Morgunblaðið - 24.12.1959, Side 5
Flmmtudagur 24. des. 1959
MORCJOTSBLÁÐÍÐ
29
Hannes
Pétursson :
....En alþýðleikinn var ein-
mitt dýpsti leyndardómurinn í
eðli hans. Þúsundir gátu gengið
framhjá ungum manni með Ijóst,
drúpandi yfirskegg og hversdags
legt, eitlítið slavneskt yfirbragð
án þess að gruna að þar færi
skáld, og það eitt hið mesta á
vorri öld. Maður þurfti að kynn-
ast honum náið til að skilja hve
hlédrægnin var ríkur þáttur í
fari hans. Hann Var ótrúlega
lágvær í tali og allri umgengni.
Bréf
Þegar hann gekk inn í herbergi,
þar sem mannfagnaður var, gerð-
ist það svo hljóðlaust, að varla
nokkur tók eftir því. Síðan sat
hann þögull* og hlustandi, lyfti
oft höfði ósjálfrátt, ef eitthvað
vakti athygli hans, og þegar
hann tók sjálfur til máls var það
ætíð án tilgerðar og ákafa“.
Þannig meðal annars lýsir
Stefan Zweig Rainer Maria Rilke
í ævisögu sinni, Veröld sem var
(þýðing Halldórs J. Jónssonar og
Ingólfs Pálmasonar). En þar er
þess ekki getið,' að þessi hlé-
drægi maður var einhver mesti
bréfritari sem sögur fara af. Bréf
hans skipta þúsundum. Hvar sem
leið hans lá sat hann við bréfa-
skriftir tímunum saman, gekk að
þeim eins og fólk til vinnu -sinn-
ar. Oft sendi hann frá sér mörg
bréf á dag. Og þó segir Zweig
Rainer Maria Rilke.
heldur þau ljóð sem ekki birtust
fyrr en að honum látnum og
hann orti í einveru sinni í Sviss,
þar sem hann lézt 29. desember
1926.
Tíu af bréfum Rilkes eru
sennilega þekktari en flest önnur
af þeim aragrúa sem hann ritaði.
Þau voru gefin út árið 1929 undir
heitinu Bréf til ungs skálds, og
hafa síðan þá verið endurprent-
uð hvað eftir annað og þýdd á
mörg mál.
og eitt erindi lauslega, starði út
í bláinn og kinkaði loks kolli:
„Það hefur þá orðið skáld úr
René Rilke sem ég kenndi einu
sinni“. — Og prófessorinn fór að
segja nemanda sínum það sem
hann mundi um Rilke; hann hafði
verið kennari hans í liðsforðingja
skólanum í Sankt Pölten sem er
skammt fyrir vestan Vín.
Þannig atvikaðist það að Franz
Kappus afréð að senda Rilke
nokkur kvæði eftir sig. Og þeim
lét hann fylgja bréf þar sem
hann talar af hreinskilni og opin-
skátt um það sem á hug hans
hvíldi.
Hann beið svars í margar vik-
ur. En svo kom bréfið, þykkt
með fagurri utanáskrift, innsigl-
að með bláu lakki. Hann opnaði
umslagið og las:
París, 17. febrúar 1903.
Bréf yðar barst mér ekki í
hendur fyrr en nú á dögunum.
Þér sýnið mér þar mikinn og
fölskvalausan trúnað sem ég er
yður þakklátur fyrir. Er víst lítið
annað sem ég get tekið fram. Ég
er ekki fær um að taka kvæði
yðar til athugunar, því allt sem
á skylt við bókmenntagagnrýni
er mér fjarlægt. Ekkert er fjær
því að komast í snertingu við
listaverk en umsagnir um þau.
Meira eða minna vel heppnaður
misskilningur er allt og sumt sem
á þeim er að græða. Ekki er jafn
auðvelt að skilja állt eða segja
og löngum er reynt að telja okk-
ur trú um. Fæst af því sem við
ber verður tjáð með orðum, held
ur gerist þar, sem engin orð ná
til. Og listaverkin eru ósegjan-
legri en allt annað, gædd leynd-
ardómsfullu lífi sem varir, gagn-
stætt okkar eigin lífi sem hverf-
ur hjá.
