Morgunblaðið - 03.01.1960, Síða 6

Morgunblaðið - 03.01.1960, Síða 6
MORCIJHBLAÐIÐ Siinnudagur 3. 'fanúar 1960 — Avorp forsætisráðherro Þá eru benzínstöðvar B. P. og Shell við Grófina „l»agnaðar“. Nú um áramótin voru geymarnir teknir niður, og munu margir hafa gripið í tómt í gær. Bíleigendur munu nú fá stöðvar þessar fyrir stæði fyrir bíla sína, því alltaf eru menn í vandræðum með að koma bílunum sínum fyrir í miðbæ Reykjavíkur. Framh. af bls. 1. Tóku þó ýmsir verðbólgunni vel, þegar hún fyrst kvaddi dyra, töldu þar gott ráð til að dreifa auðnum og ekki síður til að lála útlendinga greiða meira fyrir vinnu í þágu hersins. Ekki er það ætlun mín að rekja þá sögu, enda varðar fram- tíðin mestu, þótt hollt sé hverjum einum að rifja upp fortíðina, til þess að draga af henni ályktanir og reyna að varast fyrri víti. Öll- um hefur okkur stjórnmálamönn- unum yfirsézt. Allir erum við samsekir um sumt, þótt ekki sé- um við jafnsekir. Þá reikninga reyni ég ekki að gera upp hér, enda tæpast fyllilega dómbær né óvilhallur. ★ í dag er viðhorfið m. a. þetta: Undanfarin 5 ár hafa íslena- ingar eytt 1000 millj. kr. meira en þeir öfluðu og greitt þennan halla á búskapnum með erlend- um lánum. ískyggilega mikill hluti þessara skulda eru lán tii stutts tíma. Fyrir því er svo kom- ið, að þjóðin þarf að nota 11% gjaldeyristekna sinna á allra næstu árum til að greiða vexti og afborganir af erlendum skuldum. Er það meir en tvöfallt við það hámark, sem leyfilegt þykir, og erum við í þeim efnum dýpra sokknir en nokkur önnur þjóð, ef til vill að einni undanskilinni. Af þessu leiðir, að engri þeirra erlendu lánsstofnana, sem gegna því höfuðverkefni að lána þjóð- um eins og okkur, þegar örðug- leikar steðja að, og heldur ekki þeim, sem við eigum sjálfir að- iid að, er lengur heimilt að lána Islendingum, hvorki til langs eða skamms tíma, nema við komum efnahagsmálum okkar á annan og traustari grundvöll, þ. e. a. s. breytum um stefnu. Ég læt þess hér getið, svo menn skilji betur, hvar við erum á vegi staddir og í hvaða ógöngur við erum komnir út af uppbótá- kerfinu, sem allir flokkar bera ábyrgð á, að 1000 milljón króna hallann á búskap okkar þessi umræddu 5 ár, höfum við greitt með erlendum lántökum. Og nærri því jafnháa upphæð höf- um við notað til kaupa á hátolla- vörum, sem mest eru hreinn óþarfi — luxus, Og þessi kaup hafa stjórnarvöldin leyft og ýtt undir. Ekki þó til að gleðja okk- ur og gleyma í munaði. Heldur vegna þess að hvorki ríkissjóður né útflutningssjóður gat staðið í skilum án þeirra háu tolla, sem til þeirra runnu vegna þessa varnings. Til iangframa getur engin þjóð vænzt þess, að aðrar þjóðir kosti hana til að halda slíkum feigðardansi áfram. Og þess get- ur heldur engin þjóð óskað, sem vill halda sjálfsvirðingu sinni og sjálfstæði. ★ Ofan á annað bætist svo það, að að óbreyttum tekju- og gjalda- stofnum mun á næsta ári enn verða nýr halli á ríkis- og út- flutningssjóði, sem nemur hvorki meira né minna en um 250 millj. króna. Verði ekki breytt um stefnu, er okkur sá einn kostur nauðugur að afla þess fjár með nýjum álögum á almenning. Verði jafnframt gerðar aðrar þær ráðstafanir, sem óhjákvæmi- Iegar eru, ef þess á að freista að búa enn um skeið við núverandi kerfi, er talið, að af öllu þessu myndi vísitalan hækka um 5—6 stig. Neiti þjóðin að taka þá byrði á sig sem kjararýrnun í bili, og krefjist samsvarandi hækkunar á krónutölu árstekn- anna, leiðir það til þess, að ný þörf nýrra tekna og þá líka nýrra álagna skapast að ári. k Lengra þurfum við vart að hugsa, því þá stöðvast hjólið vafalaust af lánsfjárskorti, nema fyrr verði, sem raunar er langsennilegast. ★ Þá er þess að geta, að flestir eða allir lánasjóðir atvinnuveg- anna eru í mikilli fjárþröng og sumir ef til vill í raun og veru gjaldþrota. An erlendrar lántöku mun starfsemi þeirra flestra stöðvast að mestu' leyti, a. m. k. Fiskveiðasjóðs og sjóða landbúnaðarins, en slík lán fást ekki að óbreyttri stefnu í efna- hagsmálunum. Sama gildir um önnur nauðsynleg