Morgunblaðið - 22.12.1959, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 22.12.1959, Blaðsíða 10
10 MORCUNnr.AÐlÐ Þriðjuagur 22. des. 1959 60 kg. af smákökum og 120 kg. af hangikjöti til jólanna A ÖLLUM heimilum í landinu er jólaundirbúningurinn í fullum gangi. Alls staðar er fágað, bakað og soðið. Frétta- maður blaðsins og ljósmynd- ari litu inn í eldhús Land- spítalans í gærmorgun, þar sem í undirbúningi er jóla- maturinn handa á fimmta h/undrað manns í fjóra daga. — Við byrjuðum eiginlega í haust, svaraði Jóhanna Ingólfs- dóttir, matráðskona spítalans, er við spurðum hana hvenær hún r Bakarinn brýtur 100 egg í jólaterturnar. hefði eiginlega þurft að byrja á jólaundirbúningnum. — Þá fengum við frystiklefa, þar sem við höfum 20 stiga frost. Og við byrjuðum á því dð taka beinin úr 50 kjötlærum og ganga frá þeim þar til geymslu í jólamat- inn. Svo settum við lundabagga og sviðasultu í súr og verður það nú tekið fram. Á 5. hundrað rjúpur fengust ekki — Hvað ætlið þið að hafa í jólamatinn? — Við höfum jólagraut og verður sett í hann ein mandla á hverri deild. Svo höfum við svína kótelettur. Við ætluðum að hafa rjúpur, en fengum þær ekki frekar en aðrir, enda hefði okkur ekki dugað minna en á 5. hundr- að stykki. — Og þið hafið ætlað að leggja upp í að verka allar þessar rjúp- ur. Hvað eruð þið márgar í eld- húsinu? — Já, já, við erum tíu. En auðvitað er ólíkt minna verk að hafa svínakótelettur. Hina dag- ana ætlum við að hafa hangikjöt, sem bíður beinlaust og tilbúið frammi í kælinum, steikt læri, eins og áður er sagt, og loks soðið kjöt, því helgidagarnir eru fjórir. Og auðvitað þurfa marg- ir sjúklingar sérstakt fæði. Smurt brauð höfum við á kvöld- in, ásamt einhverju heitu og svo kökur með kaffinu. — Hvað notið þið mikið brauð í máltíð? — Svona 10 brauð af hvorri tegund. Þau eru bökuð daglega hérna. 100 egg í jólatertuna. Við hrærivélina stóð bakarinn, Þórðúr Hannesson, og var að byrja á jólatertunum. Hann braut ofur rólegur 100 egg ofan í hræri- vélarskálina. Jólabaksturinn hjá honum er ekkert smáræði, 60 kg af smákökum bíða hátíðarinnar og eftir er að baka heilmikið af tertum og svo sem 400 stykki af rjómakökum. Það verður líklega ekki mikið um frí hjá ykkur á jólunum, segjum við. Er ekki gífurlega erfitt að þurfa að hugsa fyrir og útbúa svona mikinn hátíðarmat í einu? — Það kemur upp í vana. Fyrstu jólin á spítala reyndust mér erfiðust. Ég var þá nýkomin úr Húsmæðrakennaraskólanum, og var ráðskona á Akureyrar- spítala. Síðan hefi ég verið að- stoðarráðskond á Vífilsstöðum og þetta er annað árið mitt hér. Mað ur er því farinn að venjast þess- um stóru skömmtum. Satt að segja finnst okkur ekki muna svo mikið um upp undir 100 manns í mat í viðbót. — Og svo byrjar annar eins undirbúningur fyrir áramótin eða búið þið ykkur undir þau um leið? — Nei, það er ógerningur að vera með það allt í einu. Við höfum tvo kæliklefa og einn frystiklefa og erum að sprengja utan af okkur geymslurnar. Þess- ir þrír