Morgunblaðið - 03.01.1960, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 03.01.1960, Qupperneq 7
Sunnudagur 3. janúar 1960 MOKCTINRT.AÐIÐ 7 Jón Magnússon fréttastjóri fimmtugur JÓN MAGNÚSSON fréttastjóri Ríkisútvarpsins varð fimmtug- ur á nýársdag. Það er þjóð- arsiður á fslandi að minnast sam ferðamannanna á merkum tíma- mótum í lífi þeirra, og það er góður siður og gagnlegur. Það er vissulega hollt fyrir samfélagið að vakin sé athygli á merkum hæfileika- og mannkostamönn- um á meðan þess er enn kostur að meta þá að verðleikum. Á það ekki sízt við um þá, sem sjálfir láta sin hvergi að neinu getið nema í verkum sínum, er þeir vinna í kyrrþey, en aldrei til að sækjast eftir lofi né mannvirð- ingum. Jón Magnússon er einn þeirra manna, sem hér hefir verið lýst, en sökum þess hve ungur hann er læt ég hér ógetið þeirra ævi- atriða ,sem venjulegt er að til- greina, nema hvað þess skal get- ið að hann er Húnvetningur að ætt ,hefir háskólapróf frá Stokk- hólmi í sænsku, ensku og bók- menntum og hefir verið frétca- stjóri i rúm 18 ár. Undirritaður hefir starfað með honum og und ir hans stjórn í hálfan annan tug ára. Betri yfirmaður og samstarfs maður mun vandfundinn, pað er án alls efa samkvæði allra þeirra, sem unnið hafa og vinna hjá honum í fréttastofu útvarps- ins. Sem fyrr segir er Jón Hún- vetningur að ætt. Það kannast allir við Vatnsdælu, sögu hinnar stórbrotnu ættar, sem rakin er til Ingimundar gamla, landnáms manns héraðsins, og síðan frá honum til eftirkomendanna í Húnaþingi. Mér hefir oft flogið í hug á liðnum árum að margt væri líkt með Ingimundi gamla og Jóni Magnússyni. í Vatns- dælu segir svo m.a. um Ingi- mund: „Eigi er hér getið þingdeilda hans, að hann ætt'i stórmálum að skipta við menn, því að hann varð samhuga við fiesta og óá- gangssamur". Eg treysti mér ekki til að lýsa Jóni fréttastjóra betur í jafn fá- um orðum. Hann hefir aldrei átt „stórmálum að skipta við neinn“, elskað friðinn og vinsamleg sam skipti við aðra umfram allt, og þess vegna orðið „samhuga við flesta og óágangssamur“. Og aftur vitna ég til þess er segir í Vatnsdæiu um Ingimund gamla: „Hann var með mestri virðingu og hélt til þess góð- girnd hans — og vitsmunir". Enn á sama lýsing við Jón Magnús- son flestum öðrum fremur, sem ég þekki. Hann nýtur hlýrrar virðingar allra, sem kynnast hon um, bæði sökum „góðgirndar" sinnar og „vitsmuna" sem Ingi- mundur forðúm. Mörgum eru gefnir góðir vits- munir þótt góðgirnd þeirra sé lítil, margir eru velviljaðir þótt vitsmunirnir séu fremur smáir, en fáum einum er gefið hvort- tveggja í ríkum mæli. Þeim mun dýrmætara er að kynnast slíkum mönnum, og af því myndi hæst heill stafa að trúa þeim fyrir mestum mannaforráðum með þjóðum heims. Því að vitsmunir einir hrökkva ekki til, góðgirnd- in ein ekki heldur, en þegar hvorttveggja fer saman mun vel farnast. Jón Magnússon hefir nú um 18 ára skeið stjórnað þeim þætti í daglegri starfsemi útvarpsins, sem flestir munu láta sig varða. Þar hefir hann verið réttur mað- ur á réttum stað sökum fjölþættr ar menntunar, skarprar dóm- greindar og meðfæddrar sann- girni og sannleiksástar. Ég get ekki hugsað