Ég bið yður að hafa þetta í
huga þegar ég segi: Kvæði yðar
til ungs skálds frá Rilke
þetta: „Hversdagslegustu sendi-
bréf ritaði hann á valinn pappír
og þar mátti aldrei standa yfir-
strikað orð. Ef honum líkaði ekki
setning eða orðatiltæki, endur-
skrifaði hann allt bréfið af sinni
fágætu þolinmæði. Frá Rilkes
hendi kom aldrei neitt annað en
það, sem óaðfinnanlegt var“.
Hinn ótrúlegi dugnaður skálds-
ins við bréfaskriftir er næsta
auðskilinn þegar að er gáð. Rilke
var maður fámáll og fór oft ein-
förum borg úr borg og land úr
landi, en með bréfaskriftum sín-
um tókst honum tvennt í senn:
að halda nánu sambandi við
fjölda fólks, menn og konur, og
segja hug sinn betur en flestum
er unnt í samtölum við aðra.
Bréf Rilkes hafa reynzt ómet-
anlegar heimildir um innra líf
hans og hafa hjálpað mönnum
til aukins skilnings á skáldskap
hans. Þau hafa leitt í ljós, hvílík
alvara bjó að baki hverri við-
leitni hans til dýpri skilnings á
mannlegri tilveru og hve strang-
ar kröfur hann gerði til sjálfs sin
sem skálds. Hvert bréf sem hann
ritar er í raun og veru liður í
sókn hans að því marki sem
honum tókst að ná skömmu fyrir
andlát sitt: að túlka í Ijóðum
nýtt viðhorf til lífsins, viðhorf
sem var að mótast með. honum
alla ævi frá því hann náði fullum
þroska sem skáld og þar til hon-
um heppnaðist árið 1922, þá 47
ára að aldri, að Ijúka við hinar
tíu elegíur, kenndar við höllina
Dúníó við Adríahaf, og yrkja auk
þess langan sonnettuflokk, Son-
ettur til Orfeusar. Hið nýja lífs-
viðhorf sem þessi verk birta og
fólgið er í orði skáldsins sjálfs
„Weltinnenraum“ búið í form
frábærrar snilldar, lyftir skáld-
skap Rilkes upp yfir flest það
sem ort hefur verið á 20. öld.
Og þó eru farnar að heyrast
raddir um að þessi tvö verk séu
ekki hátindurinn í list hans.
Bréf þessi eru rituð á árunum
1903—8, og þá var Rilke sjálfur
ungt skáld (f. 1875), en orðinn
þroskað skáld, sem sent hafði frá
sér margar bækur. Hann var bú-
inn að ferðast til ítalíu og tvisvar
til Rússlands. Tók hann miklu
ástfóstri við það land, en hafði
ekki áhuga fyrir byltingunni
þegar að henni kom.
Fyrsta bréfið er ritað í París,
borginni sem hann dáði meir en
allar aðrar borgir sem hann
kynntist. Hann hafði komið
þangað árið áður í því skyni að
semja bók um August Rodin fyrir
þýzkt útgáfufyrirtæki. Olli sú
ferð þáttaskilum í lífi hans og
skáldskap, því hann hreifst svo
mjög af Rodin og verkum hans
að hann gerðist einkaritari meist
arans um all-langt skeið og
sökkti sér af slíkri einbeitingu
niður í verk hans og aðra högg-
myndalist að ljóðagerð hans tók
gagngerum breytingum í sam-
ræmi við þá lærdóma sem hann
þá aflaði sér: Ljóð hans urðu
eins konar „Objektivation des
Gefúhls", eins og komizt er að
orði í einni af ævisögum hans.
Unga skáldið sem hér á hlut
að máli hét Franz Kappus, og
kemur hann ekki við bókmennta-
söguna að öðru leyti en því að
hafa átt í þessum bréfaskiptum
við Rilke. Þegar þau hófust var
hann nemandi í liðsforingjaskóla
í Vin, tæplega tvítugur að aldri.
í formála fyrir útgáfu bréfanna
rekur hann tildrög þess að hann
sendi Rilke nokkur kvæði eftir
sig til umsagnar. Síðla hausts
1902 hafði hann setið úti í trjá-
garðinum við skólann, niður-
sokkinn í að lesa ljóðabók eftir
hann. Bar þá að einn kennara
hans, prófessor Horacek: „Hann
tók bókina úr höndum mínum,
leit á kápuna og hristi höfuðið.
„Kvæði eftir Rainer Maria
Rilke?“ spurði hann hugsandi.
Hann blaðaði í bókinni, las eitt
eru sérkennalaus; þó örlar á við-
léitni til sjálfstæðrar sköpunar.
