Morgunblaðið - 24.12.1959, Side 8

Morgunblaðið - 24.12.1959, Side 8
32 MORCVNBLAÐIÐ Timmtudagur 24. des. 1959 ★ ★ ★ Í>AFAEL hljómlistarinnar hefur hann verið nefndur. :js;. Eins og málaralistin á að- s eins einn Rafael, á hljóm- = listin ekki nema einn Moz- = art. Nær hvert verk, sem = hann lét frá sér fara, hvort 1 heldur það er í stærra eða |j smærra „broti“, ber svo H ótvíræð merki hins fágæta jg snillings, að Haydn sagði §j eitt sinn við Mozart eldri: gj „Ég segi yður satt, að ég H tel son yðar mesta tón- = skáld, sem ég hef nokkru §j sinni heyrt“. — Og margir Í munu vissulega af einlægni s taka undir þessi orð hins = gamla meistara. Mozart fæddist í Salzburg í Austurríki hinn 27. janúar árið 1756. Drengurinn var mjög veik- burða við fæðingu, og þótti því vissara að draga ekki að gefa honum nafn. Morguninn eftir var reifastranginn borinn í kaf- aldshríð gegnum snjóstaflana til dómkirkjunnar við Domplatz, og þar þuldi sóknarpresturinn nafna þuluna, um leið og hann jós drenginn ísköldu, vígðu vatni: Johannes Chrysostomus Wolf- gangus Þeofilus. — Síðasta nafn ið var síðar þýtt á þýzku — Gott- lieb, og eftir frægðarförina til Ítalíu (1769—1771) kaus hinn ungi Mozart að taka upp hina ítölsku mynd nafnsins, Amadeus — og skrifaði sig ætíð síðan Wolfgang Amadeus (eða Amadé — franska orðmyndin). Allt þýðir þetta hið sama: „sá, sem Faðir Wolfgangs, Leopold Mozart. Myndin máluð um líkt leyti og drengurinn fæddist. guðirnir elska“ — og geta menn sjálfsagt deilt um, hvort það hafi sannazt á Mozart eða ekki — en ungur dó hann a. m. k. • Undrabarnið Nokkuð er það, að æskuárin mörkuðust fyrst og fremst af lífsgleði, frægð og frama, því að Wolfgang var eitthvert mesta undrabarn í heimi listarinnar, sem uppi hefur verið. Hann fór að apa píanóæfingarnar eftir systur sinni, Nannerl, þegar hann var á fjórða ári, og faðir hans, Leopold Mozart, sem var fær maður á ýmsurn sviðum tón- listarinnar, tók þegar til óspilltra hver dýrasta perla, sem Mozart hefur gefið heiminum — og er þá mikið sagt. • Kall dauðans Það var um mitt sumar sama árið sem Mozart andaðist, að til hans kom ók-unnur maður, þung búinn og fálátur, dökkklæddur frá hvirfli til ilja. Fékk hann Mozart bréf, en var síðan horf- inn að vörmu spori. Þessi stutt- aralega heimsókn fyllti Mozart þegar óljósum kvíða og óhug, enda var hann ekki sterkur fyr- ir — sjúkur og þjakaður af of- reynslu. Og ekki varð honum rórra, þegar hann hafði lesið bréfið. Það var nafnlaust, og ekkert benti til, hvaðan það kom, en sendandinn bað Mozart semja fyrir sig sálumessu. — Tón skáldið var sem höggdofa — reyndi þó í fyrstu að líta á þetta sem hverja aðra pöntun, en er texta við þrjár óperur hans, Brúðkaup Fígarós, Don Giovanni og Cosi fan tutte. — í bréfinu segir Mozart m. a.: — Fg er .sem í leiðslu. Ég á erfitt með að semja — og ég get ekki bægt frá mér mynd ókunna mannsins. Hann stendur mér sífellt fyrir hugskotssjónum, horfir á mig skipandi augnaráði, rekur á eft- ir mér og heimtar af mér verkið með óþolinmæði. — Ég reyni líka að halda áfram að skrifa — það þreytir mig minna en hvíld- in. Annars óttast ég ekkert fram- ar. Ég veit, hvað að mér amar — stundin er komin. Ég sténd við dyr dauðans -— er kominn á leiðarenda, áður en ég gat notið hæfileika minna til fulls...... Enginn getur stjórnað örlögun- um — enginn getur skammtað sér ævidaga. Allt er í hendi for- ★ ★ málanna að glæða hina aug- ljósu sérgáfu son arins. Ogkennsla hans bar fljótt undraverðan ár. angur. Wolfgang var aðeins sex ára, þegar hann byrjaði að semja fyrstu smálögin sín — en