mér að hann myndi undir nokkrum kringumstæðum halla vísvitandi á nokkra skoðun eða nokkurn mann í fréttaflutn- ingi og verður það aldrei full- metið í þessu landi návígis og kunningsskapar. Fyrir bragðið efir útvarpið varðveitt hlutleysi sitt í fréttaþjónustunni og um leið virðingu sína, þótt oft hafi verið kaldar kveðjur; því að menn æskja stundum ekki eftir sanngirni og hlutleysi andstæð- ingi sínum til handa, heldur að- eins sjálfum sér og sínum mál- stað til handa, þegar heitast er í kolunum, og finnst þá sanngirn- in hlutdrægni. Guði sé lof, ligg- ur mér við að segja, á meðan til eru menn sem eigi væri hægt að kaupa til hins minnsta óheiðar- leika eða hlutdrægni fyrir nokkra muni. Jafuan hefir það sannazt á fréttastjóra útvarpsins að hann hefir fremur viljað þola órétt en beita honum, jafnvel látið hjá líða að reka réttar síns þegar ómaklega hefir verið að honum sveigt og hans starfi. Það er því að vonum að ekki hefir verið hjá því komizt að veita „góðgirnd“ og „vitsmunum" þessa mans vaxandi athygli á liðnum árum þótt hann berist manna minnst á. Þannig hefir hann lengi verið í stjórn Blaða- mannafélags íslands og oft for- maður þess og er það einmitt eins og stendur. Hann hefir hvað eftir annað verið til þess kvadd- ur af stjórnarvöldunum að vera fulltrúi íslands á ráðstefnum og kynnisferðum erlendis og yfir- leitt á sviði menningarlegra við- skipta við aðrar þjóðir. Hann hef ir samið og gefið út ýmsar fræði bækur, komið við sögu fræðslu- og menntamála og stuðlað að norrænni samvinnu. Ymsar ná- grannaþjóðir vorar hafa sæmt hann heiðursmerkjum í viður- kenningarskyni fyrir hin marg- víslegu menningarlegu samskipti, sem hann hefir stuðlað að, og nýverið var hann sæmdur hinni íslenzku fálkaorðu. Og þótt það sé mála sannast að fáir muni sækjast minna eftir opin- berum heiðursmerkjum en Jón Magnússon, þá fer óneitanlega vel á því, merkjanna vegna, að sannir heiðursmenn hljóti þau. Jón Magnússon er kvæntur Ragnheiði Möller og eiga þau 3 sonu. Fleira verður ekki sagt að sinni. En ég og mínir árnum þér og þínum, kæri vinur, allra heilla og blessunar á nýja árinu og þökkum eitt og allt frá liðnum árum. Emil ‘ Björnsson. I Verzlunarhúsnœði 130 fermetra húsnæði á góðum stað í bænum er til leigu. Til greiría kemur leiga á hluta húsnæðisins. Þeir, sem vildu athuga þetta leggi nafn og heimilis- fang ásamt tegund atvinnurekstrar á afgr. Mbl. merkt: „Miðbær.“ Kemlhalia óskar öllum viðskiptavinum sínum gle&ilegs nýárs og þakkar viðskiptin á liðna Nýjar kirkjuklukkur í Borgarneskirkju UM hátíðarnar var í fyrsta sinn hringt nýjum klukkum, sem Kaupfélag Borgfirðinga hefir gefið hinni nýju kirkju Borg- nesinga. Auk klukknanna gaf Kaupfélagið rafknúinn hringing- arútbúnað af fullkomnustu gerð. Klukkur þessar eru tvær, sú stærri tæplega 600 kg. en hin minni 340 kg. Áletrun er á báð- um; Borgarneskirkja 1959 við efri brún, Gefin af Kaupfélagi Borgfirðinga, við neðri brún. Á framhlið á minni klukkunni er kross en kaleikur og patína á þeirri stærri. Klukkurnar eru steyptar í Vestur-Þýzkalandi af Engelbert Gebhard, Kempten- Allgau, í Bayern, en hann er við- urkenndur sem einn fremsti