Morgunblaðið - 05.01.1960, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 05.01.1960, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 5. Jan. 1960 MORCVNBLAÐ1Ð 3 VERTÍÐ er nú að hefjast í stærstu verstöð landsins, Vest mannaeyjum. Um aflahorfur telja Vestmannaeyingar sig ekkert geta sagt, frekar en aðrir, svona í byrjun vertíð- ar. Það hafa verið miklar ann- ir við vertíðarundirbúninginn og er enn verið að búa hinn mikla flota á veiðar Flestir bátanna er úr Eyjum, en þang að koma til vertíðarróðra jafn an nokkrir aðkomubátar. Enn sem komið er, eru fáir að- komumenn komnir til Vest- mannaeyja. Þar hafa og verið allmargir Færeyingar, á ver- tíð undanfarin ár. Fréttaritari Mbl. ,í Vest- mannaeyjum, Björn Guð- mundsson, skýrði blaðinu frá þessu í gærdag. Hann taldi sennilegt að á vetrarvertíð mundu verða 85 bátar með línu og net, heima bátar 72, en aðkomubátar verða senni- lega 13. Þessi tala getur auð- vitað breytzt. Flestir aðkomu- bátanna verða frá Austfjarða- höfnum. Þá er vitað um 20 báta, sem verða með línu og handfæri. Þegar vetrarver- tíðin nær hámarki, í marzmán- uði, er daginn fer verulega að Slengja munu róa héðan alls um 140 bátar, stórir og smáir. Aliflestir hinna stærri báta, sem mynda kjarnann í fiski- bátaflotanum, verða komnir á veiðar um næstu mánaðamót. En eins og nú horfir, sagði Björn Guðmundsson, munu Voaa að Flug- iékgiðióileyfið — segir Lynge ÉG vona, að danska ríkið veiti Flugfélagi íslands heimild til að hefja áætlun- arflug til Grænlands, sagði Mikil vinna er við að bæta gömul net fyrir hverja vertíð og fella á ný, hyggja að kúluni, steinum, merkja baujur og sitthvað fleira. vertíö í Eyjum 140 bátar a margir bátar geta byrjatJ róðra í næstu viku og er það óvenju snemma. 1 bátaflota Vestmannaey- inga eru góð skip og hafa flot anum t.d. bætzt þrír fallegir stálbátar um og yfir 100 tonna skip og sá fjórði er væntanleg- ur í næsta mánuði. 0 0 0 0 ie JÍ- .0 0 Fyrsti róðurinn á vetrarver- tíðinni var farinn 2. janúar er tveir bátar reru. Huginn heit- ir annar þeirra og fékk hann 4 tonn. Hinn báturinn, Stíg- andi fékk tæplega 15 tonn. Var megnið af aflanum langa og keila. Varðandi Færeyinga og ráðningu þeirra í skiprúm hér sagði Björn, er þess að geta, að í fyrra voru 230—240 á bát- um héðan, misjafnlega margir á hverjum. Nú eru taldar horf Við Básaskersbryggju. ur á því að þelr muni verða álíka margir, jafnvel þó eitt- hvað fleiri. Hafa margir hinna færeysku sjómanna ýmist skrifað eða símað útgerðar- mönnum og skipstjórum hér. Hafa þessir menn látið í ljósi von um að komast í skiprúm. En nú munu standa yfir samn ingaumleitanir um kaup og kjör þessara manna og ann- arra Færeyinga, sem hyggja á vertíð á íslandi. Er ekki vit- að hversu semjast muni. grænlenzki ferðamálamað- Tveir merm fórust á Keflavíkurvelli Annar nýkvæniur, hinn 5 barna faðir urinn L,ars Lynge i viðtali við eitt Kaupmannahafnar- blaðanna. Flugfélag íslands hefur um margra ára skeið farið fjölda leiguferða til Grænlands án nokkurs óhapps — og leyst þar af hendi verkefni, sem aðrir höfðu ekki aðstæður eða