ári síð- ar voru fyrstu tónsmíðar hans prentaðar, fjög- ur verk fyrir fiðlu og píanó — eins konar són- ötur. Þegar hann var á sjöunda ári, fór faðir hans með hann í fyrstu, miklu hljómleikaförina — til sjálfrar háborgar listanna, Vín- arborgar. Og „publikum" Wolf- gangs litla þar var ekki af verri endanum. Snáðinn lék sem sé fyrir sjálf keisarahjónin, Franz I. og Maríu Theresíu. Og hafi nokkur nokkum tíma „komið, séð og sigrað", þá var það þessi sjö ára drenghnokki, sem var „eins og heima hjá sér“ í keis- arahöllinni og lék á hið stóra hljóðfæri af ótrúlegu öryggi og feimnislaust — eins og hann vissi ekki af hinum tignu áheyrendum sínum. — Sögurn- ar um snilld þessa undrabarns bárust frá Vínarborg eins og ör- skot vítt um lönd — og næstu árin ferðaðist hinn ungi Mozart um Evrópu þvera og endilanga og hélt tónleika, og hvarvetna voru áheyrendur furðu lostnir yfir ótrúlegri færni og tónlistar- þroska þessa skemmtilega, hisp- urslausa barns. • Dökkir skuggar Þannig leið æska tónsnillings- ins. Yfir henni hvílir óvenjuleg- ur Ijómi, þótt vafalaust hafi oft verið fullmikið lagt á drenginn, sem aldrei var sterkbyggður lík- amlega. — Yfir hinum fáu full- orðinsórum Mozarts hvíla aftur á móti löngum dökkir skuggar — skuggar fátæktar og heilsuleysis, skuggar öfundar og skilnings- Ieysis samtíðarinnar. — Þótt hann nyti frægðar sem af- burðasnjallt tónskáld, féllu ávext ir þeirrar frægðar fremur öðr- um í skaut en honum sjálfum. Leikhússtjórar, útgefendur og textahöfundar auðguðust af verk um hans, en sjálfur bar hann oft- ast minnst úr býtum. Og aldrei komst hann í neina lífvænlega stöðu um dagana. Árið 1782 kvæntist Mozart ungri stúlku frá Mannheim, Constanze Weber. Bjuggu þau lengst af við þröngan kost, og bar þar ýmislegt til. Þau eign- uðust mörg börn, tekjurnar Gömul, óhugnanleg saga segir, að Mozart hafi verið byrlað eit- ur — en var ekki ,eitur umhverfisins', ill aðbúð, öfundsýki og skilningsleysi, hið versta — og jafnvel banvænt — hinum næma og viðkvæma snillingi? v o r u ótryggar, þótt þær væru stundum nokkr- ar að vöxtum — og síðast, en ekki sízt, var Mozart ávallt lítill fjár- málamaður, eins og raunar er títt um listamenn — gætti lítt fengins fjár. — Mozart var sí- semjandi allt sitt skamma líf — frá því hann sex ára gamall setti saman sín fyrstu, barns- legu stef. En síðustu ár æv- innar var starfsákafinn slíkur, að með ólíkindum má teljast. Það var því líkast, að hann væri í stöðugu kapphlaupi við tímann á þessum árum — eins og hann hefði hugboð um, að dauðinn mundi vitja hans snemma. Og hann hlýddi kalli sköpunargáfu sinnar fram á síðustu stund. Hann var fársjúkur maður, et hann lauk við eitt af síðustu og jafnframt mestu snilldarverkum sínum, óperuna Töfraflautuna — og síðasta verki sínu, hinni und- urfögru Sálumessu (Requiem), náði hann ekki að ljúka. — Þó hann las niðurlag hins stutta bréfs, þar sem lögð var áherzla á það, að tilgangslaust væri að reyna að grafast fyrir, hver sendandinn væri — þá varð hon- um ekki um sel. Og brátt varð hann sannfærður um það, að hið dularfulla bréf væri kall frá öðrum heimi — kall dauðans. Hann skyldi semja sitt eigið grafljóð. Svo virðist sem hann hafi trú- að þessu fram í andlátið, en at- vife þetta átti sér einfalda skýr- ingu, þótt Mozart kæmi slíkt ekki til hugar. — Greifi nokkur frá Bæheimi, sem bjó í Vínar- borg, von Walseeg að nafni, bar í brjósti ákafa löngun til þess að verða þekkt tónskáld — en skorti alla hæfileika til þess, þó að hann væri raunar músíkalsk- ur maður. Hann tók því upp þann hátt, að hann sendi