Morgunblaðið - 22.12.1959, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 22.12.1959, Blaðsíða 22
22 MOPCTINTtLAÐIÐ Þriðiuagur 22. des. 1959 FuUkomnasfa flugvél ís- lendinga boðin velkomin Úr rœðum formanns Loftleiða og flug- málaráðherra þegar Leifi Eirikssýni var fagnað FLUGFÉLAGIÐ LOFTLEIÐIR hafði síðdegis í gær boð inni í til- efni af komu hinnar nýju flugvélar sinnar til landsins. Bauð það allmörgum gestum, þar á meðal flugmálaráðherra, tii samkvæmis, sem haldið var í veitingahúsinu Lídó. Kristján Guðlaugsson, hæstaréttarlögmaður, formaður stjórnar Loftleiða, bauð gesti velkomna með stuttri ræðu. Rakti hann nokkuð sögu félagsins og minntist á kosti hinna nýju flugvéla, sem það befur fest kaup á. Komst hann þá m. a. að orði á þessa leið: Cloudmasterflugvélarnar (DC- 6B) eru 12 fetum lengri, en Sky- mastervélarnar. Þær taka 80 far- þega, eins og sætum er þar nú skipað, en geta tekið yfir 100 far- þega ef þörf krefur. Auk þess eru í þeim sex hengirúm, sem ætluð eru veilum eða sjúkum mönnum, eða öðrum þeim, sem hvíldar eru þurfi á löngum flugleiðum. Sky- mastervélarnar taka mest um 60 íarþega. Flughraði Cloudmastervélanna er um 500 km á klst., en það jafn- gildir því að þær geti’ flogið til Kaupmannahafnar á röskum 4 klst., en til New York á röskum 8 klst. Flugþol vélanna er jafn- framt mjög mikið, eða 6650 km í einni lotu, en það samsvarar vegalengdinni milli Reykjavíkur og Los Angeles í Kaliforníu. Af þessu leiðir að óþarft er að jafn- aði að millilenda í Gander, en við það sparast mikið fé. í áætlunar- flugi til meginlands Evrópu fer vélin frá Reykjavík að morgni og Dóíð þér Brahms DAIÐ þér Brahms . . . heitir nýj- asta bókin eftir Francoise Sagan, sem POB á Akureyri gefur út. Aður hafa komið út á íslenzku eftir Sagan: Sumarleikur — og Eins konar bros. Francoise Sagan er enn ung að iirum, en hefur vakið óskipta at- hygli og eru bækur henpar um- dejldar, Sumum þykir hún of djÖrf í frásögn, öðrum þykir hún smellin. Ekki hefur verið minna rætt um þessa síðustu bók en þær fyrri. Þar segir hún frá fertugri Parísarstúlku og ástum hennar. Þýðinguna gerði Thor Vilhjálms. con. Kristján Giuðlaugsson kemur aftur að kvöldi, en af því leiðir verulegan sparnað fyrir fé- lagið. Cloudmastervélarnar eru bún- ar loftþrýstikerfi, sem heldur jafnri loftþyngd í farþegarúmi og súrefnisskortur getur engum óþægindum valdið, þótt flogið sé í allt að 30 þúsund feta hæð, en bezt nýting vélarinnar er 18.000 fet og að jafnaði er flogið í þeirri hæð. Af þessu leiðir svo aftur að vélarnar eru síður háðar veðrum og vindum og flughæðinni má nokkuð haga eftir loftstraumum, þannig að hagkvæmt sé. Cloudmasterflugvélarnar nýju eru fyrstu íslenzku farþegaflug- vélarnar, sem búnar eru ratsjám, auk allra annarra öryggistækja og er flugliðum að því mikill styrkur að fá einnig notið leið- sögn ratsjánna. Hreyflar vélanna eru þannig gerðir, að unnt er að venda skrúf- unum og hemla með þeim. Auð- velt er því að stöðva vélarnar á stuttum flugbrautum, og einnig má aka þeim á jörðu niðri aftur á bak, sem áfram. Flugvél þeirri, sem lendir á Reykjavíkurflugvelli í kvöld, hefur verið gefið nafnið „Leifur Eiríksson". I nafninu einu felst auglýsingagildi fyrir land og þjóð. En margt er líkt með skyld- um. Leifur Eiríksson fæddist á íslandi — fór til Noregs og fann Ameríku. Eitthvað svipað má segja um Loftleiðir hf. Ég býð nýju flugvélina „Leif Eiríksson" velkomna í íslenzka flugflotann og vona að gifta fylgi nafni. Ég býð áhöfn og aðra flugliða félagsins velkomna heim til starfs og dáða, en þakka þeim jafn- framt, að þeir hafa enn einu sinni orðið félagi sínu til sóma erlendis. Við vitum að íslenzkir flugliðar standa engum að baki en flestum framar. Megi sú verða raunin um alla framtíð, sagði Kristján Guð- laugsson að lokum. Ræða flugmálaráðherra Ingólfur