir Ásmund Guðmundsson, fyrrv. biskup, Hvar hefur þú orð ið fyrir dýpstum áhrifum við guðsþjónustu, eftir dr. Pál ísólfs son og nýtt jólalag eftir sama. Ennfremur: Fyrsta umburðar- bréf páfa. Pistlar eftir séra Gunn ar Árnason, Fríkirkjusöfnuður- inn í Reykjavík, eftir séra Þor- stein Björnsson. Það er eitthvað í vændum, sálmur í þýðingu Valdimars V. Snævars, Presta- kvennamótið í Sigtuna, eftir frú Önnu Bjarnadóttur. Þá eru í rit- inu fréttir o. fl. Til Hallgrímskirkju í Reykjavík, á- lieit og gjafir: .— Afh. af hr. biskupi Sigurbirni Einarssyni: Frá Guðrúnu Jónsdóttur 1000 kr„ K.J. 500 kr., G.H. 50 kr„ J.E. 200 kr. — Afh. af frú Stefaníu Gísladóttur: frá G.E. 100 kr„ Þ.Þ. 100 kr. — Afh. af Olafi Guðmunds syni: frá M.K. 200 kr. — Afh. af frú Onnu Bjarnadóttur: frá R 100 kr. — Afh. féhirði: frá G.G. 200 kr„ Skúla Skúlasyni frá Hólsgerði 100 kr„ S.Þ. 50 kr„ Þ.Þ. 50 kr. — Kærar þakkir. — G. J. Leiðrétting. — 1 minningar- grein um Asmund Bjarnason i Morgunblaðinu 20. þ. m. var sú prentvilla að Guðmundur Péturs- son var sagður bróðir Halldórs Stefánssonar en átti að standa föðurbróðir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.