Morgunblaðið - 22.12.1959, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 22.12.1959, Blaðsíða 23
Þriðjuagur 22. des. 1959 MORCUNBLAÐIÐ 23 — Stærsta flugvél Framh. af bls. 1. leiftur með stuttu millibili. Þar kom Leifur Eiríksson, stærsta millilandaflugvél ís lendinga. Flugvélin lækkaði stöðugt flugið og renndi lágt yfir flug- völlinn og miðbæinn, flaug einn hring út yfir Flóann og lenti síðan, kl. 22,14. Þá hafði hún verið 5 klst. 42 mín. á leiðinni frá Goose Bay á Labrador. Að vísu var hún seinna á ferð en búizt hafði verið við. Hún átti samkvæmt áætlun að koma um hádegisbilið í gser, en vegna tafa á Goose Bay seinkaði förinni. — Loftleiðir höfðu boðið til síð- degisdrykkju í gær til að fagna komu flugvélarinnar, en að sjálf- sögðu féll fagnaðurinn ekki nið- ur enda þótt flugvélin væri þá ókomin. Er flugvélin hafði staðnæmzt við afgreiðslu Loftleiða var land- göngubrúnni ekið að vélinni. Fyrstir stigu út erlendir farþeg- ar og gengu í veitingásal félags- ins. Þeir héldu síðan áfram með vélinni eftir miðnættið áleiðis til meginlandsins. Siðan steig áhöfnin á land svo og nokkrir flugliðar og þeirra konur, sem notið höfðu sólar- innar suður á Florida, meðan á þjálfun í meðferð nýju vélarinn- ar hefur staðið. Fólkið raðaði sér upp framan við vélina og Kristján Guðlaugsson, stjórnar- formaður Loftleiða, bauð nýju vélina ,sem hlotið hefur nafnið Leifur Eiríksson, velkomna svo og áhöfn hennar. Flugmálastjórinn, Agnar Kofoed Hansen, sagði líka nokkur orð. Sagði hann að áhöfnin hefði komið færandi hendi þar sem þetta nýja og glæsilega flugfar væri, óskaði Loftleiðum og fslend ingum til hamingju með farkost- inn og bað heill fylgja Leifi Eiríkssyni. Frú Kristjana Thorsteinsson, eiginkona Alfreðs Elíassonar, framkvstj. Loftleiða, færði flug- stjóranum, Kristni Olsen, sem stýrði vélinni heim, fagran blóm- vönd og hamingjuóskir. Ahöfn Leifs var alíslenzk. Aðstoðarflug- maður var Magnús Guðmundsson siglingafræðingur Ólafur Jóns- son, vélamaður, Gerhard Olsen — og flugfreyjurnar: Ásdís Alexandersdóttir og Erna Hjalta- lín. Leifur Eiríksson, er glæsilegur farkostur, af Douglasgerð og lík Skymaster að öllu útliti, en þó 34-3-33 ^ungavinnuvélar Utvarpsborð með innbyggðum plötuspil- ara kr. 3000,00. — Án plötu- spilara kr. 1900. Radiostofa VILBERGS og ÞORSTEINS Laugavegi 72. — Sími 10259. Císli Einarsson héraðsdómslögmaður. Málfiutningsstofa. Laugavegi 20B. — Sími 19631. Sigurgeir Sigurjónsson hæstarctlarlögmaður. Má'flutningsskrifstofa. Aðalstræti 8. — Sími 13043. einum 12 metrum lengri. Flug- vélin flytur 80 manns með venju- legri ferðamanna “innréttingu", en getur flutt yfir 100. í þessari ferð voru farþegar 79 og töluvert að varningi að auki. Með komu þessarar nýju flug- vélar eykst sætatala flugvéla Loftleiða upp í 200, því fyrir eru tvær Skymaster-vélar, sem hvor um sig bera 60 farþega. Þegar síðari vélin af þessari gerð verð- ur afhent félaginu í marz kemst sætatala flugvéla Loftleiða því upp í 280. Flugþol Leifs Eiríkssonar er mikið. Getur hann flogið 6.650 km í áfanga, eða sem svarar milli Reykjavíkur og Los Angeles. Með al flughraðinn er 455 km því Leif ur er knúinn fjóruiri 2.500 hesc- afla hreyflum. Hann getur tekið 20.864 lítra af benzíni og fu'.i- hlaðinn vegur hann um 50 tonn. Reykjavíkurflugvöllur er þess- ari flugvél því heldur lítill futl- hlaðinni, enda sagði Kristján Guð laugsson í ræðu í síðdegisdrykkj- unni í gær, að nýju vélarnar yrðu reknar á Reykjavíkurvelli, þegar kostur væri, en ef þær yrðu fuli- hlaðnar á vesturleið mundi Kefla'" víkurflugvöllur notaður. Ýmis þægindi hefur nýja flug- vélin fram yfir eldri flugvélar svo sem Skymaster. Hún er búin loftþrýstiútbúnaði sem gerir kleift að fljúga hátt í lofti án þess að vart verði breytinga á loftþrýstingi innanborðs sem taii tekur. Þannig getur flugvélin flogið ofar algengustu óveðurs- skýjahæð og