Jónsson, flugmálaráð- herra, tók næstur til máls. Minnt- ist hann brautryðjendastarfs Loftleiða, sem hafið hafði verið af miklum kjarki og bjartsýni ungra manna. Óskaði hann félag- inu til hamingju með hina nýju flugvél, sem eiga mundi ríkan þátt í að bæta samgöngurnar milli íslands og annarra landa. Auk flugmálaráðherra tóku til máls þeir Magnús Jochumsson, póstmeistari og Björn Br. Björns- son, formaður Flugbjörgunar- sveitar Islands. Óskuðu þeir Loftleiðum til hamingju með hinn glæsilega nýja flugfarkost. Sigurður Magnússon, fulltrúi, stjórnaði samkvæmi þessu, sem fór hið bezta fram. Kristján Guðlaugsson, formað- ur Loftleiða, þakkaði öllum þeim, sem stuðlað höfðu að flug- vélakaupunum, m. a. fram- kvæmdastjóra félagsins, Alfreð Elíassyni, sem unnið hefði frá- bært starf í þágu félagsins. Einn- ig þakkaði hann Pan American fyrir góða samvinnu í sambandi við flugvélakaupin. — Vesturveldin Framh. af bls. 1. „Þjóðaleiðtogarnir hafa veitt því athygli, að miklar framfarir hafa orðið í þróun efnahagsmála Vestur-Evrópu. Þeir eru sammála um það, að hin vestrænu iðnaðar- lönd hafa nú aðstöðu til að beita sameinaðri orku sinni til nýrra og mikilvægra verkefna í efna- hagssamstarfinu, einkum þó með það í huga, að: 1) Efla þróun og framfarir í hinum vanyrktu löndiím. 2) Haga stefnu sinni þannig í efnahagsmálunum, að stuðli að skynsamlegri notkun auð- linda og orku og að viðhaldi samstarfs í alþjóðamálum". Kristinn Olsen flaug n Lj KRISTINN Olsen var sjálf- kjörinn til a8 fljúga Leifi Eiríkssyni fyrstu ferðina heim til íslands. Kristinn flaug líka Skymasterflugvél Loftleiða, gömlu Heklu heim með Alfreð Elíassyni, því þeir tveir ásamt Sigurði Ólafssyni, flug- manni, eru stofnendur Loft- leiða. Kristinn hefur verið flug- stjóri allt frá upphafi félags- ins, 1944. Hann lærði í Kanada árið 1942, kenndi kanadiskum nýliðum sprengjukast úr fliug- vél í styrjaldarlokin, en kom svo heim. Þeir byrjuðu með litla eins- hreyfils sjóflugvél, Stinson, sem tók fjóra farþega. Síðan kom Norseman, Grumman, Anson, Douglas DC-3, Kata- lina, Skymaster og nú síðast DC-6. Kristinn hefur flogið öll um þessum flugvélum meira og minna, hann á 13—14.000 flugstundir að baki og hann hefur flogið meira en 1.000 sinnum yfir hafið, milli megin landa Evrópu og Ameríku. Og nú kemur hann frá Miami á Florida. En þegar við hittum hann í flugstjórnarklefanum á Leifi Eirikssyni laust fynr miðnættið í gær sagði hann: — Þetta er fljótasta ferðin, sem ég hef haft í Loftleiðavél frá Goose Bay. Við vorum ekki nema rúma fimm og hálfa klukkustund. Og tæpar fjórar frá New York til Goose. — En hann var kaldur á Goose Bay. Þar stóð allt fast, allt nema tíminn, við vorum í kapphlaupi. Það bilaði nefni- lega hjá okkur benzíndæla, venjulega enga stund verið að skipta, þegar svona kemur fyrir. En þeir urðu svo loppn- ir við að káfa á hreyflunum, að við urðum að láta drasla I — Komum í tæka tíð. vélinni inn i skýli. Og þess vegna náðum við ekki kok- teilnum hér í dag. — En það gerir ekkert. Maður er kom- inn í jólaskap. Hálf afkáralegt fannst manni nú samt að sjá þá þarna suður á Flórida búa sig undir jólin — undir pálma- trjánum og steikjandi sól. Það var ekki mikið jólalegt upp á (Ljósm. Mbl.: Ól. K. M.) islenzka vísu. Ég er hræddur um að það færi um þá hroll- ur, lagsmaður, að halda jólin í kuldanum hér. — En ég vil hafa snjó og kulda hér um jólin, fyrr er það ekki jóla- legt. Og veðrið hér kemur okkur strax í jólaskap. Við komum í tæka tíð, eins og jólasveinarnir. — h.j.h. í jólaferdinni til íslands -4- Leyfum oss hér með að tilkynna heiðruðum við skiptavinum vorum að vér erum fluttir að Hverfisgötu 89 að Laugaveg 178 (gegnt benzínafgreiðslu Shell). Jafnframt hefur símanúmer vort breytzt og er nú 35260. Hjólboiðinn h.f. Laugavegi 178 — Sími 35260. i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.