dagar, sem við höfum eftir jólin, verða að duga til undirbún ings undir úramótin. Þegar fréttamennirnir voru að fara úr eldhúsinu, voru bílarnir að halda af stað með hádegismat- inn á fæðingardeildina og 6. deildina, hlaðnir matarkoffort- um. Stúlkurnar senda matinn eins heitan og frekast er unnt úr eldhúsinu, ganga vel frá honum í koffortum. Ef það ekki dugar, verður að hita hann aftur upp úti í deildunum. Þær þvo og afhýða hálfan annan poka af kartöflum í máL Jóhanna ráðskona lætur skera beinin úr öliu kjötinu til jólanna. Ferðabók Sigurðar í Holti trá landinu helga „FÖB UM fornar helgislóðir" kallast ferðabók eftir sr. Sigurð Einarsson í Ilolti. Eru það ferða- minningar hans frá Egyptalandi, Líbanon, Sýrlandi, Jórdanúu og ísrael. Fór höfundur til þessara landa haustið 1957 í hópi nor- rænna kennimanna og notuðu þeir noraka skipið Brand VI, sem vel er þekkt hér á landi, til siglingarinnar um Miðjarðarhaf- ið. Bók sr. Sigurðar er fjörlega skrifuð ferðasaga, þar sem hann fléttar saman lýsingu á því sem fyrir ber í nútímanum og sögu- legum minningum. Lýsingar höfundar á viðkomu- stöðum í Egyptalandi, Alexandr- iu, Kairo og hinum frægu pýra- mídum eru ljóslifandi og þjóð- lífslísingar hans af Líbanon og Sýrlandi eru fræðandi og við- kunnanlegur blær yfir þeim. Meginuppistaða bókarinnar er þó lýsing á helgum stöðum í Gyð- ingalandi. Sr. Sigurður heimsækir marga Þættir úr hetjusögu. ALDAMOTA MENN þeirra staða, sem við Krist eru tengdir. Fæðingarstaðinn, Betle- hem„ Nazaret og Jerúsalem og hann lýsir því hvernig þessir staðir orkuðu andlega á hann. Hann rifjar upp orð og störf Krists og lýsir umhverfinu og er þetta allt gert af slíkum innileik, að lesandinn hrífst með. Bókin „För um fornar helgi- slóðir“ er rúmlega 200 bls. Hún skiptist niður í 17 kafla og er skreytt fjölda mynda frá án- ingastöðum ferðarinnar. — Jólatréð Framh. af bls. 6. lendingum jóla- og nýársóskir frá norsku þjóðinni. Bað hann borgarstjóra Rgykjavíkur, Geir fftir Jonas Jnnsson frá Hriflu Bráðlifandi áhugi á efninu og frásagnar- gleði auðkennir þessa skemmtilegu og fróðlegu bók, þar sem hinn mikilhæfi höf undur eys af nægtabrunni þekkingar sinnar á þjóðlegri viðreisn íslendinga og forvígismönnum hennar lærðum og leik- um. Bókin er ákaflega þægileg lestrar og sannarlega orð í tíma talað. Til að vera þjóð, meira en í orði kveðnu, verður fólk- inu að vera vel ljós þjóðarsagan og þó umfram allt hið nýliðna. Bókia er 240 bls. — Verð kr. 148.00. BÓKAFORLAG ODDS BJÖRNSSONAR JDóttir sendiherrans tendrað'i Ijósin á trénu Hallgrímsson, að veita trénu við- töku, og flutti borgarstjóri þakk- arávarp frá Reykvikingum til Óslóarbúa fyrir þessa höfðing- legu gjöf, sem nú stæði í túni Ingólfs Arnarsonar, fyrsta norska landnámsmanninum á íslandi. Að lokum söng Dómkórinn þjóðsöng beggja þjóðanna. Jólatré þetta, sem er hið fegursta, er það sjötta í röðinni og það hæsta, sem Ósló- arbúar senda Reykvíkingum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.