tíma til að gera, sagði Lynge. Ég mundi fagna inni lega, ef Flugfélaginu yrði leyft að fljúga til Græn- lands, það opnaði okkur enn einar dyr mót umheimin- um, sem við þarna norður frá höfum verið einangrað- ir frá allt of lengi. Þróunin er öll í þá átt, að farþega- flutninga til og frá Græn- landi svo og innan þess verði að leysa af hendi með flugvélum: Vegna land- fræðilegrar legu Græn- lands, öryggis og hag- 1 kvæmni. » \ ^ En hvort það verður | danskt félag eða eitthvert / annað, sem leysir vanda J Grænlendinga, það skiptir \ engu máli. Aðalatriðið er, 1 að flugsamgöngur verði l teknar upp, sagði Lynge. KEFLAVÍKURFLUGVELLI, 4. janúar: — Það hörmulega slys gerðist á Keflavíkurflugvelli skömmu fyrir hádegi á gamlárs- dag að orustuþota af gerðinni F 89 Scorpion hrapaði til jarðar og fórst áhöfn hennar, tveir menn. Nánari tildrög eru þau, að þot- an var að koma úr venjulegu æf- ingarflugi. Veður var fagurt, suðaustan andvari, heiðskírt og snjóföl á jörðu. Þotan gerði venjulegt aðflug fyrir braut 12 sem er lengsta brautin á Kefla- víkurflugvelli. Þegar þotan var að beygja á lokastefnu, um það bil 3000 fet frá enda flugbraut- arinnar, steyptist hún til jarð- ar og varð sprenging í henni, um leið og hún nam við jörðu. Þotan sundraðist gjörsamlega og flug- mennirnir munu hafa látizt sam- stundis. Áhöfn vélarinnar voru tveir menn, Arnold J. Ross, liðsfor- ingi, sem var flugmaður frá Greenriver Utah, 27 ára að aldri, Hann lætur eftir sig konu og 5 börn. Radarmaður var Robert K. Slussar, 26 ára að aldri, frá Philadelphia. Hann hafði verið kvæntur í 5 mánuði og hafði kona hans hug á að koma til Keflavíkur og dvelja hjá manni sínum. Báðir þessir ungu menn höfðu komið til íslands fyrir fá- um vikum. Ross liðsforingi er þaulæfður flugmaður og hafði flogið mörg hundruð klukku- stundir þotum af gerðinni F 89. Orsök slyssins ókunnar Ekkert er ennþá vitað um or- sök slyssins. Rannsóknarnefnd, sem skipuð er reyndum flug- mönnum frá varnarliðinu, tók til starfa þegar á gamlársdag og hef ur hún enn ekki lokið störfum. Erfitt mun að komast fyrir um orsök slyssins, þar sem flugvél- in tættist sundur við sprenging- una. Flugvélin hafði talsamband við flugturninn á meðan á að- fluginu stóð og nefndi flugmað- urinn ekki að neitt óvenjulegt væri við flugvél sína. Viðskipti flugturnsins við flugvélina, eru öll til á segulbandi og er ekkert óvenjulegt við þau. Þegar ég kom í flugturninn um það bil hálfri klst. eftir að slys- ið varð, voru íslenzku flugum- ferðarstjórar að vísu dálítið föl- ari á vangann en venjulega, en þeir voru þó rólegir að afgreiða flugvélarnar, sem voru að koma inn til lendingar. Þeim varð þó oft litið vestur að endanum á flugbraut 12. Þar gaf stór kol- avartur blettur í snjónum til kynna, að fyrir hálfri klukku- stund höfðu 5 börn í fjarlægu landi orðið föðurlaus. — B.