Morgunblaðið - 24.12.1959, Síða 15
Fimmtudas'ur 24. das. 1959
M ORGUTS BLAÐIÐ
39
Ferðamannabærinn Xossa de Mar.
Hvergí
KVENNAÞÆTTINM barst
fyrir skömmu bréf frá ís-
lenzkri konu, frú Hansínu
Helgadóttur, sem hreiðrað
hefur um sig ásamt fjölskyldu
sinni í ferðamannabænum
Tossa de Mar á Spánarströnd.
Akureyri fyrir stuttu síðan.
Um bæinn og lifnaðarhætti
á Spáni segir frú Hansína:
Eftirsóttur feroamannabær
Tossa de Mar heitir bærinn
sem við dveljum í. Hann
stendur á mjög fallegum stað
tíma. Ég hef hvergi séð hvít-
ari og bragglegri þvott en hér.
Ég er viss um það, að mörg
húsmóðirin heima með allar
sínar fínu þvottavélar myndi
öfunda þær, ef hún sæi mis-
muninn.
Ljúffengt kjöt
Hér er aðallega eldað á opn-
um eldstæðum, sem er komið
fyrir í eldhúsinu og eru þau
kynnt með viðarkolum. Það
þarf töluverða leikni og æf-
ingu til þess að kveikja eld
í þessum eldstæðum. Viftu úr
strái er slegið fram og aftur
þar til eldur logar. Síðan er
kjötið steikt á grind, sem er
yfir glóðinni. Kjötið er mjög
ljúffengt.
Langur skóladagur
Skólatimi barnanna er
mjög langur miðað við heima.
Börnin mæta kl. 9 á morgn-
ana og eru til kl. 12 á hádegi.
Síðan mæta þau aftur kl. 3
e. h. og eru til kl. 8 e. h.
Allar verzianir eru opnar
frá kl. 8—2 e. h. og svo eru
þær opnaðar aftur kl. 4 e. h.
til kl. 9 að kvöldi. Á sunnu-
dögum eru allar verzlanir
opnar til k1. 4 síðdegis. Ég
held, að þetta þætti nokkuð
langur vinnutími á Islandi.
Tvær messur á dag
Spánverjar eru mjög kirkju
rækið fólk. Næstum því allir
þorpsbúar fara í kirkju á
sunnudögum. Auk þess eru
tvær messur daglega, og kirkj
an, sem er mjög stór, virðist
fullsetin við báðar messur.
Hér eru auðvitað allir kaþólsk
ir eins og annars staðar á
Spáni. Allt kvenfólk, sem fer
í kirkju, lætur á sig þessar
fallegu, spænsku blúndu- og
knapplingaslæður, meðan þær
hlýða messu. Þær eru settar
á höfuðið á alveg sérstæðan
og mjög fallegan hátt.
Fallegar telpur
Á Spáni ganga bæði gamlar
og ungar konu með eyrna-
lokka daglega. Þegar stúlku-
barn er 3—4 daga gamalt,
stingur ljósmóðirin göt á
eyrnasneplana og setur litla
hringi í eyrun. Litlu telpurn-
ar hér eru alveg sérstaklega
fallegar. Þær eru með dökk-
brún augu og mjög brosmild-
ar. Eins eru þær með mjög
vel snyrt hár, oft olíuborið,
svo það verður kolsvart og
gljáandi.
Hlý veðrátta
Þegar ég skrifa þetta bréí
síðast í nóvember, er enn svo
hlýtt veður, að enginn er far-
inn að nota utanyfirflík
(kápu eða þess háttar). Sum-
arið byrjar fyrst í apríl og er
veðrið mjög hlýtt og þægilegt
til septemberloka.
En það er nú einu sinni
svona. Þótt dvalizt sé er-
lendis, þá vill hugurinn alltaf
leita heim.
segir frú Hanssna Helga-
dóftir, sem nú dvelur
á Spánarströnd
Spönsk stúlka í hátíðarbúningi
Segir hún í bréfi sínu, að öll
fjölskyldan bíði í eftirvænt-
ingu eftir hverri sendingu af
Morgunblaðmu og börnin,
sem eru 12, 8 og 4ra ára, hafi
í fyrsta skipti fengið heimþrá,
er þau sáu í blaðinu mynd af
snjónum og vetrarríkinu á
á hinni þekktu Costa Brava
strönd.. Síðastliðin ár hefur
þetta þorp orðið mjög eftir-
sóttur ferðamannabær.
Ibúar hér í Tossa eru að-
eins 12—1400 talsins, en sl.
sumur hafa komið hingað dag-
lega um 5—6 þúsund manns
og eykst ferðamannastraum-
urinn með ári hverju. Fyrir
nokkrum árum voru hér að-
eins örfá hótel, en eru nú
milli 50—60. Ennfremur eru
mörg í byggingu, sum mjög
stór, t. d. er eitt um 200 her-
bergja hótel í smíðum með
öllum hugsanlegum þægind-
um, m. a. stórri sundlaug o.
fl. Flestir bæjarbúar auka
tekjur sínar með því að leigja
ferðafólki herbergi yfir sum-
armánuðina og dugar ekki til.
Fjöldi sumargesta verða að
gera sér að góðu að sofa á
ströndinni í svefnpokum.