lán, svo sem til hafnargerða, að dæmi sé nefnt, en án þeirra er ekki auðið að fullhagnýta fiskiskipaflotann með þeirri viðbót, sem væntanleg er á næstunni, hvað þá meir. Þetta á einnig við og jafnvel í enn ríkari mæli um nauðsynlegt fé til þeirrar hagnýtingar orku- linda landsins, sem framundan bíður og vonir um aukið öryggi og bætt lífskjör að verulegu leyti byggjast á. Vil ég ,til að fyrir- byggja misskilning, sérstaklega vekja athygli manna á, að enda þótt lán til stutts tíma, sem varið er til óarðbærra hluta, séu hættu- leg, er þjóð eins og okkur ekki aðeins heimilt, heldur líka skylt og nauðsyniegt að leita eftir og taka hófleg lán til langs tíma og verja þeim til arðbærrar fjárfest- ingar. Má telja víst, að slík lán fáist, ef búið er að koma efnahag þjóðarinnar á heilbrigðan grund- völl. ★ Til frekari áréttingar vil ég endurtaka þetta: 1. Ef ekki verður tekin upp ný stefna í efnahagsmálunum, verður óhjákvæmilegt að leggja á þjóðina, strax og Al- þingi kemur saman, nýja skatta, er nema um 250 millj. króna á ári. 2. Þessir skattar og það, sem þeim fylgir, munu hækka vísi- töluna um 5—6 stig. 3. Krefjist launþegar tilsvarandi hækkunar á krónutölu árs- teknanna, verður enn að leggja á nýja skatta um næstu áramót. 4. Til þess að þessi leið sé fær, verða Islendingar að eiga kost á erlendum lánum til kaupa á óþarfa-varningi. 5. Það er að minnsta kosti mjög ólíklegt, að slík lán séu fáan- leg og raunar heldur ekki lán til arðbærrar fjárfestingar, nema breytt sé um stefnu. 6. Þær ástæður, þótt einar væru, myndu neyða okkur til að taka upp nýja stefnu. 7. En jafnvel þótt fram hjá því yrði komist í eitt ár eða svo, leiðir af framantöldu, að 5—6 stiga kjararýrnun er með öllu óhjákvæmileg, í bili, og sér þó ekki fyrir enda ógæfunnar, heldur sökkvum við aðeins dýpra og dýpra í feigðarfenið, án stefnubreytingar. ★ Allt bendir því til þess, að Is- lendingar séu tilneyddir að • Nú hefjum við nýja árið. Nú hefjum við nýja árxð, sj álfsagt öll full af góðum a- formum. Ég óska lesendum þessara dálka gleðilegs árs, og vona að bréf þeirra til Vel- vakanda verði skemmtileg og fróðleg á næsta ári. Því þá að- eins geta dálkarnir orðið læsx- legir. • Vinsæli útvarps- þáttur Fyrir áramót lauk í útvarp- inu vinsælum útvarpsþætti, sem margir hafa haft gaman af í vetur eins og undanfarinn vet ur. Á ég þar við þáttinn Vogun vinnur — vogun tapar. Slíkir þættir eru ekki aðeitis skemmtilegir, ef vel er á mál- um haldið, heldur líka fróð- legir. Þeir vekja áhuga hlust- breyta tafarlaust um stefnu í efnahagsmálunum. ★ En, segja menn, — sé þetta allt svona einfalt, því í ósköpunum er þá hikað. Ríkisstjórnin hikar ekki. Hún er einhuga um stefnubreytingu. Menn eru aðeins að safna gögn- um og skoða og bera saman þær leiðir, sem til greina geta komið. Markmiðið hlýtur að vera að finna úrræði, sem loka víta- hringnum, í stað þess að eftir nú- verandi leiðum er og verður svikamyllan í fullum gangi og neyðir menn árlega til þess að axla klyfjar nýrra skatta, sem fyrr en varir hafa þó reynzt hald- laus úrræði. ★ Takist þetta á þann veg, að kjaraskerðingin verði ekki meiri en óhjákvæmilegt er vegna þess hvernig komið er, hver leið sem farin verður, ætti valið að verða öllum hugsandi mönnum auðvelt. Þá myndu væntanlega líka ýms- ar ráðstafanir, sem eru óþægi- legar í bili, mælast vel fyrir, af því að mönnum skilst, að þær eru brúin yfir gjána, — leiðin, sem íslenzka þjóðin, sem nú riðar á barmi greiðsluþrots út á við og upplausnar inn á við, verður að fara, eigi hún að geta gert sér vonir um aukið öryggi og bætt lífskjör, þegar fram líða stundir. ★ En hvað sem þessu líður má engin stjórn blekkja þjóð sína, skirrast við að horfast í augu við staðreyndir, víkja sér undan vandanum, hliðra sér hjá að glíma við örðugleikana, kveinka enda á þeim viðfangsefnum, sem keppendur hafa valið sér, og aldrei fer það svo að ekki festist í minni eitthvað af þeim spurningum, sem lagðar eru fram. Það er nú einu sinni svo, að þeir sem fara að hafa nasasjón