Verð ég þess einkum var í kvæð-
inu „Sál mín“. Þar leitar fram
í dagsljósið eitthvað sem á rætur
í sjálfum yður. Og ef til vill má
segja að í kvæðinu „Til Leo-
pardi“, sem er fallegt, komi fram
viss skyldleiki við það mikla og
einmanna skáld. Þrátt fyrir þetta
eru kvæðin ófullburða, ósjálf-
stæð og er síðasta kvæði syrp-
unnar og kvæðið til Leopardi
ekki undanskilin. Hið vingjarn-
lega bréf sem kvæðunum fylgdi
varpar ljósi á ýmsa þá annmarka
sem ég varð áskynja meðan ég
las þau, án þess að geta gert mér
fyllilega grein fyrir þeim.
Þér spyrjið hvort kvæði yðar
séu góð. Þér spyrjið mig. Þér
hafið áður spurt aðra. Þér sendið
þau timaritum, berið þau saman
við önnur kvæði og eruð með
áhyggjur, vísi einhverjar rit-
stjórnir frumsmíðum yðar frá.
Fyrst þér leyfið mér að koma
með ráðleggingar, þá bið ég yður
lengstra orða: Hættið öllu þessu.
Þér hugsið um hvað aðrir segja,
en það megið þér allra sízt gera
eins og nú er málum háttað. Eng-
inn getur ráðlagt yður né hjálp-
að, alls enginn. Til er aðeins eitt
ráð: Skyggnist inn í sjálfan yður.
Gerið yður Ijóst hvað það er sem
knýr yður til að yrkja. Gangið
úr skugga um hvort sú þörf muni
runnin frá dýpstu rótum hjart-
ans, grafizt fyrir um hvort þér
kysuð það eitt að deyja ef yður
yrði meinað að yrkja. Umfram
allt: Spyrjið sjálfan yður áhljóðri
næturstund: Verð ég að yrkja?
Leitið djúpt í hugann eftir svari.
Sé það játandi, ef þér getið hik-
laust sagt: Ég verð — hagið þá
lífi yðar í samræmi við þá nauð-
syn. stóru jafnt sem smáu verður
það að vera tákn og vitnisburður
þeirrar knýjandi innri þarfar.
Með því móti nálgizt þér yðar
innsta eðli, þá leitizt þér við að
tjá það sem þér sjáið og reynið,
elskið og það sem yður glatast,
eins og þér væruð hinn fyrsti
maður. Yrkið ekki ástarkvæði.
Forðizt fyrst í stað yrkisefni sem
orðin eru töm og venjubundin:
þau eru örðugust viðfangs, því
mikinn mátt og þroska þarf til
að leggja eitthvað sjálfstætt af
mörkum á sviði þar sem til eru
mörg góð og jafnvel frábær lista-
verk. Á þann hátt bjargizt þér úr
klóm hinna almennu yrkisefna og
getið sinnt þeim sem hversdags-
leikinn umhverfis yður hefur upp
á að bjóða. Lýsið dapurleika
yðar og óskum, hugsunum sem
koma og fara og trú á fegurð,
sama hver hún er. Lýsið öllu
þessu með einlægri, hljóðlátri og
auðmjúkri hreinskilni. Til þess
að tjá hug yðar skuluð þér skír-
skota til nánasta umhverfis,
grípa til mynda úr draumum
yðar og til liðinna atvika. Finnist
yður hversdagsleikinn óskáldleg-
ur, skellið þá ekki skuldinni á
hann, heldur sjálfan yður, segið
eins og er, að þér séuð ekki nógu
mikið skáld til að nema gullið úr
greipum hans. í augum hins skap
andi listamanns er engin hvers-
dagsleg fátækt til, enginn staður
sem honum finnst tómlegur og
stendur á sama um. Sætuð þér í
dyflissu sem byrgði úti hvert
hljóð, ættuð þér þá ekki athvarf
þar sem er æska yðar, hinn dýr-
mæti, konunglegi fjársjóður, gull
kista endurminninganna? Beinið
athygli yðar að henni. Reynið að
vekja upp frjótt líf þeirra löngu
liðnu daga. Fersónuleiki yðar
öðlast festu, einmanaleikinn
hefst í æðra veldi og breytist í
rökkurhljóðan samastað, hús þar
sem ys og þys umheimsins líður
hjá í fjarska.