Hvítur þvottur
Flest er mjög ólíkt og
heima. T. d. þekkjast varla
önnur rafmagnsáhöld en
strokjárn. Allur þvottur er
þveginn úti upp úr köldu
vatni, aðeins nuddaður og
skrúbbaður úr stangarsápu.
Síðan er hann hengdur upp á
snúru óuppundinn og þornar
vitaskuld á mjög skömmum
Gérald Philipe látinn
NÝLEGA lézt í París hinn 38
ára gamli leikari, Gérard
Philipe, úr hjartaslagi, eftir
stutta legu. Hann var giftur
leikkonunni Anne Naveaux og
átti tvö börn, 2ja og 5 ára
gömul.
Gérard Philipe er einn
þeirra, sem hæst hefur borið
undanfarin ár á frönsku leik-
sviði og í kvikmyndum. Per-
sónuleiki hans þótti með af-
burðum sterkur, svo sterkur,
að kvikmyndastjórarnir gerðu
aldrei tilraun til að breyta
honum eftir eigin geðþótta og
framsögn hans þeim hæfilgik-
um gædd, að hún hlaut að
t ö f r a alla, er á
hlýddu. Um hann
hefur verið sagt:
.... Þegar hann
tálar, er 1 í k a s t
því, að franskan
væri e r f i 11 mál
fyrir Frakka“.
Philipe lék
einkum í hinu vin
sæla leikhúsi Par-
ísar, „Théatre
National P o p u 1-
air“, undir leið-
s ö g n meistarans
Jean Vilar. Þ a r
lék hann h i n a r
klassísku, róman-
tísku, ofsafengnu
eða geðveiku hetj-
ur, svo sem í leik-
ritunum „Le Cid“
e f t i r Corneilles,
„Prinsinn af Hamburg" eftir
Kleists og hinn vansæla hug-
sjónamann Mussets „Loren-
zaccio“.
1 kvikmyndinni „Idiotinn"
eftir Dostojevski lék hann
Myshkin prins af svo mikilli
sannfæringu að það mun seint
mönnum úr minni líða. Af
öðrum kvikmyndum, sem
hann hefur leikið í má minna
á kvikmyndirnar: „í líki djöf-
ulsins“ (’46), „Hringekja ást-
arinnar“ og „Fanfan“, þrjár
kvikmyndir sem René Clair
hefur stjórnað: „Fegurð djöf-
ulsins" (’50), „Fegurð nætur-
innar“ (’52) og „Herbragðið
mikla“ (’55). Ennfremur lék
hann drykkfelda lækninn í
sögu Yves Allégrets (og Sar-
tres): „Hinir drambsömu"
(’53) af mikilli snilld, og síð-
ast en ekki sízt í hinni umtöl-
uðu og forboðnu mynd:
„Hættuleg sambönd", en þar
lék hann á móti Annette
Strþyberg.
Ný Heyderdahl-kvik-
mynd
Páskaeyjan leyndardóms-
fulla er viðfangsefni Thor
Heyerdahls í nýju ferðalit-
kvikmyndinni hans, sem frum
sýnd verður í Ósló hinn 22.
janúar.
Heyerdahl varð heimsfræg-
ur af bók sinni og kvikmynd
um Kon-tiki-flekann og sigl-
ingu hans yfir Kyrrahafið. —
Skrítinn fugl
Þið megið geta þrisvar upp
á, af hverjum myndin er, og
er þó ólíklegt að ykkur takist
það. Þetta er nefnilega Orson
Welles, í hanastélsveizlu, sem
haldin var í tilefni nýrrar
kvikmyndar, í hverri hann
leikur aðalhlutverkið. Mynd-
in heitir ,Drame Dans un
Miroir", en hvers vegna Orson
Welles mætir þar flibbalaus,
fylgir ekki sögunni. En Welles
er nú enginn venjulegur mað-
ur og er þekktur af furðuleg-
um uppátækjum.
Trompetstúlkan
Barbara Pinney heitir þessi
gullfallega stúlka og er hún
aðeins 21 árs. Þó hefur hún
þegar komið fram í 18 kvik-
myndum, ekki sem nein stór
stjarna, heldur ung leikkona,
sem kann sitt af hverju og
hefur þar af leiðandi samn-
inga í það óendanlega. M. a.
þykir hún spila dálaglega á
trompet — auk þess sem það
klæðir hana ljómandi vel.
Bókin og kvikmyndin urðu
afarvinsæl um allan heim,
eins og kunnugt er, og gáfu
Heyerdahl töluverðan skild-
ing í aðra hönd.
Hann skrifaði bók sína
„Aku-Aku“ um leiðangur
sinn til Páskaeyjarinnar og
þar fór kvikmyndatakan einn-
ig fram. Heyerdahl, sem nú
býr í Róm, mun mæta á frum-
sýningunni í Ósló, og hefur
Ólafi konungi verið boðið á
frumsýninguna. — Nokkrum
dögum síðar verða svo sýning-
ar hafnar á kvikmyndinni í
einu stærsta kvikmyndahúsi
Stokkhólms. Fregnazt hefur,
að myndin sé með norskum,
sænskum, enskum og þýzkum
skýringartextum. Nú eru 10
ár liðin, síðan „Kon-tiki“-
kvikmynd Heyerdahls var
frumsýnd.