Þ. Mikið flogið iimanlands MIKIÐ annríki hefur verið hjá Flugfélagi íslands cftir áramótin. Á sunnudag fluttu flugvélar þess yfir 300 farþega frá Akureyri til Reykj avíkur. Skymasterflugvélin Sólfaxi fór þá m. a. 3 ferðir norð- ur og Viscount eina. Ein ferð var líka farin milli Húsavikur og Ak- ureyrar. Ekki hefur verið hægt að fljúga til Vestmanrtaeyja í tvo daga sakir veðurs og til Horna- fjarðar hefur ekki verið farið vegna holklaka í brautinni. Til ísafjarðar voru farnar tvær ferð- ir í gær. STAKSTEINAB Framstkn og sannleikurinn t áramótagrein sinni lýsir foV> maður Framsóknarflokksins mjög yfir stuðningi sínum við sann- leikann. Vitnar hann m. a. i setn- ingu þá, sem skráð er í horn- stein Alþingishússins: „Sannleik- urinn mun gera yður frjálsa“. I lok áramótahugleiðinga sinna vitnar Hermann Jónasson síðan í ljóð Þorsteins Erlingssonar: „Ég trúi því sannleiki, að sigurinn þinn að síðustu vegina jafni“. Það er vissulega ánægjulegt, a# formaður annars stærsta stjórn- málaflokks þjóðarinnar skuli þess svo alráðinn sem raun ber vitni í þessum áramótahugleiðingum, að umgangast sannleikann trúverð- uglega á nýbyrjuðu ári. Hitt mun mörgum koma i huga, að ýmis- Iegt hefði öðru vísi farið fyrir Framsóknarflokknum á undan- förnum árum, ef ást Hermanns Jónassonar á sannleikanum hefði þá verið jafn einlæg og hann segir að hún sé nú. „Ánetjast afturhaldskenninguJ* Björn Franzson. skrifar hlnn 30. desember .sl. hressilega grein í Þjóðviljann, þar sem hann ræðst gegn klám- og kynórabók- menntum af miklum dugnaði. Átelur hann harðlega ýmsa fé- laga sína í kommúnistaflokknum fyrir dekur við slíkar bókmennt- ir. Um þetta kemst Björn Franz- son m. a. að orði -á þessa leið: „Hér er ástæða til að minnast á þá staðreynd, að ýmsir íslenzk- ir sósíalistar hafa á síðari timum látið ánetjast þeirri afturhalds- kenningu, að klám í bókmennt- um og listum sé merki um eitt- hvert ógnarmikið frjálslyndi og nýtízkulegt hugarfar. Þessi kenn- ing hefur fengið byr undir báða vængi við það, að gamall og mik- ilsmetinn félagi Sósíalistaflokks- ins og fyrrum Kommúnistaflokks ins, viðurkennt skáld og rithöf- undur, gengur fram fyrir skjöldu og þýðir í gríð og ergi listvana og illa skrifuð klámrit Agnars Mykle hvert af öðru á vora tungu (meðal annars bæði „Rúb- íninn“ og „Lúnu“, þó að aðeins önnur þessara bóka kæmist hér á prent af fyrrgreindum ástæð- um), en aðalmálgagn sósíalista, Þjóðviljinn, ver með oddi og egg þessa starfsemi skáldsins, svo og bókmenntastarfsemi þá, sem fyrr- greind sorprit túlka“. „í andstöðu við menningarhugsj ónir sósíalismans£í Ljótt er að heyra, að ýmsir ís- lenzkir sósíalistar skuli hafa lát- ið ánetjast „afturhaldskenningu"! Björn Franzson lýkur hugleið- ingu sinni með þessum orðum: „Það er tími til kominn, að ís- lenzkir sósíalistar geri hreint fyr- ir sínum dyrum í þessu efni. Hér skal þess vegna lýst yfir því og lögð á það þyngsta áherzla ,að kynóra- og klámstefnan í listum, bókmenntum og blaðamennsku, hefur alla tíð verið í strangri og algerri andstöðu við menningar- hugsjónir sósíalismans og verka- lýðshreyfingarinnar“. Þannig mælti Björn Franzson, og mun mörgum finnast sem hann hafi beint skeytum sínum að fleiri sósíaliskum rithöfundum en þeim, sem þýtt liefur Mykle- 1 bókmenntir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.