Ef svo skyldi fara, að aftur-
hvarfið til hins innra, sú köfun
1 eigin hug sem ég talaði um,
hefði í för með sér
ný kvæði, mun yður
ekki til hugar koma
að spyrja Pétur eða
Pál hvort þau séu
góð, né gera nokkra
tilraun til að vekja
athygli timarita á
þeim: þér finnið að
■“* kvæðin eru yðar
kvæði, kær og sjálf-
gerð eign, brot af lífi
yðar, rödd yðar. — Listaverk
er gott, sé það sprottið af
nauðsyn. Það er hún sem kveð-
ur upp dóminn yfir þvi. Eng-
inn annar úrskurður er til. Af
þessum sökum get ég ekki ráð-
lagt yður neitt annað betra en
þetta: Skyggnizt djúpt niður í
hin leyndu hugarfylgsni þar sem
líf yðar á sér upptök. Þar finnið
þér svarið við spurningunni,
hvort þér verðið að yrkja. Takið
svarinu eins og það er, reynið
ekki að ráða frekar í það. Ef til
vill kemur á daginn að það sé
köllun yðar að vera listamaður.
Takizt þá það hlutskipti á herðar
og berið það, þunga þess og mik-
illeik, án þess að æskja nokkurra
ytri launa, því hir.n skapandi
listamaður verður að vera heim-
ur út af fyrir sig, í sjálfum hon-
um og náttúrunni þar sem hann
festir rætur verður allt það að
búa sem hann leitar að.
En eftir að þér kafið í eigin
hug, innstu vitund, kann ef til
vill svo að fara að þér séuð knú-
inn til að segja skilið við skáld-
skapinn. Og eins og ég sagði, er
engum leyfilegt að verða skáld
ef honum finnst hann geta lifað
án þess að yrkja. En sú sjálfs-
prófun sem ég bið yður að gera
yrði þó ekki til einskis. Frá þeirri
stund munuð þér ávallt finna
lífi yðar eigin leiðir, og ég óska
þess heitar en orð fá lýst að þér
eigið heilladrjúga, gjöfula og
langa ævi fyrir höndum.
Hvað er þá eftir að taka fram?
Mér virðist ég hafa lagt áherzlu
á allt sem máli skiptir. Að síð-
ustu aðeins þetta: Mætið innri
þroska yðar með stillingu og al-
vöru. Þér getið ekki staðið í vegi
fyrir honum á annan hátt meir
en þann að hugsa um álit fólks
og vænta þaðan lausna á vanda-
málum sem enginn er fær um að
finna svör við nema ef til vill
yðar innsta vitund, algerlega
óáreitt.
Það gladdi mig að sjá yður
minnast á prófessor Horacek. Ég
ber í brjósti mikla virðingu fyr-
ir þeim vingjarnlega lærdóms-
manni og þakklæti sem ekki fyrn
ist. Viljið þér gera svo vel að
gefa honum þetta til kynna. Það
var mjög vingjarnlegt af honum
að geta mín; kann ég að meta
það.
Kvæðin sem þér voruð svo
vænn að trúa mér fyrir, sendi ég
hjálagt til baka. Og ég þakka
yður aftur mikinn og einlægan
trúnað. Þar sem ég er yður með
öllu ókunnugur hef ég reynt að
sýnast hans nokkru verðugri en
ég í rauninni er, með því að
svara bréfi yðar eins hreinskiln-
islega og mér er unnt og eftir
beztu vitund.
í einlægni og vinsemd:
Rainer Maria Rilke.
(jtk(e9 féd
Fiskbúðin Bústaðahverfi
og
Sogaveg 158.
} gUiLfjóH
J
Dömutízkan
v Laugaveg 34.
CjLkLq jót!
Farsælt nýtt ár.
Björn Kristjánsson,
Heildverzlun, Vesturg.
5
I
|
í
(
í
(
1
I
I
í
|
<3 uaugavcg =i. >5
l t\
gji(e9 fó(!
Sigurður Kjartansson
Laugaveg 41.
%
CjLkLy jót!
og farsælt nýtt ár.
Þökkum fyrir viðskiptin
á liðnum árum.
M O S A I K h.f.,
Eskihlíð A.
CjLkLf jót!
Verzlun
Guðbjargar Bergþórsdóttur
Öldugötu 29
Q(Ji(e9 jó(!
Verzlunin
Pétur Kristjánsson Sf.
Ásvallagötu 19
QLkL9 jófí
Gott og farsælt nýjár. —
Þökkum viðskiptin á liðna
árinu.
Silfurtunglið.