jafnframt er hún út- búin ratsjá. Leifur Eiríksson hafði stutta viðstöðu hér í gærkvöldi. Ferð- inni var heitið til Oslo, Kaup- mannahafnar og Hamborgar. Norsk áhöfn, undir forystu Ring dal, flugstjóra, flaug vélinni utan. Frá Hamborg mun henni haldið til Noregs, en þar fer fram breyt- ing á loftskeytatækjum flugvél- arinnar. Ein norsk áhöfn, sem Loftleiðir hafa á sínum snærum, hefur verið við þjálfun í Miami á Florida að undanförnu ásamt fjórum ís- lenzkum áhöfnum. Margir þess- ara flugliða komu með nýju vél inni í gær, en þeir, sem eftir eru ytra, koma með Skymasterflug- vél á Þorláksmessu. Vélstjórar athugið Vélstjórafélag íslands, Mótorvélstjórafélag Islands Jólatrésskemnitun verður haldin fyrir börn félags- manna í Tjarnarcafé sunnud. 3. jan. 1960 kl. 15. Skemmtinefndin. Lögtaksúrskurður samkvæmt heimild í 14. gr. reglugerðar fyrir vatns- veitu Hafnarfjarðar frá 12. des. 1958 úrskurðast hér með lögtak fyrir ógreiddum aukavatnsskatti álögð- um árið 1959 samkvæmt sérmælum. Lögtakið má framkvæma að 8 dögum liðnum frá dagsetningu úr- skurðar þessa er ekki verða gerð skil fyrir þann tíma. Bæjarfógetinn í Hafnarfirði 17. des. 1959 Björn Sveinbjörnsson settur. Símaborð nýkomin. — Góð jólagjöf Helgi IVIagnusson & Co. Hafnarstræti 19 — Símar 13184 og 17237. Tilvalin jólagjöf Seljum hina vönduðu tékknesku sjónauka (8x30) 950.00 kr. Notið þetta sérstaka tækifærisverð. Verzlu O. Er/ingsen h.f. Hugheilar þakkir færi ég börnum mínum, tengda- börnum og öllum þeim, sem glöddu mig með gjöfum, heillaskeytum, heimsóknum og ógleymanlegum ánægjustundum á sjötugs afmæli mínu þann 23. okt. síðastliðinn. Jón Árnason. Ennfremur þökkum við öllum nær og fjær, sem réttu okkur hjálparhönd á einn og annan hátt er bær- inn okkar brann þann 28. júni síðastliðinn. Guð gefi ykkur öllum gleðileg jól og gott og farsælt kom- andi ár. Gunnarxna Gestsdóttir, Jón Árnason, Holti, Álftaveri, V-Skaftafellssýslu. Hjartans þakkir færi ég vinum, kunningjum, syst- kinum og börnum, sem gerðu mér daginn ógleyman- legan með heimsóknum, gjöfum, skeytum og blómum á fimmtugs afmæli mínu, 16. desember. Gleðileg jól! Lilja Vilhjálmsdóttir, Sólvöllum, Garði. Innilegar þakkir til allra þeirra er sendu mér hlýj- ar kveðjur og góðar gjafir á 80 ára afmæli mínu 15. þessa mánaðar. Guð gefi ykkur öllum gleðileg jól og farsælt kom- andi ár. — Kristinn Þorsteinsson, Eyrargötu 30, Siglufirði. Innilegar þakkir sendi ég öllum þeim mörgu, sem á einn og annan hátt glöddu mig á sjötugsafmli mínu bæði með gjöfum, heimsóknum og heillaskeytum. Gísli Sigjónsson. Hjartanlegar þakkir færi ég börnum mínum, venzla- og fpændfólki, kvenfplaginu „Eining“, sveit- ungum og öðrum vinum, er veittu mér ánægju með heimsóknum, góðum gjöfum og heillaóskum á 70 ára afmæli mínu. Guð blessi ykkur og launi samfylgdina á liðnum árum. — Guðrún Kristjánsdóttir, Marteinstungu. Sigurður ölason HæstaréttarlögmaSur Þorvaldur Lúðvíksson Héraðsdömslögniaður Málflutníngsskrifstofa Austurstræli 14. Síuii 1-55-35 Maðurinn minn, SIGURÐUR MAGNÚSSON, andaðist 20. desember. Guðný G. Jónsdóttir og börn. MARGRÉT STEFÁNSDÓTTIR, Bakkakoti, Meðallandi, andaðist 18. þ. m. Kveðjuathöfn fer fram frá Dóm- kirkjunni þriðjudaginn 22. þ. m. kl. 10,30. Athöfninni verður útvarpað. Jarðsett verður að Langholti. Jarð- arförin auglýst síðar. Vandamenn. Útför HARÐAR ÞÓRHALLSSONAR viðskiptafræðings, fer fram frá Kristkonungskirkju, Landakoti, miðvikudag- inn 23. desember kl. 10 árdegis. Guðrún Þðr. Móðir okkar og tengdamóðir GUÐBJÖRG HELGADÖTTIR sem andaðist að heimili sínu Vesturvallagötu 1, 20. þ.m. verður jarðsungin frá Fossvogskirkju þriðjud. 29. þ.m. kl. 1,30 e.h. Rannveig Jónsdóttir, Ari V. Jónsson, Ottó Jónsson. Þökkum af alhug okkur sýnda virðingu og samúð við andlát og jarðarför PÁLS ÞORSTEINSSONAR frá Tungu. Börn og tengdabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.