tón- skáldum, sem hann vissi, að börðust í bökkum, nafnlaus bréf og bað um hin og þessi tónverk. Síðan lét hann leika verkin á heimili sínu — sem sín eigin. — Sálumessuna ætlaði hann að lát- ast hafa samið til minningar um konu sína, sem var nýlátin. Þótt Mozart yrði hverft við þetta „kall frá öðrum heimi“ í fyrstu, sætti hann sig brátt við vissuna um það, að dauðinn væri mátti segja, að hann ynni að messunni, þar til hann lokaði augunum fyrir fullt og allt. Hann var enn að skrifa eftir að hann lagðist á banabeð — og þegar hann gat ekki lengur haldið á pennanum sjálfur, gaf hann eft- irlætisnemanda sínum, Franz Siissmayer, síðustu fyrirmæli um það, hvernig ganga skyldi frá tónverkinu, rétt áður en hann gaf upp öndina, hinn 5. desember árið 1791. — Sússmayer fyllti síð an upp í eyður þessa hálfkaraða verks, sem þykir á köflum ein- MOZART 1 LEIKHÚSINU. — Myndin birtist á sínum tíma í blaði í Ziirich og á að sýna, er Mozart birtist óvænt, þar sem vtfrið var að sýna „Brott- námið úr kvennabúrinu“ í Berlín árið 1789. á næstu grösum. — Til þess að gefa hugmynd um sálarástand hans um þetta leyti skulu hér tilfærð nokkur orð úr bréfi, sem hann skrifaði vini sínum, Lor- enzo da Ponte, er hafði samið sjónarinnar. — Nú verð ég að ljúka þessu. Grafljóðið mitt bíð- ur — ég má ekki hverfa frá því ófullgerðu“. • Orðrómur Sá kvittur kom upp þegar skömmu eftir lát Mozarts, að ekki hefði allt verið með felldu í sambandi við dauða hans — að honum hefði verið byrlað eitur. Gekk þessi saga víða manna á milli og jafnvel í blöðum á þess- um tíma — og töldu ýmsir, að samtíðarmaður Mozarts, ítalska tónskáldið Antonio Salieri (1750 —1825), sem um langt skeið var í þjónustu keisarahirðarinnar í Vín, hefði þjáðst af svo brjálæð- iskenndri öfund vegna snillt Mozarts, að hann hefði loks ákveðið að koma keppinaut sín- um fyrir kattarnef. — Þessi orð- rómur fékk þó aldrei fullnægj- andi staðfestingu og hefur á síð- ari árum yfirleitt verið talinn uppspuni einn. — Þó hafa oftast verið til menn, sem lagt hafa trúnað á sögusögnina — og reynt að færa rök að sannleiksgildi hennar. Það er nú nýjast af þessu að segja, að læknir einn norskur upplýsti fyrir skömmu, að hann hefði um skeið fengizt við að rannsaka öll atvik í sambandi við andlát Mozarts og komizt að þeirri niðurstöðu, að frá læknis- fræðilegu sjónarmiði séð virðist áugljóst, að dauða Mozarts á svo ungum aldri — hafi ekki getað borið að með eðlilegum hætti. Allt virðist benda til þess, að dán arorsökin hafi verið einhvers konar eitrun. — Læknirinn skýr greinir þetta ekki nánar — og ekki er kunnugt, að hann hafi lagt fram neina skýrslu um rann sóknir sínar, eða sönnun fyrir þessari staðhæfingu. Ekki skal neitt um það sagt hér, hvað hinn ónafngreindi, norski læknir hefur fyrir sér í þessum efnum, en þetta mun vera í fyrsta skipti, a. m. k. nú um mjög langt skeið, sem hin gamla sögusögn fær byr í seglin af læknisfræðilegum vettvangi. • Salieri Antonio Salieri er ekki meðal hinna stóru „músiknafna" sög- unnar, en naut hins vegar tals- verðrar hylli um sína daga, eins og sjá má af því, að hann var gerður að hirðmúsíkstjóra í Vín. Nú þekkja fáir verk hans leng- ur — en tónlist Mozarts nýtur sívaxandi hylli. — Þótt hlutur Salieris væri betri en Mozarts á veraldarvísu, er þeir báðir störf uðu í Vínarborg, mun þó Salieri hafa gert sér nokkurn veginn fulla grein fyrir því, að hann stóð hinum smávaxna Austurrík ismanni langt að baki sem tón- skáld — og það mun rétt, að öf- und gróf um sig í huga hans í

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.