af einhverju efni, langar til að vita meira og því geta spurningaþættir beinlínts verið uppeldisatriði, ef vandað er til þeirra. sér við að gera nauðsynlegar ráð- stafanir. Engin stjórn má ieyna því á hættutímum, hvernig kom- ið er, breiða yfir óþægilegar stað- reyndir, reyna í lengstu lög að legra háskasamlega þróun, skjóta úrræðum á frest, til að forðast óþægindi fyrir sjálfa sig. Þvert á móti er það frumskylda sér- hverrar stjórnar að marka stefnu sína af ábyrgðartilfinningu. Völd hennar byggjast á trausti, sem þúsundirnar af heiðarlegu, vinn- andi fólki hafa sýnt henni með atkvæði sínu. Engin stjórn vill bregðast þessu trausti. En þá verður hún að taka vandamálin föstum tökum og gera það, sem rétt er — hvað sem líður vin- sældunum. ★ Við íslendingar misstum forð- um sjálfstæði okkar vegna þess að hver höndin var uppi á móli annarri, ekki tókst að friða land- ið fyrir blindu sundurlyndi og óslökkvandi, ábyrgðarlausum ríg þeirra manna, sem börðust um völdin í landinu. Enn sem fyrr veltur allt á þroska manna til að beygja sig undir sameiginlega nauðsyn alls landsins — þroskann til að skilja hvar og hvenær flokkshagsmunir eða sjónarmið stétta og lands- hluta verða að þoka fyrir alþjóðarheill. Það er þessi þroski, sem hverja þjóð skiptir mestu á hættulegum tímum. Það er þessi þroski, sem gert hefur þjóðir Maður sem kallar sig „Þakk látan hlustanda" sendir Sveini Ásgeirssyni eftirfarandi vísur nú þegar þættinum er að ljúka: • Sveinn með þáttinn. í lyftingunni lít ég mann lukkuþráðinn festa. Sveinn með þáttinn heitir hann, höfuðpaurinn gesta. Framlag hans er þarfur þjónn, þegar öllum semur. Andans slær þar undir tónn öðru spili fremur. Kappar þenja þolið brjóst, þurrka fast af skalla. Allt er stundum ekki ljóst, á því sumir falla. Gaman væri að ganga með glatt í leikinn snjalla. Þig ég kærri kveðju kveð, kannske fyrir alla. miklar. Sú þjóð, sem aldrei kann að sameinast, þegar mest ríður á, aldrei að hefjast yfir þröng og einstrengingsleg flokkssjónarmið, aldrei að taka einhuga, þjóðlega stefnu á hættutímum, sú þjóð, sem vill flýja hvern vanda og umfram allt engu fórna fyrir framtíð sína — sú þjóð verður aldrei talin mikil og aldrei ein af beztu þjóðum. ★ Trúið mér, góðir íslendingar, enginn okkar, sem með völd för- um, hefur neina löngun til að skerða kjör nokkurs manns. Eng- inn okkar telur neinn vinnandi mann ofsælan af því, sem hann nú ber úr býtum fyrir erfiði sitt. En það breytir ekki þeirri stað- reynd, að við getum ekki haldið áfram að eyða meira en við öfl- um. Aðrar þjóðir hafa orðið að fara út á vígvöllinn árum saman, milljónirnar látið líf sitt fyrir ættjörðina, frelsi hennar og sóma. íslenzka þjóðin má ekki láta það henda sig að stefna framtíð sinni í voða, ef til vill bæði fjár- hagslega og pólitískt, einvörð- ungu vegna þess að það kann að krefjast einhverra fórna í bili að koma málum hennar í heilbrigt horf. Megi Forsjónin forða okkur frá þeirri ógæfu og blessa land og þjóð á nýja árinu og um alla framtíð. Gleðilegt ár! Aldraðar konur í Háteigssókn í boði kvenfélagsins Á UNDANFÖRNUM árum hefir það verið venja Kvenfélags Há- teigssóknar að bjóða til sín öldr- uðum konum í söfnuðinum einu sinni á ári. Að þessu sinni eru þær boðnar á jólafund félagsius í Sjómannaskólanum þriðjudag- inn 5. jan., og hefst samkoman kl. 8Vz stundvíslega. Er þetta einn þáttur í fjölþættu starfi . é- lagsins og sýnir lofsverða við- leitni, sem þakka ber. Tilgangur inn er sá, að veita hinum öldruðu gestum ánægjustund og rétta þeim vinarhönd. Kunnugt er mér um fleira, sem félagið vinnur i sama anda, þó að ég ræði það ekki nánar hér. Með línum þesum vildi ég vekja athygli á jólafundinum á þriðjudaginn. Þar mun m. a. Vig- fús Sigurgeirsson sýna kvikmynd og Andrés Björnsson lesa upp. Þá verður söngur og kaffidrykkja. Það er ósk félagskvenna, að mega fagna sem flestum gestum sínum á þriðjudagskvöld. Gleðx- legt nýjár. Jón Þorvarðsson. skrifar úr daqlega lifinu

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.