klukkusmiður Evrópu. Hr. Geb- hard var á ferð hér á landi á síðastliðnu sumri og heimsótti meðal annars hina nýju Borgar- neskirkju og kynnti sér allar að- stæður. Hringingartækin er frá Philipp Hörz, Ulm, Donau, einnig vestur- þýzk og munu vera þekktustu og útbreiddustu hringartæki sem völ er á. Umboðsmaður beggja þessara fyrirtækja er Ásgeir Long í Hafnarfirði og hefir vinnustofa hans, Litla vinnustof- an, annast útvegun og frágang klukkna og hringingartækja. Litlu munaði að ekki hefðist að koma klukkunum upp í Borg- arneskirkju, fyrir hátíðar, en vegna sérstakrar lipurðar Eim- skipafélags íslands, voru klukk- urnar hið fyrsta, sem á land Enn lá nærri slysi VALDASTÖBUM, 30. des. — Ekki er langt síðan að nærri lá, að slys yrði við brúna á Kiða- fellsá í Kjós. Og nú fyrir stuttu munaði litlu að bíll sem var að koma að sunnan steyptist ofan í ána. Lenti hann á öðrum brúar- stöplinum og braut hann. Nokkr- ar skemmdir munu hafa orðið á bílnum. Þarna virðist vera all- mikil slysahætta, og því þörf ein hverra úrbóta til varnar. — S G. kom úr M.s. Dettifossi að morgni hins 17. des. sl. Að kvöldi sama dags voru þær komnar inn á kirkjugólf, ásamt grindunum, sem halda þeim upppi, en þær eru smíðaðar hjá Litlu vinnu- stofunni og v^ga hátt í eina smá- lest. Um miðnætti hins 19. var hrundið upp turngluggunum og klukkurnar settar af stað. Næstu klukkustund ómuðu þær af og til, meðan verið var að stilla slátt þeirra, en síðan barst jafn og öruggur hljómur þeirra út í næt- urkyrrðina og kunngjörði Borg- nesingum, að kirkjan þeirra hefði öðlazt þann tignarleik og mátt, sem hljómfagrar klukkur gefa hverri kirkju. Jólagjöf til kirkjii Oliáða safnaðar- ms RÉTT fyrir jólin var kirkju Öháða safnaðarins í Reykjavík gefinn afar fallegur upplýstur kross, sem komið var fyrir á vest- urhlið kirkjunnar. Karl Karlsson, rafmagnsfræðingur, gaf krossinn til minningar um systur sína, Guðrúnu Karlsdóttur, sem lézt síðastliðið vor. Hefur Karl sjálf- ur gert krossinn, sem er úr eiri og upplýstur neonljósum, og kom hann honum fyrir á kirkj- unni. Hæð krossins er 2.20 m. en þvertréð 1.70 m breitt. Prestur safnaðarins, séra Emil Björnsson, þakkaði þessa fallegu jólagjöf við aftansöng á Aðfanga- dagskvöld. Halló atvinnurekendur Ungur, reglusamur maður ósk ar eftir atvinnu. Margt kem- ur til greina. Hef bílpróf. Til- boð sendist afgr. Mbl., merkt: „Áreiðanlegur — 8555“. WD árinu. Flugfreyjustörf Ákveðið hefur verið að ráða nokkrar stúlkur til flugfreyjustarfa hjá félaginu á vori komanda. Umsækjendur skulu vera á aldrinum 19 til 28 ára og hafa gagnfræðaskólamennt- un eða aðra hliðstæða menntun. Kunn- átta í ensku ásamt einu Norðurlanda- málanna er áskilin. Umsóknareyðublöð verða afhent í afgr. félagsins, Lækjargötu 4, Reykjavík og hjá afgreiðslumönnum þess á eftirtöld- um stöðum: Akureyri, Egilsstöðum. ísafirði og Vestmannaeyjum. Eyðublöð- in þurfa að hafa borizt félaginu útfyllt og merkt ,.Flugfreyjustörf“ eigi síðar en 18. janúar. fs/a/x/s /CflA A/ÐA /á» Hin drottningarlega kona — notar vitanlega hið konunglega ilmvatn, — M A G I E LANCOME

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.